Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 31

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 31
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2006 Sumt er skrítið. Íslenskar bíó- myndir eru til dæmis stundum svolítið skrítnar. Retró fata- tíska er frekar skrítin líka. Og Frakki sem kann ekki að elda, það er alveg rosalega skrítið. Ekki eins skrýtið samt og íslensk umferðarlög þegar kemur að afturendum. Sumir segjast borga meira í skatt en þeir þéna. Ég er hins- vegar sannfærður um að þegar kemur að umferðaróhöppum er meðaltal þeirra sem eru í órétti nálægt 1,7 á hvert óhapp. Það er svo margt sem má ekki og setur mann í órétt. Meðal þess versta er að bakka. Það fyrir- gefst engum að rekast á annan bíl, svo framarlega sem maður hafi verið að bakka. Þá er ekki spurt að því hvort hinn bíllinn hafi verið á fjórföldum hámarks- hraða og ljóslaus. Það er glæpur að bakka. Enn verra er að keyra aftan á einhvern. Við fyrstu sýn kann það að virðast skiljanlegt en lög- gjafarvaldið hefur fallið í sömu gryfju og flestir sem mennskir eru – að alhæfa. Tökum nýlegt dæmi: Bílstjóri sem nálgast krossgötur á þjóð- vegi sér að bíllinn fyrir framan hann hægir á sér. Þó að engin stefnuljós séu gefin hægir hann mikið á sér og heldur sig vinstra megin á akreininni. Aftari bíl- stjóranum sýnist sá fremri ætla að beygja til vinstri og fer því framúr hægra megin. Sá fremri ákveður að beygja til hægri. Hér hefði verið um klassískt og einfalt óhapp að ræða. Sá aft- ari í órétti þrátt fyrir slóðaskap þess fremri. En sögunni er ekki lokið. Þegar aftari bílstjórinn sér í hvað stefnir nær hann að sveigja bíl sínum aftur yfir á vinstri vegarhelminginn til að forða árekstri. Því miður hefur fremri bílstjórinn skyndilega orðið hins var og sveigir líka til vinstri og fær þann aftari nett aftan á sig. Þó að aftari bílstjórinn hafi gert allt sem hann gat til að forða árekstri, en sá fremri gert honum einstaklega erfitt fyrir, er það sá aftari sem situr uppi með tjónið. Þegar ég frétti af þessu varð mér hugsað til gömlu góðu ítölsku reglunnar sem tekur á nákvæmlega svona aðstæðum – og reyndar öllu öðru nuddi sem verður í umferðinni: Sá sem er frekari og endist lengur við að rífast, hann er í rétti. Hinn borg- ar tjónið út og þeir fara heim og borða pasta með sveppasósu. Umferðarlög og pasta með sveppasósu Volkswagen Touareg-fjölskyld- an stækkar. Nýjasta útgáfan er 12 strokka sportútgáfa af bílnum. Nýjasta viðbótin við Touareg- jeppafjölskylduna frá Volkswag- en er glæsileg í alla staði. Aksturs- eiginleikar nýju sportútgáfunnar eru snaggaralegir og sportlegir ásamt því að bíllinn er hlaðinn aukabúnaði. Vélin í bílnum er tólf strokka sex lítra vél sem skilar 450 hestöflum og togar 600Nm. Þessi öfluga vél skilar bílnum á 5,9 sekúndum upp í 100 kílómetra hraða á klukkustund. Í bílnum er rafeindabúnaður sem hámarkar hraðann í 250 km á klukkustund. Aflinu er miðlað með sex hraða hálfsjálfvirkum Tiptonic-gír- kassa. Í þessari Touareg-sport- útgáfu hefur bíllinn verið gerður enn sportlegri en áður. Bíllinn kemur á 20 tommu álfelgum og er með vindskeiðar á þakinu. Þak- grindin er silfurlituð, aftur- og hliðarrúður skyggðar og stuðarar samlitir en allt þetta veitir bílnum sportlegt yfirbragð. Sportlegt yfirbragð einkenn- ir einnig innréttingu bílsins auk mikilla þæginda. Framsætin eru klædd nappa-leðri og sérstak- ur frágangur í áli dregur fram virðugleika. Bíllinn er búinn fjöl- notalitaskjá ásamt leiðsögukerfi af nýjustu gerð sem spilar DVD- diska. Í staðalbúnaði bílsins er hljóðkerfi með fjöldiskaspilara og tengingum fyrir farsíma. Bílnum fylgja einnig bi-xenon ökuljós, sem sveigjast með þegar beygt er, og Tiptronic-stillir sem gerir gír- kassann beinskiptann. 450 hestafla með DVD-spilara Nýi Touareg-jeppinn frá Wolkswagen. Fyrsta umferð Íslandsmeistara- mótsins í snjókrossi fór fram í Ólafsfirði um síðustu helgi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar, enda hiti vel yfir frostmarki, og urðu nokkur afföll af sleðum og ökumönnum. Í unglingaflokki var það Aðal- björn Tryggvason sem fór með sigur af hólmi en þrátt fyrir ungan aldur er þar á ferðinni flinkur ökumaður með töluverða reynslu. Það stefnir í harða keppni í sportflokki í vetur en að þessu sinni var það Ásgeir Frímanns- son, sem varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í fyrra, sem var fyrstur í öllum hítum. Í meistaraflokki var það svo núverandi Íslandsmeistari, Helgi Reynir Árnason, sem keyrði manna best. Þess má til gamans geta að sigurvegarar allra flokka að þessu sinni keyra á Arctic Cat sleðum. Næsta umferð Íslandsmeist- aramótsins fer fram 18. febrúar í Ólafsfirði. Hörð keppni Íslandsmeistarkeppnin í snjó- krossi er hafin. Íslandsmeistarinn Helgi Reynir fór með sigur af hólmi í meistaraflokki í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins í snjókrossi um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR ARINBJARNARSON Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Til sölu þessi glæsilegi og vel með farni Range Rover árgerð 2002, svartur að lit og með ljósri leðurinnréttingu. Ekinn 48.000 km. og lítur út sem nýr. Einn eigandi frá upphafi. Bíllinn er fluttur inn af B&L og hefur verið þjónustaður þar. VERÐTILBOÐ. Upplýsingar veittar í síma 861-6009 og 554-2809. RÆSIR HF. sími 540 5400 Opið laugardaga 12-16. RX-8 Revolution ekinn 9200 km fyrst skráður 04/04 Búnaður m.a. 6 gíra beinskipting, 18“ sumar og vetrardekk, xenon ljós, leður á sætum, sóllúga, BOSE hljómkerfi og 6 diska spilari, loftkæling, hiti í sætum og margt fleira.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.