Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 65
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2005 25
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.506 +0,56% Fjöldi viðskipta: 419
Velta: 5.152 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,60 -1,00% ... Bakkavör 51,50 +0,80% ... FL Group
20,10 +2,60% ... Flaga 4,90 +0,40% ... HB Grandi 9,35 -1,10% ... Íslandsbanki 17,00 +0,00%
... Jarðboranir 24,40 -1,20% ... KB banki 734,00 +1,40% ... Kögun 60,90 +2,40% ... Lands-
bankinn 25,60 +0,40% ... Marel 64,80 +0,00% ... SÍF 4,18 +0,00% ... Straumur-Burðarás
15,60 -1,90% ... Össur 113,00 +0,90%
MESTA HÆKKUN
Mosaic Fashi.3,30%
FL Group 2,55%
Kögun 2,35%
MESTA LÆKKUN
Straumur -1,89%
Jarðboranir -1,22%
HB Grandi -1,06%
Umsjón: nánar á visir.is
Væntingavísitalan fyrir desem-
ber hækkaði lítillega frá í nóv-
ember, sem gefur til kynna aukna
bjartsýni meðal fólks á efnahags-
lífinu. Hækkun vísitölunnar
endurspeglar lítið atvinnuleysi
og góðan hagvöxt nú um stundir.
Sá hluti vísitölunnar sem mælir
væntingar til næstu sex mánaða
hækkaði mest. Nær helmingur
neytenda telur efnahagsástand-
ið gott um þessar mundir og
atvinnumöguleika mikla á meðan
þrettán prósent prósent telja það
slæmt og sautján prósent telja
atvinnumöguleika minni en áður.
Væntingar neytenda á efnahags-
lífinu eftir sex mánuði eru ekki
eins ótvíræðar og telja færri að
ástandið muni batna frá því sem
nú er.
Fjöldi þeirra sem hyggja á
stórkaup á næstu mánuðum
hefur aukist frá síðustu könnun,
sem gefur vísbendingu um að
umsvif á fasteignamarkaði verði
áfram mikil. Athyglisvert er að
fleiri huga nú að fasteignakaup-
um en fyrr á árinu. ■
Bjartsýni almennings ríkjandi
NEYTENDUR BJARTSÝNIR Jólainnkaup voru með meira móti í ár.
Úrvalsvísitalan fór í gær yfir 5.500
stig í fyrsta skipti. Viðskipti með
hlutabréf voru yfir fimm milljarð-
ar króna.
Í desember hefur vísitalan
hækkað um 7,8 prósent en um 64
prósent frá áramótum. Um miðj-
an nóvember rauf Úrvalsvísitalan
fimm þúsund stiga múrinn og hefur
því hækkað um tíu prósent síðan.
Sem fyrr leiddi FL Group hækk-
unina en félagið hækkaði um 2,6
prósent eftir að hafa farið hæst í
tæpa átta prósenta hækkun innan
dagsins. Á einni viku hefur mark-
aðsvirði FL Group aukist um meira
en tólf prósent.
KB banki, sem vegur þungt í
vísitölunni, hækkaði einnig nokk-
uð, um 1,4 prósent. - eþa
Úrvalsvísitalan yfir 5.500 stig
ENN EITT METIÐ Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands sló enn eitt metið þegar hún fór yfir
5.500 stig.