Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 86
28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Cicinho
2
3 Lech Kaczynski
Fyrsta plata tenórsins Garðars
Thórs Cortes seldist mest allra
platna á Íslandi þetta árið, í rúmum
átján þúsund eintökum. Árangur-
inn er sérlega merkilegur fyrir
þær sakir að platan var gefin út
fyrir aðeins sex vikum. Langt er
síðan önnur íslensk plata hefur
selst í svona mörgum eintökum á
svo skömmum tíma.
„Þetta er framar okkar björt-
ustu vonum og það er mikið þakk-
læti yfir því hvað Íslendingar tóku
þessu vel,“ segir Einar Bárðar-
son hjá Plan B sem gefur plötuna
út. Hann segir að bjartsýnisspár
fyrirtækisins hafi hljómað upp á tíu
þúsund seld eintök og því hafi þessi
mikla sala komið mjög á óvart. „Það
er samt vandað þannig til verks og
þetta gert þannig að platan myndi
ná árangri, sem hún síðan gerði. Við
lögðum mikla vinnu í útsetningar
og flugum um víðan völl til að taka
upp til að allt yrði sem best á kosið.
Ég held að það hafi allt saman skil-
að sér,“ segir Einar.
Hann segist ekki gera sér grein
fyrir hverjir hafi keypt plötuna
umfram aðra. „Þó að þetta sé
kannski plata sem flokkast undir
klassík og popp er hún samt mjög
aðgengileg. Við reyndum að setja
ekkert of þung lög inn í þetta og
sneiða hjá því að fara yfir strikið
í hvora átt.“
Einar segir að vinsældir Garð-
ars Thórs byggist fyrst og fremst
á frábærum sönghæfileikum hans.
„Hann er tenór með fallega og ríka
rödd og er líka frábær manneskja.
Það segja allir sem hafa hitt hann.
Það er sama tilfinningin bæði í
röddinni og hjá honum sem karakt-
er og það hefur verið frábært að
vinna með honum og pabba hans.“
Einar vill ekki viðurkenna að
búið sé að ákveða nýja plötu með
Garðari Thór. „Við ætlum bara að
njóta þess núna að hafa gefið út
þessa plötu en það er ekki ólíklegt
að hann reki nefið inn í hljóðver
aftur,“ segir hann í léttum dúr.
Garðar vill heldur ekkert gefa
neitt upp um hvort önnur plata sé á
leiðinni. „Það er best að hugsa um
þessa fyrst en það koma örugglega
fleiri plötur. Það er samt ekkert
búið að plana neitt.“
Hann segist ekki hafa átt von
á svona góðum viðbrögðum. „Ég
er voða ánægður og átti ekki von
á þessu. Þetta er skemmtileg
jólagjöf,“ segir Garðar, sem um
þessar mundir er að búa sig undir
hlutverk prinsins Don Ramiro í
Öskubusku sem verður frumsýnd í
Íslensku óperunni 5. febrúar. Hann
segist ekki mikið vera stöðvaður
úti á götu þrátt fyrir vinsældirnar.
„Fólk er voðalega pent. En það eru
margir sem koma og óska mér til
hamingju og ég er þakklátur fyrir
það og segi bara takk.“
Einar Bárðarson fer í seinni
hluta janúar á Midem-tónlistar-
kaupstefnuna í Frakklandi þar
sem hann mun kynna Garðar Thór
enn frekar með erlendan markað í
huga, rétt eins og hann gerði með
stúlknasveitina Nylon á síðustu
kaupstefnu með góðum árangri.
„Auðvitað hljóta menn að spyrja
sig hvort að svona plata eigi ekki
erindi annars staðar. Það er aug-
ljóst að menn skoði þá fleti alla
mjög alvarlega,“ segir hann og
ætlar sér greinilega enn stærri
hluti með tenórinn unga.
freyr@frettabladid.is
JÓLAGJÖF GARÐARS THÓRS: ÁTJÁN ÞÚSUND EINTÖK SELD
Mokaðist út á sex vikum
GARÐAR THÓR CORTES Tenórinn ungi sló í gegn fyrir þessi jól með sína fyrstu plötu, sem
heitir einfaldlega Cortes.
