Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2005, Blaðsíða 4
4 28. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR TRÍPÓLÍ, AP Hæstiréttur Líbíu hefur ógilt dóma yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem dæmd höfðu verið til dauða fyrir að sýkja fjölda barna af alnæmi að yfirlögðu ráði á tíunda áratug síðustu aldar. Bandaríkin og Evrópusam- bandið hafa kallað málið tilbún- ing og segja að framtíðarsamband ríkjanna við Líbíu muni ráðast af niðurstöðunni. Dómurinn var ógiltur vegna galla á málsrannsókn. Dagsetning fyrir endurupptöku hefur ekki verið ákveðin. ■ Búlgarskar hjúkrunarkonur: Lífi þeirra verður þyrmt ÆTTINGJAR STUDDIR Ástvinir hjúkrunar- kvennanna komu saman fyrir framan líbíska sendiráðið í Sofíu og skoruðu á Moammar Gaddafi Líbíuleiðtoga að láta þær lausar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BAGDAD, AP Fjöldagröf fannst í hinni helgu borg Karbala í Írak í gær en talið er að þar hvíli sjíar sem myrtir voru í stjórnartíð Saddams Hussein. Gröfin fannst þar sem gatna- framkvæmdir stóðu yfir en ekki hefur verið látið uppi hversu margir eru grafnir þar. Talið er að líkin séu af fólki sem Baath- stjórnin lét myrða í hefndarskyni fyrir uppreisnir sjía í kjölfar Flóa- bardaga 1991. Mannréttindasamtök álíta að í það minnsta 300.000 sjíar og Kúrdar hafi látið lífið í ofsóknum 35 ára valdatíma Baath-flokksins, flestir eftir 1980. Ólga hefur vaxið í landinu á ný í kjölfar þingkosninganna 15. desember og hafa tugir lát- ist í árásum síðustu daga. Mikil óánægja er í röðum súnnía og hóf- samra sjía með lyktir kosninganna og telja þeir að brögð hafi verið í tafli. Bráðabirgðaúrslit benda til að heittrúuðum sjíum og Kúrdum hafi vegnað best en þeir hópar eru sagðir vilja draga úr miðstýringu og færa sem mest sjálfstæði í hér- uðin. Í gær mótmæltu ríflega tíu þúsund manns kosningaúrslitun- um og hvöttu til þjóðareiningar. „Nei við súnníum, nei við sjíum, já við einingu þjóðarinnar,“ sungu göngumenn hástöfum. - shg Ólga vex í Írak á ný eftir þingkosningarnar í desember. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Bagdad í gær: Fjöldagröf fannst í borginni Karbala HVATT TIL EININGAR Göngumönnum var heitt í hamsi en þó fór allt vel fram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég tek undir með Óskari að við ættum að einbeita okkur að borgarmálunum,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem býður sig fram í efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í Reykja- vík. Óskar Bergsson tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti listans líkt og Anna Kristins- dóttir og Björn Ingi. Óskar gagn- rýndi forystu Framsóknarflokks- ins og sagði grasrótina í flokknum vilja bjóða annan valkost en for- ystan vildi. „Óskar vísaði í gær til umdeildra ákvarðana í þingflokki og í forystu flokksins. Ég sé ekki að hægt sé að beina þessu til mín sérstaklega. Ég fagna nýjum framboðum í prófkjörinu. Ég hef sjálfur hvatt til þess að menn gefi kost á sér. Á síðustu dögum hafa bæst ný nöfn í hópinn og ég fagna því.“ Björn Ingi segir að prófkjör eigi að hafa tvennan tilgang. „Annars vegar að velja á framboðslistann, en hins vegar er prófkjöri ætlað að skapa stemningu og virkja menn til starfa í flokknum. Ég er þeirrar skoðunar að frambjóðend- ur eigi fyrst og fremst að leggja sín verk og sína persónu í dóm kjósenda en ekki vera sífellt að ræða um það hvað aðrir hafi gert til að skaprauna þeim. Nú liggur fyrir að það verður opið prófkjör í lok janúar. Óskar segist hafa mikil tengsl við grasrótina. Eigum við ekki að sjá hver niðurstaða próf- kjörsins verður og þá í hverra umboði menn starfa,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. - jh Fagna nýjum framboðum Björn Ingi Hrafnsson og Anna Kristinsdóttir, sem gefa kost á sér í efsta sæti framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík, hafa efasemdir um gagnrýni Óskars Bergssonar á flokksforystu Framsóknarflokks- ins. Óskar tilkynnti framboð sitt til efsta sætis listans í gær. Þau þrjú keppa um fyrsta sætið. BJÖRN INGI HRAFNSSON ANNA KRISTINSDÓTTIR „Það er gleðiefni að sem flestir taki þátt í þessu prófkjöri. Menn hafa verið að hafa áhyggjur af því að frambjóðendur yrðu ekki nægilega margir. Ég sé ekki að áhyggjur þurfi að hafa af því,“ segir Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans. Um gagnrýni Óskars Bergsson- ar á flokksforystuna segir Anna að slíkt eigi fyrst og fremst að ræða innan flokksins. „Ég heyri þessa gagnrýni og eitthvað af þessu á sér stoð í raunveruleikan- um. Ég held að þessi gagnrýni og umræða eigi ekki heima í baráttu frambjóðenda um skipan listans í aðdraganda borgarstjórnarkosn- inganna,“ segir Anna. Sjálf kveðst hún ekki sérstak- lega tengd forystu flokksins og hafi í rauninni unnið mest með grasrót Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Ég hef reynslu af borgarmálum og hef unnið með grasrótinni. Ef Óskar fer fram undir þeim formerkjum að hann sé fulltrúi grasrótarinnar þá er ég ekki síður fullgildur meðlimur þar.“ Anna Kristinsdóttir hefur starfað í um tuttugu ár með Fram- sóknarflokknum, verið formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og kjörinn borgarfulltrúi undan- farin ár. „Það má segja að Björn Ingi hefur starfað styst okkar þriggja innan flokksins og kom inn í starf- ið á öðrum formerkjum, en það hefur hver sinn háttinn á. Við ættum að takast á um málefnin en ekki hvort við erum fulltrúar hinna eða þessara,“ segir Anna Kristinsdóttir. - jh Tekur orð Óskars ekki til sín Ekki sérstaklega tengd forystunni Tíu hermenn dóu Jarðsprengja sprakk undir bíl srílanskra hermanna á Jaffna-skaga í gær og fórust tíu þeirra í sprengingunni. Talsmaður hersins kenndi frelsissamtökum Tamíla um verknaðinn en þeir hafa undanfarin ár staðið fyrir skæruhernaði og hryðjuverk- um á eynni. SRÍ LANKA Gestur sækist eftir 2.-3. sæti Gestur Kr. Gestsson hefur gefið kost á sér í prófkjör framsóknarmanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor og sækist eftir 2.-3. sæti á lista. Í fréttatilkynningu kveðst hann munu einbeita sér af krafti fyrir stefnu Framsóknarflokksins í borgarmál- um með sérstakri áherslu á velferðarmál því hann segir óhæft að sumir borgarbúar líði raunverulegan skort, hungur og heim- ilisleysi á velmegunartímum. PRÓFKJÖR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.12.2005 KAUP SALA Bandaríkjadalur 63,54 63,84 Sterlingspund 110,31 110,85 Evra 75,36 75,78 Dönsk króna 10,099 10,159 Norsk króna 9,382 9,438 Sænsk króna 7,952 7,998 Japanskt jen 0,5427 0,5459 SDR 90,98 91,52 Gengisvísitala krónunnar 106,0396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.