Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 54
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR24
Við óskum landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Starfsfólk Hirzlunar
V I Ð Á R A M Ó T
Árið 2005 hefur á margan
hátt verið gott ár fyrir okkur
í Kaupþingi banka. Reksturinn
hefur gengið mjög vel og raunar
er útlit fyrir að þetta verði metár
í sögu bankans. Ég held því að
starfsmenn og hluthafar bank-
ans geti unað nokkuð sáttir við
niðurstöðu ársins.
70% AF TEKJUM UTAN ÍSLANDS
Starfsemi Kaupþings banka fer
fram í æ fleiri löndum og nú skap-
ast rúmlega 70% af tekjum okkar
utan Íslands. Með þessu móti
höfum við byggt fleiri tekjustoð-
ir undir starfsemi okkar og dreg-
ur það að mínu mati verulega úr
áhættu í starfseminni. Jákvætt
er að allar helstu starfsstöðvar
bankans hafa gengið mjög vel
en góð ytri skilyrði hafa einnig
hjálpað til, eins og hjá öðrum
bönkum.
KAUP Á SINGER
Helsti viðburður ársins hjá okkur
voru kaupin á breska bankan-
um Singer & Friedlander, sem
er einn af tuttugu stærstu bönk-
um Bretlands. Kaupin hljóð-
uðu upp á rúmlega 60 milljarða
króna og gjörbreyta þau stöðu
okkar í Bretlandi. Með Singer
& Friedlander erum við kominn
með traustan grunn undir frekari
sókn þar. Þá tel ég að við höfum
nýtt árið vel til að efla starfs-
stöðvar okkar víða í Norður-
Evrópu. Við settum til dæmis
upp fyrirtækjaráðgjöf í FIH,
dótturfélagi okkar í Danmörku,
með góðum árangri, auk þess
sem FIH hefur útvíkkað starf-
semi sína til Suður-Svíþjóðar.
Þá hefur verið mikill vöxtur í
starfsemi okkar í Lúxemborg,
Finnlandi og í Svíþjóð.
EINOKUN ROFIN
Hér á Íslandi hefur bankinn
átt mikilli velgengni að fagna.
Fjölmargir eru bankanum þakk-
látir fyrir að rjúfa einokun
Íbúðalánasjóðs á sínum tíma og
bjóða almenningi betri vaxta-
kjör en ríkisstofnunin. Árið 2005
markaðist töluvert af umræðum
um þessi mál og nú í árslok er
ég auðvitað ánægður með að KB
banki geti boðið mun betri kjör á
þessum markaði en ríkið og helstu
keppinautar treysta sér til.
BJART FRAMUNDAN
Ég lít björtum augum fram á
veginn og vona að árið 2006 verði
gjöfult ár fyrir bankann og raun-
ar fyrir Íslendinga alla. Ég vil
svo að lokum óska viðskiptavin-
um og starfsmönnum bankans
gleðilegs nýs árs.
Gjöfult ár að baki
HREIÐAR MÁR FORSTJÓRI KB BANKA Hreiðar telur að við það að starfsemi bankans
fari fram í sífellt fleiri löndum minnki áhætta á starfseminni.
„Mér, eins og öðrum sem starfa í útflutn-
ingsatvinnugreinunum, er auðvitað ofar-
lega í huga hið ógnarháa gengi íslensku
krónunnar. Þetta sterka gengi hefur haft
mikil áhrif á rekstur allra framleiðslu-
greina í landinu. Afleiðingarnar eru m.a.
þær að nokkur fyrirtæki hafa flutt hluta
af starfsemi sinni úr landi á árinu,“ segir
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja.
„Annað eftirminnilegt í mínum
huga er auðvitað það að Samherji
dró sig út af hlutabréfamarkaði
og fylgdi þar í kjölfar fjölmargra
sjávarútvegsfyrirtækja. Nú er
svo komið að sjávarútvegurinn,
sem átti hvað stærstan þátt í að
byggja upp innlenda hlutabréfa-
markaðinn á sínum tíma, er vart
sýnilegur í Kauphöll Íslands. Það
er auðvitað sorglegt í sjálfu sér
en engu að síður eðlileg afleiðing
af þeirri umfjöllun sem atvinnu-
greinin hefur mátt þola, bæði
í fjölmiðlum og inni á Alþingi.
Fyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði
geta einfaldlega ekki búið við slíkt og
því hafa langflest sjávarútvegsfyrirtækin
horfið þaðan.
Það er ennfremur umhugsunarvert að
útrás íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi
heyrir að mestu sögunni til. Önnur fyrir-
tæki hafa tekið við keflinu og státa mörg
hver af glæsilegum árangri.
Á NÝJU ÁRI
Hvað nýtt ár varðar mun sterk króna
halda áfram að hafa áhrif á gengi fram-
leiðslufyrirtækja og jafnframt er ljóst að
launaskrið mun aukast. Á hinn bóginn býst
ég við að áfram fáist gott verð fyrir sjáv-
arafurðir, í erlendri mynt talið. Ákveðin
óvissa ríkir varðandi loðnuveiðarnar, en
það er auðvitað bara hluti af þeim veru-
leika sem sjávarútvegur býr við. Ég hef
oft bent á að það sé ekki á innbyggða
óvissu í lífríkinu bætandi með pólitísk-
um deilum um sjávarútvegsmál,“ segir
Þorsteinn Már.
Sjávarútvegurinn nær
horfinn úr Kauphöllinni
ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON FORSTJÓRI
SAMHERJA Forstjóri Samherja segir að sterkt gengi
krónunnar muni halda áfram að hafa áhrif á afkomu
framleiðslufyrirtækja og launaskrið muni aukast.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja
Nú er svo komið
að sjávarútvegur-
inn, sem átti hvað
stærstan þátt í að
byggja upp inn-
lenda hlutabréfa-
markaðinn á sínum
tíma, er vart sýni-
legur í Kauphöll
Íslands
Nú í árslok er ég auðvitað ánægður með að KB
banki geti boðið mun betri kjör á þessum markaði
en ríkið og helstu keppinautar treysta sér til
Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka