Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 88
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR68 JÓLAGJÖF SEM GEFUR LÍF „Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna. Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til söfnunarátaksins. FÓTBOLTI Það var mikil gleði í jóla- teiti Manchester United eins og hjá flestum öðrum félögum. Mesta athygli í teitinu vakti leikrit sem hinir ungu leikmenn liðsins settu upp. Mest var hlegið þegar einn leikmannanna kom fram klæddur eins og Roy Keane og kallaði alla þá sem sátu fremst við sviðið aum- ingja en það var skírskotun í frægt viðtal á MUTV sem fór aldrei í loftið. Það var reyndar sýnt leik- mönnum félagsins og Keane en ekki fleirum. Samkvæmt fréttum á þeim tíma fóru orð Keane ekki illa ofan í leikmenn liðsins enda vanir að hlusta á Keane lesa þeim pistilinn. Atriðið endaði á því að Keane sagðist vera farinn, reif sig síðan úr treyjunni og þá var hann í Celt- ic-treyju innan undir. Í leikritinu var sonur Guðs nefndur Wayne, í höfuðið á Roon- ey, en hann var leikinn af Shrek enda Rooney oft líkt við þann kar- akter af breskum fjölmiðlamönn- um. Hestur í leikritinu var síðan í treyju Ruuds van Nistelrooy og menn geta dregið sínar eigin ályktanir af því. ■ Fjör í jólagleði Man. Utd.: Ungu strákarnir gerðu grín að Roy Keane ROY KEANE Ekki gleymdur á Old Trafford og aðalatriði jólateitisins var helgað honum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þeir eru líklega fáir sem átta sig á því hversu magnað afrek það er hjá Trínidad og Tóbagó að hafa tryggt sér þáttökurétt á HM. Þessi rúmlega milljón manna eyja í Karíbahafinu hefur hing- að til verið þekkt fyrir allt annað en knattspyrnuhefð og til að sjá hversu vanþróað knattspyrnu- samband landsins var áður en undankeppnin fyrir HM hófst þarf ekki annað en að rifja upp auglýs- ingu sem birtist á heimasíðu sam- bandsins fyrir tveimur árum. Þar stóð meðal annars: „Átt þú ættir að rekja til Tríni- dad og Tóbagó? Ert þú með tvöfalt ríkisfang þar sem annað þeirra er Trínidad? Ef svo er, heldurðu að þú sért nógu góður til að spila fyrir landslið þjóðarinnar í fótbolta? Smelltu hér til að vita meira...“ Ekki fylgdi sögunni hvort þessi auglýsing bar tilætlaðan árangur en þó er víst að nokkrir af þeim leikmönnum sem í landsliðinu eru hafa bókstaflega verið tíndir af götunni. Chris Birchall, leik- manni Port Vale á Englandi, var til dæmis tilkynnt að það að móðir hans hefði fæðst í Trínidad væri nóg til að veita honum rétt til að leika fyrir hönd Trínidad. Birchall þáði boðið með þökkum og í júní varð hann fyrsti hvíti leikmað- urinn til að spila fyrir Trínidad í sextíu ár. Og nú er hann á leið á HM þar sem hann fær miðjuslag gegn Frank Lampard og Steven Gerrard í riðlakeppninni. „Þegar ég kom fyrst til Tríni- dad voru hér tuttugu ágætis ein- staklingar en ekkert lið. Ég hef verið fjörutíu ár í boltanum og aldrei lent í því að þurfa að kenna mönnum að spila saman,“ segir hinn kunni þjálfari landsliðsins, Leo Beenhakker, sem hefur meðal annars þjálfað Real Madrid, Ajax og hollenska landsliðið. Flestir leikmanna Trínidad leynast í neðri deildunum en þeirra kunnastur er án efa Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United en núverandi leikmaður Sydney FC. Þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gamall og kominn af léttasta skeiði er Yorke algjör lykilmaður hjá Trínidad. Hann er fyrirliði, spilar sem leikstjórnandi liðsins á miðjunni og tekur allar spyrnur. Trínidad lenti í fjórða sæti í sex liða Mið-Ameríkuriðlin- um fyrir HM og náði þannig að komast í umspil um laust sæti þar sem liðið mætti Barein. Þar vann liðið 2-1 samanlagðan sigur og fjarstæðukenndur HM-draumur hafði því ræst. „Við ætlum ekki að vera neinir túristar í Þýskalandi,“ segir Beenhakker aðspurður um möguleika sinna manna á HM, en þar er liðið í riðli með Englandi, Svíþjóð og Paragvæ. „Ég hef unnið Sven-Göran Eriksson áður, þá var ég þjálfari Feyenoord og hann hjá Roma. Af hverju ætti það ekki að geta gerst aftur?“ segir Beenhakker og glottir. „Íbúar Karíbahafs- ins munu ekki búast við miklu af okkur en það er engin stærðfræði eða líkindareikningur fólginn í fótbolta. Hann er leikur og allt getur gerst.“ - vig Auglýst eftir leikmönnum á netinu Það lið sem flestir telja ólíklegast til afreka á HM í Þýskalandi er Trínidad og Tóbagó þar sem hinn gamal- kunni Dwight Yorke er allt í öllu. Fyrir tveimur árum var auglýst eftir leikmönnum í landsliðið á netinu. ANDSTÆÐINGAR Leo Beenhakker, þjálfari Trínidad, stillir sér upp með kollega sínum hjá Englandi, Sven-Göran Eriksson, eftir að dregið hafði verið í riðla á HM í síðustu viku. Beenhakker segist hafa unnið Eriks- son áður og geti vel gert það aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY DRAUMURINN HEFUR RÆST Leikmenn Trínidad ærðust hreinilega af fögnuði eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á HM með 2-1 samanlögð- um sigri á Barein í umspili. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Umboðsmaður gríska framherjans Angelos Charisteas hefur neitað þeim sögusögnum að skjólstæðingur hans sé á leið til Sunderland í janúar. Charisteas er í herbúðum Ajax en hefur fengið fá tækifæri upp á síðkastið og því var talið að hann yrði lánaður eða seldur frá félaginu í janúar. „Hann er með samning til árs- ins 2008 og þann samning ætlum við að virða,“ sagði umboðsmað- urinn. - hbg Angelos Charisteas: Ekki á leið til Sunderland TENNIS Martina Hingis frá Sviss, sem eitt sinn var besta tenniskona heims, er harðákveðin í því að reyna fyrir sér á ný og hún hefur nú staðfest að hún muni taka þátt á opna ástralska mótinu sem fram fer í janúar. Hingis, sem er aðeins 25 ára, hefur ekki spilað tennis í fjögur ár en hún varð að hætta vegna meiðsla. Hún vann á sínum tíma opna ástralska mótið í þrígang og var á toppi heimslistans í nánast fjögur ár. - hbg Martina Hingis: Ætlar á opna ástralska MARTINA HINGIS Snýr aftur á tennisvöllinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.