Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 10
10 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
ÚTVEGSMÁL Loðnuleit Árna Friðriks-
sonar, skips Hafrannsóknastofnunar-
innar, er lokið þetta árið. Skipið kom
inn til hafnar á Reyðarfirði um dag-
inn úr nokkurra daga leit sem skilaði
litlum árangri. Skipið á að liggja þar
við bryggju til 2. janúar en þá er fyr-
irhugað að hefja leit að nýju.
Hjálmar Vilhjálmsson hjá nytja-
stofnasviði Hafrannsóknastofnun-
arinnar segir að henni hafi borist
fregnir um daginn af því að svo-
kallaðir leitarbátar, sem eru veiði-
bátar sem er úthlutað litlum kvóta
sem laun fyrir sína leit, hafi verið
að fiska úti af norðausturhorninu
og því hafi verið haldið þangað. En
þó að rannsóknir á því svæði hafi
sýnt einhverja aukningu væri sú
aukning alltof lítil til að hægt væri
að útdeila kvóta að sögn Hjálmars.
Í raun hefur svo lítið komið inn af
loðnu að undanförnu að Hjálmar
segir framhaldið afar tvísýnt, því
eins og staðan er núna getur Haf-
rannsóknastofnunin ekki gefið út
upphafskvóta. Skýring þess að loðn-
an finnst ekki telja menn að sé kald-
ari sjór en venjulega og mikill hafís
sem er á helstu leitarmiðunum um
þessar mundir.
Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, segir skip frá vinnsl-
unni ekkert hafa veitt síðan á síð-
ustu vetrarvertíð og að þar ríki
mikil óvissa um framhaldið. Það
yrði auðvitað gríðarlegt áfall fyrir
fyrirtækið ef loðnan finnst seint eða
jafnvel alls ekki. „Það er eitthvað
sem við leyfum okkur ekki að hugsa
um. Við reiknum ekki með öðru en
að það verði vetrarvertíð, nema að
það hafi eitthvað meiriháttar gerst í
hafinu en það var ekkert sem sagði
til um að þessi staða gæti komið
upp.“
Hjálmar segir að ef fjármagn
hefði verið aukið í leitirnar, eins
og lagt var til á sínum tíma, væri
Hafrannsóknarstofnun miklu betur
í stakk búin að meta stærð loðnu-
stofnsins. „Við skrifuðum á sínum
tíma rannsóknaráætlun um vöktun
til fimm ára, sem hefði kostað um
80 til 100 milljónir á ári, en þessi
áætlun fór einhvers staðar ofan í
skúffu og hefur ekki sést síðan þó
að hún hafi verið lögð fram á hverju
einasta ári síðan, en það er fyrst
núna sem byrjað er að tala um að
eitthvað þurfi að gera.“
Hjálmar er þó bjartsýnn á að
leitin glæðist á nýja árinu, því hann
segir að ástandið geti í það minnsta
ekki versnað. - æþe
Áhyggjur af
loðnuleysi
Hafrannsóknastofnunin hefur fundið lítið af loðnu
undanfarið. Ekki er hægt að gefa út kvóta. Loðnu-
leit á að hefjast að nýju strax eftir áramót.
LOÐNA Lítið sem ekkert hefur fundist af loðnu undanfarið en áframhaldandi leit er fyrir-
huguð hjá Hafró í byrjun janúar.
CANBERRA, AP Steingerð fótspor
sem fundist hafa á bökkum stöðu-
vatns í Nýja Suður-Wales í Ástral-
íu og talin eru tuttugu þúsund ára
gömul gefa einstaka innsýn inn í
líf íbúa svæðisins á þessum tíma.
Fyrstu fótsporin í Mungo-þjóð-
garðinum fundust fyrir algera
tilviljun árið 2003 og síðan þá
hafa vísindamenn grafið upp 457
spor til viðbótar. Í síðustu viku
voru svo niðurstöðurnar kynntar
fræðimönnum og almenningi.
Ein fótsporin eru talin tilheyra
194 sentimetra háum karlmanni
sem hljóp á tæplega þrjátíu kíló-
metra hraða á klukkustund á eftir
óþekktri bráð og sést greinilega
hvernig leðjan hefur spýst á milli
tánna á honum. Hjá öðrum er
jörðin bæld og er álitið að þar hafi
kengúrur og emúar verið dregin
eftir jörðinni.
Af einni sporaþyrpingunni
má ráða að nokkrir fullorðnir
einstaklingar hafi gengið beint
áfram á meðan börn þeirra hlupu
stefnulaust í kringum þau. „Ég
vil komast að því hvert þessi spor
liggja og hvað þetta fólk hafði í
hyggju,“ sagði Steve Webb, próf-
essor í áströlskum fræðum við
háskóla í Gold Coast City, en
hann hafði veg og vanda af rann-
sóknunum.
- shg
SPOR Í SÖGUNNI Eigendur sporanna voru
uppi fyrir um það bil 19.000-23.000 árum.
