Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Skeifan 4 S. 588 1818 Það er fróðlegt að spjalla við danska kollega úr blaðamanna- stétt þessa dagana. Hálf ringlaðir fletta þeir í gegnum gömul nafn- spjöld frá ráðstefnum og fundum fyrri ára í leit að íslenskum starfs- bróður sem getur útskýrt fyrir þeim hvað sé eiginlega að gerast? Hvernig íslenskir athafnamenn geti sagst ætla að koma til Dan- merkur með fríblaðshugmynd þar sem dreifa eigi fullburða dagblaði í hvert hús á stórum svæðum – sem er jú allt annað en að dreifa litlu Metro-fríblaði á brautar- stöðvum og torgum þar sem menn hittast og eiga samleið í stórum hópum á leið sinni úr og í vinnu. Augljóslega hafa dönsku blaða- mennirnir áhuga á ólíkum hlutum eftir því hvert sérsvið þeirra er. Viðskiptablaðamenn hafa fyrst og fremst áhuga á viðskiptahug- myndinni og hvernig hún muni standast danskar forsendur varð- andi dreifingu, auglýsingar, prent- un og annað. Aðrir hafa meiri áhuga á áhrifunum á blaðamennsk- una sjálfa. Allir eru þó gríðarlega uppteknir af áhrifum svona blaðs á danskan blaðamarkað almennt. Spurningaflaumur þeirra snýst því ekki hvað minnst um Frétta- blaðið sjálft, hvers konar blað er það, hvert er auglýsingahlutfallið, hvernig er blaðamennskan og hvernig eru tengslin milli auglýs- inga og blaðamennsku? Hvaða áhrif hefur tilkoma Fréttablaðsins haft á aðra miðla á Íslandi og íslenskan fjölmiðlamarkað? Hver er staða blaðamanna inni á þessu blaði og hvernig er hægt að halda úti þó þetta stóru blaði með ekki fleiri blaðamönnum en gera jafn- framt kröfu um fagleg og vönduð vinnubrögð? Flestar spurningar hinna dönsku kollega bera þess merki að þeir vilja skilja hvað gerðist á Íslandi, hvað það er sem verið er að tala um að flytja út. Það er í sjálfu sér athyglisvert því ef umræðan í framhaldinu um áhrif fríblaðs af þessu tagi verður í samræmi við þessar spurningar, þá er líklegt að hún verði talsvert þroskaðri strax frá upphafi, en hún var hér á landi þegar Frétta- blaðið var að ná flugi. Hin íslenska umræða um Fréttablaðið festist strax í skotgröfum pólitískra flokkadrátta tiltölulega einangr- aðra en að sama skapi áhrifaríkra aðila. Þar var Davíð Oddsson og stór hópur sjálfstæðismanna sem var handgenginn honum, sem voru í annarri fylkingunni og svo eig- endur Baugs í hinni. Fréttablaðið var vissulega í kastljósi umræð- unnar og sætti aðhaldi – bæði eðli- legu og óeðlilegu – en stóra umræðan var alltaf baunatalning og textarýni pólitísks rétttrúnað- arfólks sem var að leita að dæmum í blaðinu, sem sönnuðu að það væri fjandsamlegt þáverandi forsætis- ráðherra og þjónkaði undir stærstu eigendur sína. Fyrir vikið stóð umræðan um nýjungina sem í raun fólst í þessu blaði og þessu blaðaformi ætíð í skugganum af mjög einsleitri umræðu um eig- endavald og flokkspólitík. Að sjálfsögðu skiptir eignarhald fjöl- miðla máli og að sjálfsögðu þarf að ræða það og setja því skynsam- leg mörk. En það er ekki þar með sagt að steypa þurfi alla umræðu um áhrif einnar áhrifamestu nýj- ungar á fjölmiðlamarkaði alfarið í mót pólitískrar pisskeppni valda- manna eins og gerðist í umræð- unni um fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma. Eins og Danir virðast skilja mun betur en Íslendingar þá er grunnhugmyndin um fullburða dagblað sem dreift er frítt í hvert hús mjög einstæð tilraun og Ísland hefur hvað þetta varðar í raun verið eins konar tilraunastofa þar sem hægt er að prófa viðskipta- hugmyndina. Íslenskt samfélag er vitaskuld hálfgert dúkkulísusam- félag í samanburði við milljóna þjóðirnar allt í kringum okkur, en engu að síður eru sömu eða sam- bærilegir þjóðfélagskraftar að verki. Munurinn felst bara í stærð- inni, við erum smækkuð mynd af stærri samfélögum. Eflaust eiga íslenskir athafnamenn eftir að notfæra sér þessa tilraunastofu möguleika í vaxandi mæli, en nú þegar eru dæmi um þetta í