Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 52
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Stórsveit Nix Noltes mun hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Animal Coll- ective á tónleikaferð hennar um Bandaríkin í næsta mánuði. Freyr Bjarnason ræddi við Hildi Guðnadótt- ur, sellóleikara Stórsveitar- innar. Stórsveit Nix Noltes mun hita upp á fimm tónleikum, þeim fyrstu í Atl- anta hinn 18. mars en þeim síðustu í New York 23. mars. Hljómsveitirn- ar tvær hafa áður spilað saman því í nóvember í fyrra fóru þær í tón- leikaferð um Evrópu sem heppnað- ist mjög vel. Einnig hafa þær spilað á nokkrum tónleikum í New York. Fyrst mun Stórsveit Nix Noltes þó spila ásamt Animal Collective og þeim Gunnari og Örvari úr múm á tónlistarhátíðinni South by South- west í Austin í Texas þann 17. mars. Einnig spila á hátíðinni meðal ann- arra Þórir, Jakobínarína, Sign og Dr. Spock. Hildur Guðnadóttir, sellóleikari Stórsveitarinnar, er spennt fyrir tónleikaferðinni um Bandaríkin. „Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt. Platan er að koma út í Bandaríkjunum um svipað leyti hjá Bubblecore Records og þessi ferð er farin til að leggja grunninn og fylgja henni eftir,“ segir Hildur. „Við höfum aldrei túrað um Banda- ríkin og það verður því spennandi að sjá hvernig þetta leggst í Banda- ríkjamenn. Það hefur yfirleitt verið jákvæð stemning í Evrópu og okkur var vel tekið í New York.“ Hildur skemmti sér vel í tón- leikaferðinni um Evrópu í fyrra. „Það gekk ótrúlega vel og var æðis- lega skemmtilegt. Þetta eru svo ótrúlegir strákar og skemmtileg tónlist sem þeir spila. Það náðu allir voða vel saman,“ segir hún um Animal Collective. Samstarf sveitanna er þannig til komið að Animal Collective hafði nokkrum sinnum hitað upp fyrir múm en báðar sveitirnar eru á mála hjá Fat Cat-útgáfunni. Samstarf múm og Stórsveitar Nix Noltes hefur verið mikið í gegnum tíðina og þegar sveitirnar heyrðu tónlist hvorrar annarrar ákváðu þær að fara í tónleikaferð saman. Animal Collective, sem var stofnuð í New York árið 2000, er að fylgja eftir sinni þriðju plötu, Feels, sem kom út í fyrra. Árið áður hafði hún gefið út plötuna Sung Tongs sem hlaut mjög góða dóma gagn- rýnenda víða um heim. Tónlist sveit- arinnar er ansi tilraunakennd þar sem mörgum straumum og stefnum er blandað saman á skemmtilegan hátt í einn hrærigraut. Fyrsta plata Stórsveitar Nix Noltes, Orkideur Hawaii, kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Tónlist sveitarinnar er með austur- evrópskum þjóðlagaáhrifum og er bæði fjölbreytt og um leið sérstök. Meðlimir sveitarinnar eru allt frá þremur upp í fimmtán á tónleikum en oftast eru þeir um tíu talsins. Sveitin byrjaði fyrst að spila í Lista- háskólanum fyrir þremur til fjórum árum en fyrir tveimur árum varð hún til í núverandi mynd. „Við spilum mikið tónlist frá Balkanskaganum og þó að það sé grunnurinn erum við svolítið að gera hana að okkar eigin með útsetningunum okkar. Það voru margir í Evróputúrnum sem komu til okkar og föttuðu ekki að þetta var búlgörsk tónlist,“ segir Hildur. „Það er ekki alltaf sem fólk fattar það og það er til marks um að við erum óhrædd við að breyta þessari tónlist.“ Hildur er sjálf að leggja loka- hönd á fyrstu sólóplötu sína sem kemur út í vor. Hún gefur hana út undir nafninu Lost In Hildurness og heitir platan Mount A. „Þetta er mjög ólíkt Stórsveit Nix Noltes,“ segir hún og hlær. „Þetta er rosa- mikill sellógrautur, fljótandi og notalegt en samt svolítið dramat- ískt. Þetta er minn óður til sellós- ins.“ Stórsveit Nix Noltes heldur tón- leika á Kaffi kúltúr í Alþjóðahúsinu í kvöld til að hita upp fyrir tónleika- ferðina. ■ Á leið í tónleikaferðalag með Animal Collective HILDUR GUÐNADÓTTIR Sellóleikari Stór- sveitar Nix Noltes er að leggja lokahönd á sínu fyrstu sólóplötu. 1. SHINEDOWNSAVE ME 2. SYSTEM OF A DOWNLONELY DAY 3. DIKTABREAKING THE WAVES 4. NINE INCH NAILSEVERY DAY IS EXACTLY THE SAME 5. DEAD SEA APPLEBEARER OF BAD NEWS 6. MATISHYAHUKING WITHOUT A CROWN 7. RICHARD ASHCROFTBREAK THE NIGHT WITH COLOUR 8. FRÆFREÐINN FÁVITI 9. DR. MISTER & MR. HANDSOMEKOKALOCA 10. PENDULUMSLAM X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 SHINEDOWN Hljómsveitin Shinedown er komin í efsta sæti X-listans með lagið Save Me. Michael Stipe, söngvari R.E.M., ætlar að syngja gegn stríðinu í Írak á tónleikum í New York hinn 20. mars. Auk hans koma meðal annars fram Chuck D úr Public Enemy, Bright Eyes, Peaches, Fischer- spooner, Rufus Wainwright og Devendra Banhart. Yfirskrift tón- leikanna er Sendið þá heim núna! „Við erum búin að vera í stríði í þrjú ár. Maður hefur virkilega þörf fyrir að heyra einhvern segja sannleikann, hvort sem hann er sagður á ljóðrænan hátt eða byggð- ur á staðreyndum málsins,“ sagði Casey Spooner úr Fischerspooner. Allur ágóði tónleikanna mun renna til samtaka sem berjast gegn stríð- inu í Írak. Sungið gegn Íraksstríði MICHAEL STIPE Söngvari R.E.M. er andsnú- inn stríðinu í Írak sem hefur staðið yfir í þrjú ár. DV-MYND/REUTERS > Plata vikunnar Mary J. Blige: The Breakthrough „Sjöunda breið- skífa Mary J. Blige er í fyrsta gæða- flokki þegar kemur að útvarpsvænni R&B tónlist. Ef henni hefur ekki enn verið úthlutað hásæti senunnar er kominn tími til þess að krýna drottninguna.“ STÓRSVEIT NIX NOLTES Sveitin er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin ásamt Animal Collective. > í spilaranum hjá ritstjórninni Belle and Sebastian: The Life Pursuit. Delays: You See Colours. Marit Hætta Överli: Jienat. The White Stripes: Elephant. [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR The Knife: Silent Shout „Sænski systkinadúettinn kýs að yfirgefa poppið á þriðju breiðskífu sinni og færa sig nær tormeltari og sveimkenndari tónlist. Samt nægi- lega sterk plata til að halda athygli aðdáenda.“ BÖS Cat Power: The Greatest „Á sjöundu breiðskífu sinni er Cat Power studd af undirleikssveit Als Green. Sem fyrr gefur söngkonan hlustandanum örlítinn hluta af sálu sinni og skilar af sér afbragðs plötu.“ BÖS Siggi Ármann: Music for the Addicted „Þessi önnur plata Sigga Ármanns er bæði lágstemmd og tilfinningarík og í raun fyrirtaks plástur á brothætt sálarlíf. Munið bara: innri fegurðin skiptir mestu máli.“ FB Stórsveit Nix Noltes: Orkideur Hawaii „Stórsveit Nix Noltes á mikla athygli og ennþá meiri tónleikaaðsókn skilda fyrir þessa hressandi tónlist sem hefur þann þó neikvæða fylgikvilla að henta ótrúlega illa til hlustunar í heyrnartólum.“ BG Richard Ashcroft: Keys to the World „Þriðja plata Richards Aschroft hljómar eins og hinar tvær. Frekar flöt og óspennandi. Hljómar eins og plata frá listamanni í tilvistarkreppu.“ BÖS The Decemberists: Picaresque „Það er ótrúlega upplífgandi að heyra að það séu enn til menn í heiminum sem eru virkilega að reyna að ýta laga- og textasmíðum á æðra plan. Í þeim efnum fáið þið varla betra framlag en þriðju plötu The Decemberists.“ BÖS Animal Collective: Feels „Á þriðju breiðskífu sinni hljómar Animal Collective meira dáleiðandi en áður. Tilrauna- mennskan er enn aðalsmerki og sveitin er síbreytilegri en kameljón.“ BÖS Birgir Örn Steinarsson, Freyr Bjarnason, Borg- hildur Gunnarsdóttir. Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers ætlar í tónleikaferð um Bandaríkin með rapparanum Kanye West síðar á árinu til að fylgja eftir tvöföldu plötunni sinni Stadium Arcadium sem kemur út 8. maí. „Hann er frábær listamaður og við reynum alltaf að spila með eins hæfu fólki og mögulegt er á tónleikaferðum okkar,“ sagði bassaleikarinn Flea. Hann segist ekki hafa verið jafn- spenntur fyrir nýrri plötu Red Hot Chili Peppers síðan sveitin var stofnuð 1983. „Þetta er besta plata sem við höfum nokkru sinni gert. Mér fannst hver og einn hafa verið upp á sitt allra besta við upptökur á plötunni. Þessi plata er okkar stærsta yfirlýsing. Ef þú hefur ekki gaman af þessari plötu þá fílarðu ekki Red Hot Chili Peppers, punktur,“ sagði hann. 25 lög verða á plötunni, þar á meðal Charlie, Discretion Smile og Hard to Concentrate. Síðasta plata sveitarinnar, By the Way, kom út sumarið 2002 en vinsælasta plata sveitarinnar til þessa, Blood Sugar Sex Magik, kom út 1991. Hafði hún að geyma slagara á borð við Under the Bridge og Give It Away. Red Hot Chili Pepp- ers ætlar í tónleikaferð um Evrópu í sumar til að fylgja plötunni eftir áður en Banda- ríkjatúrinn verður að veruleika. Besta platan til þessa > popptextinn „Greedy little people in a sea of distress Keep your more to receive your less Unimpressed by material excess Love is free love me say hell yes“ Anthony Kiedis kýs ást í stað efnishyggju í Give It Away af plötunni Blood Sugar Sex Magik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.