þegar ísöld stóð sem hæst. Þá voru á þess-
um slóðum frjósamar mýrar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fótspor frá ísöld finnast á bökkum ástralsks stöðuvatns:
Veita innsýn í líf manna á ísöld
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
sýknað verktakafyrirtækið Ístak
af bótakröfu smiðs sem féll milli
gólfbita og niður á steinsteypt
gólf. Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði áður dæmt fyrirtækið til að
greiða smiðnum tæpar 2,3 milljón-
ir króna.
Hæstiréttur viðurkenndi að
aðstæður á vinnustað mannsins
hefðu verið hættulegar og betur
hefði mátt standa að málum, en
maðurinn þurfti að stikla á milli
gólfbitanna til að komast að vegg
sem hann var að einangra.
Um leið vísaði dómurinn til
þess að maðurinn væri húsasmíða-
meistari með allnokkra reynslu af
smíðastörfum. Honum átti að vera
hættan ljós, segir Hæstiréttur og
óþarfi af Ístaki að gefa honum
sérstök fyrirmæli eða leiðbein-
ingar vegna hennar.
- óká
Ístak sýknað í Hæstarétti:
Smiður átti að
gæta sín betur
STYRKIR Flugbjörgunarsveit Reykja-
víkur hefur hlotnast styrkur frá
Icelandair í formi ávísana á flug-
miða hjá félaginu.
Flugbjörgunarsveit Reykja-
víkur er ein stærsta og öflugasta
björgunarsveit landsins og hefur
árlega sent nokkra félaga á nám-
skeið til útlanda. „Þessi höfðing-
lega gjöf Icelandair er því mikil
lyftistöng fyrir sveitina,“ segir í
fréttatilkynningu flugbjörgunar-
sveitarinnar.
Styrkurinn kemur í stað jóla-
korta sem Icelandair hefur sent
viðskiptavinum sínum undanfar-
in ár. - sh
Icelandair veitir styrk:
Björgunarsveit
fær frítt flug
PRINSESSUR Á KANARÍ Letizia krónprins-
essa af Spáni heldur á nýlega fæddri
dóttur sinni og Filippusar krónprins,
Leonor, í jólafríi fjölskyldunnar á Lanzarote
í Kanaríeyjaklasanum í gær. MYND/AP
CHILE Hæstiréttur Chile hefur
úrskurðað að Augusto Pinochet,
fyrrverandi einræðisherra, sé nógu
frískur til þess að mæta fyrir rétt
vegna pólitískra morða á áttunda
áratugnum. Talið er að um þrjú
þúsund andstæðingar herforingja-
stjórnarinnar hafi verið myrtir á
meðan á valdatíma hennar stóð á
árunum 1973-1990.
Pinochet er einnig ákærður fyrir
skattsvik en talið er að hann hafi átt
um 130 leynilega bankareikninga í
Bandaríkjunum þar sem tugmillj-
ónir króna er að finna. Ef Pinochet
verður fundinn sekur mun hann
eflaust eyða síðustu dögum ævi
sinnar á bak við lás og slá. ■
Augusto Pinochet:
Nógu frískur
fyrir réttarhöld
FARLAMA Áfrýjunarkröfu hins níræða fyrr-
verandi einræðisherra var hafnað.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BYGGÐARMÁL Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra fellst ekki á
ósk þriggja þingmanna í Norð-
vesturkjördæmi um fund með
forsvarsmönnum Íslandspósts,
heimamönnum við Ísafjarðardjúp
og þingmönnum kjördæmisins.
Óskin er tilkomin vegna vænt-
anlegra breytinga á póstþjónustu
við Ísafjarðardjúp, sem heima-
menn hafa mótmælt kröftuglega
og sagt að með þessum breyting-
um verði skorið á samgönguæð-
ina við Ísafjörð.
Í svari Sturlu segir að ekki
þurfi afskipti þingmannanna við
þar sem sveitarstjórnarmenn
í Súðavíkurhreppi og forsvars-
menn Íslandspósts séu að vinna
að farsælli lausn á þessu máli.
Þingmennirnir sem báru óskina
fram eru þeir Jóhann Ársælsson,
Jón Bjarnason og Sigurjón Þórð-
arson.
Forsaga málsins er sú að
Gunnar Pétursson póstur, sem
sinnt hefur íbúum við Ísafjarð-
ardjúp með alls konar viðvikum í
ferðum sínum frá Ísafirði og um
bæina við Ísafjarðardjúp, fer á
eftirlaun um áramótin og verða
þá engar slíkar póstferðir farnar
frá Ísafirði. Þess í stað fer póstur-
inn beint að sunnan í gám sem er
við Rauðamýri.
Ómar Már Jónsson, sveitar-
stjóri Súðavíkurhrepps, segir að
nú sé verið að kanna þjónustuþörf
íbúa við Djúpið og að því loknu
verði leitast við að verða við þeirri
þörf í samvinnu við Íslandspóst
eða samgönguráðuneytið. - jse
Þingmenn deila á póstflutninga við Ísafjarðardjúp:
Ráðherra segir óþarft
að ræða um póstinn
SKIPT_um væntingar
Tegund Ver›
Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000,-
Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000,-
Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000,-
Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000,-
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
ENDIST ENDALAUST
PATROL
NISSAN