Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 www.apollo.is • 5 100 300 Bónus-ferðir okkar til Kanarí hafa rokið út! Páska-bónusinn er síðasti bónusinn okkar til Kanarí í vetur. Páska-bónus Verðflokkar Í boði eru 4 verðflokkar og ákveðinn fjöldi sæta í hverjum flokki. Fyrst bókast sæti í ódýrasta verðflokknum, næst í þeim næst ódýrasta og svo koll af kolli uns öll til- boðssætin eru bókuð. Verðflokkur 1: 19.900 kr. Verðflokkur 2: 23.400 kr. Verðflokkur 3: 26.900 kr. Verðflokkur 4: 29.990 kr. Aukagjald fyrir einbýli: 8.000 kr. Gisting Við tryggjum þér íbúð/herbergi án fæðis á hóteli í gæðaflokki 2+ (með sundlaug) í einum af sólarbæjunum á suðurströnd Gran Canaria. Nafn gististaðar verður gefið upp við komu til Gran Canaria. Ef bókuð eru fleiri en eitt herb./íbúð má tryggja að ferðafélagar lendi a sama gististað með auka- gjaldi, 2.500 kr. á mann. Innifalið Innifalið er flug og flugvallarskattar, ferðir til og frá flugvelli á Gran Canaria, gisting í tvíbýli/þríbýli án fæðis og íslensk fararstjórn. Bókun Ódýrast og fljótlegast er að bóka á netinu, www.apollo.is, en einnig má bóka á söluskrifstofunni gegn 2.500 kr. bókunar- gjaldi á mann og að því gefnu að tilboðssætin seljist ekki upp á netinu fyrir þann tíma. Greiðsla Greiða skal upp ferðakostnað um leið og bókun fer fram. Ferðaskilmalar Um ferðirnar gilda ferðaskilmálar okkar sem liggja frammi á heimasíðunni, www.apollo.is, með þeim undantekningum sem fram koma að ofan. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasíða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Kanarí 19.900 Vikuferð 29. mars frá aðeins Bókaðu strax!www.apollo.is Fyrstir koma - fyrstir fá! Austantjaldslöndunum fyrrverandi þótti einna eftirsóknarverðast við aðild að Evrópusambandinu. En þeim þótti öryggi ESB-aðildar ekki nægjan- legt, heldur lögðu áherzlu á að fá aðild að NATO líka. Rifja má upp að í stjórnarskrársátt- mála ESB, sem óvíst er hvort komist í gildi eftir að Frakkar og Hollend- ingar höfnuðu honum í þjóðarat- kvæðagreiðslum í fyrra, er sérstakt samstöðuákvæði þar sem kveðið er á um samstöðuskyldu aðildarríkjanna ef eitt þeirra eða fleiri verða fyrir áfalli á borð við hryðjuverk, meiriháttar umhverfisslys eða náttúruhamfarir. Fullyrða má að slík samstöðuskylda sé nú þegar fyrir hendi í ESB-samstarfinu, þótt ekki sé kveðið á um það í sátt- málabókstaf enn sem komið er. En einmitt vegna þess að þessi réttindi eru ekki skilgreind í neinum sáttmálabókstaf er líka útilokað að semja um aukaaðild að þeim, líkt og Ísland á aukaaðild að innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn. Richard Wright, einn framkvæmda- stjóra erlendra stjórnmálasamskipta framkvæmdastjórnar ESB, átti viðdvöl hér á landi í vikunni. Hann tjáði Morgunblaðinu að viðbrögð við brotthvarfi bandaríska varnarliðsins frá Íslandi væri mál sem varðaði Ísland, Bandaríkin og NATO. „Í þessu sambandi er það ekki hlutverk ESB að tryggja sameiginlegar varnir Evrópu,“ sagði hann. Væri Ísland í ESB kynni þetta að horfa öðruvísi við. En það margþætta Evrópusamstarf sem Ísland tekur þátt í, Schengen- samstarfið ekki sízt sem og þátttaka Íslands í friðargæzluverkefnum, hefur fært Ísland nær Evrópu, einnig í öryggismálatilliti. Nú á eftir að reyna á það að hve miklu leyti evrópskir bandamenn geta fyllt í skarðið sem bandarísku bandamennirnir skilja eftir við brotthvarf Varnarliðsins. Evrópusambandið hefur hægt og bítandi verið að koma sér upp eigin stefnu í öryggis- og varnar- málum frá því járntjaldið féll og fylla þurfti upp í það öryggis- pólitíska tómarúm sem þá skapað- ist í álfunni. Flest aðildarríki Evrópu- sambandsins eru jafnframt aðilar að Atlantshafsbandalaginu og treysta sem slík á