Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 26
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR26 Guðbjörn var í Loftskeyta- og sjó- mannaskólanum þegar starfs- maður Blóðbankans kom þangað einn haustdag í leit að blóðgjöfum meðal nemenda. „Þá kom í ljós að ég var í blóð- flokki O mínus og algjörlega hlut- laus þannig að ég gat gefið öllum blóð, burtséð frá blóðflokki þess sem þiggja þurfti blóðið,“ segir Guðbjörn, sem skipar fremur fámennan flokk slíkra blóðgjafa. „Í kjölfarið fóru konurnar í Blóðbankanum að hringja þegar nýburar foreldra sem voru í óheppilegum blóðflokkum til barneigna fengu eitrun og þurfti að skipta um blóð í þeim við fæð- ingu. Þá hringdu þær oftast á föstudegi og einhvern veginn þró- uðust málin þannig að ég fór að koma á undan, á þriggja mánaða fresti, enda vissi ég að föstudagar væru besti tíminn og þá yrði til skammtur fyrir kornabörnin litlu,“ segir Guðbjörn, sem síðan hefur alla tíð á þriggja mánaða fresti mætt reglulega á blóðtöku- bekki Blóðbankans. „Ég hef aldrei þurft að neita útkalli sjálfur, en í eitt skiptið var gjöfinni hafnað því ég hafði lent í smávægilegu slysi og þurfti að jafna mig betur. Ég man annars ekki eftir útkalli síðan í gamla daga vegnu litlu barnanna,“ segir Guðbjörn, sem fær stundum járntöflur með sér í nesti eftir blóðgjafir þar sem aðeins hefur gengið á járnbúskap líkamans. „Á öllum þessum árum hafa myndast tengsl við starfsfólk Blóðbankans og mér finnst ákaf- lega notalegt að koma þar við, njóta góðrar þjónustu, vinaleg- heita og góðs kaffis og meðlætis að blóðgjöf lokinni,“ segir Guð- björn sem hefur alls gefið blóð 147 sinnum. „Ætli 150. skiptið verði ekki jólagjöfin mín í ár,“ segir hann hlæjandi. „Ég er við fína heilsu og hætti ekki fyrr en heilsan gefur sig eða ég verð stoppaður. Ég hef aldrei fundið nokkurn ein- asta mun á mér eftir blóðgjafir, en blóðgjöfin er orðin mun þægi- legri nú á seinni árum en þegar gefin var deyfingarsprauta áður en nálinni fyrir blóðgjöfina var komin fyrir í handleggnum. Deyf- ingin var ekkert sérstaklega þægileg og í raun alveg óþörf,“ segir Guðbjörn, sem fæddur er á lýðveldisárinu 1944 og starfar sem eftirlitsmaður Kone-lyftna hjá Kone ehf. „Blóðgjöf er vissulega lífgjöf og vonandi að ég hafi bjargað ein- hverjum með þessum 147 skömmtum, en um slíkt fær maður aldrei að vita, utan blóð- skiptanna í ungbörnunum hér áður fyrr. Það er góð tilfinning að vita til þess að blóðið komi öðrum að gagni,“ segir Guðbjörn og bætir brosmildur við að kannski nái hann eigin þyngd af blóðgjöf- um í restina. „Þetta er orðinn lífsstíll og rút- ína hjá mér. Ég mæti þarna umhugsunarlaust og finnst hver blóðgjöf frábær. Ekki mín vegna, heldur vegna málstaðarins. Þetta bjargar mannslífum og ef ekki væri fyrir Blóðbankann væru áreiðanlega margir daprari.“ Blóðgjöf fyrir kornabörn GUÐBJÖRN MAGNÚSSON, HVUNNDAGSHETJA OG BLÓÐGJAFI Duglegasti blóðgjafi Íslands og hefur frá árinu 1965 gefið hátt í 150 blóðskammta, sem fyrst voru gagngert notaðir til blóðskipta í ungbörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frá árinu 1965 hefur Guðbjörn Magnússon reglu- lega gefið blóð sitt í Blóðbanka Íslands, öðrum landsmönnum til lífs og heilsu. Hann er „Hvunn- dagshetja“ Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins og sagði Þórdísi Lilju Gunnarsdóttur frá blóðskömmt- unum, sem senn verða 150 talsins. Það var fagur ágústmorgunn þegar Gylfi Bragi Guðlaugsson rölti með Morgunblaðskerruna á milli ein- býlishúsa við Stigahlíð meðan hverfið var enn í fasta svefni. „Ég var staddur í neðsta botn- langanum þegar ég fann brunalykt og varð var við lítilsháttar reyk,“ segir Gylfi Bragi, sem hélt áfram að bera út Moggann í húsin sín þar til hann sá reykinn magnast. „Ég var reyndar lengi að átta mig á þessari einkennilegu lykt sem minnti á eiturgufur, en þegar ég sá hvað reykurinn var vaxandi og mikill tók ég til fótanna og hljóp að húsinu, sem er ekki í þeim botn- langa þar sem ég ber út blöðin. Þegar ég kom að húsinu sá ég að eldur var laus í kjallaranum og hringdi strax í Neyðarlínuna, þar sem ég var beðinn um að banka á glugga og hurðir til að freista þess að vekja þá sem mögulega svæfu í íbúðinni, en það tókst ekki,“ segir Gylfi Bragi, sem tók á öllu sínu til að vekja íbúana. „Ég mátti alls ekki brjóta rúður því þá hefði eldurinn