Tíminn - 21.05.1977, Síða 28

Tíminn - 21.05.1977, Síða 28
28 Laugardagur 21. mai 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu hún hefði verið frjáls ferða sinna. Pabbi og mamma dáin og heimil- ið sundrað. Hún og Árni alein á ferðalagi i ókunnu landi, ákærð um þátttöku i morði. Sjald- an hafði litið svona illa út fyrir þeim, þótt mörg óhöpp hefðu hent þau i þessari löngu ferð, en alltaf hafði greiðzt úr öllu fram að þessu. Hörð voru forlögin að leika þau svo grátt. Hér varð hún að sitja, hlekkjuð niður á bekk með saka- mönnum, — hún, sem enn var svo ung, — og lika falleg: — hún ekki siður en þær sem sátu hér frjálsar. Alsaklaus var hún af þessu morði, ekki siður en þessar konur uppi á pöllunum, en þó átti hvildarrúmið hennar i nótt að verða skitJgur hálmurinn á klefágólfinu i yfirfyllt- um daunillum fanga- klefa. Var nokkurt rétt- læti til i þessum heimi? 8. Dómforsetinn hringdi bjöllu. Rétturinn var settur. Fyrst var tekinn eiðurinn af kviðdómend- unum tólf, — og siðan hófst upplestur á nöfn- um þeirra ákærðu. Það. var langur listi með 193 nöfnum og auk þess listi yfir fjölmörg vitni. Sam- tals voru þetta um 500 nöfn. Sakborningar og flest vitnin voru viðstödd. Dómforsetinn upplýsti það, að réttur- inn hefði skipt þeim ákærðu i tvo flokka. 1 fyrri flokknum væru þeir, sem að áliti réttar- ins væru aðalþátttak- endur i morðinu, en i siðari flokknum væru þeir, sem rétturinn teldi að ekki hefðu tekið bein- an þátt i þvi. í fyrri flokknum voru 70 nöfn. Þau systkinin Árni og Berit voru, sem betur fór, ekki á þeim lista. Það er engin ástæða að skýra nákvæmlega frá þessum málarekstri, en þar sem yfir- heyrslurnar stóðu yfir i niu daga, var þessi timi þeim systkinunum kveljandi þjáningatimi. Alla dagana urðu þau að sitja hlekkjuð niður á bekkina og hlusta á yfir- heyrslurnar, en örsjald- an voru spurningar lagðar beint fyrir þau. Stundum voru þau allan daginn i réttarsalnum og langt fram á kvöld, og þá var Berit orðin svo þreytt og leið, að hún sat eins og i leiðslu. Ef hún aðeins fengi að standa augnablik upp úr sætinu og hreyfa fæturna. Finna að fæturnir væru með lifi og gætu hreyft sig. En hvað hún öfundaði stúlkurnar á áheyrendapöllunum, sem sátu þarna sælar og brosandi, muðlandi sæl- gæti, eins og þær væru á leiksýningu. Nei — rétt- læti var ekki til i þessari veröld. Dómsniðurstöðurnar urðu þær, að 21 fengu dauðadóm. Meðal þeirra var Denikin, sem sak- sóknari rikisins taldi upphafsmann og and- legan leiðtoga þessara upphlaupsmanna. í lifs- tiðarfangelsi voru dæmdir 34, en hinir i fyrri flokknum hlutu tiu ára fangavist eða meira, en fimm voru sýknaðir. Þar næst kom röðin að siðari flokknum. Þar gekk allt fljótara fyrir sig, en i þeim hópi voru þó miklu fleiri. Nú fóru dómendur og aðrir starfsmenn réttarins að þreytast og áhugi áheyr- enda að dvina. Finu frúrnar með sælgætið voru horfnar af áheyr- endapöllunum. Berit saknaði þeirra ekkert. Mál þeirra systkin- anna kom fyrir réttinn á fimmta degi og af þvi að þau voru útlendingar, þá var þeim skipaður