Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 12
19. mars 2006 SUNNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Með nokkrum sanni má segja að staða sjávarútvegs hafi breyst í veigamiklum atriðum á allra síðustu árum. Ein er sú að hlutur greinarinnar í þjóðarbúskapnum er mun
minni en áður var. Í samræmi við þá staðreynd heyrast nú ýmis-
leg viðhorf úr röðum forystumanna atvinnugreinarinnar sem
fyrrum voru nær óhugsandi. Nýjar aðstæður kalla eðlilega á ný
viðhorf.
Sú var tíð að á engan mann í íslensku atvinnulífi var hlustað
meir en formann LÍÚ. Það hefur breyst eins og allt annað. En
það má ekki verða til þess að menn leggi alls ekki við hlustir
þegar talsmenn þessarar atvinnugreinar kveðja sér hljóðs. Verð-
mætasköpunin í landinu er þrátt fyrir allt ekki einvörðungu fólg-
in í bankastarfsemi og hlutabréfaviðskiptum.
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifaði grein í
Fréttablaðið í liðinni viku til varnar Valgerði Sverrisdóttur iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra. Einhvern tíma hefðu það þótt óhugs-
andi tíðindi. Tilefnið var þær árásir sem ráðherrann sætti vegna
hugleiðinga sinna um upptöku evru í stað krónu. Nú eru aðstæð-
ur með þeim hætti að fulltrúar ólíkra atvinnugreina geta hugsað
á svipuðum eða sömu nótum um efni sem þetta.
Í grein sinni segir Friðrik Arngrímsson: „Íslensk fyrirtæki í
sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafa liðið fyrir allt of
sterkt gengi krónunnar. Þá hafa miklar sveiflur á gengi krón-
unnar á undanförnum árum gert fyrirtækjunum erfitt fyrir.“
Þetta eru einföld og skýr skilaboð þó að þau séu ekki ný af nál-
inni. Lykilatriðið er ósk um meiri efnahagslegan stöðugleika. Er
hægt að fara aðrar leiðir til þess að ná meiri árangri í þeim
efnum en tekist hefur á undanförnum árum?
Framkvæmdastjórinn hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að
ekki megi blása á málefnalegt framlag til þeirrar umræðu. Nú
er það svo að einhliða upptaka evru er ekki raunhæfur kostur.
Hugleiðingar þar um geta eigi að síður verið málefnalegar. En
hvað sem því líður má ekki sópa vandanum varðandi óstöðug-
leika krónunnar undir teppið. Hann þarf að brjóta til mergjar
með langtíma sjónarmið í huga.
Sjávarútvegurinn býr við þær aðstæður að laun sjómanna
ráðast af afurðaverði og eru þannig með óbeinum hætti tengd
gengi krónunnar gagnvart viðskiptagjaldmiðlunum. Með hæfi-
legri einföldun má því segja að útgerðin sé að hluta evrutengd.
Sennilega væri útgerðin löngu strönduð ef hún hefði ekki inn-
byggða aðlögun að þessu leyti. Aðrar samkeppnisgreinar eru
verr settar.
Allt er þetta spurning um aga í hagkerfinu. Óhætt er að full-
yrða að með meiri aga í kjarasamningum, ríkisfjármálum og
peningamálum hefði mátt tryggja meiri stöðugleika og minni
viðskiptahalla. Með upptöku evru yrði sá agi ekki valkvæður.
Agaleysi í kjarasamningum gæti þannig leitt til atvinnuleysis.
Eru menn tilbúnir að lúta þeim aga utan frá sem þeir hafa ekki
verið tilbúnir að beita sig að eigin frumkvæði?
En hér er einnig að ýmsu öðru að hyggja. Ópólitísk erlend
fjárfesting í landinu er af skornum skammti. Óvissan um stöð-
ugleika krónunnar er ein af ástæðum þess. Á þessu þarf að verða
breyting.
Það er því rétt hjá framkvæmdastjóra LÍÚ að hér eru meiri
hagsmunir í húfi en svo að drepa megi umræðunni á dreif þó að
lausnin liggi ekki endilega á borðinu eins og sakir standa.
Fyrir áttatíu og fimm árum eða
svo var ort að risin væri elding
þess tíma sem fáliðann virti.
