Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 22
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR22 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Íbúafjöldi 1930: 104 Íbúafjöldi 1950: 130 Íbúafjöldi 1960: Tæplega 100 Íbúafjöldi 1999: 63 Íbúafjöldi 2006: 50 til 60 Sveitarfélag: Arnarneshreppur Sveitarstjóri: Hjördís Sigursteinsdóttir Einu atvinnufyrirtækin: Fiskeldi Eyjafjarðar Samherji Skólar: Engir Verslanir: Engar Vegalengd frá Reykjavík (ef farið er um Hvalfjarðargöng): 386 kílómetrar Hjalteyri Regnþrútnir og reiðilegir skýjabólstrar voka yfir Eyjafirði í suðri en heldur bjartara er yfir að líta út með firði. Utan við Hjalt- eyri glittir á stöku stað í himinblámann en far er á skýjunum. Það er Péturs- messa að vetri en hlýr og freklegur sunnanvindurinn blæs framan í Kristján J. Kristjánsson þegar hann stígur út úr bíl sínum á Bakkaásnum og virðir fyrir sér Hjalteyrina og byggðina í Brekkunni. Hjalteyri er þríhyrningslaga eyri við vestanverðan Eyjafjörð og líkt og Seltjarnarnesið hans Þórbergs er Hjalteyrin lítil, lág og fámenn. Eyrin tilheyrir Arnarneshreppi og er miðja vegu á milli Akureyrar og Dalvíkur. Smávaxnar skógarplöntur umlykja húsin í Brekkunni og bær- ast í gustinum. Fátt minnir á veturinn þennan fjórða dag Góu annað en snædrefjar á stöku stað. Ekki er sálu að sjá á ferli og angur- vært vindgnauðið æpir í þögninni sem umlykur byggðina. Þurrkhjall- ar speglast í kyrri Hjalteyrartjörn en vindstrokurnar ýfa bárurnar á firðinum þó ekki sjáist í hvítt. Milljónagata og Krónugata Gömlu húsin á Eyrinni eru flest hver notuð sem sumarhús en íbúa- byggðin er í Brekkunni ofan Hjalt- eyrar. Þar eru aðeins tvær götur og af Hjalteyringum ávallt nefnd- ar efri og neðri gata. Húsin í Brekkunni eru byggð á fimmta áratug síðustu aldar og þá voru göturnar kallaðar Milljónagata og Krónugata. Nöfnin endurspegluðu efnahag íbúanna en þorri þeirra sem voru í betur launuðum störf- um bjuggu við neðri götuna en þeir hinir efnaminni við Krónu- götu; efri götuna. Einu lifandi verurnar sem sjá- anlegar eru halda sig í húsagarði við Krónugötu; dökkleitur og tígu- legur hundur af þýskum uppruna og annar brúngulur með hringað skott. Sá íslenski rekur upp gelt þegar komumaður ekur hjá en sá dökki er með hundshaus og þegir. Neðst á Hjalteyrartanga er stórt og hrörlegt mannvirki sem endurnýjað hefur verið að hluta. Þetta eru minjar um uppgangs- tíma á Hjalteyri en árið 1937 reisti Kveldúlfur hf. þar stærstu síldar- verksmiðu í Evrópu. Í endurnýj- aða hlutanaum eru nú einu atvinnu- fyrirtækin sem starfrækt eru á Hjalteyri allt árið; lúðueldi á vegum Fiskeldis Eyjafjarðar og skreiðarverkun á vegum Sam- herja. Engin verslun Ég hafði mælt mér mót við Jón Þór Benediktsson, starfsmann Fiskeldis Eyjafjarðar, en hann er barnfæddur Hjalteyringur; sjálf- menntaður sagnfræðingur og manna fróðastur um sögu staðar- ins. Hann segir verslun á eyrinni hafa lagst af í árslok 1994 og Hjalt- eyringar versli nú á Akureyri. Árið 1901 bjuggu 47 manns á Hjalteyri en flestir urðu íbúarnir 130 um miðja síðustu öld. Eftir það fór fólki að fækka og Jón Þór segir að um 1980 hafi margir flutt á brott. „Sum húsanna stóðu þá auð allan ársins hring og deyfð og vonleysi setti mark sitt á mannlíf- ið. Undanfarin ár hefur heldur lifnað yfir staðnum og nú eru öll húsin nýtt.