Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 6
6 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR ����������������������������� ������������� �� �� �� �� �� �� � KJÖRKASSINN Heldurðu að efnahagsástandið fari versnandi? Já 53% Nei 47% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur vinnusiðferði versnað hérlendis? Segðu þína skoðun á visir.is DANMÖRK, AP Danska ríkisstjórnin hefur boðað til ráðstefnu í Kaup- mannahöfn í næsta mánuði þar sem stefnt verður saman íslömsk- um trúarleiðtogum og dönskum sérfræðingum, til að efla sam- ræðu trúarbragða í kjölfar Múhameðsteikningafársins. Ríkisstjórnin mun einnig láta „umtalsverða upphæð“ af hendi rakna til verkefnis á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem hefur að markmiði að vinna gegn gagn- kvæmum fordómum í hinum íslamska og hinum vestræna heimi, að því er utanríkisráðherr- ann Per Stig Møller tilkynnti í yfirlýsingu í gær. Ennfremur ætlar ríkisstjórnin að styrkja íslamska hátíð í Kaupmannahöfn. Forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen sagði á blaða- mannafundi að það kynni að þurfa að koma til kasta Samein- uðu þjóðanna til að binda enda á fárið. Hann tilgreindi þó ekki nánar hvað hann ætti við með þessu. Heimskirkjuráðið (WCC), stærstu samtök kristilegra kirkna heims, sem nær allar helstu kirkjudeildir utan kaþólsku kirkj- unnar eiga aðild að, sendi í gær frá sér ályktun þar sem birting teikninganna af Múhameð spá- manni var gagnrýnd, sem og hin ofbeldisfullu mótmæli múslima gegn þeim. Heimsþingi samtak- anna lauk í Porto Alegre í Brasilíu í gær. - aa MØLLER OG FOGH Utanríkis- og forsætis- ráðherra Danmerkur ræða við fréttamenn í Kaupmannahöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viðbrögð við Múhameðsteikningafárinu: Samræða trúarbragða styrkt HEILBRIGÐISMÁL Samtök blindra og sjónskertra á Norðurlöndunum, NSK, hvetja Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra til að leggja á hill- una áform um að sameina Sjón- stöð Íslands og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Enn fremur hvetja samtökin stjórnvöld til að gera ekkert í svo viðkvæmu máli án samráðs og samþykkis hlutaðeigandi samtaka fatlaðra. Í ályktun samtakanna segir að þau þekki ekki til þess að þjónusta við blinda og sjónskerta annars vegar og heyrnarlausa hins vegar fari fram í einni og sömu stofnun- inni. Jafnframt bendir NSK á að þessir hópar búa við afar ólíka fötlun og eigi lítið sameiginlegt þegar kemur að meðferð og úrræð- um. - jss Samtök blindra og sjónskertra: Ráðherra hætti við sameiningu ÍRAK, AP Lík virtrar íraskrar sjón- varpsfréttakonu og tveggja starfs- bræðra hennar fundust skammt frá Samarra-borg í Írak í gær. Þau höfðu verið skotin til bana. Jalal Talabani, forseti Íraks, kall- aði morðin „glæpsamlegt heiguls- verk“. Þegar blaðamaður spurði hvort hann myndi leyfa fréttamönn- um að bera vopn í sjálfsvarnarskyni sagðist forsetinn mundu leyfa það umsvifalaust ef formleg beiðni um slíkt bærist inn á sitt borð. Konan starfaði sem fréttaritari fyrir Al-Arabiya-sjónvarpsstöðina og karlmennirnir unnu sem mynda- töku- og aðstoðarmaður fyrir annan miðil. Þau höfðu verið að störfum í borginni að fylgjast með óeirðunum sem urðu í kjölfar sprengingar sem varð í Gullnu moskunni, einum mesta helgidómi sjíamúslima, á miðvikudag. Að sögn myndatöku- manns sem slapp var fólkið um það bil að halda heim á leið þegar tveir vopnaðir menn réðust að þeim og æptu: „Við viljum fréttaritarann“. Svo rændu þeir fólkinu og óku burt. „Við hættum aldrei að ítreka það að fréttamenn eru hlutlausir og ómissandi áhorfendur,“ sagði í yfir- lýsingu sem samtökin Fréttamenn án landamæra sendu frá sér í gær í tilefni morðanna. Alls hafa 82 fréttamenn verið myrtir síðan átök- in í Írak hófust í mars 2003, sam- kvæmt tölum samtakanna. - smk Forseti Íraks heimilar fréttamönnum að vopnast: Sjónvarpsfréttamenn myrtir SKEMMDIR Moskan sem sprengd var á miðvikudag. Fréttamennirnir voru að flytja fréttir af óeirðunum sem urðu í kjölfar sprengingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Vígamenn