Heimslífið sjálft var tafl hins
glöggeygða gests og gæfan ráðin
ef leikið var rétt. Og hví skyldu
Íslendingar, upp til hópa greindir
og skemmtilegir, ekki eiga fullt
erindi á það risaskákmót?
Árangurinn var reyndar glæsi-
legur. Á örfáum áratugum breytt-
ist Ísland úr einu fátækasta ríki
álfunnar í eitt það allra ríkasta í
heimi. Alþjóðleg viðskipti lögðu
grunninn að auðlegð Íslands, auð-
lindum og mannauð var komið í
verð á erlendum mörkuðum og
allt í einu áttum við góð hús, vegi,
skóla, spítala og nú síðast flat-
skjái.
Það er því ekki skrítið að flest-
ir Íslendingar líta hnattvæðingu
viðskiptalífsins jákvæðum
augum. Tækifærin eru alls stað-
ar, hinn glöggeygði gestur þarf
ekki að hafa stórþjóð sér að baki
til að ná árangri. Lífskjarabylt-
ingin undanfarinn áratug og hálf-
an er til vitnis um að séu aðstæð-
ur réttar í hagkerfinu nýti
einstaklingarnir tækifærin sem
gefast, bæði heima og heiman.
Alþjóðavæðing viðskiptalífsins
er okkur því mjög mikilvæg,
hagsmunir okkar krefjast frjálsra
viðskipta á sem flestum sviðum.
Mörgum er tamt að líta svo á
að hnattvæðingin verði ekki
stöðvuð, hún sé einhvers konar
óstöðvandi lest, æðandi á beinu
spori. Því miður geymir nýliðin
saga lexíu um að ekki þarf allt að
vera sem sýnist í þessum efnum.
Við upphaf tuttugustu aldar voru
heimsviðskiptin sem hlutfall af
heimsframleiðslunni síst minni
en nú er. Styrjaldir, kreppa og
verndarstefna knésettu frjáls
viðskipti á milli þjóða. Ég ætla
ekki að fara að spá slíkri óáran,
en það eru þó nokkur atriði sem
vert er hugleiða þegar spáð er í
hvað er framundan á þessum
vettvangi.
Ójafnvægi milli hagkerfa heims-
ins
Bandaríkin eru nú sem fyrr afl-
vaki heimsviðskiptanna. Hagkerfi
þeirra er til dæmis sex sinnum
stærra en hagkerfi Kína. Í þessu
samhengi veldur það nokkrum
áhyggjum hversu mikill viðskipta-
halli Bandaríkjanna er nú orðinn.
Reyndar er hallinn einn og sér
ekki stórvægilegt vandamál. Svo
lengi sem Bandaríkin laða að sér
erlenda fjárfestingu og þeim tekst
að fjármagna hallann þá gengur
þetta upp. Vandinn kann að verða
sá að þjóðir sem hingað til hafa
sparað mjög mikið eins og Kín-
verjar muni byrja að auka neyslu
sína og draga úr sparnaði. Kín-
versk stjórnvöld hafa nú þegar
hleypt af stokkunum áætlunum
sem miða að því að auka neyslu
landsmanna. Gangi slíkt eftir og
ef sama gerist í fleiri „sparnaðar“
löndum eins og Þýskalandi, þá
verður sú spurning áleitin hvernig
Bandaríkin takast á við viðskipta-
hallann.
Þjóðleg verndarstefna
Annað sem veldur áhyggjum er að
nú eru háværari raddir en áður
sem tala fyrir einhvers konar
þjóðlegri verndarstefnu í við-
skiptalífinu. Í Bandaríkjunum
hefur þessi umræða verið tengd
meðal annars öryggissjónarmið-
um. Nýsamþykkt bann við því að
fyrirtæki frá Dubai ræki hafnar-
þjónustu og harðnandi tónn í garð
kínverskra viðskiptahagsmuna
eru dæmi um stefnumörkun sem
er hnattvæðingu ekki í vil. Sama
gildir um ýmsa evrópska stjórn-
málamenn. Ótti við samruna fyrir-
tækja þvert á landamæri er til
dæmis áberandi. Einnig kemur
ekki á óvart hversu illa gengur að
afla stuðnings við þjónustutilskip-
un ESB. Þar er um að ræða grund-
vallaratriði þegar kemur að við-
skiptafrelsi milli landa ESB.
