Tíminn - 21.05.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 21.05.1977, Qupperneq 4
Loftmynd af Heykjavfk. Sérkennileg lega borgarinnar, jvogskorin strönd, nes og eyjar. Hætt við Helga Hjálmarsson, arkitekt Séð til vesturs út Grafarvog og Elliðavog Uppfylling yfir voginn kemur til með að skaða náttúruleg einkenni lands- ins. svo nátengd grannbyggðunum, og eins og ég gat um áðan er skipulagsvinna þeirra skemmra á veg komin. Breytinga er að vænta, þar sem nú er á undirbúnings- stigi stofnun þróunarembættis fyrir höfuðborgarsvæðið allt, og er þessu embætti ætlað að fjalla um skipulag sveit- arfélaganna i heild. Vinnubrögð verða markvissari og möguleikarnir betur nýttir, t.d. i sambandi við gatnakerf- ið og staðsetningu atvinnu- og þjónustusvæða. Ég geri þess vegna ráð fyrir, að mjög stór þáttur i næstu endur- skoðun verði samræmd skipulagsvinna. — Þó er nokkur ókostur á skipan mála i dag, aö sveitar- félögin geta óskaö eftir kaupstaöaréttindum án sýnilegra Grafarvogur skilur væntanlega íbúðarbyggð á ákjósan- legan hátt frá iðnaðarhvcrfunum I Ártúnshöfða handan við voginn. röksemda, þ.e.a.s. án þess að teljandi atvinnu- og þjónustumöguleikar séu fyrir hendi. Þetta eykur á fólks- flutninga milli staða og skapar erfiðleika við lausn gatna- kerfis. Þetta er þróun, sem að minu mati torveldar sam- starf sveitarfélaganna við lausn vandans. — Voru allir nefndarmenn sammála um, að Clfarsfells- svæðið væri tekið undir Ibúðarbyggö? — Já. Það var eihbóma álit skipulagsnefndar, að svo skyldi gert. Hraðbrautin um Mosfellssveit alla leið upp á Kjalarnes hefur fært borgarlöndin við Korpúlfsstaði nær, ef svo má að orði komast, og tenging viö þau er oröin eðli- leg. Auk þess er landiö einkar upplagt fyrir framtiðar- byggð. — En að minu áliti var ein meginforsenda þess að um gott skipulag yrði að ræða, að Grafarvogur klyfi landið frá iðnaðarhverfunum i Artúnshöfða. — Reykvikingar hafa verið óheppnir með það, hvernig til hefur tekizt i skipulags- og byggingarmálum á strandlengju borgarinnar norðanverðri, þegar á þaö er litiö, að öllum þorra ibúanna hefur verið kippt úr sam- bandi við sundin og eyjarnar. Það var meðal annars þetta, sem fyrir mér vakti, þegar ég lagði til, að Grafarvogurinn héldist sem mest upprunalegur, enda lýtur vogurinn aug- ljósum náttúruverndarsjónarmiðum. Það olli mér mikl- um vonbrigðum, að við félagar i nefndinni skyldum ekki ná samstöðu um þetta þýðingarmikla mál, en sitt sýnist hverjum. Að minum dómi býður uppfyllingin yfir voginn hættunni heim um frekari uppfyllingar I framtíðinni. Til- lagan gerir að visu ráö fyrir ferskvatnstjörn innan við uppfyllinguna. Sú hugmynd er athyglisverð, en gervileg og i andstöðu við voginn i sinni náttúrulegu mynd! Helgi Hjálmarsson, arkitekt. þessum slóðum fullnýtt og byggðaraukning suður á bóginn yrði þá utan borgarmarkanna. Sú lausn er vitaskuld eins og á stendur ekki raunhæf með hagsmuni borgarinnar fyr- ir augum. Einnig er rétt að geta þess, að nágrannabyggð- irnar eru nokkru á eftir með sina skipulagsvinnu og hefur þvi verið erfitt að skoða höfuðborgarsvæðiö i stórri heild. — En er i raun hægt að vinna að aöalskipulagi Reykja- víkurborgar án tillits til Kópavogs og annarra nágranna- bæja? — Að sjálfsögðu er mörgum vandkvæðum bundið að fjalla einangrað um skipulagsáform borgarinnar, sem er Hluti Cifarsfellssvæðis. Clfarsfell til hægri og Esjan I baksýn. t forgrunni eru byggingar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Eins og sjá má er landið mjög gróið og búsældarlegt. Reykjavik hcfur nú I annað sinn verið krituð upp og kortlögð og er merkum áfanga þar með náð i sögu borgar- innar. Merk eru timamótin sérstaklega þegar til