Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 24. febrúar, 55. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.53 13.41 18.30 Akureyri 8.43 13.26 18.10 Mílanó er nú undirlögð af tísku- fólki úr öllum áttum. Tískuvikan er hafin og þeir sem vilja fylgjast með geta leitað sér upplýsinga á www.style.com eða www. vogue.co.uk. Kokkakeppni Food and Fun verður haldin klukkan 16 á morgun. Matreiðslumeistarar keppa í að framreiða þriggja rétta máltíð þar sem notast er við íslenskt hráefni. Öllum er velkomið að fylgjast með keppn- inni sem fer fram í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Bílar eru nú á risaútsölu hjá Nýju Bílahöllinni fram á sunnudag. Um er að ræða notaða bíla. Möguleiki er á 100 prósenta lánum og hægt að láta taka not- aðan bíl upp í annan notaðan bíl. Úrvalið má skoða á www. notadirbilar.is. ALLT HITT [MATUR TÍSKA TILBOÐ] Eitt af því sem nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur læra handtökin við er bollubakstur. Bolludagurinn er árviss sem betur fer og því er bollubakstur meðal þess sem gott er að kunna í lífinu. Þetta eru nemendur hússtjórnarskólans meðvitaðir um og þó að þeir séu lærlingar í fag- inu þá sést enginn viðvaningsbragur á þeim. Baksturinn er reyndar langt kominn þegar blaða- fólk af Fréttablaðinu ber að garði í hið virðulega skólahús við Sólvallagötuna. Verið er að móta síðustu þurrgersbollurnar á borði og það gerir Akurnesingurinn Hallbera Gísla- dóttir af sérstakri list þannig að þær verða sléttar og flottar. Bollurnar hennar eru ekki bara með þurrgeri heldur er lyftidufti bætt í deigið í hnoðun- inni. Það gerir þær léttari en ella. Vatnsdeigsbollurnar eru allar komnar úr ofninum og verið er að fylla þær með berja- sultu og rjóma. Reyndar vilja ekki allir nemend- urnir rjóma þannig að bara er höfð sulta á sumum bollunum. „Verður engin með rabarbarasultu?“ er spurt og þá er náð í nýja krukku í ísskápinn. Allt er haft sem heimilislegast og þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Benedikta G. Waage mat- reiðslukennari stjórnar aðgerð- um í eldhúsinu. „Við vorum að prófa hvort betra væri að baka vatnsdeigsbollurnar á blæstri eða ekki og þær lyftu sér ívið betur sem ekki voru á blæstri. Hún minnir nemendurna sem eru að fylla bollurnar á að þrýsta ekki ofan á þær, heldur tylla bara lokinu á og raða þeim hæfilega þétt á fatið. gun@frettabladid.is Kanntu bollu að baka – já það kann ég Nammi namm. Íris Tinna Margrétardóttir og Ragnheiður Rún Gísladóttir sjá um glassúrinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTRÁS Íslenskir tísku- hönnuðir létu til sín taka á tískuviku í Kaupmannahöfn. TÍSKA 4 HÚSGÖGN Í versluninni 1928 má gera góð kaup um þessar mundir. TILBOÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.