Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
45%
60%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í janúar 2006.
Íslendingar 18-49 ára
Meðallestur
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
19. mars 2006 — 77. tölublað — 6. árgangur
���� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ ��������
������������������������������������������������������������������������������������������������������������
��� ������������� ��� ����������������� �������������� ��� ���� ����������� ��� ��������������� ���� ��������� �������
����������������������������������������������������������������������������������������
ALLT ATVINNA
Stútfullt blað af at-
vinnuauglýsingum
Atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
ÍSLANDSBANKI OG 7
DÓTTURFYRIRTÆKI
OG STARFSSTÖÐVAR
SAMEINAST UNDIR
EINU NAFNI
1+7=1
TÓNLIST ·
TÖLVULEIK
IR · DVD
OPIÐ 11-19 ALLA DAGA!
FRÁ 199,-
LAGERSALA SENU FELLSMÚLA 28
(GAMLA WORLD CLASS HÚSINU)
...GERÐU BESTU KAUPIN
INGÓLFUR GUÐBRANDSSON
Kennir Íslendingum að
ferðast með stæl
Á alveg eftir að kynnast Mið-Asíu
FÓLK 38
Elvar Gunnarsson
Kvikmyndagerðar-
maðurinn er kominn
með sína eigin mynd-
bandaleigu og segir það
draumastarf.
FÓLK 38
KÓLNANDI Í dag verður yfirleitt
hæg norðlæg átt, en bætir þó í vind á
Vestfjörðum þegar líður á daginn. Bjart
með köflum syðra en snjó- eða slydduél
norðan og austan til. Hiti 5-8 stig syðra
en 0-3 stig á landinu norðanverðu.
VEÐUR 4
VEÐRIÐ Í DAG
�
�
�
�
�
Silvía Nótt er fyndin
Eiður Smári Guðjohnsen
svarar spurningum
lesenda Fréttablaðs-
ins og Vísis í dag.
Þar kemur margt
áhugavert fram
enda viðtalið
ólíkt öðrum
viðtölum sem
Eiður fer í dags
daglega.
ÍÞRÓTTIR 32-33
VIÐSKIPTI Félagsbústaðir hafa
undirritað kaupsamning um kaup á
átján hótelíbúðum við Höfðabakka
í Reykjavík fyrir 158 milljónir
króna. Þar sem íbúðirnar höfðu
áður verið seldar öðrum og samn-
ingurinn þinglýstur en ekki efndur
hafa kaupin þó ekki gengið eftir.
Félagsbústaðir hafa gefið út
stefnu til að afmá kauptilboðið van-
efnda úr þinglýsingarbókum og
stefnt seljanda til að gefa út afsal
fyrir eigninni.
Þröstur Ólafsson, formaður
bústaðanna, segir íbúðirnar átján
ætlaðar fólki sem sé í miklum
erfiðleikum, jafnvel á götunni.
Kaupsamningurinn hafi verið
undirritaður 18. desember. Málið
hafi því verið í kyrrstöðu í þrjá
mánuði. - gag / sjá síðu 6
Breyta hótelíbúðum í heimili:
Samningurinn
ekki í höfn
Á GÖTUNNI Breyta á átján hótelíbúðum
við Höfðabakka í heimili fyrir heimilislausa
og aðra í miklum kröggum, verði hægt að
ganga frá kaupum á húsnæðinu.
Hnattvæðing ekki sjálfgefin
Aukin spenna fer ekki vel saman við
friðsamlega verslun og viðskipti, segir
Illugi Gunnarsson.
Í DAG 12
Afsprengi arkitekts
„Fólk fær oftast
óstöðvandi hlátursköst
í nokkrar mínútur eftir
sprengingarnar.“
HELGAREFNI 18-19
GRÓÐURFAR Þrátt fyrir að gróður sé
víða farinn að taka við sér eftir hlý-
indi síðustu daga og vikur víða um
land telur Borgþór Magnússon
plöntuvistfræðingur litla hættu á
ferð þótt fram undan sé frostakafli
samkvæmt spám veðurfræðinga.
Segir Borgþór að trjágróður og
runnar eigi enn aðeins í land og
hættan sé því að mestu bundin við
vorlauka og slíkar jurtir sem farnar
eru að taka við sér víða á sunnan-
verðu landinu. „Eitthvað mun
eflaust skemmast en það er lítið
farið að laufgast enn sem komið er
og hættan er ekki mikil meðan svo
er. Sama gildir um skordýr, þau eru
ekkert farin að láta að sér kveða og
því ólíklegt að þau verði illa úti þó
að nú komi kaldur kafli.“
Borgþór segir þá mildu vetur
sem verið hafa á landinu síðustu
árin hafa haft talsvert áhrif á
gróðurfar og náttúru landsins. „Ef
fram heldur sem horfir er gósentíð
fram undan hvað gróðurinn snertir.