verj- andi, sem kunni frönsku. Það var ungur lög- fræðingur, sem þeim gazt mjög vel að. í varnarræðu sinni lagði hann aðal- áherzluna á það, að þessi ungu, útlendu barnatíminn systkini hefðu dregizt inn i þetta viðtæka morðmál alsaklaus. Hann sagði frá þvi, að á meðan Berit lá veik i gistihúsinu, hefði Árni komið á heimili læknis- ins og þar hefði hann af hreinni hendingu hitt Denikin og seinna hefði hann komið á heimili þessa manns, án þess að hafa hugmynd um glæp- samlega starfsemi hans. Verjandinn minntist ekk ert á bréfin. Systkinin höfðu sagt honum frá þeim, en verjandi taldi réttast að minnast ekk- ert á þau. Ef til vill hefði saksóknarinn gleymt þeim. Það var liklega réttast að minnast ekk- ert á þau. En saksóknarinn hafði alls ekki gleymt neinu. Það voru einmitt bréfin, sem hann byggði mest á i ræðu sinni, eða öllu fremur bréfið sem Denikin hafði skrifað Árna sama daginn og morðið var framið og fundizt hefði i vösum piltsins. Saksóknarinn rakti nákvæmlega efni bréfsins og sýndi fram á það að bréfaskipti hefðu áður verið milli þeirra og að minnsta kosti hefði Denikin fengið tvö bréf frá Árna. Hann saknaði þess mjög, að þau bréf skyldu ekki hafa fundizt, en vitanlega hefði ______u £R £& OFT SúiA/ FJ& Ó/HVM/I h'(K Afl Fftk.Pl EitíRÍ 'fl kLOÍÐ1 Denikin eyðilagt þau. (Ámi saknaði þess ekki minna að þau skyldu vera glötuð, þvi að þau hefðu vafalaust getað sannað sakleysi hans). „En þetta gerir ekkert tíl”, sagði saksóknar- innn að lokum. „Hér liggja fyrir nægar sann- anir”. Og svo hélt hann ræðu sinni áfram og sneri máli sinu til dómaranna. „Getið þið lagt trúnað á það að maður með skap- gerð Denikins, einmitt á þeim dögum, sem hann var að undirbúa og leggja á ráðin um morð- hafi gefið sér tima til að skrifa löng, pólitisk bréf tíl þessa útlenda pilts, ef ekki lægi eitthvað annað þar á bak við, en venju- leg vinátta? Ég trúi ekki sliku. Við höfum lika sönnun þess i bréfi Denikins, að herra Stu- art hefur skrifað honum tvö bréf að minnsta kosti. Þótt það sé ekki sannað að herra Árni Stuart sé beinn þátttak- andi i árásinni, þá hefur hann vitað um hana áður en hún var framin og ber þannig siðferði- lega sök á henni”. Kviðdómendur voru vist sammála þessu. Þeir þurftu ekki langan tíma til að bera saman ráð sin. Árni var dæmd- ur sekur um óbeina þátt- töku i morðinu, en Berit var sýknuð. Saksóknarinn krafðist sex ára hegningarvinnu fyrir Árna og sagði jafn- framt, að þetta alvar- lega afbrot verðskuldaði sannarlega meiri hegn- ingu. Rétturinn var sam- þykktur þessari kröfu, en af þvi að Árni væri eini útlendingurinn sem hefði verið bendlaður við þetta mál, og með tilliti til þess, að hann væri frá smáriki sem aldrei hefði átt neitt sök- ótt við Rússland, þá vildu þeir sýna mildi, en ekki harðúð. „Þvi dæmist rétt að vera: Árni Stuart skal dæmdur til fjögra ára hengingarvinnu fyrir óbeina þátttöku i morði borgarstjórans i Tomsk. Hegninguna skal hann taka út á þeim stað sem dómstólarnir telja heppilegastan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.