hernaðarmátt Bandaríkjanna sem veigamikinn þátt í eigin landvörnum. Flest hafa þau viljað halda eiginlegum örygg- is- og varnarskuldbindingum innan veggja NATO og utan við Evrópusambandssamstarfið. Innan ESB eru líka ríki sem kosið hafa að standa utan hernaðar- bandalaga, svo sem Írland, Austur- ríki, Svíþjóð og Finnland, og það veldur því enn fremur að Evrópu- sambandið er varkárt í stefnu- yfirlýsingum á þessu sviði. Stefnan verður sýnileg Þó hefur nokkrum sýnilegum áföngum verið náð að mótun sam- eiginlegrar öryggis- og varnar- málastefnu ESB. Frá því á leiðtogafundinum í Nice í árslok 2000 hefur Evrópusambandið áskilið sér rétt til að taka ákvarð- anir um aðgerðir í nafni þessarar stefnu - svo sem að senda hermenn til friðargæslu eða jafnvel til að stilla til friðar á átakasvæði utan sambandsins - óháð því hvað NATO hygðist gera. Árið áður, 1999, var ákveðið að koma í áföngum á fót svonefndu hraðliði, sem skipað skyldi 60.000 hermönn- um. Hugmyndin var sú að ESB- ríkin gætu sent þetta hraðlið með skömmum fyrirvara til að gegna verkefnum á svæðum þar sem þau væru sammála um þörfina á slík- um aðgerðum. Með þessu hefur ESB yfirtekið flest það sem áður voru skilgreind hlutverk Vestur-Evrópusambands- ins, VES, burtséð frá ákvæðinu um að árás á eitt aðildarríki sé sjálfkrafa álitin árás á þau öll. Vestur-Evrópu-sambandið var svo að segja leifarnar af tilraun frá sjötta áratugnum til að koma á evrópsku varnarbandalagi undir forræði Frakka. Ísland átti sem evrópskt NATO-ríki aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, og er starfssvið þess var fært inn í Evr- ópusambands-samstarfið í kjölfar gildistöku Amsterdam-sáttmálans árið 1999 sóttust íslensk stjórn- völd eftir því að tengjast því sam- starfi áfram. Í sameiginlegri ályktun ESB og NATO um evr- ópska öryggis- og varnarmála- stefnu (ESDP), sem samþykkt var í desember 2002, er skýrt gefið til kynna að ESB óski þess að evr- ópsku NATO-ríkin utan ESB komi sem mest að aðgerðum í nafni hinna nýju stefnu. Norðmenn, sem eins og Íslendingar eru NATO- þjóð utan ESB, hafa gengið mun lengra í að tengjast þessu sam- starfi. Þeir leggja meira að segja til hermenn í evrópska hraðliðið, en þeir munu þjóna í norrænni herdeild sem Svíar fara fyrir. Atlantshafssamstarfssinnar Jafnvel þótt komast þurfi að niðurstöðu um ýmis mál áður en unnt reynist að virkja ákvæði sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB bendir flest til þess að þróun stefnunnar á komandi árum muni að miklu leyti verða komin undir því hvernig aðildarríkjunum gengur að samhæfa ólíka hagsmuni sína og mismikinn pólitískan vilja til aðgerða á þessu sviði. Þótt aðildar- ríkin hafi ítrekað lýst sig sam- þykk því að stefnt skuli að því að auka hæfni sambandsins til að tala einni röddu hefur reynslan sýnt að öllu erfiðara er að hrinda þessu í framkvæmd þegar um umdeild mál er að ræða. Klofning- urinn sem varð milli ESB-ríkjanna í afstöðunni til hernaðaríhlutunar í Írak er dæmi um mál þar sem sambandinu mistókst að ná sam- eiginlegri afstöðu. Í kjölfarið reyndi kjarninn úr stofnríkjahópi Evrópusambandsins - Frakkar, Þjóðverjar, Lúxemborgarar og Belgar - að gera átak í að efla öryggis- og varnarmálasamstarf í nafni ESB, en önnur Atlantshafs- samstarfssinnaðri aðildarríki sambandsins fylgdu þeim ekki út á þá braut. audunn@frettabladid.is Hvað er ESB að gera í öryggis- og varnarmálum? Vísir að sameigin- legri varnarstefnu ESB-HERLIÐ Liðsmenn ESB-herliðsins í Bosníu, EUFOR, halda á þjóðfánum landa sinna við athöfn í Sarajevo í desember síðastliðnum. Í nafni sameiginlegrar öryggis- og varnarmála- stefnu hefur ESB komið upp 60.000 manna hraðliði. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.