Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 91
4. mars 2006 LAUGARDAGUR54
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Tippaðu á næsta sölustað eða á 1x2.is
fyrir kl. 14 í dag – aðeins 10 krónur röðin!
1 Fulham-Arsenal
2 West Ham-Everton
3 Newcastle-Bolton
4 Aston Villa-Portsmouth
5 Middlesbrough-Birmingham
6 Burnley-Reading
7 Watford-Derby
8 Crystal Palace-Leeds
9 Preston-Ipswich
10 Cardiff-Sheffield Wed.
11 QPR-Wolves
12 Norwich-Stoke
13 Southampton-Coventry
Sendu SMS skeytið
BT 3XF á númerið 1900
og þú gætir unnið!
Við sendum þér spurningu. Þú svarar með því að sendaSMS skeytið BT A, B eða C
á númerið 1900.*Aðalvinningur er 50” SONY Plasma sjónvarpað verðmæti 1.500.000 kr.Rosalegir aukavinningar : Panasonic heimabíó • GSM símar • 32” JDV LCD sjónvarp • PSP tölvur • SONY myndavélar •TOSHIBA fartölvur • PS2 tölvur • Gjafabréf á Tónlist.is • SONY MP3 spilarar • MEDION tölvur + 19” skjár • Bíómiðar á myndina Yours, mine and ours • Kippur af Pepsi • Enn meira afDVD, CD´s, VHS, tölvuleikjum og fleirra!
-00K00GED
Frumsýnd 10. mars
2 foreldrar, 18 krakkar!
Fjörið er endalaust!
000
1.500
50”
Sjónvarp
AÐAL-
VINNINGUR!
TAK
TU
ÞÁ
TT!
SMS
LEIK
UR �������
VINNUR!
*Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
FRJÁLSAR Þórey Edda Elísdóttir
stangarstökkvari er á leiðinni í
aðgerð í Þýskalandi vegna
meiðsla á öxl. Þórey er með slitið
liðband en hún ákvað að taka
aðgerðina fram yfir sérstaka
sprautumeðferð sem talsverð
meiri áhætta fylgir.
„Ég er búin að tala við nokkra
lækna en þeir ráðlögðu mér að
fara í aðgerð þar sem liðbandið
er alveg rifið frá og þess vegna
virkar ekki að fara bara í sprautu-
meðferð. Ef það kæmi eitthvað
upp á ólympíuári þá væri dýr
ákvörðun að hafa ekki drifið í
þessu ef ég þyrfti að fara í aðgerð
þá. Aðgerð er því niðurstaðan og
ég verð bara að kyngja því,“
sagði Þórey Edda við Fréttablað-
ið í gær en hún fer fram 14. eða
21. mars.
„Góðu fréttirnar eru þær að
þetta er mjög hreint rifið frá og
því er tiltölulega auðvelt að laga
þetta. Það er einungis þetta eina
liðband sem er slitið frá en ekk-
ert annað sem eru góð tíðindi en
það er erfitt að segja hversu lengi
ég verð frá. Ég vona að ég geti
verið eitthvað með síðari partinn
í sumar og ég ætla að vera mjög
dugleg í endurhæfingunni. Ég
mun alveg geta hlaupið og lyft og
því verð ég í fínu formi þegar ég
get byrjað að stökkva aftur,“
sagði Þórey sem útilokar ekki að
keppa á Evrópumótinu í frjálsum
íþróttum í ágúst.
„Ég afskrifa það ekki að
stökkva á EM en það verður bara
að koma í ljós. Ég tek bara einn
mánuð í einu og ætla mér ekki að
ana út í neitt án þess að vera búin
að ná mér að fullu,“ sagði Þórey
að lokum. - hþh
Þórey Edda Elísdóttir þarf að fara í aðgerð:
Þórey Edda útilokar
ekki að stökkva á EM
ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Afskrifar ekki að stökkva á EM í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
HANDBOLTI Valsmenn unnu sann-
gjarnan sigur á Fylki, 30-28, í
DHL-deild karla í gær en tæpt
stóð það undir lokin. Valsmenn
spiluðu sterka vörn og Fylkismenn
áttu í töluverðum erfiðleikum með
að finna leið fram hjá henni í byrj-
un leiks. Það var einungis Heimir
Örn Árnason sem tók af skarið og
hélt Árbæingum inni í leiknum en
hann átti stórgóðan leik og skoraði
alls níu mörk. Sóknarleikur Fylk-
ismanna var oft á tíðum ráðleysis-
legur en framliggjandi vörn Vals-
manna kom flatt upp á sóknarleik
þeirra. Valsmenn leiddu í hálfleik
16-14 en leikur þeirra var ekki
sannfærandi á alla vegu.
Hlynur Jóhannesson átti frá-
bæra innkomu í Valsmarkið en
hann stóð vaktina frá lokum fyrri
hálfleiks allt til enda. Hlynur varði
tuttugu skot, mörg hver úr úrvals-
færum og á ögurstundu. Valsmenn
voru ávallt skrefinu á undan í síð-
ari hálfleik en náðu mest fjögurra
marka forystu. Fylkismenn sýndu
klærnar og minnkuðu muninn
niður í eitt mark og fengu tæki-
færi til að jafna leikinn en allt kom
fyrir ekki. Sem fyrr varð sóknar-
leikur liðsins þeim að falli og á
tíðum gerðu þeir Hlyni mark-
manni of auðvelt fyrir að verja
skot þeirra.
Hjalti Þór Pálmason fór fyrir
Valsliðinu en hann skoraði tíu
mörk en Mohamadi Loutoufi skor-
aði sex. Heimir Örn dró vagninn
eins og áður sagði fyrir Fylki og
var langatkvæðamestur liðsins en
hann skorti meiri stuðning í sókn-
inni.
„Það vantaði bara sigurviljann
hjá okkur, við vorum einfaldlega
ekki tilbúnir í þennan leik. Við
vorum ekki nógu skynsamir og
því töpum við þessum leik,“ sagði
Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari
Fylkis, eftir leikinn en hann var
alls ekki sáttur með leik sinna
manna.
„Við spiluðum mjög illa í leikn-
um, bæði í vörn og sókn. Hlynur
vann þennan leik fyrir Val, við
fengum tækifæri til að jafna en
hann átti frábæran leik og bjarg-
aði þeim á ögurstundu,“ sagði Sig-
urður að lokum.
Óskar Bjarni Óskarson var
mun ánægðari en kollegi sinn hjá
Fylki. „Þetta var kaflaskiptur leik-
ur hjá okkur, ég er ánægður með
sumt en annað ekki. Við spiluðum
góða vörn og markvarslan kom
með og allt önnur hraðaupphlaup
en við höfum verið að fá. En það
komu langir kaflar í síðari hálfleik
þar sem við skoruðum einfaldlega
ekki,“ sagði Óskar Bjarni eftir
leikinn.
„Fylkisliðið er að spila góða
vörn en við náum að skora 30 mörk
á þá. Ég er stoltur af sigrinum og
við mjökumst áfram í þessu en
hugsum bara um einn leik í einu.
Ég er fyrst og fremst ánægður
með stigin tvö,“ sagði Óskar
Bjarni að lokum. - hþh
Valur vann góðan 30-28 sigur á Fylki í Laugardalshöll í gær:
Okkur vantaði sigurviljann
FRÁBÆR VÖRN VALS Valsmenn spiluðu frábæra vörn í leiknum og hér stöðvar Ægir Jónsson
sóknartilraun Ingólfs Axelssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN