Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 18
18 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Hryðjuverkamenn létu til skarar skríða í Lundúnum í júlíbyrjun en þá dóu 56 í árásum á samgöngukerfi borgarinnar. Hálfum mán- uði síðar var gerð önnur tilraun til hermdarverka en hún misheppnaðist. Saklaus maður féll sama dag fyrir byssukúlum lögreglu. Óhætt er að segja Lundúnir hafi verið í sviðsljósinu dagana fyrir árásirnar 7. júlí. Helgina áður höfðu Live 8 stórtónleikarnir verið haldnir í borginni í tilefni af leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem síðan hófst í Skotlandi 6. júlí. Sama dag voru Lundúnir svo valdar til að halda Ólympíuleikana árið 2012. Allir þessir merkisvið- burðir hurfu hins vegar í skuggann af þessari fyrstu sjálfsmorðsárás Vestur-Evrópu. Allt fór úr skorðum Alls voru árásirnar fjórar þenn- an örlagaríka júlímorgun. Fyrst sprungu sprengjur í þremur jarð- lestum nánast samtímis og klukku- stund síðar rifnaði strætisvagn við Tavistock Square í sundur í mikilli sprengingu. Í fyrstu var talið að sprengingarnar hefðu orðið vegna skammhlaups en fljótlega kom í ljós hvers kyns var og greip þá um sig mikið öngþveiti og skelfing í kjölfarið. Um tíma lágu samgöng- ur og fjarskipti niðri. 56 biðu bana í tilræðunum, þar á meðal tilræðismennirnir fjórir, og yfir 700 slösuðust. Afar erf- itt reyndist að ná líkum upp úr hyldjúpum og níðþröngum lestar- göngunum og því urðu ættingjar að bíða á milli vonar og ótta af fregnum af ástvinum sínum dag- ana á eftir. „Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn,“ sagði Elena Law, sem hitti blaðamann Fréttablaðsins þegar hún leitaði vinkonu sinnar, Mihaelu Ottou, á sjúkrahúsi nærri Aldgate-stöðinni. Lík Ottou fannst tveimur dögum síðar. Þaulskipulagt tilræði Þegar ljóst var að um hermdarverk væri að ræða bárust böndin strax að íslömskum öfgahópum en strax um morguninn höfðu samtök sem sögðust vera tengd al-Kaída lýst yfir ábyrgð sinni. Fimm dögum eftir tilræðin greindi Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunn- ar, frá því að allt benti til að fjórir menn af erlendu bergi brotnir hefðu staðið fyrir tilræðunum og fannst umtalsvert magn sprengiefna á heimili eins þeirra í Leeds. Síðar kom í ljós að þeir höfðu ferðast til Pakistans misserin á undan og var talið að þar hefðu þeir hlotið þjálf- un í hryðjuverkabúðum al-Kaída- samtakanna. Í september birtust svo myndir á al-Jazeera þar sem Mohammed Sidique Khan, meintur höfuðpaur fjórmenninganna, gaf í skyn það sem í vændum var og í sama myndskeiði mátti sjá Ayman al-Zawahiri, einn leiðtoga al-Kaída. Þótt myndirnar séu ekki óyggjandi sönnun þess að samtökin, eða hópar þeim tengdir, hafi skipulagt tilræðin svipar þeim mjög til annarra verka sem al-Kaída á að hafa staðið fyrir, til dæmis í Madríd í mars árið 2004. Ólíkt því sem búist hafði verið við urðu múslimar í Bretlandi fyrir furðu litlu aðkasti í kjölfar árás- anna enda lögðu talsmenn þeirra sig í líma við að fordæma þær. Sú staðreynd að tilræðismennirnir voru af annarri og þriðju kynslóð innflytjenda var hins vegar talin til marks um þá gjá sem talin er skilja innflytjendur, einkum mús- lima, frá öðrum samfélagshópum Bretlands. Sagan endurtekur sig 21. júlí, nákvæmlega tveimur vikum eftir tilræðin mannskæðu, var gerð önnur tilraun til hryðju- verka í borginni. Aðfarirnar voru ótrúlega svipaðar hinum fyrri, þrjár sprengingar um borð í jarð- lestum og ein til viðbótar í stræt- isvagni klukkustund síðar. Ólíkt sprengingunum 7. júlí sprungu hins vegar aðeins hvellhettur að þessu sinni og því varð skaðinn nánast enginn. Eftirlitsmyndavélar náðu mynd- um af tilræðismönnunum fjórum og í kjölfarið hófst afar umfangsmikil leit að þeim. Viku síðar voru þeir allir komnir á bak við lás og slá og bíða þeirra réttarhöld fyrir tiltækið. Enn hefur ekki komið í ljós hvað mönnunum gekk til. Sökum þess hve líkar árásirnar voru hefur getum verið að því leitt að ódæð- ismennirnir væru á snærum sama hóps, en þar sem seinni tilræð- in fóru gjörsamlega út um þúfur hefur það líka verið dregið í efa. Skotið til að drepa Einn dapurlegasti þáttur alls þessa harmleiks var án efa dráp Lund- únalögreglunnar á Jean Charles de