Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 18
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Ef gengi krónunnar lækkar er borðleggjandi að verð- bólguskot kemur og það rýrir kaupmátt. Íslendingar hafa búið við meiri kaup- mátt hvað snertir viðskipti erlendis en þjóðin getur með góðu móti staðið undir og hefur því keypt fyrir meira en hún hefur aflað. „Sú veisla getur ekki staðið endalaust. Við verðum að ná jafnvægi í utanríkisvið- skiptum fyrr eða síðar,“ segir dósent við Háskóla Íslands. Taugatitringur hefur verið á mörk- uðum undanfarna daga og erfitt að spá um það hvernig þróunin verður. Óhjákvæmilegt þykir að gengið veikist enn frekar og vísitala krón- unnar fari úr 111,5 við lokun í gær í 125 eða 130. Hvort, hvenær og hvernig það gerist þora fæstir um að spá en flestir óska sér þess að það verði með sem sársaukaminnst- um hætti. „Það er ekki gott að þetta gerist hratt,“ segir Hörður Arnarson, for- stjóri Marels, og telur æskilegast að veiking krónunnar eigi sér stað á tveimur til þremur mánuðum. „Það er mjög slæmt fyrir alla að það myndist ójafnvægi og sá möguleiki er alltaf fyrir hendi þegar gengið hefur verið of sterkt og viðskipta- hallinn svo mikill. Þess vegna er mikilvægt að þessi þróun hefjist sem fyrst. Ef hún hefst seinna eykst möguleikinn á því að þetta gerist snögglega.“ Hörður segir mikilvægt að vext- ir lækki og að þannig umhverfi skapist að stýrivextir Seðlabankans geti lækkað. Opinberir aðilar geti gert mikið til að draga úr fram- kvæmdum og væntingum um þær. Mikilvægt sé að stjórnvöld hagi gerðum sínum og ákvörðunum þannig að framleiðsluspenna og verðbólguvæntingar fari innan vik- marka Seðlabankans og hann sjái sér fært að lækka vexti. Á endanum brotlending? „Ef það gerist ekki er hætta á því að krónan haldist sterk í langan tíma og þá verður á endanum brotlend- ing. Það er alveg ljóst. Hættan vex eftir því sem krónan helst lengur svona sterk,“ segir Hörður. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir að talsverð- ur taugatitringur hafi verið á mörk- uðum síðustu daga og vill engu spá um það hvert framhaldið verði. Markaðurinn hafi verið á mjög háu flugi síðustu misseri og það geti ekki staðist til lengdar, sérstaklega sé horft til gengis krónunnar sem sé orðið ansi hátt og hafi farið hækk- andi meira eða minna í fimm ár. „Það er ein af skýringum þess hvað viðskiptahallinn er mikill og honum fylgir óhjákvæmilega skuldasöfnun í útlöndum. Við bæt- ist að fjármagn hefur flætt inn í landið. Menn hafa notað það til fjár- festinga innanlands og utan og þá verður staðan ansi viðkvæm. Það er því ekki skrítið að matsfyrirtæki komi með ábendingu enda hafa aðrir bent á það áður. Þó að ekkert nýtt sé í ábendingu matsfyrirtækis- ins er samt eins og menn hafi hrokk- ið við,“ segir hann. Gylfi bendir á að lækkunin síð- ustu daga hafi verið mun minni en hækkunin á hlutabréfaverði frá áramótum. „Þessi lækkun kemur í kjölfarið á ótrúlegri hækkun hluta- bréfa. Það þarf að lækka ansi mikið til að þeir sem geta setið af sér smá titring nái ekki ágætum árangri til lengri tíma litið.“ Allir sýsla með pappíra Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, segir að væntingar hafi verið und- anfarið ár um að draga færi úr útlánaþenslu bankanna og fjárfest- ingaþenslu byggðri á skuldsetningu en það hafi ekki gerst. Þvert á móti hafi bankarnir kynnt enn frekari áform um útþenslu. „Bönkunum hefur fjölgað því það er búið að breyta mörgum fyr- irtækjum í fjárfestingarbanka. Flugfélög eru fjárfestingarfélög, olíufélög og tryggingafélög eru eignarhaldsfélög. Öll félög stefna að því að sýsla með pappíra milli borða en ekki vera í eiginlegri atvinnustarfsemi,“ segir hann. „Hlutfall skammtímaeigna á móti skammtímaskuldum er mjög óhagstætt og lágt. Íslenska banka- kerfið er mjög næmt fyrir því ef erlendir fjármálamarkaðir draga lappirnar í kaupum á skuldabréf- um,“ segir Gylfi og rifjar upp fjár- málakreppuna í Suðaustur-Asíu. „Þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs en slæma stöðu einkaaðila vegna skuldsetningar bar hana upp á fjör- ur ríkissjóðs,“ segir Gylfi. „Í mati Fitch finnst mér liggja sú spurning hvort krónan muni standa þennan vanda af sér ef stjórnvöld ætla ekki að bregðast við þenslunni með ein- hverjum aðhaldsaðgerðum. Þeir óttast brotlendingu ef ekki verður dregið úr þenslunni.“ Gæta sín á Íslandi Gylfi segir að áhrif atburðanna síðustu daga verði að skoða við endurskoðun samninga í haust. „Efnahagsstefna sem gengur út á það að falsa verðbólguna með styrk- leika krónunnar er tímabundið ástand. Verðbólgan hefur að vísu verið um og yfir fjögur prósent undanfarið ár og það hefur ekki einu sinni tekist að halda henni undir vikmörkum Seðlabankans. Þessi tegund efnahagsstefnu þýðir ekki annað en frestun á vandanum. Á einhverjum tímapunkti bresta forsendur ofursterkrar krónu og í kjölfarið kemur verðbólgugusa. Það er það sem við óttumst.