Fréttablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 44
24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Aðalheiður V. Steingrímsdóttir
Hjallahlíð 4, Mosfellsbæ,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 18. febrúar sl.
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn
25. febrúar kl. 13.00.
Steingrímur Bjarnason Jóhanna H. Guðmundsdóttir
Gunnlaugur I Bjarnason Ásta Guðjónsdóttir
Eyþór Már Bjarnason Katrín B. Baldvinsdóttir
Solveig Rut, Bjarni Marel, Harpa Karen, Ingimundur Bjarni,
Aðalheiður Valgerður og Hlynur Bergþór.
Elskuleg móðir okkar,
Kristbjörg Pétursdóttir
fv. Kennari, Holtagerði 84 Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 21. febrúar. Útför hennar verður gerð frá
Kópavogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórir Hjálmarsson.
SVEINBJÖRN EGILSSON (1791-1852)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Til sannrar þekkingar er gott
hjartalag nauðsynlegt.“
Sveinbjörn Egilsson var skáld og rektor
Lærða skólans í Reykjavík.
Á þessum degi árið 1946 var hinn
umdeildi fyrrum varaforseti Juan
Domingo Peron kosinn forseti
Argentínu.
Peron hafði verið leiðtogi
leynilegs hóps yfirmanna í her-
num sem gerði hallarbyltingu árið
1943. Árið 1945 var hann valinn
varaforseti og hermálaráðherra.
Hann innleiddi félagslegt kerfi,
kom til leiðar sjálfstæði háskóla,
endurvakningu stjórnmálaflokka
og sagði Þýskalandi stríð á hendur
sem gerði Argentínu kleift að
verða aðili að Sameinuðu þjóð-
unum.
Peron átti marga andstæðinga
sem boluðu honum frá völdum
og handtóku hann í október 1945.
Fylgismenn Perons efndu þá til
verkfalla auk þess sem ástkona
hans, Eva Duarte, barðist kröft-
uglega fyrir lausn hans. Hann var
látinn laus 17. október sem Peron-
istar halda enn hátíðlegan í dag.
Það kvöld hélt Peron þrumandi
ræðu af svölum forsetahallarinnar
þar sem hann lofaði sigri í næstu
kosningum. Fjórum dögum síðar
giftist Peron, sem var ekkill, ást-
konu sinni Evu sem betur er þekkt
undir gælunafni sínu Evita.
Peron var vinsæll framan af
en fór í æ meiri mæli að sýna
einræðistilburði. Hann fangelsaði
pólitíska andstæðinga og takmark-
aði tjáningarfrelsi. Evita lést árið
1952. Hún hafði verið hans helsti
stuðningsmaður auk þess sem
þjóðin elskaði hana. Eftir það fóru
vinsældir hans minnkandi. Þremur
árum síðar var hann hrakinn
frá völdum. Hann sneri aftur til
Argentínu árið 1973 eftir átján ár í
útlegð. Hann var enn á ný kosinn
forseti en lést ári síðar.
ÞETTA GERÐIST > 24. FEBRÚAR 1946
Juan Peron kosinn forseti
JUAN PERON
MERKISATBURÐIR
1630 Skálholtsstaður brennur til
kaldra kola.
1821 Mexíkó lýsir yfir sjálfstæði
frá Spáni.
1863 Forngripasafn Íslands er
stofnað. Því var síðar breytt
í Þjóðminjasafn Íslands.
1868 Bandaríski forsetinn Andr-
ew Johnson er kærður fyrir
embættisbrot.
1924 Líkneskið af Ingólfi Arnar-
syni á Arnarhóli í Reykjavik
er afhjúpað.
1981 Tilkynnt er um trúlofun
Karls Bretaprins og Díönu
Spencer.
1993 Flugskýli Flugleiða hf. á
Keflavíkurflugvelli er tekið
í notkun. Það var þá talið
stærsta hús í eigu Íslend-
inga.
