Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 50
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR20
V I Ð Á R A M Ó T
Ársins 2005 verður minnst sem árs mikilla
andstæðna hjá Alcan í Straumsvík. Rekstur
álversins hefur á þessu ári að mörgu leyti
gengið vel, en rekstrarumhverfið verið óhag-
stætt. Þannig verður framleiðslan á árinu
meiri en nokkru sinni fyrr og álverðið það
hæsta um árabil. Á hinn bóginn hefur lágt
gengi dollarans valdið miklum vandræðum og
í mörgum tilfellum jafnað út góðan árangur,
því allar tekjur fyrirtækisins eru í dollurum.
Þá hefur innlendur kostnaður hækkað mikið
af ýmsum ástæðum; kostnaður við flestar
framkvæmdir hefur farið fram úr áætlunum
og launakostnaður hefur verið í
sögulegum hæðum, bæði út af
gengi dollars og kjarasamningi
sem gerður var snemma á árinu
og hefur kostað töluvert meira en
áætlað var.
En þrátt fyrir allt er vissulega
betra að tæknilega gangi verk-
smiðjan vel heldur en illa þegar
ytri aðstæður eru óhagstæðar.
Þannig er ljóst að við værum í
miklum vandræðum ef tæknileg-
ur rekstur væri slakur, hvort sem
það varðaði framleitt magn eða
aðra mælikvarða.
En það eru ekki aðeins tækni-
legir mælikvarðar sem hafa vakið á okkur
athygli, því á þessu ári höfum við fengið við-
urkenningar sem allir starfsmenn geta verið
stoltir af. Þar ber hæst Íslensku gæðaverð-
launin 2005 og í haust fengum við afhent
Fjöreggið, viðurkenningu frá Matvæla- og
næringarfræðafélagi Íslands fyrir góðan
árangur á því sviði. Klapp á bakið úr þessari
átt er ómetanlegt og gefur skýrar vísbending-
ar um að margir líta á okkur sem fyrirmynd
annarra.
Vinna vegna stækkunar álversins komst á
rekspöl á árinu; samið var um hluta þeirrar
raforku sem þarf fyrir stækkaða verksmiðju
og þreifingar eru í gangi um það sem upp á
vantar. Vonir standa til að þessu langa ferli
geti lokið á næsta ári, enda er það langt
komið.
SÍMINN SELDUR FYRIR METFÉ
Síðsumars lauk stærsta einkavæðingarverk-
efni Íslandssögunnar, þegar gengið var frá
sölu Símans. Salan markaði í senn endalok
mikils óvissutíma og upphafið að einhverju
nýju. Við sem sátum í stjórn fyrirtækisins
vorum stolt yfir því mikla trausti sem marg-
ir áhugasamir kaupendur sýndu fyrirtækinu
og verðinu sem fékkst fyrir það. Salan sýndi
svart á hvítu, að markaðurinn kunni að meta
þá vinnu sem frábær hópur starfsfólks hafði
innt af hendi – oft undir harkalegri, opinberri
og stundum ósanngjarnri gagnrýni.
Sala fyrirtækisins skapaði Símanum að
ýmsu leyti eðlilegra viðskiptaumhverfi en
verið hafði um nokkurt skeið. Starfsfólkið
hefur aðlagast breyttum aðstæðum fljótt og
á næsta ári er viðbúið að eigendur og starfs-
menn fái meira næði til að treysta fyrirtækið
enn frekar í sessi. Nýir eigendur fyrirtækisins
hafa farið mjög vel af stað og ég bind miklar
vonir við enn frekari uppgang þessa öfluga
fyrirtækis. Gleðileg jól og farsælt komandi
ál.
Ár andstæðna og einkavæðingar
RANNVEIG RIST FORSTJÓR ALCAN Á ÍSLANDI Fyrirtækið
væri í miklum vandræðum ef tæknilegur rekstur væri slakur,
segir Rannveig.
Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi
Síðsumars
lauk stærsta
einkavæð-
ingarverk-
efni Íslands-
sögunnar,
Þegar gengið
var frá sölu
símanns
„Það sem stendur helst upp úr á árinu sem
er að líða, eru kaupin á danska flugfélag-
inu Sterling í byrjun ársins sem leiddi síðan
til kaupa á Maersk-air. Við þá sameiningu
varð til fjórða stærsta lág-
gjaldaflugfélag Evrópu,“ segir
Pálmi Haraldsson um kaupin á
Sterlning og Mærsk sem dóm-
nefnd Markaðarins útnefndi við-
skipti ársins.
Pálmi var með fleiri járn í
eldinum. Einnig hafa kaupin á
Iceland-keðjunni verið ævintýri
líkust. Við höfum allir lagst á
eitt sem stóðum að þessari fjár-
festingu og hefur viðsnúningur
rekstrarins farið fram úr okkar
björtustu vonum.
SPENNANDI VERKEFNI
FRAMUNDAN
„Auðvitað hafa önnur mörg
spennandi verkefni verið í gangi
þó svo að þessi hafi verið stærst
og tímafrekust.
Það hefur verið mikið að gera
þetta árið og eflaust margt í
smíðum fyrir það næsta. Ég hef
sett mér það markmið að draga úr vinnu á nýju
ári þó að ég standi eflaust ekki við það frekar
en um síðustu áramót. Ég á mér þá von að
fjölmiðlar hætti persónulegum árasum á fólk
og virði einkalíf þeirra sem eru í eldlínunni þó
að vissulega sé málefnaleg gagnrýni og aðhald
af hinu góða.“
Útrásin er fjarri því hætt. „Það eru mörg
spennandi verkefni í farvatninu og þá sérstak-
lega í Bretlandi. Ég á von á því að íslenskir
fjárfestar eigi eftir að halda áfram að hasla
sér völl í Bretlandi og það verði framhald á
velgengni íslenskra fjárfesta þar,“ segir Pálmi
Haraldsson.
