Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 4
4 19. mars 2006 SUNNUDAGUR
Bandaríkjadalur 68,32 68,64
Sterlingspund 119,92 120,5
Evra 83,17 83,63
Dönsk króna 11,144 11,21
Norsk króna 10,418 10,48
Sænsk króna 8,9 8,952
Japanskt jen 0,5866 0,59
SDR 98,86 99,44
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 17.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar:
116,1034
HVÍTA-RÚSSLAND, AP Kosningar
verða í Hvíta-Rússlandi í dag,
bæði til þings og forseta, og er
fastlega reiknað með því að for-
setinn, Alexander Lúkasjenkó,
muni halda embættinu og að þing-
ið verði honum áfram auðsveipt
þriðja kjörtímabilið í röð.
Gagnrýnendur Lukasjenkós,
jafnt erlendis sem heima fyrir,
segja hann vera miskunnarlausan
harðstjóra og einræðisherra.
Andstæðingar Lúkasjenkós
hafa lýst því yfir að niðurstöður
kosninganna verði ekki löglegar,
því stuðningsmenn Lúkasjenkó
muni eiga við kosningatölurnar til
að tryggja sigur hans. Farsíma-
skilaboð gengu manna í millum í
gærkvöldi, daginn fyrir kosning-
ar, sem vöruðu við blóðbaði á kosn-
ingadag. Í þeim stóð að andstæð-
ingar Lúkasjenkó ætluðu sér að
safnast saman á Oktyabrskaya-
torginu í Minsk til að mótmæla
úrslitum kosninganna.
„Gætið að lífi ykkar og heilsu,“
stóð í nafnlausum skilaboðunum
sem eigendur síma frá stærsta far-
símafyrirtæki landsins fengu í
gær.
Helsti mótframbjóðandi Lúka-
sjenkós, Alexander Milinkevitsj,
sagði skilaboðin vera hluta af
áætlun ríkisstjórnar landsins til
að koma óorði á andstæðinga for-
setans og að halda fólki frá
götunum. Hann hvatti fólk til að
safnast saman á götum úti síðar í
dag með blóm og halda friðinn.
Stjórnvöld hafa hótað að bæla
alla fjöldafundi niður með
ofbeldi.
Lúkasjenkó hefur verið kallað-
ur síðasti einræðisherra Evrópu,
en hann hefur setið á valdastóli í
Hvíta-Rússlandi í tólf ár.
Engu að síður er hann dáður af
mörgum Hvít-Rússum, sem kalla
hann óhikað Batka, föður, eins og
hann sjálfur vill láta kalla sig og
líta margir Hvít-Rússar á hann sem
almúgamann sem braust til valda
til að berjast fyrir hagsmunum
bænda og verkamanna. Ríkissjón-
varpið sýnir hann á stöðugum
ferðalögum um landið, þar sem
hann sést mjólka kýr, ganga um í
kolanámum og leika hokkí. Sjálf-
stæðir fjölmiðlar eru varla til í
landinu og vinsældir forsetans má
væntanlega rekja til þess.
„Loksins lifum við hundrað pró-
sent,“ sagði Nikolai Azheni, rúm-
lega sjötugur ellilífeyrisþegi, í við-
tali skömmu fyrir kosningar. Hann
sagðist vera hamingjusamari og
öruggari í lífinu en nokkru sinni
fyrr, og þakkaði forsetanum það.
„Ef þeir fella Lúkasjenkó þá er allt
glatað,“ segir hann.
gudsteinn@frettabladid.is
ANDSTÆÐINGAR FORSETANS Þrátt fyrir að Alexander Lúkasjenkó þyki öruggur með að
hreppa þriðja kjörtímabilið komu þessir andstæðingar hans saman á fimmtudag til þess
að hampa sínum manni, mótframbjóðandanum Alexander Milinkevitsj. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Lúkasjenkó öruggur
með kosningasigur
Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, telur sigur vísan í forseta-
kosningunum sem fram fara í dag. Mótframbjóðendur hafa hvatt til friðsamlegra
mótmæla, þótt stjórnvöld hafi hótað að stöðva alla slíka fundi með ofbeldi.
KOSNINGAR Svanfríður Inga Jónas-
dóttir, fyrrverandi alþingismaður,
mun leiða J-listann, nýtt óháð fram-
boð í Dalvíkurbyggð, í sveitar-
stjórnarkosn-
ingunum í vor.
Samfylkingin
mun ekki bjóða
fram lista í
sveitarfélaginu
en flokkurinn
hafði áður til-
kynnt að Svan-
fríður myndi
skipa efsta sæti
lista Samfylk-
ingarinnar í
Dalvíkur-
byggð.
Svanfríður
segir listann
samanstanda af
kraftmiklu
fólki sem náð hefur að sanna sig í
atvinnu- og félagslífi bæjarins. „Það
kom fram ríkur vilji hjá bæjarbúum
til að móta nýtt og öðruvísi fram-
boð. Listinn er skipaður ungu
athafnafólki og við stefnum á að
verða ráðandi afl í sveitarfélaginu,“
segir Svanfríður. - kk
Nýtt stjórnmálaafl í Dalvík:
Svanfríður
leiðir listann
SVANFRÍÐUR JÓNAS-
DÓTTIR Bæjar-
stjóraefni J-listans í
Dalvíkurbyggð segir
listann skipaðan ungu
athafnafólki sem vilji
koma að stjórnum
bæjarins.