„Þannig háttar nú til að elsti drengurinn
minn hringdi í mig rétt fyrir helgina og
tilkynnti mér að hann ætlaði að gifta sig
á afmælisdaginn minn,“ segir Engilbert
Jensen söngvari, sem er 65 ára í dag.
„Mér fannst ægilega fínt að hann skyldi
drífa sig í þetta,“ segir Engilbert ánægð-
ur með þessa afmælisgjöf. Hann hafði
sjálfur ekki ætlað að vera með veislu
enda ekki tilefni til þess á hálfum tug að
hans sögn.
Engilbert hefur á lífsleiðinni sungið í
hljómsveitum á borð við Hljóma og Ðe
lónlí blú bojs. Eftirminnileg er endur-
koma Hljóma fyrir nokkru en Engilbert
tók þátt í gerð nýrrar plötu en ákvað
síðan að leggja tónlistina algerlega á
hilluna. „Þetta var orðið gott, hljóm-
sveitin orðin slöpp og ég nennti þessu
ekki,“ segir Engilbert og býst við að tón-
listarferillinn sé nú á enda. „Nema
annað komi í ljós,“ bætir hann glettinn
við.
Engilbert er mikið náttúrubarn og
nýtur þess að anda að sér frísku sveita-
lofti. Hann hefur brennandi áhuga á
veiðiskap og hefur haft lengi. „Ég held
ég hafi verið fjögurra eða fimm ára
þegar ég fór til mömmu og bað um títu-
prjón til að búa til öngul,“ rifjar hann
upp en Engilbert ólst upp á Akureyri og
veiddi ófáa bleikjuna í Glerá á þennan
sama títuprjón.
Náttúrubarnið kom líka fljótt upp í
hinum unga Engilbert. „Þegar ég var lít-
ill var ég skríðandi um alla móa. Þetta
þótti mjög sérstakt því flestir finna sér
eitthvað annað en að skoða lífríkið,“
segir Engilbert og finnst krakkar í dag
hafa verið allt of lengi á malbikinu og
kunna ekki að meta sveitina. „Þau halda
að kjúklingur sé stimplaður út úr mask-
ínu í Nóatúnum,“ segir hann glettinn.
Veiðiskapurinn er Engilbert ekki
aðeins áhugamál. Nýlega kom í sölu
veiðistöng sem hann er höfundur að.
„Þetta er gömul hugmynd sem ég var
búinn að ganga lengi með,“ segir Engil-
bert, sem tók íslenskt veður og vinda
með í reikninginn við hönnun veiði-
stangarinnar. Hann er með aðra hug-
mynd í farvatninu en segir ferlið langt
auk þess sem finna þurfi peningamenn í
verkefnið.
Inntur eftir eftirminnilegri veiði-
sögu er hann fljótur til svars. „Ég fór
eitt sinn til Flórída og keyrði niður skag-
ann að eyjunum. Þar fann ég mér leið-
sögumann og skipper. Við sigldum
tuttugu mílur inn á Mexíkóflóa og fórum
á Tarpoon-veiðar. Þar fann ég einn á
yfirborðinu að gúlpa súrefni, ég kastaði
á hann og hann tók. Það var klukkutíma-
viðureign og hann var 54 kíló, jafn þung-
ur og yngsta dóttir mín,“ segir Engil-
bert og brosir að minningunni. Fiskurinn
hlaut hins vegar frelsi á ný eftir að
augnablikið hafði verið fest á filmu.
Engilbert stundar ekki einungis veiði
heldur tínir hann sveppi og ber. Berin
tínir hann mest upp í sig en sveppina
þurrkar hann og notar yfir veturinn.
