Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 13 Þykk augnhár á ofurhraða Með einni stroku eykst fyrirferð augnháranna. ExpandexTM* formúlan gerir þau allt að 300% þykkari. Speed-Meter Brush sveigjuburstinn þekur hvert einasta augnhár með ofurskammti af lit. Formúla eitt fyrir ótrúleg augnhár. Svartur, brúnn og blár. Verð 2.390 kr. Klipptu þennan flipa út, komdu með hann í snyrtivörudeild Estée Lauder í Debenhams og fáðu gefins lúxusprufu af MagnaScopic Mascara. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Prófaðu MagnaScopic Maximum Vo lume Mascara *Í Bandaríkjunum og á heimsvísu Fáðu gefins lúxusprufu af MagnaScopic Mascara ... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 15 00 02 /2 00 6 STJÓRNMÁL Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, kynnti á dögunum íslenska feðraorlofið á ársfundi kvennahreyfingar Frjálslynda flokksins í Svíþjóð. Flokkur- inn er á miðju sænskra stjórn- mála og er systurflokkur Fram- sóknarflokksins. Íslenska feðraorlofið vakti mikla hrifningu kvennanna. „Ég fékk fjölda spurninga um allt sem tengist því og að lokum stóð ein kvennanna upp og bað þær konur sem vildu koma íslenska feðra- orlofinu á í Svíþjóð um að rétta upp hönd. Hver einasta hönd fór á loft,“ segir Hjálmar. Sænsku konurnar hrifust af því fyrirkomulagi að binda þrjá mánuði fæðingarorlofs við föður og skiptingu annarra þriggja mán- aða milli foreldranna en ekkert slíkt er uppi á teningnum í Svíþjóð. Hjálmar er vitaskuld ánægður með áhuga útlendinga á íslenska feðraorlofinu og ekki síður að sá áhugi skuli einmitt vera í Svíþjóð. „Mér finnst skemmtilegt þegar við Íslendingar erum farnir að kenna Svíum í félagsmálum. Þá er sko eggið farið að kenna hæn- unni,“ segir Hjálmar, sem býst fastlega við að konurnar í Frjáls- lynda flokknum geri feðraorlof að forgangsmáli á næsta landsfundi flokksins. - bþs HJÁLMAR ÁRNASON Þingflokksformaður Framsóknarflokksins kynnti ferðaorlof fyrir sænskum stjórnmálakonum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjálmar Árnason kynnti íslenska feðraorlofið fyrir sænskum stjórnmálakonum: Eggið kennir hænunni Kaffibjór á markað Svissneski matvælarisinn Néstle hyggst innan tíðar markaðssetja kaffidrykk sem freyðir eins og bjór. Ekki liggur fyrir hvaðan eftirspurn eftir slíkum drykk kemur. Félagsverur af nauðsyn Rannsóknir vísindamanna benda æ frekar til að mannskepnan hafi orðið félagsvera til þess að koma í veg fyrir að verða étin af öðrum dýrum fremur en af sérstakri nauðsyn fyrir félagsskap eins og löngum hefur verið haldið fram. VÍSINDI SKATTAR Eyðublöð fyrir skattfram- tal vegna ársins 2005 verða póst- lögð 1. mars og ættu að berast landsmönnum tveimur til þremur dögum síðar. Sama dag verður opnað fyrir netframtal. Skilafrestur skattframtala er til 21. mars en boðið verður upp á að sækja um viðbótarfrest. Skattframtölum tæplega 140 þúsund einstaklinga var skilað rafrænt í fyrra og er viðbúið að þau verði enn fleiri í ár. - bþs Framtal vegna ársins 2005: Skatturinn í póst 1. mars SKILAÐ MEÐ GAMLA LAGINU Flestir telja skattinn fram á netinu. NOREGUR Áttræður norskur auð- maður, Kristian Nordberg, hefur keypt miklar fasteignir í miðbæ Kirkenes, sem er lítill bær nyrst í Noregi. Nordberg hyggur á miklar framkvæmdir í bænum því þar á að rísa sannkallaður „drauma- bær“ með um eitt þúsund íbúa. Á fréttavef norska Dagbladet kemur fram að draumabærinn eigi að vera með öllu laus við glæpi, íbúarnir muni lifa fjár- hagslega öruggu lífi, vera í góðum störfum og láta sér annt hver um annan. Auk þess eiga íbúarnir að vera ánægðir með umhverfi bæj- arins og staðsetningu. - ghs Auðmaður í Kirkenes: Byggir þorp drauma sinna FÉLAGSSTÖRF Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, gefur kost á sér til áfram- haldandi formennsku í samtökunum. Frestur til að skila inn framboðum til embættisins renn- ur út um mánaða- mót en í gær hafði ekkert mótfram- boð borist skrif- stofum samtak- anna. Jóhannes sagð- ist í samtali við Fréttablaðið hafa lýst því yfir við samstarfsfólk sitt að hann hygðist sækjast eftir end- urkjöri en hann var fyrst kjörinn formaður árið 1984 og hefur gegnt starfinu síðan, utan tveggja ára þegar hann var framkvæmda- stjóri samtakanna. Berist fleiri en eitt framboð til formannsembættisins verður efnt til póstkosningar. - bþs Neytendasamtökin: Jóhannes gefur áfram kost á sér JÓHANNES GUNNARSSON Sjúkraliði dæmdur Tuttugu og sjö ára gamall þýskur sjúkraliði var á mið- vikudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa níu konur. Konan var fundin sek um fjögur morð, fjögur manndráp og eitt líknarmorð á árunum 2003 til 2005. Fórnarlömbin voru á aldrinum 79 til 93 ára og annaðist sjúkraliðinn þau öll. ÞÝSKALAND GRÍMUR Brasilísk kona leggur lokahönd á kjötkveðjuhátíðargrímur í Rio de Janeiro. Margar þeirra eru skopmyndir af brasilískum stjórnmálamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.