Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 53
H A U S MARKAÐURINN 23MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2005 Árið sem er að líða var svo sannarlega viðburða- ríkt fyrir FL Group. Fljótlega í byrjun árs voru stigin stór skref í umbreytingu félagsins frá flugfélagi í fjárfestingafélag. Þá lét þáverandi forstjóri af starfi eftir langan og farsælan feril. Einnig var fjárfest í flugvélum til leigu til þriðja aðila sem var nýjung fyrir félagið. Á aðalfundi félagsins í mars var einnig nafni félagsins breytt úr Flugleiðum hf. í FL Group til að undirstrika breyttar áherslur. En umbreyting- unni var hvergi nærri lokið. Um mitt árið bættust nýir hluthafar í hópinn og í kjölfarið var hafist handa við að stíga enn stærra skref til framtíðar. Þeirri vinnu lauk í nóvember þegar félagið jók eigið fé sitt um 44 miljarða í einu stærsta og best heppnaða hluta- fjárútboði á Íslandi. Viðbrögð markaðarins hafa ekki látið á sér standa og hefur verðmæti félagsins aukist umtalsvert frá útboðinu. Einnig áttu sér stað umtalsverð fyrir- tækjakaup þegar félagið festi kaup á Bláfugli hf. og Sterling A.S. á haustmánuðum. BLÁSIÐ TIL SÓKNAR Þegar ég horfi til ársins 2006 er ég fullur bjartsýni. Aldrei í sögu okkar fyrirtækis hefur fjárhagslegur styrkur verið jafn mikill og tæki- færin jafn mörg. Ég tel fullvíst að árið sem er framundan verði viðburðaríkt og ævintýrið heldur áfram. Fjölmörg spennandi verkefni eru í pípunum og eitt er víst að við munum ekki staldra við og horfa í baksýnisspegilinn heldur blása til sóknar sem aldrei fyrr. Það er aðals- merki þeirra sem koma að rekstri FL Group að ná árangri og það er eini raunverulegi mæli- kvarðinn sem hluthafar okkar eiga að nota til að meta árangurinn af starfi okkar. Við höfum lagt góðan grunn, byggjum á langri sögu og okkar verkefni er að sjá til þess að verðmætaaukning hluthafa verði ásættanleg. Að lokum kann ég öllu starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækjum í eigu FL Group kærar þakkir fyrir frábært starf. Viðburðaríkt ár framundan HANNES SMÁRSON FORSTJÓRI FL GROUP Hannes segir að aldrei í sögu fyrirtækisins hafi fjárhagslegur styrkur verið meiri og tækifærin jafn mörg. Árið 2005 var gríðarlega viðburðaríkt hjá Landsbankanum og sennilega viðburðaríkara en nokkuð annað í 120 ára sögu bankans. Vöxturinn var feikilega mikill sem sést hvað best á því að í lok síðasta árs var Landsbankinn með starfsemi í tveimur löndum utan Íslands, Lúxemborg og Bretlandi. Nú eru hins vegar starfsmenn Landsbankans starfandi í tólf lönd- um, tíu í Evrópu og í Kanada og Bandaríkjunum. Í upphafi ársins störfuðu tæplega hundrað manns fyrir Landsbankann erlendis en um þessi áramót eru starfmenn okkar erlendis í kringum 640. Félögin sem við höfum keypt í ár eru verðbréfafyrirtæki sem falla vel að sterkum þáttum í okkar eigin starfsemi á heima- markaði og við sjáum fram á að geta aukið enn frekar alþjóðleg umsvif í bæði lánastarfsemi og fyrirtækjaraðgjöf. Nú þegar eru um fjörutíu prósent af undirliggj- andi tekjum bankans frá útlöndum og sama hlutfall af heildarútlánum eru utan Íslands. MÖGULEIKAR ERLENDIS Með því að eignast Teather & Greenwood í Bretlandi, Kepler Equities á meginlandi Evrópu, og Merrion í Írlandi höfum við eignast stökkpall til að auka enn þjónustuna til fyrirtækjakúnna og fagfjár- festa og eins sjáum við möguleika á því að fjölga verulega í alþjóðlegum viðskiptamanna- hópi okkar. Á næsta ári verður meginverkefni okkar að samþætta þá starfsemi sem við höfum eignast og tryggja að kaupin sem gerð hafa verið í ár muni nýtast til áframhaldandi vaxtar Landsbankans. FYRST OG FREMST INNRI VÖXTUR Til þess að sjá vöxt bankans í einhverju samhengi er hægt að benda á að efnahagur bankans var 278 milljarðar í árslok 2002 en vöxtur bankans á fyrstu níu mánuðum ársins var 400 milljarðar króna. En vöxturinn sem slíkur er ekki kappsmál nema að við séum að ávaxta pund okkar vel og ég er klár á því að við munum halda áfram að skila mjög góðri arðsemi á eigið fé og hluthöfum okkar góðri ávöxtun. Eins er það áhugavert að í tilviki Landsbankans er vöxturinn hingað til fyrst og fremst innri vöxtur en ekki keyptur. Mér finnst alveg nauðsynlegt um áramótin að geta