Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 14
19. mars 2006 SUNNUDAGUR14
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
ARTHUR JAMES BALFOUR
(1848-1930) LÉST ÞENNAN DAG
„Ég fyrirgef aldrei,
heldur gleymi alltaf.“
Balfour var forsætisráðherra
Bretlands og lofaði Gyðingum
heimalandi í Palestínu með
Balfour-yfirlýsingunni 1917.
Þennan dag árið 1831 var Edward
Smith fyrsti maðurinn í sögu
Bandaríkjanna til að ræna banka.
Smith var enskur innflytjandi
sem vantaði skjótunninn gróða.
Bankinn sem varð fyrir barðinu á
honum hét The City Bank og var
við Wall Street en forsvarsmenn
bankans söknuðu eðlilega mjög
245.000 dollaranna sem Smith
hafði á brott með sér.
Ræninginn lék þó ekki lausum
hala lengi og var handsamaður
af lögreglunni stuttu eftir ránið.
Stærstum hluta peninganna
var því skilað aftur í fjárhirslur
bankans en Smith fékk að dúsa
í fimm ár við erfiðisvinnu í Sing
Sing-fangelsinu fyrir vikið.
Smith tilheyrir því stærstum
hluta ræningja sem fetað hafa
í fótspor hans en einungis einn
af hverjum sex bankaræn-
ingjum kemst undan án þess
að mál hans sé upplýst.
Óhætt er að segja að Smith
hafi opnað flóðgáttir en síðan
honum mistókst hafa margir
menn, stórir og smáir, reynt
fyrir sér í bankaránum. Engar
opinberar tölur eru til um fjölda
bankarána í heiminum en til
viðmiðunar er talið að á hverju
ári séu gerð um þrjú þúsund
bankarán í Los Angeles-borg
einni saman.
ÞETTA GERÐIST >19. MARS 1831
Fyrsti bankaræninginn gerir áhlaup
MERKISATBURÐIR
1908 Bríet Bjarnhéðinsdóttir
tekur til máls á bæjar-
stjórnarfundi í Reykjavík,
fyrst kvenna. Tillaga hennar
um að lagt verði fé til
sundkennslu stúlkna er
samþykkt.
1915 Reikistjarnan Plútó er
ljósmynduð í fyrsta sinn.
1922 Leikfélag Reykjavíkur heldur
upp á þrjú hundruð ára
afmæli Frakkans Molière
með hátíðarsýningunni
„Ímyndunarveikin“.
1971 Tollstöðvarhúsið í Reykjavík
er tekið í notkun með
viðhöfn enda er húsið um
fjörutíu þúsund rúmmetrar
að stærð.
2003 Ráðist er inn í Írak af
herliði Bandaríkjamanna og
staðföstum bandamönnum
þeirra.
Mikill fjöldi Skaftfellinga kemur
saman í Breiðholtskirkju í dag. Tilefn-
ið er svokölluð Skaftfellingamessa
sem er hugarsmíð séra Gísla Jónasson-
ar sóknarprests í Breiðholtskirkju en
hugmyndin með henni er að hóa saman
Skaftfellingum, brottfluttum sem
aðfluttum, í eina stóra messu.
„Þetta er gamall draumur minn að
rætast,“ segir séra Gísli sem hefur
borið hugmyndina að Skaftfellinga-
messunni í maganum í þónokkurn
tíma. Hann þjónaði í Vík í tæp sex ár
og svo skemmtilega vill til að hinn
presturinn sem þjónar í Breiðholts-
kirkju, séra Bryndís Malla Elídóttir,
var prestur á Kirkjubæjarklaustri.
„Við Bryndís hrintum síðan hugmynd-
inni í framkvæmd, höfðum samband
við söfnuðina fyrir austan og alla
presta sem hafa þjónað þar.“ Þótt allir
prestarnir hafi ekki séð sér fært að
mæta fengu Gísli og Bryndís fimm
presta til liðs við sig sem koma til með
að þjóna með þeim við messuna.
Prestarnir eru langt frá því að vera
það eina skaftfellska við messuna þar
sem tónlistarflutningur verður í hönd-
um Söngfélags Skaftfellinga sem syng-
ur ásamt meðlimum úr kirkjukórum
Kirkjubæjarklausturs- og Víkurpresta-
kalla. Organistarnir koma einnig að
austan en fá liðstyrk frá Keith Reid
organista í Breiðholtskirkju. „Þegar
messan er búin ætlum við hafa kaffi á
eftir þar sem kórinn mun halda áfram
að syngja,“ segir Gísli. „Messan og
kaffið eru eiginlega hugsuð sem dálítil
hátíð fyrir Skaftfellinga,“ segir hann
og bætir við að hann vonist til að þetta
verði ekki í eina sinnið sem Skaftfell-
ingamessa er haldin í Reykjavík. „Ég
sæi gjarnan að þetta væri reglulegt en
það er ekkert búið að móta það. Svo
væri hægt að sjá fyrir sér að það væri
farið austur og haldnar hátíðir.