skutu 47 óbreytta borgara til bana og skildu lík þeirra eftir í skurði nærri Bagdad í gær, er átök ólíkra trúarhópa mögnuðust enn í kjöl- far sprengjutilræðis í einum mesta helgidómi sjía á miðviku- dag. Súnníar aflýstu þátttöku í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti 111 manns hafa týnt lífi í átökunum sem fylgt hafa í kjölfar sprengingarinnar í Askariya-moskunni, sem oft er kölluð Gullna moskan, í Samarra á miðvikudag. Þar á meðal eru þrír fréttamenn Al-Arabiya-sjón- varpsstöðvarinnar. Margir Írak- ar líta svo á að stöðin dragi taum Bandaríkjamanna í fréttaflutn- ingi sínum. Samtök súnníklerka sögðu 168 súnnímoskur hafa orðið fyrir árásum, tíu bænaformenn hefðu verið drepnir og fimmtán rænt frá því sprengingin varð á mið- vikudag. Talsmenn innanríkis- ráðuneytisins sögðust einvörð- ungu geta staðfest upplýsingar um það sem gengið hefði á í Bag- dad; ráðist hefði verið á nítján moskur í borginni, einn klerkur verið drepinn og annar numinn á brott. Átök trúarhópanna ógna nú áformum um myndun nýrrar rík- isstjórnar með þátttöku allra helstu fylkinga Íraka, þar með talinna súnnía, en herskáustu uppreisnarmennirnir koma flest- ir úr þeirra röðum. Jalal Talabani, forseti Íraks sem sjálfur er Kúrdi, stefndi stjórnmálaleiðtogum allra fylk- inga á sinn fund í gær en stærsti flokkur súnnía á hinu nýkjörna Íraksþingi neitaði að senda full- trúa á fundinn með beinni vísun til árásanna á moskur súnnía. Þeir stjórnmálaleiðtogar sem á fundinn mættu voru sammála um að besta leiðin til að bregðast við átökunum væri að mynda þjóðstjórn allra fylkinga. Hlut- verk hennar yrði fyrst og fremst „að koma lagi á öryggismál þjóð- arinnar og berjast gegn hryðju- verkum,“ að því er Talabani tjáði fréttamönnum eftir fundinn. „Ef eldur innri átaka breiðist út mun það skaða alla,“ sagði Talabani. Til að reyna að afstýra því að eiginlegt borgarastríð brjótist út framlengdi ríkisstjórnin útgöngu- bann í Bagdad og Saleheddin-hér- aði um tvo daga. Allt tiltækt lið hers og lögreglu var sett í við- bragðsstöðu. audunn@frettabladid.is Átök trúarhópa í Írak magnast enn Í kjölfar sprengjutilræðis í einum mesta helgidómi sjíamúslima á miðvikudag hafa blóðug átök trúarhópa breiðst út um landið. Stærsta stjórnmálahreyfing súnnía afboðaði þátttöku í viðræðum um myndun þjóðstjórnar. REIÐI Sjíamúslimar gefa reiði sinni lausan tauminn á mótmælafundi í Bagdad í gær. Æfir sjíamúslimar hafa efnt til ótal hefndarárása gegn moskum súnnía vegna sprengjutilræðis í helgidómi sjía í Samarra á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKOÐANAKÖNNUN Borgarbúar vilja frekar Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra eftir kosningar en Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samfylking- una. Af allt úrtakið er skoðað vildu tæp 43 prósent Dag en tæplega 40 prósent Vilhjálm. Af þeim sem taka afstöðu studdu tæp 52 pró- sent Dag í borgarstjórastólinn en rúm 48 prósent Vilhjálm. Skoðanakönnunin var gerð 14.- 19. febrúar og var úrtakið 800 borgarbúar á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfallið var 71,4 prósent. - ghs Borgarstjórastóllinn: Fleiri vilja Dag en Vilhjálm Þ. Alvarlegt vinnuslys Maður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa fallið þrjá metra ofan af húsþaki í Garðabæ skömmu eftir hádegið í gær. Var maðurinn við vinnu þar en tildrög slyssins eru ókunn. Féll í götuna Karlmaður í Hafnarfirði slasaðist nokkuð við fall af bílpalli. Var hann fluttur á slysadeild en mun ekki vera alvarlega slasaður. Útafakstur í Hafnarfirði Maður missti stjórn á bifreið sinni í Flatahrauni í Hafnarfirði í gær með þeim afleið- ingum að hann ók útaf en keyrði utan í tvær kyrrstæðar bifreiðar í leiðinni. Tvennt var flutt á sjúkrahús en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Erill í Hafnarfirði Nóg var að gera hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur og þurfti lögregla að hafa afskipti af fimm minniháttar umferðaróhöppum að auki. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.