Sterling stendur upp úr
PÁLMI HARALDSSON FJÁRFESTIR Pálmi segir að viðsnún-
ingur í rekstri Iceland hafi farið fram úr björtustu vonum.
Á árinu 2005 fagnar Eyrir
fjárfestingarfélag 5 ára afmæli og
geri ég því ósjálfrátt upp síðustu
5 ár sem og árið í heild við þessi
áramót. Efnahagskerfi heimsins
varð fyrir nokkru áfalli á árunum
2000-2001 eftir mikinn uppgang
í áratug þar á undan. Í ljós kom
að verðlagning verðbréfa um
heim allan innibyggðu væntingar
sem ekki fengju staðist og
fjármálamarkaðir hrundu. Í stað
þess að leggjast í kör ákváðu
forystumenn íslenskra fyrirtækja
að sækja fram. Krafturinn í
atvinnulífinu hefur verið með
ólíkindum og ráðist hefur verið
í mörg stór og ögrandi verkefni
síðustu ár sem nú eru farin að
skila sér í breiðari og traustari
tekjumyndun hjá fyrirtækjum
landins sem er til hagsbóta
fyrir hluthafa, starfsmenn,
viðskiptavina þessara fyrirtækja
svo og samfélagið allt sem fær
auknar skattgreiðslur þegar vel
árar.
Mörg hinna stærri fyrirtækja
landsins ákváðu að treysta
fjárhagsstöðu sína og afla sér fjár
til frekari vaxtar. Grunnurinn af
hinum sterka fjármálamarkaði
hér á landi er annars vegar ungt
vel menntað fólk og hins vegar
styrkar stoðir lífeyrissjóðakerfis
okkar sem á sér ekki samjöfnuð.
FJÁRHAGUR TREYSTUR
Við hjá Eyri fjárfestingarfélagi
breyttum nafninu í Eyri Invest
á árinu til að undirstrika nokkuð
breyttar áherslur. Hlutabréf
í Marel og Össuri eru nú
skilgreindar sem langtímaeignir
og aukin áhersla er lögð á
erlenda hlutabréfamarkaði. Með
breyttum áherslum jókst enn
þörf á að auka við þekkingu hjá
Eyri og fjölgaði starfsmönnum
félagsins. Á árinu treystum
við jafnframt fjárhag félagsins
með tvennum hlutafjárútboðum,
skuldabréfaútgáfu og góðri
arðsemi félagins og má því segja
að árið hafi verið gjöfult.
Helstu verkefni framundan
hjá Eyri eru að styðja Össur og
Marel til enn frekari vaxtar á
komandi árum. Bæði Marel og
Össur eru mjög vel undir það
búin að ráðast í frekari ytri vöxt.
Það er ekki síður mikilvægt að
þau hafa í sínum hluthafahópi
öfluga bakhjarla sem eru
tilbúnir til að styðja þann
vöxt. Fyrir mig persónulega
var ánægjulegt að taka við
stjórnarformennsku í Marel og
hlakka ég mikið til verkefna þar
framundan. Okkar sýn í Eyri er
að einungis þau fyrirtæki sem
komast í markaðsleiðandi stöðu
á heimsvísu geti til langframa
skapað verulegan hagsauka
fyrir hluthafa, viðskiptavini og
starfsmenn.
BLIKUR Á LOFTI
Ýmissa merkja um fjármálalegan
óstöðugleika er þó farið að gæta
hér á landi og því ber að fara
varlega á næstu misserum og
treysta þann ávinning sem
náðst hefur, fremur en að sækja
fram með stöðugt meiri hraða.
Glannaleg einkaneysla sem
fjármögnuð er af ríkistryggðu
lánaapparati er ekki góð
búvísindi. Til að slá á þá þenslu
hefur Seðlabankinn kosið að
hækka vexti sem hefur snarreist
gengi krónunnar sem þrengir
að útflutningsgreinum okkar
en hvetur til aukinnar neyslu
á innfluttum neysluvarningi.
Samtímis þessu hafa sveitarfélög
stóraukið skattheimtu sína á
hendur fyrirtækjum. Þannig
hafa rekstrarskilyrði fyrirtækja
versnað nokkuð hér á landi í
samanburði við hin nýju ríki í
Mið-Evrópu.
Á heildina litið er bjart
framundan í íslensku atvinnu- og
þjóðlífi og munum við enn færast
fram á veginn. Þegar upp er
staðið eru málefni fjölskyldunnar
mikilverðust og fyrir mig
var stærsta stund ársins að
sjálfsögðu fæðing dóttur minnar
sem ég hlakka til að sjá þroskast
og eflast á næstu árum.
Árið 2005 er
mikið uppskeruár
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON OG ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON AÐALEIGENDUR EYRIR
INVEST Árni segir að ýmis merki séu um fjármálalegan óstöðugleika og mönnum beri að
fara varlega til að treysta þann ávinning sem náðst hefur.
Pálmi Haraldsson
Einnig hafa
kaupin á
Iceland-keðj-
unni verið
ævintýri lík-
ust. Við höfum
allir lagst á eitt
sem stóðum að
þessari fjárfest-
ingu og hefur
viðsnúningur
rekstrarins farið
fram úr okkar
björtustu vonum
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyris
Einungis þau fyrirtæki sem komast í markaðsleið-
andi stöðu á heimsvísu geti til langframa skapað
verulegan hagsauka fyrir hluthafa, viðskiptavini og
starfsmenn