Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 62
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 orðagjálfur 6 rykkorn 8 fiskur 9 segi upp 11 þurrka út 12 helgimyndir 14 langur og mjór maður 16 tveir eins 17 forskeyti 18 drulla 20 íþróttafélag 21 gefa frá sér reiði- hljóð. LÓÐRÉTT 1 kvenklæðnaður 3 sam- þykki 4 dagatal 5 rá 7 starfræksla 10 bergtegund 13 lík 15 sjá eftir 16 efni 19 tveir eins. LAUSN Samíska söngkonan Marit Hætta Överli heldur tónleika í Íslensku óperunni á laugardaginn í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík. Henni til halds og trausts verður valinkunnur hópur íslenskra tón- listarmanna; Steindór Andersen, Sigtryggur Baldursson, Tómas Tómasson, Guðmundur Pétursson, Hilmar Örn og þeir Bjarni og Bjössi úr rokksveitinni Mínus. Einnig mun samíski gítarleikarinn Anders Buljo spila undir. Marit kom hingað til lands á laugardaginn og er þetta í annað sinn sem hún heldur tónleika hér. „Ég er mjög ánægð að vera hér og gera eitthvað nýtt og syngja með íslenskum tónlistarmönnum. Þetta verður mjög gaman og vonandi gaman fyrir fólkið sem kemur að hlusta,“ segir hin glaðlega Marit Hætta. Marit er frá bænum Alta í norð- urhluta Noregs og er ein af um fjörutíu þúsund Sömum sem búa þar í landi. Hún er einn fremsti joikari Sama í dag og hefur ferðast töluvert undanfarin ár til að kynna fyrir fólki þennan þjóðlega og áhugaverða söng, sem svipar nokk- uð til jóðls. Hefur hún ferðast um Evrópu, Kanada og Bandaríkin og fengið mjög góðar viðtökur. „Ég hef sungið í 32 ár, byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir Marit. „Ég byrjaði ekki í þessari þjóðlegu tónlist, joik, fyrr en fyrir sextán árum. Fyrir þann tíma vissi ég ekki mikið um joik og skildi ekki þennan söng. Það var ekki fyrr en ég eign- aðist son minn sem ég fann kraft- inn í joik. Ég get ekki útskýrt hve hamingjusöm ég var þegar hann fæddist og þá byrjaði ég að joika. Nú reyni ég að kynna uppruna minn og menningu fyrir öllum heiminum og kenna honum joik í leiðinni,“ segir hún. Aðspurð segir Marit að joik sé tilfinning sem ekki sé hægt að útskýra í orðum. „Joik er ekki um þig, það ert þú. Þegar ég joika fyrir vinkonu mína er ég að syngja um hvernig mér líður gagnvart henni.“ Þó að ekki syngi allir Samar joik segir Marit að það sé smátt og smátt að breytast. „Það er sífellt að aukast að ungt fólk taki þátt í þessu. Þegar ég fór í skóla lærði ég ekki að joika en núna eru börn farin að læra það í skólanum,“ segir hún. Marit kom hingað síðast fyrir tveimur árum og hélt tónleika ein- sömul. Líkaði henni svo vel við land og þjóð að hún vildi ólm koma hing- að aftur. „Ég sagðist vilja koma aftur því mér líkaði vel við fólkið og náttúruna. Fólkið hérna er mjög opið og vingjarnlegt.“ Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 21.00 og er miða- verð 1.000 krónur. freyr@frettabladid.is SAMÍSK SÖNGKONA Á VETRARHÁTÍÐ: TÓNLEIKAR Á LAUGARDAGINN Marit Hætta fann kraftinn í joik MARIT HÆTTA Samíska söngkonan heldur tónleika í Íslensku óperunni á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Cinemaxx 2 Carla del Ponte 3 3-1 fyrir Barcelona Morgunmatur: Heilsuæðið nær nýjum hæðum þegar þú byrjar að „djúsa“ á morgnana. Keyptu þér alvöru safapressu og pressaðu gulrætur, rauðrófur, sellerí og epli. Dagurinn verður fisléttur og framandi. Hreyfingin: Fáðu hund nágrannans lánaðan og hlauptu með hann um hverfið í góða veðrinu. Þetta lítur sérlega vel út en er líka flott hreyfing í leiðinni. Afþreyingin: Farðu á bókamarkaðinn í Perlunni og gerðu góð kaup. Vertu svo inni það sem eftir lifir dags og lestu skemmti- legu bækurnar sem þú keyptir þér. Á meðan getur þú japlað á ekta suðusúkku- laði en það er svo hollt og gott og stútfullt af andoxunarefnum. Skemmtunin: Vetrarhátíðin er í fullum gangi í Reykjavík. Reimaðu á þig listrænu spariskóna og upplifðu vetrarmenningu í borginni eins og hún gerist best. Maturinn: Það er matarhátíð í Reykjavík. Farðu út að borða og prófaðu eitthvað nýtt. Drykkurinn: Skálaðu í kampavíni yfir hádegisverði á Hótel Holti. Það framkallar erlenda stemningu í bænum. Mundu bara að taka leigubíl heim ef þú býrð fyrir utan miðbæinn. Bókin: Biblía fallega fólksins eftir Egil Gillzen- egger er alger snilld fyrir þá sem þurfa að poppa sig svolítið upp fyrir vorið. Helgin okkar... HRÓSIÐ ...fær Egill Gillzenegger fyrir að skrifa bók á þremur vikum en í vikunni kom út bókin Biblía fallega fólksins. Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík mun Borgarskjalasafn bjóða fólki að forvitnast um fyrri íbúa húss síns. Fólk er hvatt til að nefna þrjú ár sem það hefur áhuga á og senda safninu ásamt húsheiti, nafni, símanúmeri og netfangi og haft verður samband við það. „Þetta er nokkuð sem fólki stendur alltaf til boða. Við ákváðum að vekja athygli á þessari þjónustu því fólk hefur mikinn áhuga á að fræðast um sögu hússins síns, til dæmis hvenær það var byggt, hver byggði það og hver bjó þar áður,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Bætir hún því við að stundum hafi fólk leitað upplýsinga um það hver hafi búið í húsinu áður en það hafi ákveðið að kaupa það. „Þetta er ekki bara til að hnýs- ast heldur líka gott að vita,“ segir Svanhildur. „Ég get tekið sem dæmi íbúð sem ég sjálf bjó í en mér fannst mjög gaman að hitta manneskju sem hafði búið þar áður. Þar hafði verið fjölskylda með fimm börn og mér fannst sjálfri þröngt með tvö börn. Það voru fjögur börn í einu barnaher- bergi og fimmta barnið var hjá for- eldrunum. Afi og amma bjuggu líka í pínulitlu húsi við Lindargötu og þá bjuggu tíu í húsinu. Seinna meir bjuggu tveir til fjórir í því og það myndi aldrei hvarfla að fólki í dag að þar hefðu búið tíu manns,“ segir hún. - fb Ekki bara verið að hnýsast LÁRÉTT: 2 fjas, 6 ar, 8 áll, 9 rek, 11 má, 12 íkona, 14 sláni, 16 tt, 17 rað, 18 aur, 20 kr, 21 urra. LÓÐRÉTT: 1 sarí, 3 já, 4 almanak, 5 slá, 7 rekstur, 10 kol, 13 nár, 15 iðra, 16 tau, 19 rr. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SVANHILDUR BOGADÓTTIR Svanhildur hvetur fólk til að forvitnast um fortíð húsanna sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hefur sé› DV í dag? flú EN HELDUR ÁFRAM Í EUROVISION ENGILBERT RUNÓLFSSON ATHAFNAMAÐUR Selur hús sín í miðbænum fyrir milljarða 2x10 retta 23.2.2006 20:29 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.