Hann saknar þess ekki að vera í tónlist-
inni enda er það honum næg lífsfylling
að lifa og hrærast í náttúrunni. ■
ENGILBERT JENSEN SÖNGVARI OG NÁTTÚRUBARN: ER 65 ÁRA
Fer í brúðkaup sonarins
VEIÐIMAÐUR AF LÍFI OG SÁL Engilbert elskar að eyða deginum úti í náttúrunni og ekki er verra ef
veiðistöng er með í för. Hann er hættur að syngja og leiðist það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AFMÆLI
Felix Valsson læknir
er 51 árs.
Bolli Þór Bollason
ráðuneytisstjóri er
59 ára.
Gunnar Eyjólfsson
leikari er áttræður.
ANDLÁT
Olgeir Sigurgeirsson fyrrverandi
útgerðarmaður, Skálabrekku 5,
Húsavík, lést mánudaginn 20.
febrúar.
Óli Viktorsson (Ole Willesen)
garðyrkjumaður, Æsufelli 4,
Reykjavík, lést á líknardeild Landa-
kots mánudaginn 20. febrúar.
Björn M. Loftsson, Drápuhlíð 42,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 21.
febrúar.
Jón Kristinn Stefánsson bóndi,
Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit, lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri þriðjudaginn 21. febrúar.
Ómar Steindórsson, Ægissíðu 15,
Grenivík, lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri þriðjudaginn 21.
febrúar.
Arngrímur Vilhjálmsson frá Dala-
tanga, Blikabraut 11, Keflavík, lést
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 22. febrúar.
JARÐARFARIR
11.00 Hansína Þóra Gísladóttir,
Hringbraut 94, Keflavík,
verður jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju.
13.00 J. Guðrún Sveinsdóttir
(Bína), Réttarholtsvegi 87,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju.
13.00 Sigríður G. Johnson verður
jarðsungin frá Dómkirkj-
unni.
14.00 Sigríður Fanney Björns-
dóttir, dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju.
15.00 Garðar Sigjónsson, Hrafn-
istu í Hafnarfirði, áður til
heimilis á Höfn í Hornafirði,
verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju.
Listaverkið Áfangastaður
eftir Finn Arnar var afhjúp-
að við hátíðlega athöfn í and-
dyri nýja Samskipahússins í
vikunni. Verkið var unnið
sérstaklega fyrir félagið og
hafði listamaðurinn stað-
setningu verksins í huga.
Verkið er nýstárlegt, ljós-
gjafi undir blárri glerplötu
sem á birtist „áfangastaður“
í hvert sinn sem skip á
vegum Samskipa nær höfn,
hvort sem það er hér heima
eða erlendis. Hugmyndin
með verkinu er að gera bæði
starfsfólk og gesti Samskipa
meðvitaðri um umfang
félagsins.
Tæknilega getur lista-
verkið átt marga svokallaða
skugga þrátt fyrir að kjarni
þess sé í anddyri Samskipa-
hússins. Þegar hefur verið
komið fyrir skugga í matsal
starfsfólks í Samskipahús-
inu og stefnt er að því að
allar skrifstofur Samskipa
verði tengdar verkinu þegar
fram í sækir.
Ásbjörn Gíslason, for-
stjóri Samskipa, sagði við
afhjúpunina að verkið
myndi fylgja fyrirtækinu
langt inn í framtíðina enda
væri það góð tilfinning að
sjá að sjómenn Samskipa og
farmur væru komnir heilir í
höfn. ■
Á áfangastað í Samskipum
SKIP KEMUR Í HÖFN Finnur Arnar listamaður og Ásbjörn Gíslason, forstjóri
Samskipa, við listaverkið Áfangastað. Í hvert sinn sem skip Samskipa koma
heil í höfn lýsist orðið áfangastaður upp á listaverkinu.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
GEF MÉR MEIRA Gestur í Shanghai-
dýragarðinum í Kína gefur gullapa
kex. Apategundin fyrirfinnst ein-
ungis í Kína og er talin í útrýmingar-
hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1619 Charles Le Brun
listamaður.
1786 Wilhelm Grimm
ævintýrasafnari.
1836 Winslow
Homer listamaður.