Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 40

Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 40
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR28 Háskóli Íslands tekur þátt í evr- ópsku samstarfsverkefni um ráðgjöf við fullorðna með les- blindu. „Admission“, styrkt af Leonardo da Vinci-áætluninni og leiðir Námsráðgjöf Háskóla Íslands verkefnið. Samstarfsað- ilar í verkefninu eru Ráðgjafar- stofa Auðar B. Kristinsdóttur, Háskólinn í Árósum, Ort France, Daugavpils-háskólinn í Lettlandi, Caledonian-háskólinn í Glasgow og NGO í Rúmeníu. Samstarfið gefur þátttökuþjóðunum tæki- færi á að miðla upplýsingum um stöðu fullorðinna með lesblindu í Evrópu. Stefnt er að því í verk- efninu að hanna tæki í ráðgjöf við fullorðna með lesblindu sem mætir ólíkum þörfum þeirra fyrir aðstoð og úrræði. Fjölda nemenda með les- blindu í Háskóla Íslands hefur fjölgað ár frá ári og eru nú 168 nemendur sem fá stuðningsúr- ræði. Háskóli Íslands er leiðandi í þjónustu við nemendur með fötlun eða hamlanir í háskóla- námi og er stuðningskerfi Náms- ráðgjafar Háskóla Íslands fyrir- mynd í öðrum skólum. Lesblinda er sértæk þroska- röskun aðallega í lestri og staf- setningu. Erfiðleikar virðast í greiningu hljóða og veikleikar geta verið tengdir einbeitingu, athygli, úthaldi og skipulagi. Einnig geta verið erfiðleikar með skammtímaminni og sjónræna úrvinnslu. Í háskólanámi geta þessir örðugleikar til að mynda haft þau áhrif að nemandinn er lengi að lesa námsefni, á erfitt með að skrá niður atriði í fyrir- lestrum og á í erfiðleikum með skrifleg próf. Nemendur með lesblindu hafa iðulega slæma reynslu af skóla- námi. Frá fyrstu tíð hefur þeim fundist þeir utangátta og ekki getað staðið undir kröfum í námi. Þeir hafa yfirleitt átt erfitt með lestur og bóklegt nám í grunn- og framhaldsskólum. Þeir hafa fundið fyrir ósamræmi á milli eigin námsgetu og getu til að nota hefðbundnar námsaðferðir og koma þekkingu frá sér. Sam- anburður við aðra nemendur er oft óhagstæður. Þeir hafa jafnvel legið undir ámæli um að vera latir, áhugalausir, ósamvinnu- þýðir eða heimskir. Slík skóla- saga hefur áhrif á sjálfsmat einstaklingsins. Fullorðnir með lesblindu hafa oft mætt litlum skilningi í gegn- um skólagönguna og hafa margir hverjir flosnað upp úr námi strax eftir grunnskóla. Kennsla og ráðgjöf til fullorð- inna með lesblindu er því oft frá- brugðin kennslu og ráðgjöf við yngri nemendur með lesblindu. Fullorðnir með lesblindu hafa oft mótað lélegt sjálfsmat, stífni og ósveigjanleika í vinnubrögðum og ótta við að taka áskorunum. Þeir eiga einnig oft við náms- og prófkvíða að etja. Nemendur í háskólanámi með lesblindu eru nemendur sem hefur tekist að komast í gegnum skólagönguna þrátt fyrir hina sértæku erfiðleika, oft með mikl- um stuðningi foreldra og kenn- ara sem hafa verið tilbúnir til að aðlaga kennsluaðferðir og náms- tæki að hinum sértæku námsörð- ugleikum. Þessir nemendur hafa bætt upp hina sértæku námsörð- ugleika með styrkleikum sínum og aðlöguðum námsaðferðum. Margt má læra af námstækni og vinnubrögðum þeirra. Fyrir flesta nemendur eru það við- brigði að byrja í háskólanámi ekki síst fyrir nemendur með lesblindu. Meiri kröfur eru gerð- ar til sjálfsnáms, og lesefni þyng- ist og eykst. Margir kunna að spyrja hvort þetta sé mögulegt fyrir nemendur með lesblindu? Til Námsráðgjafar Háskóla Íslands leita á ári hverju nem- endur með lesblindu sem eru að fá greiningu í fyrsta skipti. Þetta skýrist að sumu leyti af því að háskólanámið reynir sérstaklega á lesblindu, nemandinn þarf að lesa meira námsefni á styttri tíma en í framhaldsskóla og gjarnan að lesa námsefni á erlendu tungumáli. Oftast kemur þó fram þegar greining er gerð á vanda nemandans að hann hefur átt í ýmsum erfiðleikum í skóla sem aldrei hafa verið skýringar á eða verið misgreindir sem annars konar vandamál. Í „Admission“ er markmiðið að skima lesblindu hjá fullorðn- um á aðgengilegan hátt og áhersla lögð á að fá heildarmynd af einstaklingnum, þar sem per- sónulegir, sálrænir og félagsleg- ir áhrifaþættir eru einnig teknir inn í myndina. Hvatningarað- ferðir í ráðgjöf verða aðlagaðar sérstaklega að fullorðnum með lesblindu. Þar er leitast við að mæta hinum fullorðna á því stigi sem hann er, hvað varðar vitn- eskju um þá sérstæku námsörð- ugleika sem hann hefur og þá sértæku námshæfileika sem hann hefur, hugsanlegar afleið- ingar lesblindu á líf hans, nám eða starf, og veita honum ráð- gjöf, aðstoð og úrræði í samræmi við það. Ráðgjafartæki sem verða hönnuð í „Admission“ styrkja þá ráðgjöf sem veitt er nemendum með lesblindu í Háskóla Íslands. Þau geta einnig nýst í markvissri ráðgjöf við nemendur með aðrar fatlanir eða hamlanir í háskóla- námi og í ráðgjöf við fullorðna með lesblindu í samfélaginu, svo sem í vinnumiðlunum, símennt- unarmiðstöðvum, innan heil- brigðisþjónustunnar og á vinnu- markaðnum. Höfundur er verkefnisstjóri „Admission“. Stúdentar með lesblindu UMRÆÐAN LESBLINDA AUÐUR R. GUNNARSDÓTTIR Fyrir flesta nemendur eru það viðbrigði að byrja í háskóla- námi ekki síst fyrir nemendur með lesblindu. Meiri kröfur eru gerðar til sjálfsnáms, og lesefni þyngist og eykst. Margir kunna að spyrja hvort þetta sé mögulegt fyrir nemendur með lesblindu? Í tilefni af því að spurst hefur út að ég hafi sótt um listabókstaf fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Akureyri vil ég árétta eftir- farandi. Allt frá því ég fór með tilstilli góðra karla og kvenna að beita mér fyrir að taka skipulagsmál- efni bæjarins nýjum tökum og úr varð átakið Akureyri í öndvegi, hef ég sannfærst um, að við óbreyttir borgarar getum látið til okkar taka og komið góðu til leiðar. Það er nefnilega ekki nóg að hafa rétt til að tjá sig og beita sér fyrir framförum, ef menn nýta ekki þann rétt og axla um leið þá ábyrgð, sem fylgir því að búa í lýðfrjálsu landi. Rétturinn felst ekki bara í því að ræða málin í lokuðum klúbbum, á vinnustöðum eða heimilum og benda þar á allt sem menn telja að betur megi fara í samfélaginu og láta þar við sitja, heldur felst rétturinn líka í því að fylgja hug- myndum sínum eftir með aðgerð- um sem leiða til úrbóta. Ef menn gera það ekki, eru þeir hinir sömu sammála ríkjandi ástandi í raun og samsekir því – ef svo má að orði komast. Mér var bent á þetta, þegar ég hafði tuðað í nokkur ár um ýmis- legt í skipulagsmálum í bænum okkar og gerði ekkert sjálfur til að koma hreyfingu á hlutina. Eftir að hafa leitt hugann að þessu, sá ég, að þetta var rétt og fór af stað og held, að ekki sé ofsagt, að nokkur árangur hafi náðst af því brölti, og sést það m.a. á nýjum tillögum um aðal- skipulag Akureyrarbæjar, sem bæjarbúar eru nú að taka afstöðu til. Það er þó aðeins fyrsta skref- ið á nýrri framfarabraut sem við erum lögð af stað eftir. Þegar það sem gerst hefur er haft í huga, þá er spurningin, hvort ekki þurfi að taka á fleiri málum með svipuðum hætti í bænum okkar. Auðvitað hefur margt verið vel gert í stjórn hans undanfarin ár og margir mögu- leikar í stöðunni. Spurningin er bara sú, hvort verið sé að nýta þá markvisst og af nægum krafti. Þá er ég einkum að hugsa um atvinnuuppbygginguna, sem mér finnst ganga allt of hægt og þarf að taka nýjum og ferskum tökum. Ég gerði mér vonir um, að þau markmið og þær leiðir við atvinnuuppbyggingu bæjarins, sem samþykktar voru af bæjar- stjórn 1999 eftir mikla vinnu sem margir komu að, yrðu sá leiðar- vísir sem unnið yrði eftir. En því miður varð þessi samþykkt bara að enn einu hillufóðrinu og ekk- ert gert til að vinna í samræmi við þessa ágætu áætlun og stefnu. Fyrir mér er ekki nægjanlegt að tala um hlutina, það þarf að fram- kvæma þá. Við verðum að átta okkur á því, að það kemur ekkert af himnum ofan, þegar atvinnuupp- bygging er annars vegar. Bæjar- yfirvöld þurfa að hafa skýra framtíðarsýn og beita sér mark- visst til að gera hana að veru- leika. Nú hafa nokkrir vinir mínir bent mér á, að þetta ferðalag mitt, sem beindist fyrst og fremst að skipulagsmálum bæj- arins, sé svona eins og vera aðeins kominn upp fyrir ösku- haugana á leið upp á Súlutind, fnykurinn rétt horfinn úr vitun- um, og setjast þá niður og strjúka kviðinn værðarlega. Framundan sé ögrandi og skemmtileg leið og mér beri að halda ferðalaginu áfram enda sífellt að klifra fjöll. Ef ég held ekki göngunni áfram, verði ég í stöðu þeirra, sem treysta alltaf á aðra sem feta veginn áfram og fari svo að blöskrast á, að þeim miði ekki nægilega á ferð sinni. Nú glími ég því við spurning- una, hvort ég ætti að halda áfram ferðinni sem ég lagði af stað í með Akureyri í öndvegi. Þeirri spurningu verður svarað á næst- unni. Ég ligg því um þessar mundir undir feldi og hugleiði málið af alvöru, og til marks um það hef ég þegar sótt um lista- bókstaf, hvað sem svo verður. Höfundur er kaupmaður. Áfram Akureyri UMRÆÐAN MÁLEFNI AKUREYRAR RAGNAR SVERRISSON Það er nefnilega ekki nóg að hafa rétt til að tjá sig og beita sér fyrir framförum, ef menn nýta ekki þann rétt og axla um leið þá ábyrgð, sem fylgir því að búa í lýðfrjálsu landi. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.