Menezes, brasilískum farand- verkamanni sem búsettur var í borginni. Þegar leit stóð sem hæst að fjórmenningunum daginn eftir tilræðin 21. júlí reyndu óeinkennis- klæddir lögreglumenn að ná tali af Menezes á Stockwell-jarðlestar- stöðinni en að þeirra sögn reyndi hann að taka til fótanna. Talið var að hann hefði sprengju innan- klæða og því mátu þeir sem svo að í samræmi við stefnu lögregl- unnar yrði að taka manninn af lífi áður en hann gæti kveikt á henni. Í ljós kom að Menezes var algerlega vopnlaus og hafði engin tengsl við árásarmennina. Lögreglan, og sér í lagi Ian Blair lögreglustjóri, sættu afar mikilli gagnrýni, bæði fjölmiðla og almennings en einnig brasilískra stjórnvalda og fjölskyldu Menez- es. Í kjölfarið hófst óháð rannsókn sem enn sér ekki fyrir endann á. Í ágúst kom svo í ljós að Blair hafði róið að því öllum árum að stöðva rannsóknina og varð það síst til að styrkja stöðu hans. Árásirnar 7. júlí verða hins vegar ekki rannsakaðar frekar því fyrr í þessum mánuði skýrði breska ríkisstjórnin frá því að látið yrði nægja að safna fyrirliggjandi gögnum um málið, sjálfstæð og óháð rannsókn færi ekki fram. Sýnist sitt hverjum um það. sveinng@frettabladid.is HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005 TILRÆÐISMAÐUR Eftirlitsmyndavélar í strætisvagni númer 26 náðu myndum af Muktar Said, einum af árásarmönnunum 21. júlí, skömmu áður en hvellhetta í tösku hans sprakk. NORDICPHOTOS/AFP TAVISTOCK SQUARE Strætisvagninn rifnaði nánast í sundur við sprenginguna, svo öflug var hún. Fimmtán farþegar létu lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁUNGAKÆRLEIKUR Lundúnabúar sýndu mikla samstöðu í þessum þrenging- um. Paul Dadge var á meðal farþega í Piccadilly-lestinni og aðstoðaði hann þá sem slösuðust eftir fremsta megni. 56 létust í hryðjuverka- árásum á Lundúnaborg Í MYRKRI JARÐGANGANNA Farþegar með Piccadilly-lestinni urðu að fikra sig eftir dimmum og djúpum göngunum í átt til King‘s Cross- stöðvarinnar. Einn þeirra, Alexander Chadwick, tók þessa mynd á farsíma sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Karl Bretaprins gekk að eiga heitkonu sína Camillu Parker Bowles í borgaralegri hjóna- vígslu í ráðhúsi Windsor-bæjar vestur af Lundúnum þann 9. apríl. Þar með var kórónað ára- tugalangt samband þeirra, sem hefur staðið af sér ansi margt, svo sem aðgangsharða hnýsni gulu pressunnar, hneykslismál og hjónaband Karls og Díönu prinsessu. Brúðhjónin gengu hönd í hönd út úr ráðhúsinu að vígslunni lokinni en fagnandi mannfjöld- inn sem þar var saman kominn fékk ekki að sjá neinn opinberan brúðarkoss. Þá var hinu nýgifta pari ekið í viðhafnarbifreið af Rolls-Royce-gerð í kapellu Windsor-kastala þar rétt hjá. Þar bless- aði erkibiskupinn af Kantaraborg, Rowan Willi- ams, brúðhjón- in við hátíðlega en hófstillta athöfn. Loks fór fram brúð- kaupsveisla í boði Elísabet- ar Englands- drottningar í sa larkynnum Windsor-kast- ala. Við hina kirkjulegu bless- unarathöfn ját- uðu brúðhjónin „syndir og mis- gjörðir“ sínar og sóru að vera hvort öðru trú í hjónabandinu. Elísabet drottning var viðstödd athöfnina og 800 boðsgestir, þar á meðal Tony Blair forsætisráð- herra. Við giftinguna tekur Camilla formlega við fyrra hlutverki Díönu sem prinsessan af Wales, en hún hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki nota þann titil. Hún hefur þess í stað valið titilinn hertogaynjan af Cornwall. Sjónvarpað var beint frá blessunarathöfninni, þar á meðal hingað til lands. Ólíku var saman að jafna, hinni látlausu hjóna- vígslu Karls og Camillu nú eða íburðarmiklu brúðkaupi Karls og Díönu árið 1981. Díana vann hug og hjörtu Breta og almenn- ings víða um heim en missti ást eiginmanns- ins. Hún lést í bílslysi í París árið 1997. Hjónin nýgiftu eyddu hveitibrauðs- dögunum í veiðihúsi í Skotlandi sem áður tilheyrði langömmu Karls. Þau þurftu þó að gera hlé á þeim til að vera við útför Raini- ers Mónakófursta. Önnur útför olli því að brúðkaupinu var frestað um einn dag; það átti að fara fram hinn 8. apríl en þar sem Jóhannes Páll II páfi var borinn til grafar þann dag var því frestað til þess níunda. Karl og Camilla loks í hjónaband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.