Yndisleg jól
Þau voru bara alveg
yndisleg. Jóladagur
var sérstaklega
dásamlegur því
þá vorum við öll á
náttfötunum allan
daginn og gerðum
ekkert. Það er ekki
svo oft sem það ger-
ist. Við erum búin
að eyða tímanum
með fjölskyldu og
vinum og það er
alltaf gott.
Margrét Kristín
Sigurðardóttir söng-
kona.
Borðað, sofið
og lesið
Þau voru bara
dásamleg. Það
var mikið borð-
að, mikið sofið
og mikið lesið.
Veðrið truflaði
jólin mín ekki
neitt þar sem
veðrið hefur
engin áhrif á
svefn, lestur
né át.
Birna Þórar-
insdóttir, fram-
kvæmdastýra
Unifem.
Enduðu með
trompi
Þau voru bara alveg
frábær. Við nutum
þeirra alveg í botn.
Fórum í kirkju,
borðuðum góðan
mat og eyddum
góðum stundum
með ættingjum
okkar. Svo enduðu
jólin með trompi í
fyrradag þegar ég
söng með Milljóna-
mæringunum á
jólaballi.
Ragnar Bjarnason
söngvari.
ÞRÍR SPURÐIR
Hvernig voru jólin?
LÁRÉTT
2 vörumerki 6 sláturfélag 8 mas 9 pota
11 í röð 12 fold 14 óróleg 16 tveir eins
17 efni 18 drulla 20 í röð 21 skjótur.
LÓÐRÉTT
1 innsog 3 hljóm 4 töfrar 5 æst 7
súla 10 umfram 13 gagn 15 drasl 16
kóf 19 slá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 lógó, 6 ss, 8 mal, 9 ota, 11 lm,
12 grund, 14 ókyrr, 16 kk, 17 tau, 18 aur,
20 rs, 21 frár.
LÓÐRÉTT: 1 ísog, 3 óm, 4 galdrar, 5 ólm,
7 strókur, 10 auk, 13 nyt, 15 rusl, 16 kaf,
19 rá
��������������
�������
����������
����
������������
����������
��� �
HRÓSIÐ
...fær hópur tónlistarmanna sem
hyggst heiðra minningu tónlist-
armannsins Elliotts Smith á
tónleikum á Gauki á Stöng hinn
29. desember.
Quentin Tarantino kemur til
landsins í dag og heldur blaða-
mannafund á Hótel Nordica. Þar
ætlar kappinn að kynna bíópartíið
sem hann heldur í Háskólabíó 30.
desember en sýndar verða þrjár
kung fu-kvikmyndir sem hafa haft
mikil áhrif á hann.
Stutt er síðan Tarantino var
hér síðast en hann var viðstaddur
heimsforsýningu kvikmyndar-
innar Hostel sem leikstýrt var af
góðvini hans Eli Roth. Tarantino
kemur við sögu í sjónvarpi lands-
manna en í upphafi næsta árs
verður tveggja þátta syrpa í saka-
málaþáttaröðinni CSI sýnd á Skjá
einum en Tarantino bæði skrifar og
leikstýrir þeim. Upphaflega gerðu
framleiðendurnir bara ráð fyrir
einum þætti en Tarantino hefur
sjálfur sagt að hann geti ekki hætt
þegar hann sé kominn af stað.
Hjá Skjá einum fengust þær
upplýsingar að einhverjar tilraun-
ir hefðu verið gerðar til að fá Tar-
antino til þess að kynna þættina.
Ísleifur B. Þórhallsson hjá IFF,
sem hefur veg og vanda af komu
leikstjórans hingað til lands, taldi
á hinn bóginn ólíklegt að það tæk-
ist. „Okkur hefur borist fjöldi
fyrirspurna um hitt og þetta.
