Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 85
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR48 8. Ræða til stuðnings Palestínu (1978) Margir nota tækifærið og flagga pól- itískum skoðunum sínum þegar þeir taka á móti styttunni. Enginn hefur þó gengið jafnlangt og Vanessa Red- grave þegar hún var valin besta aukaleikkonan fyrir hlutverk sitt í Julia. Redgrave, sem er þekktur stuðningsmaður palestínsku frelsis- samtakanna PLO, hafði verið gagn- rýnd af samtökum gyðinga (JDL) fyrir aðild sína að heimildarmyndinni The Palestinians. Hún notaði tæki- færið og úthúðaði síonistum og þakk- aði Hollywood fyrir að láta ekki undan þrýstingi um að sýna ekki myndina. Þegar handritshöfundur- inn Paddy Chayef- sky steig á sviðið á eftir Redgrave skammaði hann hana. „Það hefði alveg nægt ef þú hefðir einfald- lega sagt „takk fyrir,“ sagði Chayefsky. 5. Roberto Benigni fer á kostum (1999) Annaðhvort heillaðist þú upp úr skónum af ítalska leikaran- um og leikstjóranum Roberto Benigni eða hann fór hrika- lega í taugarnar á þér þegar hann tók á móti Óskari frænda sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir myndina Life is Bea- utiful. Benigni klappaði fyrir sjálfum sér, klifraði yfir stóla og fólk áður en hann stökk á sviðið og blaðraði ein- tóma vitleysu. „Ég vildi að ég væri Júpíter og gæti rænt öllum og lagst síðan niður og elskast með þeim vegna þess að ég veit ekki hvernig ég get lýst... þetta er allt saman spurning um ást,“ sagði Benigni. Hvað var hann eigin- lega að segja? Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Frumsýnd 3. mars Sendu SMS skeytið JA PPF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru: Bíómiðar fyrir 2, DVD myndir, Tölvuleikir, Varningur tengdur myndinni, Myndavélar og margt fleira Fjölmörg skemmtileg og miður skemmtileg atvik hafa komið upp á Óskarsverðlaunahátíðinni í gegnum tíðina. Freyr Bjarnason leit yfir þau tíu eftirminnilegustu og hitaði um leið upp fyrir 78. Óskarsathöfnina í Kodak-leikhúsinu í Hollywood annað kvöld. EFTIRMINNILEGUSTU ATVIKIN 1. Allsber maður hleypur um sviðið (1974) Eftirminnilegasta atvik allra tíma er þegar allsberum hippa að nafni Robert Opal tókst að lauma sér fram hjá öryggisvörðunum og hlaupa þvert yfir sviðið með friðartáknið á lofti í þann mund sem breski kynnirinn David Niven ætlaði að kynna Elizabeth Tayl- or á svið. Niven, sem lék m.a. í Pink Panther- myndunum, brást við á einstakan hátt með því að gera grín að öllu saman. „Eina leiðin til að hann geti látið hlæja að sér er að klæða sig úr öllum fötunum og sýna það sem vant- ar upp á hjá honum,“ sagði Niven og glotti við tönn. Þykja viðbrögð hans sýna vel hvernig er hægt að takast á við vandræða- legar uppákomur og snúa þeim upp í and- hverfu sína. 2. Marlon Brando og indjánakonan (1973) Þegar Marlon Brando var kjör- inn besti leikarinn fyrir hlut- verk sitt í The Godfather afþakkaði hann verðlaunin og fékk konu klædda sem Apa- che-indjána til að tilkynna áhorfendunum ákvörðun sína. „Því miður getur Marlon Brando ekki tekið á móti þessum miklu verðlaunum vegna þess hve kvik- myndaiðnaðurinn kemur illa fram við indjána í Banda- ríkjunum,“ sagði hún. Sárafáir klöppuðu og flestir voru sem eitt stórt spurn- ingarmerki í framan. 