Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 54
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR24 Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Hirzlunar V I Ð Á R A M Ó T Árið 2005 hefur á margan hátt verið gott ár fyrir okkur í Kaupþingi banka. Reksturinn hefur gengið mjög vel og raunar er útlit fyrir að þetta verði metár í sögu bankans. Ég held því að starfsmenn og hluthafar bank- ans geti unað nokkuð sáttir við niðurstöðu ársins. 70% AF TEKJUM UTAN ÍSLANDS Starfsemi Kaupþings banka fer fram í æ fleiri löndum og nú skap- ast rúmlega 70% af tekjum okkar utan Íslands. Með þessu móti höfum við byggt fleiri tekjustoð- ir undir starfsemi okkar og dreg- ur það að mínu mati verulega úr áhættu í starfseminni. Jákvætt er að allar helstu starfsstöðvar bankans hafa gengið mjög vel en góð ytri skilyrði hafa einnig hjálpað til, eins og hjá öðrum bönkum. KAUP Á SINGER Helsti viðburður ársins hjá okkur voru kaupin á breska bankan- um Singer & Friedlander, sem er einn af tuttugu stærstu bönk- um Bretlands. Kaupin hljóð- uðu upp á rúmlega 60 milljarða króna og gjörbreyta þau stöðu okkar í Bretlandi. Með Singer & Friedlander erum við kominn með traustan grunn undir frekari sókn þar. Þá tel ég að við höfum nýtt árið vel til að efla starfs- stöðvar okkar víða í Norður- Evrópu. Við settum til dæmis upp fyrirtækjaráðgjöf í FIH, dótturfélagi okkar í Danmörku, með góðum árangri, auk þess sem FIH hefur útvíkkað starf- semi sína til Suður-Svíþjóðar. Þá hefur verið mikill vöxtur í starfsemi okkar í Lúxemborg, Finnlandi og í Svíþjóð. EINOKUN ROFIN Hér á Íslandi hefur bankinn átt mikilli velgengni að fagna. Fjölmargir eru bankanum þakk- látir fyrir að rjúfa einokun Íbúðalánasjóðs á sínum tíma og bjóða almenningi betri vaxta- kjör en ríkisstofnunin. Árið 2005 markaðist töluvert af umræðum um þessi mál og nú í árslok er ég auðvitað ánægður með að KB banki geti boðið mun betri kjör á þessum markaði en ríkið og helstu keppinautar treysta sér til. BJART FRAMUNDAN Ég lít björtum augum fram á veginn og vona að árið 2006 verði gjöfult ár fyrir bankann og raun- ar fyrir Íslendinga alla. Ég vil svo að lokum óska viðskiptavin- um og starfsmönnum bankans gleðilegs nýs árs. Gjöfult ár að baki HREIÐAR MÁR FORSTJÓRI KB BANKA Hreiðar telur að við það að starfsemi bankans fari fram í sífellt fleiri löndum minnki áhætta á starfseminni. „Mér, eins og öðrum sem starfa í útflutn- ingsatvinnugreinunum, er auðvitað ofar- lega í huga hið ógnarháa gengi íslensku krónunnar. Þetta sterka gengi hefur haft mikil áhrif á rekstur allra framleiðslu- greina í landinu. Afleiðingarnar eru m.a. þær að nokkur fyrirtæki hafa flutt hluta af starfsemi sinni úr landi á árinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. „Annað eftirminnilegt í mínum huga er auðvitað það að Samherji dró sig út af hlutabréfamarkaði og fylgdi þar í kjölfar fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja. Nú er svo komið að sjávarútvegurinn, sem átti hvað stærstan þátt í að byggja upp innlenda hlutabréfa- markaðinn á sínum tíma, er vart sýnilegur í Kauphöll Íslands. Það er auðvitað sorglegt í sjálfu sér en engu að síður eðlileg afleiðing af þeirri umfjöllun sem atvinnu- greinin hefur mátt þola, bæði í fjölmiðlum og inni á Alþingi. Fyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði geta einfaldlega ekki búið við slíkt og því hafa langflest sjávarútvegsfyrirtækin horfið þaðan. Það er ennfremur umhugsunarvert að útrás íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi heyrir að mestu sögunni til. Önnur fyrir- tæki hafa tekið við keflinu og státa mörg hver af glæsilegum árangri. Á NÝJU ÁRI Hvað nýtt ár varðar mun sterk króna halda áfram að hafa áhrif á gengi fram- leiðslufyrirtækja og jafnframt er ljóst að launaskrið mun aukast. Á hinn bóginn býst ég við að áfram fáist gott verð fyrir sjáv- arafurðir, í erlendri mynt talið. Ákveðin óvissa ríkir varðandi loðnuveiðarnar, en það er auðvitað bara hluti af þeim veru- leika sem sjávarútvegur býr við. Ég hef oft bent á að það sé ekki á innbyggða óvissu í lífríkinu bætandi með pólitísk- um deilum um sjávarútvegsmál,“ segir Þorsteinn Már. Sjávarútvegurinn nær horfinn úr Kauphöllinni ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON FORSTJÓRI SAMHERJA Forstjóri Samherja segir að sterkt gengi krónunnar muni halda áfram að hafa áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja og launaskrið muni aukast. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja Nú er svo komið að sjávarútvegur- inn, sem átti hvað stærstan þátt í að byggja upp inn- lenda hlutabréfa- markaðinn á sínum tíma, er vart sýni- legur í Kauphöll Íslands Nú í árslok er ég auðvitað ánægður með að KB banki geti boðið mun betri kjör á þessum markaði en ríkið og helstu keppinautar treysta sér til Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.