magnast upp. Mig langaði þó mikið til að brjóta upp hurðina og kalla inn til fólks- ins, en alls voru þrjár manneskjur sofandi í kjallaranum og fleiri á eldlausri efri hæðinni. Loks kom lögreglan og hjálpaði mér, braut upp kjallarahurðina og sótti tvær manneskjur sem sváfu djúpum svefni vegna reyksins, en sú þriðja brenndist illa,“ segir Gylfi Bragi, sem nýlega hætti að bera út Morg- unblaðið en var sannarlega réttur maður á réttum stað þennan örlagaríka morgun. „Ég hef hvorki fyrr né síðar lent í því að bjarga mannslífum, en ávallt lagt mig fram um að vera hjálpsamur og með augun opin ef einhver er hjálpar þurfi. Ég er feginn að hafa verið staddur í Stigahlíðinni þennan morgun því það munaði víst svakalega litlu að illa færi,“ segir Gylfi Bragi, sem fékk enga áfallahjálp eftir atburð- inn né hefur hitt íbúana við Stiga- hlíð eftir eldsvoðann. „Það var lítið talað við mig á slysstað, en tekin stutt skýrsla og Besta tilfinning í heimi HETJAN UNGA, GYLFI BRAGI GUÐLAUGSSON Hefur ávallt lagt sig fram um hjálpsemi við náungann og hikaði hvergi þegar hann sá þykkan reyk stíga frá kjallara einbýlishúss í Hlíð- unum í fyrrasumar, en inni voru þrír íbúar sofandi og mátti ekki tæpara standa. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Þórdís Lilja Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson fengu verðlaun sem uppfræðarar ársins fyrir framúr- skarandi frjálsíþróttastarf með unglingum í ÍR. Þau sinna mann- rækt í víðum skilningi. Þórdís og Þráinn eru að leið- beina unglingunum við hlaup og köst í hinni nýju og glæsilegu höll í Laugardalnum en gefa sér þó smá stund til spjalls enda hópur- inn vel agaður og veit hvað hann er að gera. „Vissulega er gaman að fá viðurkenningu án þess að eiga nokkra von á því. Við erum nefnilega svona fólk á bak við tjöldin eins og þeir í Spaugstof- unni eru stundum að sýna,“ segir Þórdís brosandi og Þráinn bætir við: „Í öðrum íþróttagreinum en frjálsum er oft rætt við þjálfarana þegar vel gengur en við leggjum áherslu á að krakkarnir komi fram þegar sigrar vinnast. Vitneskjan um að þeir séu að bæta sig er okkar viðurkenning.“ Þau hjón segjast hafa orðið hálf forviða þegar þeim var tilkynnt að þau væru tilnefnd til verðlauna en segjast vona að það beini athygli fólks að því að víðar sé eitthvað að gerast í íþróttunum en í meistara- flokkum. „Oft eru haldin stórmót fyrir kannski 2-300 krakka með öllu sem því fylgir en athygli fjöl- miðla er öll á tuttugu manna meist- araliði,“ bendir Þórdís á. Þórdís er Reykvíkingur en Þrá- inn er frá Selfossi og bæði eru þau afreksmenn í íþróttum. Þórdís á Íslandsmetið í hástökki og Þráinn átti Íslandsmetið í tugþraut á undan Jóni Arnari Magnússyni. Eftir háskólanám í íþróttafræðum í Bandaríkjunum kenndu þau sex ár við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en starfa nú í höfuð- borginni, hann sem frístundaráð- Viljum búa til betri þjóðfélags- þegna Stundum er sagt um Íslendinga nútímans að þeir séu hættir að skipta sér af náung-anum og hraði sér afskiptalausir fram- hjá sambræðrum og -systrum í nauð. Í annál- um íslenskra verðlauna má sjá heiðraða íþróttamenn, listamenn, námsmenn, við- skiptajöfra og aðra afreksmenn, meðan minna hefur farið fyrir hetjum hvunndags- ins; þeim ótalmörgu sem af rausn og fáheyrðu örlæti gefa tíma sinn og orku í betri lífsgæði samfélaginu öllu til handa. Með Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins er hlúð að íslenskum hetjum sem vinna góð- verk sín án upphrópana, þótt góðverkin séu öll af þeim toga að vera ómetanleg, dýrmæt og einstök fyrir íslenskt samfélag. Fréttablaðið óskar hetjunum átta til hamingju með verð- launin og hvetur Íslendinga alla til að opna hjarta sitt gagnvart náunganum, í gleði og sorg, sátt og raunum, sem og öruggu skjóli og háskaslóðum. Af hetjulund, miskunn- semi og mannkærleik Gylfi Bragi Guðlaugsson er „Ung hetja“ Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, en hann sýndi snarræði þegar hann kom að eldsvoða í einbýlishúsi við Stiga- hlíð í fyrrasumar. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti Gylfa Braga í frímínútun- um í Hlíðaskóla. UPPFRÆÐARAR ÁRSINS, ÞRÁINN HAFSTEINSSON OG ÞÓRDÍS LILJA GÍSLADÓTTIR Þau fengu verð- laun fyrir framúrskarandi frjálsíþróttastarf með unglingum í ÍR. SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.