Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 6
6 19. mars 2006 SUNNUDAGUR SJÁVARÚTVEGSMÁL Karfaveiðar munu í ár dragast saman um sautján prósent eða í 28.610 lestir miðað við aflaheimildir frá árinu 2005, þetta kemur fram í reglugerð sjávarút- vegsráðherra. Ástæða samdráttarins er sam- komulag sem náðist á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) sem fór fram í nóvember síðastliðnum. Samkomulagið var að NEAFC myndi lækka heildaraflamark sitt út 75.200 lestum í 62.416 eða 17 pró- sent og munu aðildarríkin draga úr veiðum sínum sem því nemur. - sts Veiðiheimildir lækkaðar: Karfaveiðar dragast saman BAUGSMÁL Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, neitar að tjá sig um dóm héraðs- dóms í Baugs- málinu og vísar alfarið á Sigurð Tómas Magnús- son, settan sak- sóknara í mál- inu. „Málið er enn til meðferð- ar og í höndum Sigurðar Tómas- ar Magnússonar. Það er óviðeig- andi ég sé að tjá mig um málið,“ sagði Jón. Héraðsdómur sýknaði fyrr í vikunni alla ákærðu í Baugsmálinu en Jón H. B. Snorrason sagði sig frá málinu þegar það var fyrir dómi. - mh Dómur í Baugsmálinu: Jón neitar að tjá sig um dóm JÓN H.B. SNORRA- SON Telur óviðeig- andi að tjá sig. 300 handteknir Spænska lögregl- an segist hafa handtekið nærri 300 Rúmena í tengslum við ofbeldisfull rán, eiturlyf og vændi. Fólkið var flest hand- tekið á Spáni, en fjórtán þeirra voru teknir höndum í Rúmeníu. SPÁNN VINNUSLYS Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnuslysa hér á landi árlega sé allt að þrefalt meiri en opinberar tölur gefa til kynna og sé það rétt eru þau í raun litlu færri en árleg slys í umferðaróhöppum. Þetta er mat Kristins Tómassonar, yfirlæknis Vinnueftirlits ríkisins, sem hefur tekið saman lista yfir algengustu vinnuslys á landinu síð- ustu tíu árin. Samkvæmt þeim lista eru störf í byggingariðnaði hættulegustu störf sem unnin eru hérlendis en rúm- lega 1.700 slys hafa verið tilkynnt í þeim geira síðustu tíu árin. Þar af eru tólf banaslys. Er það töluvert hærra hlutfall en í málm- og skipa- smíði. sem er sú grein er næst kemur með alls tæplega 1.100 slys á sama tímabili. Alls verða því 122 vinnuslys í byggingariðnaði ár hvert að meðaltali en vinnuslys teljast öll þau slys er leiða til fjar- vistar lengur en einn dag eða eru það alvarleg að varanlegt heilsu- tjón hlýst af. Alls hafa 10.389 vinnuslys verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins frá árinu 1995 til loka síðasta árs, rúm- lega þúsund slys árlega. Það er þó í hróplegu ósamræmi við tölur úr Slysaskrá Íslands en þar eru skráð tæplega fimm þúsund vinnuslys árið 2004 eingöngu. Skýringar á þessu segir Krist- inn liggja að hluta til í skilgreining- um Vinnueftirlits á því hvað sé vinnuslys og hvað ekki en einnig sé pottur brotinn víða hjá minni fyrir- tækjum sem ekki hirða um að til- kynna um minniháttar slys. „Það verða mörg minniháttar slys innan fyrirtækja sem þó valda því ekki að viðkomandi er fjarverandi frá vinnu og slík tilvik þarf ekki að til- kynna, en einnig er talsvert um að hjá einyrkjum og minnstu fyrir- tækjunum sé alls ekki tilkynnt um nein slys og geta ástæður þess verið margvíslegar.“ Athyglisvert er að slysum fækkar í þungaiðnaði síðustu árin en slysatíðni hefur löngum þótt há í þeim greinum. Átak hefur verið gert í slysavörnum á þeim vett- vangi, sem skilar sér í lægri tíðni slysa, og skoðar Vinnueftirlit ríkis- ins nú leiðir til að fækka slysum í byggingariðnaði með sama hætti með það að grundvallarmarkmiði að vinnustaðir verði slysalausir með öllu. albert@frettabladid.is UNNIÐ Í NÝBYGGINGU Rúmlega tíu þúsund vinnuslys hafa verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins frá árinu 1995 til loka síðasta árs. Það er í ósamræmi við tölur úr slysaskrá Íslands er þar voru skráð tæplega fimm þúsund vinnuslys árið 2004 eingöngu. Flestir slasast í byggingarvinnu Vinnuslys eru mun algengari en tölur Vinnueftirlitsins gefa til kynna en sam- kvæmt þeim verða 122 slys í byggingariðnaðnum árlega. Yfirlæknir Vinnueftir- litsins telur að slys séu allt að þrefalt fleiri en opinberar tölur gefi til kynna. VIÐSKIPTI Mikill hagnaður varð á rekstri Félagsbústaða á síðasta ári sökum mikillar hækkunar á fasteignaverði. Félagið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og rekur félagslegt leiguhúsnæði, skilaði 4,6 milljarða hagnaði eftir skatta samanborið við hagnað upp á 1,5 milljarð árið 2004. Matsbreytingar og söluhagn- aður fjárfestingaeigna námu 4.831 milljónum króna en 218 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins fyrir þessa liði. Tapið skýrist af auknum fjár- magnskostnaði sem kom til vegna hækkunar á verðtryggðum lang- tímalánum. Tekjur Félagsbústaða hækk- uðu um níu prósent á milli ára vegna hækkana á leiguverði og fjölgunar íbúða á árinu. Félagið keypti 74 íbúðir árið 2005 en seldi 24. Á þessu ári er ráðgert að fjölga íbúðum um 193, þar af eru áætluð kaup á 124 þjónustuíbúðum fyrir aldraða. - eþa FÉLAGSBÚSTAÐIR HAGNAST Hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu skilaði Félagsbústöðum miklum hagnaði á síðasta ári. Félagsbústaðir, sem reka félagslegt leiguhúsnæði, skila methagnaði: Græddu 4,6 milljarða VINNUSLYS Hættulegustu atvinnugreinarnar: Byggingariðnaður 1723 Málm- og skipasmíði 1084 Fiskiðnaður 907 Flutningastarfsemi 725 Matvælaiðnaður 693 Opinber stjórnsýsla 689 Opinber þjónusta 529 Póstþjónusta 411 Heildverslun 341 Ál- og járnblendi 307 *tilkynnt slys til Vinnueftirlitsins 1995 - 2006 KJARAMÁL Þeir 55 starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur sem eru í verkalýðsfélaginu Eflingu lýsa yfir furðu sinni á vinnubrögðum vinnuveitanda síns við gerð kjara- samnings milli þeirra. Samninga- viðræður hvorki gangi né reki en samningar runnu út í október. „Þrátt fyrir að nú séu liðnir þrír mánuðir frá því að gengið var frá kjarasamningi við borgina hafa engar alvöru viðræður átt sér stað af hálfu fyrirtækisins,“ segir í ályktun fjölmenns fundar starfsmannanna frá því á mið- vikudag. Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjaramála hjá Eflingu, segir að ekki hafi verið fundað frá því að forsvarsmenn Orkuveitunnar vildu fella niður símenntunar- flokka og setja alla í efsta flokk. Þessum flokkum hafi hins vegar verið fjölgað úr fjórum í sex í samningum við borgina. Hug- myndir vinnuveitandans hafi leitt til þess að fólk með mikla starfs- reynslu hafi ekki hækkað í laun- um. Skúli Waldorff, starfsmanna- stjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir hugmyndina hafa verið að einfalda launakerfið þar sem í því sé einnig gert ráð fyrir launa- hækkunum eftir lífaldri. Hann bendir á að tvo þurfi til þess að ná samningum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær deilendur funda næst. - gag Félagsmenn Eflingar sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur eru samningslausir: Engar viðræður í þrjá mánuði ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Eflingarfólk innan Orkuveitunnar hefur verið án kjarasamn- ings frá því í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Í kjölfar úrskurðar danska ríkissaksóknarans um að Jótlandspósturinn hafi ekki brotið lög með Múhameðsteikningunum hefur málinu verið skotið til mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Að kærunni standa 27 samtök múslima. Í fréttatilkynningu frá samtökunum í gær kemur fram að þau telji að ríkissaksóknari hafi ekki tekið tillit til mannrétt- indasamþykkta Sameinuðu þjóð- anna og því sé þessi leið farin. Samtökin segja líklegt að ein- staklingar í Danmörku kæri myndbirtingarnar á næstu miss- erum. - ks Múhameðsteikningar: Samtök múslima kæra KJÖRKASSINN Ertu sátt(ur) við að Varnarliðið fari úr landi? Já 65% Nei 35% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgistu með Formúlu 1 kapp- akstrinum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.