3. Rob Lowe syngur (1989) Alan Carr, sem framleiddi m.a. myndina Grease, stóð einnig á bak við Óskarinn árið 1989. Frammistaða hans þótti ekki upp á marga fiska því hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á versta opnunaratriði allra tíma. Hátíðin hófst með fimmtán mínútna söngatriði með sjálfri Mjallhvíti í aðalhlutverki. Þegar leikarinn Rob Lowe mætti til leiks öllum að óvörum og söng með henni dúett náði atriðið nýjum lægðum. Eftir hátíðina var skömmin fullkomnuð þegar Walt Disney lögsótti Óskarsakademíuna fyrir að hafa notað Mjallhvítarbúninginn án leyfis en kæran var síðar dregin til baka. 4. Jack Palance gerir armbeygjur... með annarri (1992) Jack Palance fékk marga til að reka upp stór augu þegar hann tók á móti verðlaunum sem besti aukaleikari fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni City Slick- ers. Hann lét sér ekki nægja að segja einfaldlega „takk fyrir mig“ heldur lét sig falla á sviðið og gerði armbeyjur með ann- arri hendi, rétt eins og hann gerði í myndinni. Ekki slæmt af 72 ára gömlum manni. 6. Frank Capra fer fýluferð (1934) Kynnirinn Will Rogers steig eftir- minnilega feilnótu þegar hann til- kynnti sigurvegarann fyrir bestu kvikmyndina árið 1934. „Komdu upp á svið Frank og taktu við verð- launum!“ sagði hann og virtist ekki hafa áttað sig á því að tveir leikstjórar sem hétu Frank voru tilnefndir. Frank Capra, sem leik- stýrði Lady for a Day, hélt að hann fengi verðlaunin og gekk upp á svið skælbrosandi en komst þá að því að Frank Lloyd hafði unnið fyrir myndina Cavalcade. Sporin aftur í sætið voru þung fyrir Capra og sem betur fer var ekki byrjað að sýna Óskarinn í sjónvarpi á þessum tíma. 7. Orðaleikir Davids Letterman (1995) Þrátt fyrir að dyggir aðdáendur spjallþátta- stjórnandans Lettermans vilji meina að hann hafi staðið sig frábærlega sem kynnir á Óskarnum árið 1995 eru flestir sem telja frammistöðu hans þá verstu í sögunni. Eftirminnilegt er þegar hann kynnti Oprah Winfrey og Umu Thurman hvora fyrir ann- arri á meðan þær sátu úti í sal. „Uma....Oprah, Oprah....Uma,“ sagði Letterman og enginn skildi neitt í neinu, allra síst þær sjálfar. 9. Stríð Joan og Bette (1963) Joan Crawford varð víst bálreið þegar meðleik- kona hennar í Whatever Happended to Baby Jane?, Bette Davis, var tilnefnd sem besta leik- konan í aðalhlutverki. Crawford skrifaði hinum leik- konunum sem voru tilnefndar og bauðst til að taka við styttunni fyrir þeirra hönd ef þær kæmust ekki á hátíðina. Þegar Anne Bancroft heltist úr lestinni fór Crawford á varamannabekkinn og viti menn? Bancroft vann fyrir hlutverk sitt í The Miracle Worker og Crawford baðaði sig í sviðsljós- inu í hennar stað. Á meðan sat Bette Davis sem föstust í sætinu sínu og hugsaði henni þegjandi þörfina. FYRSTA SÆTIÐ Leikkonan Eliza- beth Taylor hlær að atvikinu þegar nakti maðurinn hljóp um sviðið skömmu áður en David Niven hafði kallað hana upp. NORDICPHOTOS/GETTY- IMAGES 10. Sean Penn ver Jude Law (2005) Mörgum þóttu brandarar Chris Rock, kynnis síðustu hátíðar, ansi dónalegir. Sérstaklega þótti það óviðeigandi þegar hann gerði grín að hjartaknúsar- anum Jude Law fyrir að hafa leikið í öllum myndum sem hann hefði séð síðustu fjögur árin. Þegar Sean Penn steig á svið nokkru síðar virtist honum ekki skemmt. „Fyrirgefið húmors- leysi mitt... en Jude Law er einn hæfi- leikaríkasti leikarinn sem við eigum,“ sagði Penn og stökk ekki bros á vör. Unnið upp úr grein á msn.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.