Átök trúarbragða
Trúarbragðadeilur setja sífellt
meiri svip á alþjóðastjórnmál.
Skopmyndateikningarnar dönsku
eru til dæmis birtingarmynd djúp-
stæðs ágreinings og ólíkrar lífs-
sýnar mismunandi menningar-
samfélaga. Ástandið í
Mið-Austurlöndum er og verður
um nánustu framtíð ótryggt og
ekki vafi á að það mun hafa skað-
leg áhrif á heimsviðskiptin. Stríðs-
rekstur hvers konar er alltaf vond-
ur þótt stundum verði hann ekki
umflúinn. Það er kvíðvænlegt ef
þróun mála í Íran fer úr böndum
og alþjóðasamfélagið neyðist til
að grípa til hernaðaraðgerða til að
koma í veg fyrir kjarnorkuvopna-
væðingu landsins. Ef hernaður í
Íran bætist við hernaðaraðgerðir í
Afanistan og Írak er ekki von á því
að það dragi úr spennunni á milli
hins múslímska heims og hins
vestræna í bráð. Aukin spenna fer
ekki vel saman við friðsamlega
verslun og viðskipti.
Kanarífuglinn
Aukning viðskipta milli þjóða er
ekki sjálfgefin. Forsendur hnatt-
væðingarinnar eru þegar á allt er
litið frekar viðkvæmar og margt
sem getur stöðvað þá jákvæðu
þróun sem hefur verið undanfarna
áratugi. Frjáls verslun og við-
skipti eru svona eins og kanaríf-
uglinn í námunni - þegar þeim
hnignar er voðinn vís.
Hnattvæðing - ekki sjálfgefin
Í DAG
HNATTVÆÐING
ILLUGI
GUNNARSSON
Aukin spenna fer ekki vel
saman við friðsamlega verslun
og viðskipti.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Nýjar aðstæður kalla á ný viðhorf:
Óhætt að leggja
við hlustir
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Halldór þarf að svara
Undanfarið hafa augu flestra beinst að
Norðurlandi eystra þegar kemur að því
hvar næsta álver eigi að rísa. Svo gæti
farið að það breytist á næstu vikum.
Suðurnesjamenn hafa lengi barist fyrir
því að fá álver en nú þegar ljóst er að
Varnarliðið, stærsti vinnuveitandinn á
svæðinu, er á leið af
landi brott liggur
ljóst fyrir að þörf er
á nýjum atvinnu-
tækifærum fyrir
þann fjölda fólks
sem mun missa
starfið á næstu
mánuðum. Hall-
dór Ásgrímsson
forsætisráðherra
verður á morgun
til svara á
opnum fundi A-listans í Reykjanesbæ.
Listinn er sameiginlegt framboð Fram-
sóknarflokks, Samfylkingar og óflokks-
bundinna til sveitarstjórnarkosninganna
í vor. Það er alveg ljóst hvað brennur
á bæjarbúum um þessar mundir og
mun Halldór þurfa að koma með skýr
svör á fundinum. Spurningin er hvort
brotthvarf Varnarliðsins réttlæti sértækar
aðgerðir. Hvort næstu álversfram-
kvæmdum verði stýrt á Suðurnesin.
Vandi Björns Inga
Flestir sem fylgjast með borgarpólit-
íkinni vita að Framsóknarflokkurinn
á í miklum vanda. Hann mælist vart
í skoðanakönnunum og á Björn Ingi
Hrafnsson, sem leiðir listann, mikið
verk fyrir höndum. Björn Ingi virðist
hins vegar vera uppteknari af vanda
sjálfstæðismanna í borginni en síns
eigin flokks. Á heimasíðu sinni gerir
hann mikið úr því að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé nú úrkula vonar um að
ná hreinum meirihluta í borginni og
muni halla sér að F-listanum til þess
að komast bakdyramegin til valda.
Vitnar Björn Ingi í stjórnmálaskýringar
höfundar Staksteina í Morgunblaðinu
þessu til sönnunar. Það er í raun ekki
óeðlilegt að Björn Ingi hafi áhyggjur
af þessu því ýmislegt
bendir til þess að ef
F-listinn nái manni
inn verði það á
kostnað Fram-
sóknarflokksins.
Björn Ingi muni þá
ekki komast inn í
Ráðhúsið.
trausti@frettabladid.is