Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ALLT Í RUSLI Ruslatunnurnar eru aldrei jafn fullar og eftir jól Tekið til eftir hátíðina TILVERAN 12 > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG ��������������������������������� ����������������������������������������������������������� ���������������������� ����������� ����������������������������� ������ ������ Gott til síðasta dropa Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 — 351. tölublað — 5. árgangur ÞORGEIR AXEL ÖRLYGSSON Á vakt á gamlárskvöld áramót - bílar Í MIÐJU BLAÐSINS VEÐRIÐ Í DAG BANDARÍKIN, AP Kanelsnúður, slá- andi líkur móður Teresu heitinni, hvarf á jóladag úr útstillingarskáp sem hann hafði verið í síðan við- skiptavinur kaffihúss í Nashville í Tennessee kom auga á sérstakt form hans árið 1996. Kaffihússeigandinn, Bob Ber- stein, uppgötvaði hvarfið er hann mætti til vinnu sinnar á annan í jólum. Fjárhirsla sem var rétt við skápinn var látin ósnert í innbrot- inu. „Ég tel því miður að þarna hafi einhver verið að verki sem vildi eyðileggja snúðinn,“ sagði Bernstein. Sölu á stuttermabolum með áprentaðri mynd af „nunnusnúðn- um“ og öðrum slíkum söluvarn- ingi var hætt eftir að móðir Ter- esa skrifaði kaffihúsinu bréf þar að lútandi árið 1997. ■ Innbrot á jóladag: Nunnusnúð stolið LÍKTIST MÓÐUR TERESU Nunnusnúður- inn frægi í útstillingarskápnum á Bongo Java-kaffihúsinu í Nashville fyrir stuldinn á jóladag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hilvítis hilvíti Það eru forréttindi að fá að kynnast fólki eins og því sem byggði Gríms- staðaholtið áður fyrr, rifjar Þorvaldur Gylfason upp. Í DAG 20 BESTU BÍÓMYNDIR ÁRSINS Kvikmyndahátíðir björguðu árinu Sin City trónir á toppnum KVIKMYNDIR 34 Fram úr björtustu vonum Fyrsta plata Garðars Thors Cortes hefur selst í rúmlega 18.000 eintökum, sem þykir ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að platan kom út fyrir aðeins sex vikum. FÓLK 46 VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson var af dómnefnd Mark- aðarins valinn maður ársins í við- skiptalífinu. Björgólfur segir það heppilegt fyrir alla að dreifa áhættu og að Íslendingar eigi í meiri mæli að taka upp samstarf við erlenda fjárfesta og fjármálastofnanir. Hann segir Ísland og íslenska fjárfesta undir smásjá erlendra fjölmiðla. „Í umfjölluninni gætir mikilla alhæfinga sem ég held að myndi minnka mikið ef menn næðu að mynda fleiri tengsl,“ segir Björgólfur Thor. Sjá Markaðinn / - hh Björgólfur Thor Björgólfsson: Maður ársins í viðskiptalífinu ROFAR TIL Á NORÐAUSTURLANDI Annars verður fremur stíf suðvestanátt með snjókomu eða éljum vestan til, skúraveðri með suðurströndinni, annars yfirleitt þurrt. Hiti 0-4 stig en frost til landsins. VEÐUR 4 Sjötugur á Kanarí Stefán Hermannsson, fyrrverandi borgarverk- fræðingur, heldur upp á stórafmæli í suðurhöfum. TÍMAMÓT 26 Garcia verður flogið til landsins Læknir íslenska landsliðsins í handbolta mun skoða Jaliesky Garcia fljótlega eftir áramót og meta hvort hann sé leikfær á EM í Sviss. HSÍ ætlar að fljúga Garcia til landsins. ÍÞRÓTTIR 40 BÍLL ALELDA Á MIÐRI MIKLUBRAUT Eldur kviknaði í gær í metangasbíl á Miklubraut við Lönguhlíð. Ökumaður bílsins náði að forða sér út áður en bíllinn varð alelda. Vel gekk að slökkva eldinn en bíllinn er talinn ónýtur. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem eldur kemur upp í metangasbíl hérlendis. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLA Eldri kona fannst látin í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Vestur- bæ Reykjavíkur á aðfangadag. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er talið að konan, sem var fædd árið 1926, hafi verið látin í nokkurn tíma áður en hún fannst. Nágrannar konunnar kölluðu til lögreglu. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir nokkuð um að eldra fólk finnist heima hjá sér eftir að hafa verið látið í nokkurn tíma. „Ég man eftir nokkrum til- fellum frá því núna í haust,“ segir hann en kveðst þó ekki hafa tilfinn- ingu fyrir því hvort þetta færist í vöxt. „Ég hef ekki samanburðinn. En ef upp koma tvö til þrjú svona tilfelli á stuttum tíma bregður fólki náttúrlega við.“ Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, sem sæti á í heilbrigðis- og trygginganefnd, segist telja að mál eldra fólks sem hætt sé við einangrun eigi heima hjá félagsþjónustum sveitarfélaganna. „Við í Samfylkingunni höfum talað fyrir því að auka þurfi þjónustu við aldraða þannig að félagslega kerfið fari heim til allra líkt og gert er í tilraunasveitarfélögum og kannað hvort einstaklingar þurfi á þjónustu að halda.“ Ásta Ragn- heiður vísar þar til verkefnis sem Akureyri og fleiri bæjarfélög taka þátt í, en þá er fólk sem komið er yfir 67 ára aldur heimsótt. „Þetta er gert til að koma í veg fyrir að fólk verði einangrað, sem auðvitað er hætt við þegar ekkert eftirlit er með því hvort fólk sé með þjónustu eða ekki.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur, telur fulla ástæðu til að huga betur að málum eldri borgara í kjölfar mála þar sem fólk hefur fundist látið heima hjá sér eftir einhvern tíma. „Við höfum þéttriðið net þjón- ustumiðstöðva í hverfum borgar- innar og síðan félagsmiðstöðvar sem sinna öldruðum sérstaklega og ég held að full ástæða sé til að óska eftir betri kortlagningu aldr- aðra í borginni og þeirra sem eru einmana,“ segir hún og vísar til þess að á íbúaþingi eldri borgara í Laugardal sem haldið var í október hafi komið fram vilji eldri borgara sjálfra til að þetta yrði gert. Hún segir að auk aðkomu opinberra aðila þurfi að virkja fólk til betri nágrannavörslu. olikr@frettabladid.is Aukið eftirlit með eldri borgurum Formaður Velferðarráðs Reykjavíkur boðar aðgerðir til að huga að aðstæðum eldri borgara. Á aðfangadag fannst 79 ára kona sem hafði verið látin á heimili sínu í Reykjavík í einhvern tíma. Nokkur slík mál hafa komið upp síðan í haust. VEÐUR Úrkoman um jólin í ár er sú mesta síðan árið 1884, að sögn Einars Sveinbjarnarsonar, veður- fræðings hjá Veðurstofu Íslands. Fyrir jól hafði heildarúrkoma á höfuðborgarsvæðinu í desember- mánuði verið um 120 millimetrar en um helgina rigndi niður um fimmtíu millimetrum. Þó mikið hafi rignt í höfuðborg- inni í desember segir Einar það afar ólíklegt að met verði slegið þetta árið því metúrkoma á höfuð- borgarsvæðinu í desember er um 180 millimetrar. Jólaveðrið var jafnframt með hlýjasta móti í ár. Mestur mældist hitinn á Siglunesi á jóladag, 13,5 stig. Þrátt fyrir mikinn hita miðað við árstíma er ekki um met að ræða því fyrir þrjátíu árum mældist fimmtán stiga hiti á Dalatanga. Hitinn komst upp í tólf stig á Akureyri á jóladag en það er mesti hiti þar á jólum síðan 1928. Hæst fór hitinn í Reykjavík á jóla- dag, rúmlega tíu stig, og eru þetta samkvæmt Einari með allra hlýj- ustu jólum í Reykjavík þó að meiri hiti hafi mælst í desembermán- uði nú síðast árin 2001 og 2002. Ástæða þessa skrýtna tíðarfars er sú að yfir landið hafa gengið hlýjar lægðir að sunnan sem færa með sér mikla vætu sem fellur helst á Suðvestur- og Vesturlandið að sögn Einars. Einar segir að búast megi við kaldara veðri á næstunni. „Veður- lag næstu daga verður líkara því sem við eigum að venjast á þess- um árstíma.“ - æþe Rúmlega 13 stiga hiti var á Siglunesi um jólin og mikil rigning í Reykjavík: Vætusömustu jól frá 1884 FÓLKSFJÖLGUN Á jóladag gerðist sá óvenjulegi atburður að tvö sveinbörn fæddust í heimahúsi í Reykjavík. Kristbjörg Magnúsdóttir ljós- móðir segist telja að heldur fleiri mæður hafi kosið að fæða heima á þessu ári en í fyrra, en heimafæð- ingar séu nálægt þrjátíu talsins. „Tvær sama dag eru hins vegar mjög óvenjulegt,“ segir hún. Þá fæddist einnig stúlka í heimahúsi í Reykjavík á Þorláks- messu. Börnin þrjú bætast við fyrri tölur um fæðingar um jólin og því átta börn sem fæddust á Þorláks- messu og átta á jóladag. - óká Heimafæðingar á jóladag: Tveir drengir fæddust heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.