“ Soðningin sótt í fjörðinn Útgerð var öflug atvinnugrein á Hjalteyri á síðustu öld og Jón Þór segir fengsæl mið skammt frá eyrinni. „Á þessari litlu eyri voru um tíu bryggjur á tímabili. Síðasti útgerðarmaðurinn á Hjalteyri féll frá skömmu fyrir jól en Hjalteyr- ingar nýta nú báta sína einungis til að sækja soðninguna í fjörðinn.“ Jón Þór segir mannlíf á Hjalt- eyri taka stakkaskiptum með hækkandi sól. „Á sumrin koma sumarhúsaeigendurnir og þá er hér oft mikið fjör. Pöbbinn okkar, Kaffi Lísa, er opinn á sumrin en þegar hausta tekur fækkar í pláss- inu og fyrst á eftir finnur maður fyrir einmanaleika. Þeir sem búa hér árið um kring kunna þó vel við fámennið. Þetta er fólk sem kýs kyrrðina og frelsið en getur um leið notið alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Því kvíði ég ekki framtíð byggðarlagsins því þeim fer fjölgandi sem kjósa að búa í nágrannasveitarfélögum Akureyrar,“ segir Jón Þór. HJALTEYRI Líkt og Seltjarnarnesið hans Þórbergs er Hjalteyrin lítil, lág og fámenn en Hjalteyrartjörn nær yfir bróðurpart eyrarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SEILAÐ AF LÍFS OG SÁLAR KRÖFTUM Í starfsstöð Samherja á Hjalteyri eru tíu til fimmtán ársverk og hafði starfsfólkið ekki yfir neinu að kvarta öðru en því að Fréttablaðinu væri ekki dreift í húsin í plássinu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK JÓN ÞÓR BENEDIKTSSON Framtíð Hjalteyrar felst ekki síst í því að mati Jóns Þórs að sífellt fleiri kjósa að búa í kyrrðinni og frels- inu í nágrannasveitarfélögum Akureyrar en sækja þangað þjónustu og afþreyingu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Þar sem þögnin býr Annar tveggja vinnustaða á Hjalteyri sem starfræktir eru árið um kring er Fiskeldi Eyja- fjarðar. Félagið var stofnað 28. maí 1987 og voru stofnendur þrjátíu talsins; sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Stærstu eigendur félagsins í dag eru Hafrannsóknastofnunin, Samherji og ÚA og starfsmenn þess á Hjalt- eyri eru átta talsins. Markmiðið með stofnun Fiskeldis Eyjafjarðar var að þróa aðferðir til fjöldaframleiðslu á seiðum og verður það með fyrstu fyrirtækjum í heiminum til að markaðssetja eldislúðu. Arnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir markmiðin hafa náðst og und- anfarin átta ár hafi félagið verið í fararbroddi í seiðaframleiðslu í heiminum. Fljótlega eftir að Fiskeldi Eyjafjarðar var stofn- að keypti félagið gömlu síldarverksmiðjuna sem reist var á Hjalteyri árið 1937, en á þeim tíma var hún stærsta verskmiðja sinnar tegundar í Evrópu. Miklar endurbætur voru gerðar á verk- smiðjubyggingunni, sem nú hýsir seiðaeldisstöð félagsins. Fyrstu seiðin hjá Fiskeldi Eyjafjarðar voru framleidd árið 1990 og var félagið með þeim fyrstu í heiminum til að framleiða lúðuseiði í eldisstöð. „Vissulega hafa skipst á skin og skúrir í rekstrin- um. Síðasta ár var erfitt vegna óvæntra umhverf- isþátta en við höfum lært af þeirri reynslu og horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir Arnar. Hann segir seiðaeldisstöð félagsins vel í sveit setta á Hjalteyri og þar verði hún um ókomin ár. „Skilyrði til lúðueldis eru ákjósanleg á Hjalteyri og eini gallinn er fjarlægðin frá mörkuðum erlendis. Fámenni staðarins hefur líka sína kosti og ef við verðum uppiskroppa með kaffi eða annað því um líkt leitum við bara til nágrann- anna,“ segir Arnar. ATVINNUREKANDINN: ARNAR FREYR JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FISKELDIS EYJAFJARÐAR Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.