Það hefur verið mikil framför í
úthagagróðri á undanförnum árum.
Bæði er það vegna minni beitar en
hlýindi síðustu vetra hafa mikil
áhrif. Frost í jörð hefur verið tiltölu-
lega lítið og gróður eflst gríðarlega
mjög víða. Haldi fram sem horfir
megum við eiga von um umfangs-
meiri breytingar á gróðurfari hér á
landi en við höfum upplifað áður;
meiri grósku og víðar og ofar í fjöll-
um en áður hefur þekkst.“ - aöe
Frost fram undan um land allt eftir hlýindi undanfarinna daga:
Gróðurinn er ekki í hættu
GRÓSKA Í GRÓÐRINUM Þótt víða sé gróður
að taka við sér á láglendi telur Borgþór
Magnússon plöntuvistfræðingur ekki
ástæðu til að hafa áhyggjur. Kuldakast eða
hret hafi ekki mikil áhrif á þessum árstíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁSTRALÍA, AP Ástralskar nektar-
dansmeyjar unnu markverðan
vinnulöggjafarsigur á dögunum.
Þær mega nú taka sér matar- og
kaffihlé eftir að þær hafa berhátt-
að sig á sviðinu. Stjórnvöld í land-
inu samþykktu vinnulöggjöfina á
föstudag.
„Við höfum nú rétt á að fá
greidda yfirvinnu þegar við vinn-
um á helgidögum, sem við höfum
aldrei fengið áður,“ sagði Mystical
Melody, talskona verkalýðsfélags
ástralskra nektardansara. „Við
megum ekki vinna lengur en tíu
tíma vaktir.“
Dansararnir fá nú yfirvinnu
greidda, eiga rétt á hvíldar- og mat-
artímum og fá greidd barnseignar-
frí. - smk
Ástralskir nektardansarar:
Fá rétt til að
fara í mat
VARNARLIÐIÐ Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir ríkisstjórn-
ina verða að fá skýra mynd af því
hvernig bandarísk stjórnvöld
hyggist tryggja varnir Íslands án
veru Varnarliðsins á landinu áður
en teknar séu ákvarðanir um hvort
rétt sé að rifta varnarsamningnum
frá árinu 1951.
„Ef engar varnir eru þá verður
varnarsamningurinn ansi tilgangs-
laus, þannig að við viljum að þetta
komi skýrt fram nú næstu vikur og
mánuði,“ segir Halldór.
Forysta Samfylkingarinnar
telur nauðsynlegt að láta reyna á
það hjá Atlantshafsbandalaginu
hvort Bandaríkjamenn hafi brotið
varnarsamninginn með einhliða og
að margra mati harkalegri og
ódiplómatískri ákvörðun sinni um
brotthvarf hersins.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, sagði
efnislega í Laugardagsþætti Ríkis-
útvarpsins í gær að hann saknaði
nú Davíðs Oddssonar og yfirlýs-
inga um að ef Bandaríkjamenn
hirtu ekki lengur um sýnilegar
varnir jafngilti það uppsögn samn-
ingsins. Jón Baldvin kvaðst þessu
sammála og því gætu Bandaríkja-
menn bara hypjað sig.
Halldór segir að hann hafi grun-
að að Bandaríkjamenn myndu draga
herliðið burt. Hann hafi því ll. nóv-
ember sagt í ræðu á miðstjórnar-
fundi Framsóknarflokksins að
Íslendingar myndu aldrei neyða
herinn til að vera hér vildu Banda-
ríkjamenn það ekki. „En ég átti satt
best að segja von á því að það gerð-
ist í þessum samningaviðræðum og
með öðrum hætti en nú hefur gerst.
Ég var einfaldlega að segja að það
er mikilvægt fyrir okkur að vita
þetta. Nú vitum við þetta og þá
förum við að vinna út frá því.“
Hvort það verði álver eða aðrar
lausnir vill Halldór ekki nefna en
segir brotthvarf Varnarliðsins hugs-
anlega geta réttlætt sértækar og
tímabundnar aðgerðir í atvinnumál-
um á Suðurnesjum. - jh / sjá síðu 16
Halldór grunaði að
herinn myndi fara
Halldór Ásgrímsson segir að verji Bandaríkjaher ekki landið sé varnarsamn-
ingur þjóðanna tilgangslaus. Bandarísk stjórnvöld verði að skýra hvernig þau
hyggist verja landið herlaust á næstu vikum og mánuðum.
UNGIR OG UPPRENNANDI TÓNLISTARMENN Á AFMÆLISTÓNLEIKUM Skólahljómsveitirnar í Reykjavík héldu upp á fimmtíu ára afmæli sitt í
gær með tónleikum í Háskólabíói þar sem fjöldi barna kom fram og leikið var af innlifun á hvert hljóðfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM