Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 2
2 4. mars 2006 LAUGARDAGUR
Sjálfskipt
og allt allt öðruvísi
1.750.000,-
Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði
���������������� �����������������
Nýr, fallegri og miklu
betri Opel.
Engin refsing Ungur maður slapp við
refsingu vegna þriggja brota fyrir Hæsta-
rétti. Játaði hann brot sín greiðlega auk
þess sem héraðsdómari, sem áður hafði
dæmt manninn til tíu mánaða skilorðs-
bundins dóms, gerði sér ekki grein fyrir
að umræddur skilorðsdómur hafði verið
dæmdur með í öðru máli.
Forsjársvipting Móðir sex ára gamals
barns var svipt forsjá fyrir Hæstarétti
í gær að kröfu Barnaverndarnefndar
Reykjavíkur. Var mat dómsins að móð-
irin hefði ekki tekið sig á sem skyldi og
forsendur forsjár væru því brostnar.
DÓMSMÁL
Verkalýðsfélög kæra Verkalýðsfélög
flugmanna í Danmörku og Noregi ætla
að kæra SAS fyrir að hafa brotið á rétti
starfsmanna sinna. Flugfélagið breytti
samningum við flugmenn í vikunni en
þær voru ástæða víðtækra verkfalla
flugmanna í janúar.
NORÐURLÖND
BANDARÍKIN, AP Bandarískur hjúkr-
unarfræðingur var á fimmtudag
dæmdur í ellefu lífstíðarfangelsi
fyrir morð á minnst 29 sjúkling-
um. Charles Cullen, einn afkasta-
mesti morðingi
innan heilbrigð-
isgeirans í sögu
Bandaríkjanna,
slapp við dauða-
dóm með því að
gefa upp nöfnin
á fórnarlömb-
um sínum.
Hann játaði
að hafa drepið
allt að 40 manns
á 16 ára ferli
sínum sem hjúkrunarfræðingur. Á
þeim tíma vann hann á 10 elliheim-
ilum og sjúkrahúsum, en hætti eða
var rekinn frá sjö þeirra eftir að
grunsemdir vöknuðu hjá yfir-
mönnum hans. Hann fékk þó alltaf
aðra vinnu, að hluta til því yfir-
menn sjúkrahúsanna sögðu ekki
frá grun sínum af ótta við mála-
ferli. - smk
Hjúkrunarfræðingur dæmdur:
Lífstíðardómur
fyrir 29 morð
Charles Cullen
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri var í gær dæmdur til þriggja
mánaða fangelsisvistar og skil-
orðs til þriggja ára fyrir að hafa í
fórum sínum klámfengið mynd-
efni af ungum börnum. Manninum
var jafnframt gert að greiða allan
sakarkostnað, sem nemur um 190
þúsund krónum.
Lögreglan í Reykjavík fann við
húsleit hjá manninum tæplega
fjörutíu þúsund ljósmyndir af
börnum í kynferðislegum athöfn-
um, auk tæplega tvö hundruð
hreyfimynda af klámfengnu efni.
Í dómi héraðsdóms segir að stór
hluti myndanna sem voru í einka-
safni mannsins hafi verið grófur
og sýni börn í kynferðislegum og
klámfengnum stellingum. Maður-
inn hefur að undanförnu markvisst
reynt að vinna bug á klámfíkn sinni
og lagði við aðalmeðferð málsins
fram gögn sem staðfestu það.
Héraðsdómur tók einnig til
greina að maðurinn væri fjöl-
skyldumaður en hann á eiginkonu,
níu ára stjúpson og kornabarn,
auk þess sem kona hans er ólétt af
öðru barni þeirra.
Dómurum í málinu þótti þetta
nægileg ástæða til að dæma mann-
inn í þriggja ára skilorðsbundið
fangelsi en brjóti hann skilorðið
gæti hann átt yfir höfði sér níu
mánaða fangelsi til viðbótar. - mh
Dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að eiga mikið magn barnaklámmynda:
Hefur tekið á klámfíkninni
MIKIÐ MAGN BARNAKLÁMS Tæplega 40
þúsund barnaklámmyndir voru gerðar
upptækar hjá karlmanni á fertugsaldri
og var hann dæmdur til þriggja mánaða
fangelsisvistar fyrir vikið.
SPURNING DAGSINS
Ragnheiður, eru þetta ekki
bara fordómar gagnvart
útlendingum?
„Geta menn ekki bara fallist á það?“
Mosfellingar mótmæla hugmyndum skipu-
lagsráð Reykjavíkurborgar um að veita þýsku
verslunarkeðjunni Bauhaus lóð undir stór-
verslun við Úlfarsfell. Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
HEILBRIGÐISMÁL „Við erum í kapp-
hlaupi við tímann,“ segir Eggert
Gunnarsson, dýralæknir á Keld-
um, sem nýkominn er að utan þar
sem hann kynnti sér aðstöðu til
rannsókna á dýrasjúkdómum,
bæði í Svíþjóð og Noregi. Keldna-
menn leggja áherslu á að uppbygg-
ingu krufningaraðstöðu þar verði
hraðað eftir föngum vegna yfir-
vofandi fuglaflensu.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í gærmorgun að beita sér
fyrir því að veitt yrði 20 milljónir
króna til að koma upp krufninga-
raðstöðu á Keldum. Samkvæmt
fyrirliggjandi áætlunum á sú upp-
hæð að duga fyrir framkvæmdum.
„Við verðum að koma okkur
upp rannsóknarstofu þar sem við
getum krufið við öruggar aðstæð-
ur, þannig að starfsmönnum stafi
ekki hætta af,“ segir hann. „Það er
algjör nauðsyn. Fuglaflensan kall-
ar á krufningaraðstöðu núna, en
almennt séð þurfum við bæði slíka
aðstöðu og rannsóknarstofu þar
sem við getum tekist á við hættu-
lega smitsjúkdóma. Við erum búin
að biðja um það í mörg ár. Það geta
alltaf komið upp hættulegir sjúk-
dómar sem þarf að fást við eins og
dæmin sanna núna. Fuglaflensan
er yfirvofandi og hún kemur.“
Eggert segir enn fremur að
talsvert sé gert úr því að mönnum
stafi ekki stór hætta af villtum
fuglum sem drepist úr fuglaf-
lensu. Það sé sjálfsagt rétt, þegar
um staka fugla sé að ræða.
„En þegar búið er af safna þeim
saman á einn stað til þess að kryfja
þá og taka sýni, þá er farið að
magna upp smitefnið. Það er ekki
forsvaranlegt gagnvart þeim sem
starfa við það. Þetta á ekki einung-
is við um starfsfólkið, sem kannski
getur varið sig með ákveðnum
hlífðarbúnaði, heldur umhverfið
líka. Það þarf því að sía allt and-
rúmsloft frá rannsóknarstofunni í
gegnum ákveðnar síur, þannig að
það sleppi ekki út í umhverfið.“
Eggert segir það hafa komið til
tals að flytja inn gáma til að setja
upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir
krufningar á Keldum. Það gæti
tekið nokkrar vikur að koma slíkri
aðstöðu upp. Mikið liggi við, því
um leið og fuglaflensan komi upp í
Bretlandi reikni menn með að hún
sé einnig komin hingað til lands.
jss@frettabladid.is
RANNSÓKNARSTOFA Á KELDUM Forsvarsmenn á Keldum leggja mikla áherslu á að byggingu krufningaraðstöðu verði hraðað eftir föngum.
Brýnt að koma upp
stöð til krufningar
Starfsmenn á Keldum eru í kapphlaupi við tímann við að koma upp krufning-
araðstöðu. Ríkisstjórnin ákvað að veita 20 milljónir króna til verksins. Mikil-
vægt er að koma upp aðstöðu þar sem hvorki starfsfólk né umhverfi er í hættu.
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir
Litháa, sem situr inni vegna rann-
sóknar á smygli fljótandi amfet-
amíns hefur verið framlengt af
Héraðsdómi Reykjavíkur til 17.
mars. Maðurinn kærði úrskurðinn
til Hæstaréttar.
Annar Lithái sem reyndi að
smygla efninu til landsins, en var
tekinn í Leifsstöð, á að sitja í
gæsluvarðhaldi til 7. apríl.