Þótt messan sé að þessu sinni bund-
in við vestursýsluna má segja að starf
Skaftfellinga utan Reykjavíkur sé
alveg sérstakt. „Ég var að heyra í konu
sem hafði verið í Rangæingakórnum
sem var mjög öfundsjúk yfir því hvað
Skaftellingarnir eru duglegir að skipu-
leggja uppákomur,“ segir Gísli og hlær.
Reyndar er Gísli sjálfur ekki fæddur í
Skaftafellssýslu en bjó þar þegar hann
var ungur. „Ég er nú bara fæddur í
Reykjavík eins og hálf þjóðin en átti
heima í Vík í níu ár þegar pabbi minn
var prestur þar.“ Hann segir að vel
hafi verið tekið á móti honum þegar
hann sneri aftur til Víkur, þá orðinn
prestur sjálfur, enda séu Skaftfelling-
ar gott fólk fólk. „Við eigum enn mikið
af vinum í Vík,“ bætir hann við.
Óhætt er að hvetja Skaftfellinga til
að fjölmenna í messuna, sem hefst
klukkan 14.
SÉRA GÍSLI JÓNASSON: SKAFTFELLINGAMESSA Í BREIÐHOLTSKIRKJU
Gamall draumur rætist
SÉRA GÍSLI JÓNASSON Var prestur í Vík í Mýrdal og skipuleggur Skaftfellingamessu ásamt starfssystur
sinni, séra Bryndísi Möllu Elídóttur, sem þjónaði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AFMÆLI
Jakobína Hólm-
fríður Árnadóttir
heilsusálfræðingur
er 29 ára.
Valgerður Matthí-
asdóttir (Vala
Matt) arkitekt og
sjónvarpskona er
53 ára.
Leoncia India
Martin (Leoncie)
söngkona er 53
ára.
Friðrik Pálsson
hótelhaldari er
59 ára.
Sigurður Björns-
son óperusöngvari
er 74 ára.
Sindri Páll Kjart-
ansson kvikmynda-
gerðarmaður er
31 árs.
Björgólfur Thor
Björgólfsson
umbreytingafjár-
festir er 39 ára.
Gunnar Helgi
Kristinsson
prófessor við HÍ er
48 ára.
Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir
framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar
Amnesty Inter-
national er 52 ára.
Blokkflautukennarafélag
Íslands hélt á dögunum mót
blokkflautuleikara í Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar. Vaxandi
áhugi er á þessu merka hljóð-
færi og heppnaðist mótið vel í
alla staði.
Um sextíu blokkflautu-
leikarar á öllum aldri tóku
þátt í mótinu og leikið var á
allar fjórar tegundir blokk-
flautna, sópran-, alt-, tenór-
og bassablokkflautur. Fyrir
hádegi æfðu yngri nemendur
samspil í hópum en eftir
hádegi fengu reyndari
spilarar að spreyta sig á
flóknari verkum frá endur-
reisnar- og barokktímanum
ásamt samtímatónlist eftir
fjölmarga höfunda.
Einnig hélt Helga Sighvats-
dóttir fyrirlestur um sam-
hengi myndlistar og tónlistar
og í lok dagsins léku tuttugu
og fimm þátttakendur saman
á blokkflautur sínar. Blokk-
flautuleikararnir fóru glaðir
heim og vegna þess hversu
vel mótið heppnaðist er stefnt
að því að gera það að árlegum
viðburði hér eftir.
Blokkflautur koma saman
BLOKKFLAUTUMÓT Í HAFNARFIRÐI Um sextíu blokkflautuleikarar á öllum aldri tóku þátt í mótinu og leikið var á
allar fjórar tegundir blokkflautna, sópran-, alt-, tenór- og bassablokkflautur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigurbjörn Ólafsson
rafeindavirkjameistari, Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
20. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknarfélag Oddfellow-
reglunnar, stúku nr. 1 Ingólfs I.O.O.F. sími 562 2850.
Arnar Sigurbjörnsson Sigrún Sverrisdóttir
Rafn Sigurbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sigurður Zophaníasson
Borgarheiði 16, Hveragerði, andaðist 6. mars sl. á
Sjúkrahúsi Suðurlands. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðfinna Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.