þess er hugsaö, að cndurskoðun aðalskipulagsins er nú fram- kvæmd af Islenzkum sérfræðingum og islenzkum starfs- kröftuin, en litið leitað til erlendra aðila eins og nauðsyn- legt reyndist i fyrstu tilraun á árunum 1962-1965. Crlausijir Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar hafa verið birtar opinberlega i blöðum og kynntar með sýningu á Kjarvals- stöðum, en ekki er nú alveg vist, að almenningur geri sér grein fyrir, hvernig staöið var að þessum úrlausnum, og flest vitum við litið um skipulagsmái, enda eru þau svo ný af nálinni hér á landi. Til þess að fræöast um fyrrgreind atriði auk einstakra þátta aöalskipulagsins, þ.e. Clfars- fells og gainla bæjarins, leituðum viö til Helga Hjálmars- sonar, arkitekts, en hann hefur átt sæti í Skipulagsnefnd Reykjavikurborgar siðastliðin þrjú ár. Helgi var fyrst inntur eftir þvi hverjar væru hinar ýmsu greinar skipu- lagsmála. — Langveigamesta atriðið hér er endurskoðun aðal- skipulagsins, sagði Helgi. Endurskoðun á að fara fram á fimm ára fresti og var Þróunarstofnun Reykjavfkurborg- ar sérstaklega sett á laggirnar til þessa verks. Við endur- skoðun koma inn i myndina gögn, forsagnir, kannanir um fjölmörg atriöi, svo sem byggðaþróun, atvinnurekstur, umferðar- og gatnakerfi. Inn I þessa mynd fléttast og mannleg sjónarmið og hollustuhættir. Vinnan er lögð fram i grófum dráttum, og það er á þessu stigi, sem stefnan er mörkuð og linurnar lagðar. Þegar heildaryfirsýn er fengin, faramálin inn á deili- skipulagsstig, þar sem grundvöllur er lagöur aö vinnu teikningum og verklýsingum. Yfirumsjón þessa þáttar er Texti: F.I. Ljósmyndir: Róbert ^^^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm* i höndum Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar, sem hef- ur ráðið sjálfstætt starfandi arkitekta til að vinna að hin- um ýmsu verkefnum. Auk þess annast skipulagsdeild Reykjavikurborgar hluta af þessu verki. Siðast talin eru afgreiðslumálin, en það eru vandamál liðandi stundar,þrætu- og deilumál, sem i mörgum tilfell- um ættu betur heima hjá embættismönnum. — Markmiðið er sem sagt, að Reykvikingar viti aö hverju þeir ganga? — Já, skipulagsstörfin eiga að vera trygging fyrir þvi, að menn viti.hverju þeir eigi von á og hver staða þeirra er i borginni. — Hvað viltu segja um skipulagið frá 1965? — Endurskoðun aöalskipulagsins 1965 var merkilegt framtak og brautryðjendastarf. En þaö hefur nú komið i Ijós, að mikið af undirbúningsvinnu skipulagsins, svo sem kannanir af ýmsu tagi, hefur ekki reynzt raunhæft, og hef- ur hinn stðri þáttur útlendinga i vinnunni aukið á framan- greinda ónákvæmni. Hins vegar hefur forusta Reykjavik- ur i skipulagsmálum stuðlað að þvi, að mörg sveitarfélög hafa farið að dæmi Reykjavikur og gert sitt aðalskipulag. — En svo að við snúum okkur þá að nýafstöðnu verki ykkar? — Það má segja, að grundvöllur skipulagsins, sem nú liggur fyrir sé skipulagsvinnan frá 1965. Breytingar eru þó 'mjög miklar, og ég tel að málið i heild sé miklu raunhæf- ara og I meira samræmi viðþá möguleika, sem fyrir hendi eru. Viðhöfum nú sniðið okkur stakk eftir vexti. Úlfarsfellssvæðið — Hverjar eru heiztu breytingarnar á Clfarsfellssvæð- inu frá 1965? — Mesta breytingin er sú, að nú er gert ráð fyrir þvi, að i stað iðnaðar hafi ibúðarbyggð algeran forgang. — En þctta er breyting frá fyrri byggðaáætlun? — Já. 1 skipulaginu frá 1965 var gert ráö fyrir, að byggðin þróaðist til suðurs og tengdist meira eða minna Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfiröi. Nú þegar Breið- holtshverfi eru senn fullbyggð, er land borgarinnar á Nokkru nánar um Úlfarsfellssvæðið og gamla bæinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.