Tíminn - 21.05.1977, Page 8
8
Laugardagur 21. maí 1977
Pri'stsfjölskyldan I Stöö 1903
Ingólfur Davíðsson:
174
og búið
í gamla daga
Stöft i Stöövarfiröi (2. ágúst 1905)
Stöðvarfjörður er litill falleg-
ur fjörður milli Breiðdalsvikur
og Fáskrúðsfjarðar. Liggja að
honum há f jöll með ótal tindum
og hvössum eggjum. Láglendið
er m jög grösugt. Inn af firðinum
gengur Stöðvardalur og er dáiit-
ið kjarr i norðurhiiðum. Hefur
þar fundizt blæösp. Skammt
norðan f jarðarbotnsins stendur
gamli kirkjustaðurinn og
prestssetrið Stöð. Fylgja tvær
myndir þaðan. Hefur Benedikt
Guttormsson bankafulltrúi frá
Stöð léð þærog gefiö skýringar:
Prestssetrið Stöð i Stöðvar-
firði. Myndin tekin i ágúst 1905
af Ólafi Oddssyni ljósmyndara á
Búðum i Fáskrúðsfirði. Sóknar-
presturinn sira Guttormur Vig-
fússon stendur i forstofudyrun-
um. Yngsti sonur hans Bene-
dikt, sést á túninu fyrir neðan
bæinn.
Sr. Guttormur var siöasti
prestur i Stöð. Lét af prestskap
1925 þá áttræöur. Stöðvar-
prestakall var þá lagt undir eöa
sameinaö Eydalaprestakalli
samkvæmt þágildandi lögum
um sameiningu prestakalla.
Sama ár var Stöðvarkirkja rifin
og endurbyggð úti i Kirkjubóls-
þorpi. Og siðan hefir Stöðvar-
sókn verið þjónað af prestinum
að Eydölum.
Sr. Guttormur lét endur-
byggja bæjarhúsin á árunum
1900 til 1902. Hann var prestur i
Stöö i 37 ár. Flutti þangað frá
Svalbarði i Þistilfiröi, þar sem
hann þjónaðii 12 ár, en þar áður
tvö ár að Saurbæ i Eyjafirði og
tvö ár að Rip i Hegranesi i
Skagafirði.
Gamla kirkjan sést lengst t.h.
á myndinni. Við enda myndar-
legra bæjarhúsa stóð skemma
og fjós lengst t.v. við horn mat-
jurtagarðsins. Næst kemur fjöl-
sjcyldumynd frá Stöð:
' Prestshjónin i Stöð sr. Gutt-
ormur Vigfússon og kona hans
Þórhildur Siguröardóttir ásamt
börnum þeirra hjóna og dóttur
sr. Guttorms frá fyrra hjóna-
bandi og dótturdóttur. Af þess-
ari fjölskyldu eru tveir yngstu
synir prestshjónanna á lífi, Sig-
urbjörn og Benedikt. Eina upp-
komna dóttur vantar á mynd-
ina.
Myndin er tekin af Brynjólfi
Sigurðssyni ljósmyndara á
Seyðisfirði árið 1903.
Á myndinni eru talið frá
vinstri: Sigurbjörn, Páll, séra
Guttormur, Þórhildur kona
hans, situr undir Þorbjörgu,
Anna dótturdóttir séra Gutt-
orms.Siguröur. Standandi, talið
frá vinstri: Guðriöur, Vigfús,
Helga dóttir Guttorms.
Að Kirkjubóli norðan Fjarð-
arins er að vaxa upp snoturt
þorp. Þar er útgerð, frystihús og
túnrækt mikil. Byrjað er á trjá-
rækt á kirkjubóli. Leitaöi ég
fræðslu hjá Arnleifi Þórðarsyni
um trjáræktina. Hann gróður-
setti 4 elztu reynitren við heimili
sitt Kirkjubólssel 1924, en sáöi
birkifræi úr Bæjarstaðaskógi
1940. En árlð 1944 var byrjað að
gróðursetja i reit fyrir utan
Kirkjubólsþorpið. Nokkur tré
standa við heimili einstaklinga
og i kirkjugaröinum á Stöö. Sjá
grein um trjágróður o.fl. i
Stöðvarfirði i Garðyrkjuritinu
1952. Árið áöur athuguðum við
Johs. Gröntved grasafræöingur
gróður i Stöðvarfiröi og fundum
224 tegundir. Hvergi hef ég séð
jafnmikið af hinni fögru kletta-
frú og i fjallinu Steðja upp af
Kirkjubóli. Klettarnir eru sums
staðar snjóhvitir af blómum
hennar. Bæði ofan við Kirkjuból
og ofan viö Lönd utar með firð-
inum, eru óvenju fagrar og
gróskumiklar blómabrekkur og
veður maöur bláttog gult blóm-
gresið i hné. Fremur mun vera
snjóþungt.
Arnleifur Þdrðarson og Snati I Kirkjubólsseli I Stöðvarfirði
( 18.8. 1969)
A Stöövarfiröi (18.8. 1969)