Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 20
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Af því tilefni bjóðum við flug til Evrópu á sérstöku tilboðsverði. FLUG 19.900 KR. Sölutímabil til 24. febrúar. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. A M ST ER D O N T IL A M ST ER D A M – H EI M F R Á L O N D O N Verjendur sakborninga lýstu í málflutningi Baugs- málsins í gær létti en um leið þungbærum 1.277 dögum sakborninga frá því húsleit og rannsókn var gerð í höfuðstöðvum Baugs í ágústlok 2002. Saksóknari sagðist telja gögn málsins benda til sektar allra sak- borninganna sex. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur saksóknari, tók sér liðlega þrjár klukkustundir til að flytja Baugs- málið í tvennu lagi. Annars vegar er Jóhannesi Jónssyni í Bónus og börnum hans Kristínu og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa rang- fært gögn og skotið sér undan réttum aðflutningsgjöldum við innflutning á fjórum bifreiðum frá Bandaríkjunum. Hins vegar er Jóni Ásgeiri, Tryggva Jónssyni fyrrverandi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Baugs og endur- skoðendunum Önnu Þórðardóttur og Stefáni Hilmari Hilmarsyni gefið að sök að hafa ekki bókfært eða gert rétta grein fyrir stórum lánum Baugs til stjórnenda félags- ins. Ekkert fordæmi Sigurður Tómas lýsti því yfir að lánveitingar til stjórnenda í skiln- ingi hlutafélagalaga skiptu ekki máli heldur væri krafist refsingar vegna brota á hegningarlögum með vísan til laga um bókhald og ársskýrslur. Hann taldi að endurskoðend- urnir hefðu brugðist skyldu sinni um að gera sérstaka grein í árs- skýrslum fyrir lánunum, sér í lagi til Jóns Ásgeirs, ellegar árita árs- skýrslur Baugs með fyrirvara. Hann rökstuddi fyrst og fremst aðild Jóns Ásgeirs að meintum brotum og að í lagalegum skiln- ingi hefði verið um lán að ræða. Dulin lán hefðu í ársreikningi 1998 verið liðlega 200 milljónir en nærri tveir milljarðar fjórum árum síðar, án þess jafnvel að stjórnarmönnum í Baugi væri staðan kunnug. Gestur Jónsson, Jakob Möller og Þórunn Guðmundsdóttir, verj- endur sakborninganna fjögurra í þessum hluta málsins, mótmæltu þessu harðlega. Þau teldu að ákæruatriðin snerust ekki um ólögmæta athöfn heldur athafna- leysi sakborninga. Fullyrt var að aldrei hefði fyrr verið ákært, hvað þá sakfellt, fyrir afbrot af þessum toga í réttarsögunni. Enginn hefði orðið fyrir tjóni, ársskýrslur hefðu gefið glögga mynd af stöðu og fjárhag Baugs og Jón Ásgeir hefði fremur átt inni hjá félaginu en öfugt. Lítilræði sem út af gæti staðið væri óverulegt í skilningi laga og góðrar reikningsskila- venju. Þau véfengdu auk þess skilning saksóknara á lánveiting- um og báru fyrir sig sérfræðiálit frá PricewaterhouseCoopers. Tortryggilegt reikningshald Sigurður Tómas Magnússon sak- sóknari lét þau orð falla í mál- flutningi um meint tollsvik og rangfærslu skjala að Ivan Motta, bílasali frá Flórída og vitni í mál- inu, hefði komið fyrir sem gegn bílasali og bókhald bandarískra bílasala mundi sóma sér vel í bók- haldi Baugs. Varðandi innfluting Jóhannesar og barna hans á fjór- um bifreiðum á árunum 1998 til 2000 taldi Sigurður að vitni hefðu gefið trúverðugar skýringar og þrátt fyrir fáeina ágalla í mál- gögnum og rannsókn benti margt til sektar. Bílarnir hefðu allir verið fluttir einn með svipuðum hætti, reikningar verið sendir á svipuð- um tíma og greiðslur borist með líku sniði. Tilvikin væru samhang- andi og styddu hvert annað. Verjendur töldu að vitnisburð- ur Ivans Motta væri málinu óvið- komandi og skipti engu máli. Lögreglurannsókn gagnrýnd Kristín Edwald, verjandi Kristín- ar Jóhannesdóttur, og Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, gerðu harða hríð að málflutningi saksóknara. Þau töldu að sakborningar væru beitt- ir meiri hörku en gert væri í hlið- stæðum málum. Reikningar Jóns Geralds Sullenberger væru ótrú- verðugir og sú skylda hvíldi á ákæruvaldinu að sanna sektina með haldbærum gögnum. Fram- burður Jóns Geralds væri óstöð- ugur og ósamkvæmur. Áreiðan- leiki tölvureikninga hefði ekki verið kannaður. Dæmi væri um reikning frá Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds, í fleiri en einni gerð með sama númerinu og afar ótrú- verðugt væri að það tíðkaðist í bandarísku bókhaldi að gefa út opna málamyndareikninga. Þau gagnrýndu harðlega að Jón Ger- ald hefði í lögreglurannsókninni útvegað gögn frá Bandaríkjunum og hlutast til um að útvega ákæru- valdinu vitni. Bent var á misræmi í vitnis- burði Motta og Sullenbergers. Motta hefði borið að Sullenberger hefði séð gögn frá bílasölu sinni í fyrsta sinn fyrir fáeinum dögum. Sullenberger hefði hins vegar borið fyrir rétti að hann hefði heimsótt Motta á Flórída og skoð- að gögnin löngu fyrr. Verjendur kröfðust sýknu í bílamálinu. Ekkert benti til þess að sakborningar hefðu viljað spara sér aðflutningsgjöld. Ótækt væri að styðjast við framburð Sullen- bergers eins, sem hótað hefði Jóni Ásgeiri lífláti. Ekkert þeirra hefði gefið fyrirmæli um að falsa reikn- inga og ásetning vantaði. Baugsmálið dómtekið að loknum málflutningi SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SAKSÓKN- ARI OG KRISTÍN EDWALD, EINN VERJENDA VERJENDUR Í BAUGSMÁLINU Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í GÆR Verjendur gagnrýndu lögreglurannsókn í Baugsmállinu undanfarin þrjú og hálft ár og taldist þeim til að á þeim tíma hefði vel á annað ár farið forgörðum án þess að eiginleg rannsókn væri í gangi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGS M Á L I Ð FRÉTTASKÝRING JOHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.