horft bjartsýnum augum til næsta árs og það gerum við í Landsbankanum. Það eru auðvitað blikur á lofti og ójafnvægi í íslenskum efnahagsmálum en mér sýnist að mikilvæg fyr- irtæki hafi haft fyrirhyggju til þess að dreifa áhættu sinni og rekstri til þess að vera ekki of háðir aðstæðum innanlands. VANDI ÚTFLUTNINGS Gengi krónunnar er mjög sterkt, með tilheyr- andi vanda fyrir útflutningsfyrirtækin, vextir eru háir og heimilin skulda sífellt meira. Við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að bank- ar sýni ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum og það hefur verið metnaðarmál fyrir okkur í Landsbankanum að leggja okkar lóð á vogar- skálarnar til að draga úr þenslunni þannig að verðbólgan fari ekki af stað með tilheyrandi vandræðum fyrir fólkið í landinu. Kaup ársins nýtist til vaxtar SIGURJÓN ÁRNASON BANKASTJÓRI LANDSBANKANS Sigurjón segir að það sé metnaðarmál Landsbankans að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr þenslu. Árið 2005 hefur verið afar gott fyrir marga sem eru í viðskiptum og sterk króna hjálpað ýmsum en á sama tíma reynst öðrum erfið. Í því hagfellda viðskiptaumhverfi sem nú ríkir er mikilvægt að huga að framtíðinni og nota tímann til að vinna að framleiðniaukningu og hagræðingu, þannig að fyrir- tæki séu sem best í stakk búin til að mæta áföllum þegar að krepp- ir. Það verður áhugavert að fylgj- ast með framgangi mála í við- skiptalífinu næstu 12-24 mánuði. Margir hafa færst mikið í fang en áframhaldandi tækifæri til sókn- ar og frekari uppbyggingar eru mikil. Það er hins vegar áhyggju- efni á hve fáum herðum þessi sókn viðskiptalífsins byggist því þegar grannt er skoðað er þetta ekki ýkja stór hópur sem ber uppi þessi umsvif. MJÚK LENDING Staða nýsköpunar í atvinnulífinu er áhyggjuefni og nauðsynlegt að huga að úrbótum því þar liggja vaxtarbroddarnir sem eiga að bera uppi atvinnulíf framtíðarinnar. Mikilvægt er að vel takist til með almenna stjórn efnahagsmála, svo tryggt sé að lendingin verði mjúk og breytingar komi ekki harkalega niður á fyrirtækjum og heimilunum í landinu. ÁR UMBREYTINGA Á þeim vettvangi sem ég starfa á hefur yfirstandandi ár verið tími mikilla umbreytinga. Samskip fjárfestu í þremur stórum fyrir- tækjum erlendis á árinu, Geest North Sea Line, Kloosterboeer og Seawheel. Mikill tími og orka hafa farið í undirbúning og end- urskipulagningu á rekstrinum í kjölfarið. Þá voru merk tímamót í uppbyggingu Samskipa á Íslandi á árinu. Nýjar höfuðstöðvar voru teknar í gagnið og tvö ný sérsmíð- uð skip voru afhent félaginu á fyrri hluta ársins. Á komandi ári verður hald- ið áfram frekari uppbyggingu félagsins. Hvað SÍF varðar þá hefur fyrirtækið unnið vel úr sínum málum á yfirstandandi ári og mörkuðu kaup þess á Labeyrie Group þáttaskil í rekstrinum. Vel hefur gengið að ná settum markmiðum um að samþætta fjölbreyttan rekstur félagsins í kringum kjarnastarfsemina. Óvæntar aðstæður sköpuðust vegna viðskiptapólitískra ákvarð- ana Evrópusambandsins sem leiddu til verulegrar hækkunar hráefnisverðs en ekki er ástæða til að ætla að þar sé um við- varandi ástand að ræða. Áfram verður unnið markvisst að því að styrkja innviði SÍF og er stefnt að frekari fjárfestingum á komandi ári. Rekstur Olíufélagsins hefur gengið vel á yfirstandandi ári og mikill árangur náðst í endurhögun þess rekstrar. Það er því yfir mörgu að gleðjast á þessum tímamótum en jafnframt við hæfi að minnast þess að velgengnin er brothætt. Því er ráðlegt að ganga hægt um gleðinnar dyr. Mikil tækifæri til áframhaldandi sóknar ÓLAFUR ÓLAFSSON STJÓRNARFOR- MAÐUR SÍF Áhyggjuefni á hve fárra herð- um sókn viðskiptalífsins hvílir. Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans En vöxturinn sem slíkur er ekki kapps- mál nema að við séum að ávaxta pund okkar vel Félagið jók eigið fé sitt um 44 miljarða í einu stærsta og best heppnaða hlutafjárútboði á Íslandi Hannes Smárason forstjóri FL Group Staða nýsköpunar í atvinnulífinu er áhyggjuefni og nauðsynlegt að huga að úrbótum því þar liggja vaxtarbroddarnir sem eiga að bera uppi atvinnulíf framtíðarinnar Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, Samskipa og SÍF:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.