Báðir þessir menn sitja inni
vegna sama málsins, það er þegar
reynt var að smygla tveimur
áfengisflöskum með fljótandi
amfetamíni til landsins í síðasta
mánuði. - jss
Amfetamínsmygl:
Gæsluvarðhald
framlengt
KJARAMÁL „Við náðum ekki öllu
okkar fram en erum nokkuð sáttar
og komum í veg fyrir að allt fari í
bál og brand á spítölunum,“ sagði
Unnur Friðriksdóttir, varaformað-
ur Ljósmæðrafélags Íslands.
Samningar tókust milli ljós-
mæðra og samninganefndar heil-
brigðisráðuneytisins síðdegis í
gær, flestum að óvörum enda
höfðu fyrri fundir verið með öllu
árangurslausir. Stefndi í ófremd-
arástand á sængurkvennadeildum
Landspítalans þar sem nýbakaðar
mæður gátu ekki farið til síns
heima fljótlega eftir fæðingu eins
og meirihluti þeirra kýs öllu jöfnu.
Voru sængurkvennadeildir orðnar
fullar strax í gær og aðeins tíma-
spursmál hvenær í verulegt óefni
yrði komið.
Fimmtán milljónum króna
munaði á því tilboði samninga-
nefndarinnar sem lagt var fyrir
ljósmæður og því sem þær fóru
fram á fyrr í vikunni. Unnur segir
að markmið hafi ekki öll náðst en
samningurinn hafi verið lending
sem báðir aðilar sættu sig við.
„Þess utan var mikil pressa á
okkur þar sem afar lítið þurfti til
að það skapaðist neyðarástand á
kvennadeild spítalans en við erum
nógu sáttar til að hafa skrifað
undir.“
Starfsfólk kvennadeildar Land-
spítala vann að því hörðum hönd-
um áður en fregnir af samningn-
um bárust að sameina á stofum og
senda feður heim enda ekkert
pláss lengur fyrir þá eða aðra
aðstandendur. Þess utan var megn
óánægja hjá allnokkrum mæðrum
með að komast ekki heim en þær
geta nú andað léttar.
- aöe
STEFNDI Í ÓEFNI Uppábúin rúm á gangi kvennadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Öngþveiti var afstýrt á síðustu stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
Samkomulag náðist á síðustu stundu við ljósmæður vegna heimaþjónustu:
Nógu sáttar til að skrifa undir
DÓMSMÁL Fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og prókúruhafi Arn-
artaks hefur verið dæmdur í þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Hann skilaði ekki vörslusköttum að
upphæð tæplega 4,5 milljónir króna
á árunum 1998 til 2002.
Maðurinn var einnig dæmdur til
að greiða 8,5 milljónir í skaðabætur.
Greiði hann ekki sektina innan fjög-
urra vikna sætir hann fimm mán-
aða fangelsi. Maðurinn sem er á
sjötugsaldri hefur ekki áður gerst
sekur um refsiverða háttsemi og
því þarf hann ekki að sitja inni
greiði hann sektina og haldi skilorð
í tvö ár.
Fyrirtækið var úrskurðað gjald-
þrota í fyrstu viku desembermán-
aðar. - gag
Greiddi ekki 4,5 milljónir:
Fékk skilorðs-
bundinn dóm
SVEITARSTJÓRNARMÁL Kynnt var
formlega í gær hverjir það eru
sem skipa fjögur efstu sæti lista
framsóknarmanna í Reykjavík.
Björn Ingi Hrafnsson skipar
fyrsta sætið, í öðru er Óskar
Bergsson, í þriðja er Marsibil
Sæmundsdóttir og Ásrún Kristj-
ánsdóttir í því fjórða.
Björn Ingi Hrafnsson segir
góða samstöðu vera meðal fram-
sóknarmanna um skipan listans.
Kjördæmissambönd framsókn-
armanna í Reykjavík munu taka
tillögu uppstillingarnefndar til
afgreiðslu á miðvikudag. - mh
Tillaga uppstillingarnefndar:
Fjögur efstu
sætin kynnt
FJÖGUR EFSTU Framsóknarmenn eru klárir í
slaginn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.