Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 28. DESEMBER 2005 MIÐVIKUDAGUR2 Á R I Ð 2 0 0 5 Það var ekki langt liðið á þetta ár þegar ljóst varð að Íslendingar höfðu eignast fyrsta fulltrúa sinn í hópi ríkustu manna heims á lista Forbes. Björgólfur Thor Björgólfsson er klárlega einn þeirra sem ryðja brautina og fyrstur til að komast í slíkan hóp. Hann hefur byggt upp mikið viðskiptaveldi og nýtt vel þann stofn sem varð til þegar afrakstur erfiðis Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar í Pétursborg var innleystur. Alls nemur markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands sem Björgólfur Thor er stór hluthafi í sexhundruð milljörðum króna. Auk þess hefur Björgólfur Thor leitt fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum víða um Evrópu. Þær stærstu í Búlgaríu, en auk þess í Grikklandi, Tékklandi, Póllandi og Finnlandi. GOTT AÐ VINNA Í NÆÐI „Mér finnst gaman og vænt um þetta val,“ segir Björgólfur Thor um val dómnefndar sem skipuð var hópi sérfræðinga sem fylgj- ast með viðskiptalífinu. „Þetta er búið að vera mjög gott ár og margir skemmtilegir hlutir sem hafa komið óvænt.” Umfang Björgólfs og árangur þeirra fyr- irtækja sem skráð eru á innanlandsmarkaði eru flestum ljós, en á árinu hefur Björgólfur Thor unnið hörðum höndum að því að plægja og sá til framtíðar í fjárfestingum í fjar- skiptafélögum. „Mér finnst gott að vinna þessa vinnu í næði og koma svo með allt til- búið. Ég er ennþá í mikilli undirbúningsvinnu í þessum símaviðskiptum. Búinn að vera í eitt og hálft ár að safna hráefni. Nú er þetta orðið dálítið safn af hráefni og því hægt að fara að kokka upp eitthvað verulega spennandi.” REFSAÐ FYRIR VELGENGNI Actavis hefur á þessu ári undir stjórnar- formennsku Björgólfs Thors keypt mörg fyrirtæki og nú síðast Alpharma, en með þeim kaupum er félagið komið í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. „Það var óþægilegt fyri Actavis að félagið tók í raun- inni út hækkun tveggja ára á einu ári. Það er í raun aldrei gott fyrir fyrirtæki að lenda í því. Það er engum greiði gerður með því að taka út svo miklar væntingar í einu og þurfa svo að sitja uppi með stöðnun. Markaðurinn er nú bara svona og við getum ekkert kvartað. Nú er fyrirtækið að aðlagast raunveruleikan- um.“ Björgólfur segir framundan spennandi tímabil hjá Actavis við að vinna úr kaupunum á Alpharma. „Róbert Wessman hefur staðið sig ótrúlega vel og safnað í kringum sig góðum hópi stjónenda. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið og það hefur tekist vel að koma saman sterkum hópi til að takast á við þetta spennandi verkefni. Fyrir mig sem fjárfesti er Actavis þroskaðasta verkefnið. Ég hef verið í þessu verkefni í sex ár. Það hefur allt sinn tíma. Rússland tók tíu ár. Actavis hefur þroskast vel og gaman að sjá það blómstra. Þetta byggist á því að hafa rósalega góðan hóp af stjórnendum og veita þeim þann stuðning sem þeir þurfa.” Björgólfur hefur skilgreint sig sem fjár- festi sem horfi á verkefnin í þriggja til fimm ára tímabilum. „Það hefur alltaf verið ákveðin fílósófía hjá mér að í upphafi skyldi endinn skoða. Hugsa um það hvernig maður ætli að fara út úr verkefnunum, en ekki bara að kaupa og hanga inni. Ég reyni að halda í að sjá endapunktinn fyrir.” ÞURFUM AÐ DREIFA ÁHÆTTU Björgólfur beindi kröftum sínum talsvert inn- anlands þegar Samson keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum. Undanfarið hefur hann beint sjónum sínum og orku meir að erlendum fjárfestingum. „Ég sé ekki íslenska hagkerfið og íslenska markaðinn sem endapunkt, held- ur sem hluta af ferlinu.“ Athafnalífið og efna- hagsumhverfið hefur tekið miklum breyting- um frá kaupunum á Landsbankanum. „Það er ótrúleg breyting sem varð við einkavæðing- una og það er frábært að sjá árangurinn. Það er gegnumgangandi bjartsýni og þor sem ein- kenna fyrirtækin núna. Ég talaði við íslenska fjárfesta þegar ég var með bjórfyrirtækið í Rússlandi fyrir mörgum árum. Þá þorðu þeir köldustu ekki að koma nálægt því. Nú er kannski ástæða frekar til að hafa áhyggjur af því að menn verði of kaldir. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er ef menn hanga allir á sama flekanum. Ef það kemur gat á flekann, þá er ekki hægt að stökkva á annan fleka. Það er mjög heppilegt fyrir íslenska fjárfesta ef þeir tækju í meira mæli upp samstarf við erlenda fjárfesta og erlendar fjármálastofn- anir. Það er það sem ég hef verið að reyna að gera og finnst að fleiri ættu að gera. Það er gott fyrir alla að dreifa áhættu. Það býður hættunni heim ef sömu aðilar fjárfesta alltaf saman og með sömu fjármálastofnanir á bak við sig. Við megum heldur ekki gleyma því að Ísland hefur vakið mikla athygli og við erum undir smásjá erlendra fjölmiðla. Í umfjöll- uninni gætir mikilla alhæfinga sem ég held að myndi minnka mikið ef menn næðu að mynda fleiri tengsl.“ Erlendar bankastofn- anir hafa komið að fjármögnun stórra verk- efna íslenskra fjárfesta. „Maður sér ákveð- in þroska og greinir bæði hættumerki og batamerki á sama tíma.” DAVOS OPNAR VÍDD Á einu og sama árinu komst Björgólfur Thor á lista Forbes, var valinn í hóp ungra leiðtoga í heiminum sem þingaði í Davos í Sviss, stóð í miklum fjárfestingum, þróun og sameiningu Burðarás við Straum og mikil fyrirtækjakaup Actavis sem einnig skilaði sínu besta upp- gjöri á þriðja ársfjórðungi. Björgólfur segir erfitt að taka eitt út úr þegar horft sé yfir viðskipti hans og starf á árinu. „Árið byrjaði með hvelli. Það var heiður og skemmtileg tilfinning að komast á lista Forbes. Ég neita því ekki að ég hafði gaman af því. Ég segi nú ekki að maður hafi stefnt að því. Eins var með leiðtogaþingið í Davos. Það opnaði svolít- ið nýja vídd. Hér heima stendur kannski upp úr vinnan við að koma að Eimskipafélaginu sem stjórnarformaður. Við breyttum nafninu í Burðarás og höfum náð að gera það sem við ætluðum okkur á tiltölulega skömmum tíma. Við höfum selt sjávarútveginn og skipafé- lagið kemur nú til fjölda hluthafa í gegnum skráningu Avion þegar gengið hefur verið frá arðgreiðslu Straums-Burðaráss til hlut- hafanna og fjárfestingarstarfsemin er komin í öflugt félag.” NÝJAR HUGMYNDIR Í FRAMKVÆMD Burðarás sameinaðist að hluta til Björgólfur Thor viðskiptamaður ársins Senn rennur sitt skeið ár mikilla landvinninga í íslensku viðskiptalífi. Þar hafa margir náð markverðum árangri. Niðurstaða í vali Markaðarins er að þetta árið hafi Björgólfur Thor Björgólfsson verið fremstur meðal íslenskra athafnamanna. Hafliði Helgason fór yfir þetta viðburðaríka ár með Björgólfi Thor. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Árið var Björgólfi Thor gjöfult í viðskiptum jafnt sem einkalífi. Hann er viðskiptamaður ársins hjá Markaðinum Framhald á síðu 4 U M S V I F O G A Ð K O M A B J Ö R G Ó L F S T H O R S : Fjármálafyrirtæki: Ísland: Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki – stjórnar- formaður Ísland: Samson eignarhaldsfélag – stjórnarformaður Svíþjóð: Carnegie, norrænn fjárfest- ingarbanki – stjórnarmaður Búlgaría: EI Bank – félag Björgólfs Thors, Novator, keypti á árinu 34% hlut í þessum áttunda stærsta banka í Búlgaríu. Lyfjafyrirtæki: Ísland: Actavis, alþjóðlegur lyfjarisi – stjórnarformaður Fjarskiptafyrirtæki: Finnland: Elisa – Novator, félag undir forystu Björgólfs Thors, er langstærsti einstaki hluthafinn með nærri 11% eignarhlut. Póland: Netia – Novator hefur þegar eignast yfir 10% hlut í þessu fastlínusímafélagi og hefur auk þess gert tilboð í önnur 13% í félaginu. Póland: P4 – Novator ásamt pólska símafélaginu Netia undirbúa rekstur þessa farsímafélags sem þegar hefur hlotið leyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma. Tékkland: CRa – Björgólfur Thor er stærsti einstaki eigandi þessa fastlínusímafélags sem á einnig 40% i farsímafélaginu T-Mobile Czecka. Búlgaría: BTC – Novator hefur eignast 75% hlut í búlgarska lands- símanum. Grikkland: Forthnet – Novator hefur eignast 29% í þessu vaxandi gríska fjarskiptafyrirtæki. Ég er ennþá í mikilli undir- búningsvinnu í þessum síma- viðskiptum. Búinn að vera í eitt og hálft ár að safna hráefni. Nú er þetta orðið dálítið safn af hráefni og því hægt að fara að kokka upp eitt- hvað verulega spennandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.