“ Hann gagnrýnir fjármálaráð- herra fyrir að segjast ekkert geta gert. Viðbrögð við slíkum yfirlýs- ingum á alþjóða fjármálamörkuð- um verði: „Við skulum gæta okkar á þessu landi,“ segir hann. „Stjórn- völd hljóta að þurfa að axla þessa ábyrgð með meiri greiningu og alvöru en svo að segja að bíllinn sé stilltur á sjálfstýringu.“ Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að gengi krón- unnar hafi verið mun hærra en fái staðist til lengdar. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni hafi átt erf- itt uppdráttar. „Þannig viljum við ekki hafa það enda dregur þetta háa gengi úr vaxtarmöguleikum og vel- ferð þjóðarinnar til lengri tíma litið. Því er óhjákvæmilegt að gengi krónunnar lækki,“ segir hann. Hannes segir æskilegt að gengið liggi kringum 130 og telur það sam- rýmanlegt jafnvægi í utanríkisvið- skiptum og eðlilegum rekstrarskil- yrðum og starfsskilyrðum fyrir tækja í alþjóðlegri samkeppni. Hann telur ekki ástæðu til að tala um hrun þegar rætt sé um atburði síðustu daga. Hann vill frekar tala um lagfæringu. �������������� ���������� Nítján ára piltur sem grunaður er um tilraun til manndráps með sveðju í Garðabæ hefur verið í gæsluvarðhaldi frá októberbyrjun. Ströng lagaskilyrði eru um beitingu gæslu- varðhalds þar sem það felur í sér mikla skerðingu á persónufrelsi. Markmiðið með varðhaldinu er annars vegar að koma í veg fyrir að sakborningur torveldi rannsókn máls og hins vegar að taka viðkomandi úr umferð, þyki það nauðsynlegt vegna öryggis- eða almannahagsmuna. Af síðari ástæðunni er pilturinn í varðhaldinu. Hvenær má dæma í gæsluvarðhald? Dómstóll getur úrskurðað um gæsluvarð- hald liggi fyrir rökstuddur grunur um að sá hafi framið verknað sem hann dæmist í fangelsi fyrir. Hann getur einnig úrskurð- að í gæsluvarðhald liggi ákveðin skilyrði fyrir, til dæmis sé talið að sakborningur torveldi rannsókn málsins með því til dæmis að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka. Einnig á það við ef talið er að hann ætli úr landi, í felur eða að koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar eða ætla má að hann haldi áfram brotum á meðan mál hans er í rannsókn. Í gæsluvarðhald má einnig dæma til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Einnig má úrskurða mann í gæsluvarðhald ef sterkur grunur er um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi. Hvenær er sakborningur laus? Sakborningur á að vera laus þegar ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Gæsluvarðhald verður ekki framlengt nema til komi nýr dómsúrskurður eða að dómur hafi verið kveðinn upp í málinu. Er gæsluvarðhald fangelsisdómur? Gæsluvarðhald telst ekki fangelsisrefsing enda úrskurðað áður en viðkomandi hefur verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Gæsluvarðhaldsvist kemur alla jafna til frádráttar dæmdri refsingu sé aðili sakfelldur. Heimild: www.fangelsi.is FBL GREINING: GÆSLUVARÐHALD Persónufrelsið skert af ástæðu maí 2002 feb. 2006 129,62 106,96 GENGISVÍSITALAN Þróunin frá maí 2002 til febrúar 2006 > Orkunotkun á Íslandi 2004 eftir uppruna Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Verðbólguskot er borðleggjandi 23. nóv. 2004 21. feb. 2006 GENGI BANDARÍKJADALS Þróunin frá 23. nóvember 2004 fram til 21. febrúar 2006 66,61 66,30 61,19 31. des 2004 63,52 6. feb 2005 64,81 7. des 2005 58,45 31. des 2004 TÓLF MILLJÓNA LÁN MYNDI HÆKKA UM 360 ÞÚSUND Tíu prósenta gengisfelling kæmi fram í þriggja prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs sem dreifðist yfir sex til tólf mánaða tímabil. Þetta þýðir að lán upp á tólf milljónir yrði 360 þús- und krónum hærra en ella. Afborgun á láni yrði þremur prósentum hærri og ef afborgun væri fimmtíu þúsund krónur af þessu tólf milljóna króna láni í upphafi árs yrði afborgunin 1.500 krónum hærri í lok ársins en ella. Heimild: KB banki. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is GREIÐSLUBYRÐI HÚSNÆÐISLÁNA Miðað við að verðbólga hækki um fjögur prósent og breytist ekki eftir það. Afborgun í dag Hækkun á mánuði Hækkun á ári 5 milljóna húsnæðislán 25.186 1.007 12.084 10 milljóna húsnæðislán 50.372 2.014 24.168 15 milljóna húsnæðislán 75.558 3.021 36.252 20 milljóna húsnæðislán 100.744 4.028 48.336 25 milljóna húsnæðislán 125.930 5.035 60.420 Forsendur: Lán tekið hjá Íbúðalánasjóði í dag. Lánið er til 30 ára. Um grófan útreikning er að ræða. Íbúðalánasjóður veitir hvorki 20 né 25 milljóna króna lán. KRISTNIHÁTÍÐ Í NÍGERÍU Kona á trúarhátíð sem nýverið var haldin í Nígeríu, en kristin trú er í miklum uppgangi þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innflutt orka 28,3% Innlend orka 71,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.