Allur tíminn gæti farið í eitthvað
svona,“ útskýrði hann en þættirn-
ir verða sýndir 2. og 9. janúar.
Tarantino fer af landi brott
2. janúar og flýgur beint til New
York en kvöldið eftir kemur hann
fram í spjallþætti Conan O‘Brien,
sem er einn sá vinsælasti vestan
hafs. Þar mun hann væntanlega
látin gaminn geisa og segja frá
hinni sprengjuóðu þjóð í norðri.
- fgg
Skjár einn fær ekki Tarantino
TARANTINO Leikstýrir tveimur CSI-þáttum sem sýndir verða á Skjá einum í byrjun næsta
árs. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ensk þýðing nýjustu skáldsögu franska
rithöfundarins og
vandræðagemlingsins
Michel Houellebecq,
The Possibility of an
Island, kom í bókaversl-
anir á Íslandi fyrir jól.
Houellebecq hefur
vakið mikla athygli
fyrir bersöglar kynlífslýsingar í verkum
sínum og er ekki alls staðar jafn vel lið-
inn enda telja sumir verk hans löðrandi
í mannfyrirlitningu almennt auk þess
sem hann hefur gert múslimum í Frakk-
landi lífið leitt með skrifum sínum. Tvær
bækur Houellebecqs hafa komið út í
íslenskri þýðingu Friðrks Rafnssonar og
vakið verðskuldaða athygli. Nýja bókin
ætti ekki síður að höfða til Íslendinga,
ekki síst fyrir þær sakir að Björk okkar
Guðmundsdóttir kemur þar við sögu.
Aðalpersóna bókarinnar, vinsæll trúður
og uppistandari, hittir söngkonuna í
veislu hjá tímaritaútgefanda þar sem
auk þessu eru mætt Tom Cruise og
fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld. Björk
kemur sögumanni fyrir sjónir sem
eðlileg kona sem er fjarri því að vera
jafn skrítin og hún vill vera láta. Þá lýsir
sögupersóna Houellebecqs því hvernig
Björk starir á forundran á Lagerfeld, sem
ryður veitingum í sig eins og villimað-
ur. Annars er Houellebecq við sama
heygarðshornið og persónur hans úttala
sig með klámkjafti og
kvenfyrirlitningu.
Óskar Bergsson hefur gefið kost á
sér í fyrsta sæti í prófkjöri
Framsóknarflokksins fyrir
borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykja-
vík. Það þykir hins vegar sérkennilegt
upplegg hjá honum í byrjun prófkjörs-
baráttu að beina spjótum sínum að
flokksforystunni eins og hann gerði í
Fréttablaðinu í gær. Óskar er þó enginn
byrjandi þegar kemur að prófkjörum
og ætti að kunna til verka þó hann
hafi að vísu ekki riðið feitum hestum
úr prófkjörsslag innan flokksins hingað
til. Sagan bendir því til þess að Anna
Kristinsdóttir standi betur að vígi en
Óskar en fátt þykir geta komið í veg fyrir
að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað-
ur forsætisráðherra, beri sigur úr býum í
opnu prófkjörinu sem fer fram í janúar.
Þar fyrir utan eru ekki öll kurl komin
til grafar og heyrst hefur að fleiri sem
geti styrkt listann íhugi að gefa kost á
sér. - ÞÞ
STÓR HUMAR
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
STÓR HU AR
HÖRPUSKEL
RISAR KJUR
M
Æ
STÓR HUMAR
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
STÓ HUMAR
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
ST R
RP S EL
RIS R J R
I J
STÓR HU AR
HÖRPUSKEL
RISAR KJURSTÓR HUMA
HÖRPUSKEL
RISARÆKJUR
I J
Björn Ingi Hrafnsson, Anna
Kristinsdóttir og Óskar Bergsson