Tveir í fangageymslur Tveir gistu
fangageymslur lögreglunnar á Akranesi
vegna ölvunar og óspekta. Fjarlægja
þurfti mennina eftir að þeim var hent
út af skemmtistaðnum Café Mörk. Þeir
voru ekki sáttir við málalokin og reyndu
að komast aftur inn á staðinn. Lögreglan
var þá kölluð til, tók þá með valdi og
stakk þeim inn.
Hraðakstur í Hafnarfirði Átta öku-
menn voru teknir á of miklum hraða í
Hafnarfirði frá föstudagskvöldið og fram
að hádegi á laugardag. Þeir voru teknir
víðs vegar um bæinn.
Unglingapartí stöðvað Lögreglu-
menn stöðuðu unglingapartí í heima-
húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar
voru sex ungmenni sem öll höfðu neytt
áfengis án þess að hafa aldur til.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BORGARAFUNDUR Fjöldi fólks var á
borgarafundi sem Þjóðarhreyfingin
hélt í Háskólabíói í gær undir yfir-
skriftinni „Innrásin í Írak - ekki í
okkar nafni.“ Þrjú ár eru liðin síðan
íslensk stjórnvöld sendu stuðnings-
yfirlýsingu við innrásina í Írak.
„Vel yfir fimm hundruð manns
mættu og stemmningin var feiki-
lega góð,“ segir Ólafur Hannibals-
son hjá Þjóðarhreyfingunni. Tvær
heimildarmyndir um innrásina,
eftir Sigurð Guðmundsson mynd-
listarmann og Ara Alexander
Magnússon kvikmyndagerðar-
mann, voru sýndar á fundinum og
var þeim vel tekið að sögn Ólafs.
- eö
Fundur Þjóðarhreyfingarinnar:
Fjölmenni í
Háskólabíói
DÓMSMÁL Kristinn Rúnar Kjart-
ansson krefst þess að Hannes
Smárason, forstjóri FL Group, og
fyrirtækið greiði honum 266 millj-
ónir króna í þóknun fyrir að benda
á hagkvæmni þess að kaupa fyrir-
tækin Bláfugl og Flugflutninga.
Kristinn, Hannes og lögmaður
FL Group undirrituðu trúnaðar-
yfirlýsingu haustið 2004 þegar
Kristinn afhenti þeim ársreikn-
inga og upplýsingar um fyrirtækin
tvö. Í yfirlýsingunni stendur að
þeir ætli að greiði honum þóknun
af kaupvirðinu. Ekki var samið um
hve há hún ætti að vera en Krist-
inn krefst sjö prósenta af kaup-
verðinu, sem var tæpir fjórir millj-
arðar króna. Í tölvupósti til
Kristins segir lögmaður FL Group
að ábendingarnar hafi ekki skilað
samningi. „Í framhaldi af fundinum
okkar og trúnaðaryfirlýsingunni
þá fóru fram viðræður sem slitn-
aði upp úr, þar sem himinn og haf
var á milli manna. KB banki setti
söluferlið í gang síðar, eða 1,5-2
mánuðum eftir að fyrri umferð
kláraðist. Þannig er ég nú ekki viss
um að menn séu þeirrar skoðunar
að að þetta tvennt sé tengt,“ segir í
tölvupóstinum sem vitnað er í í
stefnunni.
Lögmaður Kristins, Sveinn
Andri Sveinsson, segir mál sem
þetta ekki hafa komið til dóms á
Íslandi áður. Í fyrradag voru sér-
fræðingar kallaðir til að meta
hverjar bætur Kristins ættu að
vera. Ekki náðist í Hannes. Krist-
inn vildi ekki tjá sig. - gag/- mh
Trúnaðarupplýsingar um fjárfestingatækifæri:
FL Group borgi 266 milljónir
FORSTJÓRI FL GROUP Hannesi Smárasyni
hefur verið stefnt. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
STYRKVEITING „Við ákváðum að gera
þetta núna vegna þeirrar hlýju og
velvildar sem
við höfum fengið
frá almenningi á
undanförnum
árum og í þess-
ari baráttu sem
við höfum verið,“
segir Jóhannes
Jónsson í Bónus
um þrjú hundruð
milljóna króna
gjöf Bónus-
fjölskyldunnar til
Barnaspítala
Hringsins.
„Það er fólkinu í landinu að þakka
að viðskipti okkar hafa blómstrað á
þessu tímabili við vildum sýna
þakklæti okkar í verki. Við höfum
styrkt spítalann í mörg ár en þetta
er stærsta gjöfin sem við höfum
gefið hingað til.“ - eö
Bónus styrkir barnaspítalann:
Með þakklæti
til þjóðarinnar
JÓHANNES JÓNSSON
Er þjóðinni þakklátur
fyrir stuðninginn.
DANMÖRK Eftir að staðfest var að
fuglaflensutilfellið sem fannst í
Danmörku er af þeim stofni sem
óttast er að geti sýkt menn hafa
yfirvöld boðað hertar aðgerðir. Er
nú til umræðu að kalla út heima-
varnalið landsins til að hreinsa tíu
kílómetra strandlengju á svæðinu
þar sem sýkta fuglshræið fannst.
Í frétt á vefsíðu Politiken
kemur einnig fram að fuglabændur
í nágrenninu ráðgeri að slátra
öllum ungum á búum sínum. - ks
Viðbrögð vegna fuglaflensu:
Heimavarnar-
liðið á verði
Skotbardagi Til skotbardaga kom við
Hæstarétt Spánar í Madríd á föstudag.
Enginn særðist en einn maður var hand-
tekinn. Að sögn fjölmiðla þar í landi
ætlaði maðurinn að skjóta sér leið inn í
bygginguna.
SPÁNN