hug- búnaðariðnaðinum og svo auðvit- að í tengslum við hugmyndir um vetnissamfélag. Nú styttist í að fjölmiðlaum- ræðan hefjist að nýju á Íslandi og að þessu sinni má reikna með að hún verði á mun yfirvegaðri nótum en hún var fyrir tveimur árum, enda liggur nú fyrir þver- pólitísk fjölmiðlaskýrsla sem hug- myndin er að byggja á. Engu að síður er í mörg horn að líta og þó hin stafræna bylting á ljósvakan- um sé einna mest áberandi í umræðunni nú, þá er samhliða orðin mikil breyting á prentmark- aði. Það mun því verða gagnlegt fyrir okkur hér á upphaflegu til- raunastofunni að fylgjast með því hvernig danskt samfélag tekur á móti danskri útgáfu af Frétta- blaðsbyltingu. Hefðir og menning varðandi blaðalestur og blaða- mennsku eru talsvert þróaðri þar en hér, og þó íslensku útrásina megi skoða sem nýlendustefnu með öfugum formerkjum, er okkur hollt að muna að það var ekki bara maðkað mjöl sem kom frá Danmörku. Við getum enn lært ýmislegt af Dönum. ■ Hin danska undrun Í DAG ÚTFLUTNINGUR FRÉTTABLAÐS BIRGIR GUÐMUNDSSON Eins og Danir virðast skilja mun betur en Íslendingar þá er grunnhugmyndin um fullburða dagblað sem dreift er frítt í hvert hús mjög einstæð tilraun og Ísland hefur hvað þetta varðar í raun verið eins konar tilraunastofa þar sem hægt er að prófa viðskiptahug- myndina. Í sögulegu samhengi var fundur Halldórs Ásgrímssonar, for-sætisráðherra, með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í vikunni merkur fyrir þá sök, að slíkur fundur hefur ekki verið haldinn í þrjá áratugi. Hitt skiptir þó í raun og veru meira máli við þennan fund, að hann fer fram án þess að fyrir hafi legið brýn mál til úrlausnar í samskiptum landanna. Það er ekki sjálfgefið, að breski forsætisráðherrann verji tíma sínum til funda um almenn samskipti og viðhorf í alþjóðamálum. Fundurinn er því í sjálfu sér viðurkenning og traust fyrir Halldór Ásgrímsson. Fundur forsætisráðherranna í Lundúnum kemur í kjölfar fundar Geirs Haarde, utanríkisráðherra, með breska starfsbróður sínum á dögunum. Þó að öll stjórnmálasamskipti við Breta hafi verið í góðu lagi frá því átökunum um landhelgis- útfærsluna lauk hafa þau hvorki verið náin né djúp. Ýmis rök hníga hins vegar til þess, að í framtíðinni geti skipt máli að treysta og efla þessi samskipti. Lundúnafundir forsætisráðherra nú og utanríkisráðherra fyrir skömmu hafa fyrir þá sök þjónað mikil- vægum tilgangi. Í ljósi breytinga á stöðu Atlantshafsbandalagsins og minna vægis norrænnar samvinnu í stjórnmálalegu tilliti kunnum við að þurfa að huga að nýjum fótfestum í alþjóðlegu samstarfi í náinni framtíð. Nánari stjórnmálaleg samvinna við Breta getur verið þýðingarmikil í því samhengi; ekki síst sakir þess, að viðhorf okkar og hagsmunir fara í mörgum tilvikum saman við bresk sjónarmið. Varnar- og öryggismálin, sem voru til umfjöllunar á fundum beggja ráðherranna, eru eitt skýrasta dæmið þar um. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hafa verið kjölfestan í varnar- og öryggismálum Íslands í meira en hálfa öld. Innan Evrópu hafa Bretar verið sterkasti tengiliður- inn við Bandaríkin og öðrum þjóðum fremur unnið að því að viðhalda varnartengslunum yfir Atlantshafið. Þó að erfitt geti verið að bera saman hagsmuni stórra ríkja og smárra orkar ekki tvímælis að á sviði varnar- og öryggismála liggja almenn sjónarmið okkar og Breta í sama farvegi og hagsmunirnir eru um flest nátengdir. Það hafa verið blikur á lofti í þessum efnum um nokkurra ára skeið. Ærin ástæða er því til að rækta þann garð í Evrópu, sem næst okkur stendur að þessu leyti til. Aðild Breta að Evrópusambandinu skilur að vísu á milli land- anna á því sviði. En framhjá því verður eigi að síður ekki litið, að almenn viðhorf í Bretlandi og á Íslandi til þróunar Evrópusamvinn- unnar eru um margt lík. Bretar standa enn utan við evrópska mynt- bandalagið og eru yfirleitt með fyrirvara gagnvart frekari yfir- þjóðlegri þróun Evrópusambandsins. Hvort sem menn eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki má ætla að almennt séu svipuð viðhorf ríkjandi hér á landi varðandi þessi efni. Hvernig svo sem formlegum tengslum okkar við Evrópu verð- ur hagað í framtíðinni er eitt ljóst: Evrópusamskiptin geta aðeins vaxið. Það er því afar brýnt að rækta meir en gert hefur verið til þessa samskipti við þau ríki í Evrópu þar sem við vitum, að hags- munir og sjónarmið fara saman við okkar eða liggja þeim nærri. Það væri of djúpt í árinni tekið að segja að það hafi verið veikur hlekkur í samskiptunum við Bretland. En nýjar og breyttar aðstæður kalla nú á, að þau bönd verði styrkt. Þar eru augljósir framtíðarhagsmunir í húfi. ■ SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Fundir forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Bretlandi hafa mikla þýðingu. Nýr tími kallar á nánari samskipti Steinunn og Big Ben Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri skildi ekki hvað klukkan sló þegar alþýðumaður að nafni Benedikt Jósepsson keypti 39 af 40 lóðum við Úlfarsfell dýrum dómi, enda átti útboðsleið R- listans að sjá til þess að Jónar og Gunnur borgarinn- ar gætu keypt sér lóð á spottprís. Sullenberger og Motta Vitnaleiðslur í Baugsmálinu fóru fram í vikunni. Jón Gerald Sullenberger er lykilvitni ákæruvaldsins, en óhætt er að segja að flækjurnar hafi náð nýjum hæðum þegar bílasali að nafni Ivan Motta kom svo til óforvarandis til landsins til að bera vitni. Halldór hitti Tony Deilur um sölu Búnaðarbankans tóku sig upp að nýju í vikunni og beinast spjótin að forsætisráðherra. Halldór yppti öxlum og hélt til London að huga að strákunum okkar í útrásinni og heilsaði upp á Tony Blair, forsætisráð- herra Bret- lands, í leiðinni. ÞAU VORU Í FRÉTTUM VIKUNNAR Björn í númer tíu Þegar sagt var frá fundi Halldórs Ásgrímssonar og Tonys Blair í breska forsætisráðherrabústaðnum í Down- ingstræti 10 í vikunni var þess getið um leið að Halldór væri fyrsti íslenski for- sætisráðherrann sem kæmi í Downings- træti síðan Geir Hallgrímsson hitti þar Harold Wilson árið 1976. Á þeim þrjátíu árum sem liðu á milli heimsókna gengdu sex menn embætti forsæt- isráðherra en enginn þeirra varð svo frægur að komast í númer tíu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í starfsliði Geirs 1976 og fylgdi honum á fundinn með Wilson. Frá því greinir Björn á heimasíðu sinni og kemur þar fram að Wilson hafi boðið til hádegisverðar að sveitasetri breska forsæt- isráðherrans, Chequers. Björn segist líka hafa séð í bókabúð í London nýjar dagbækur aðstoðarmanns Wilsons þar sem funda hans og Geirs er getið oftar en einu sinni. Hverjir vilja í Hæstarétt? Það stendur svo upp á Björn Bjarnason að skipa nýjan dómara við Hæstarétt en Guðrún Erlendsdóttir lætur af störfum um miðjan apríl eftir rúmlega 20 ára starf við réttinn. Einstaklega fjörlegar umræður hafa orðið um þá tvo sem síðast hafa verið skipaðir, þá Ólaf Börk Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson og Hjördís Hákonardóttir sóttu öll um í bæði skiptin en urðu að lúta í gras. Nú velta menn fyrir sér hvort fjórmenningarnir geri enn eina atlögu að starfi við dóminn. Matur á dagskrá Alþingis Líklegt verður að telja að rætt verði um mat á hinu háa Alþingi á næstu dögum. Ástæðan er einföld; Ísólfur Gylfi Pálma- son framsóknarmaður hefur tekið sæti á þingi fyrir Hjálmar Árnason. Ísólfur er einlægur áhugamaður um mat og mat- reiðslu og hefur verið meðal dyggustu stuðningsmanna íslenska kokkalands- liðsins. Hefur hann meira að segja sótt keppnir liðsins á erlendri grundu. Ósagt skal látið hvort það var fyrir tilviljun eða einfaldlega af matarást sem Ísólfur réðist sem sveitarstjóri á Flúðum fyrir nokkrum árum en þar drjúpa jú sveppir af hverju strái. Eða þannig. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.