Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 18
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR18 Viðskiptavinir Landsbankans hafa getað keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum í gegnum E*TRADE. Nú bætist Noregur við. Landsbankinn er eini bankinn sem býður upp á bein viðskipti með hlutabréf á öllum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Mikið líf hefur verið á norska markaðnum síðustu misseri og margir spennandi fjárfestingarmöguleikar í boði enda er olíuverð hátt, en það hefur jafnan góð áhrif á norska markaðnum. Margt bendir því til þess að tækifæri séu til staðar á Noregsmarkaði um þessar mundir. Með skráningu á E*TRADE í gegnum Landsbankann býðst möguleiki að nýta sér þau tækifæri beint og milliliðalaust og fá jafnframt aðgang að haldgóðum markaðsupplýsingum. E*TRADE er einfalt í notkun og allt viðmót er á íslensku. Því er ekkert til fyrirstöðu að tryggja sér aðgang að mörkuðum Norður- landanna og Bandaríkjanna með því að skrá sig á E*TRADE og byrja að nýta tækifærin. Ert þú á E*TRADE? Kynntu þér málið á landsbanki.is eða hringdu síma 410 4000. Velkominn Noregur! Á síðasta ári hækkaði Det Norske Oljeselskap (DNO) um 853% sem var mesta hækkunin á markaðnum. Markaðsverðmæti félaga í Noregi er 170.266 milljónir evra. Fjöldi fyrirtækja í norsku kauphöllinni árið 2005 var 219 og þar af voru 46 ný félög. Á morgun opnar E*TRADE fyrir vi›skipti í kauphöllinni í Osló 25 félög mynda úrvalsvísitöluna í norsku kauphöllinni. „Hver skúlptúr er einstakur,“ segir listamaðurinn og útskýrir að verk- in sín séu mótsagnakennd og hann vilji ganga fram af ímyndunar- aflinu við gerð þeirra. „Verkin snú- ast ekki um mátt eyðileggingarinn- ar, um ryðmyndun eða nostalgíu gagnvart tíma heldur eru þetta miklu frekar háþróuð verk sem á vissan hátt eru á undan sinni sam- tíð,“ Á sýningunni ber fyrir augu fjöldann allan af stálbrotum sem hefur verið raðað upp, ýmist kerf- isbundið í hálfgerð mynstur eða kaotískt inn í rými þar sem leitast er við að að endurskapa sprenging- una sjálfa. Einnig ber fyrir augu málverk og ljósmyndir, kvikmynd sem gerð var um sköpunarferli skúlptúranna og líkan af húsi sem Guðjón hyggst reisa. „Það heitir Sprungið hús,“ segir Guðjón en það leyndarmál hvar á að reisa það. Stálið lifnar við Guðjón notar kaldpressað stál í skúlptúrana. „Þetta er háþróuð nútímaafurð, stál sem notað er í byggingariðnaði og þetta efni ber á vissan hátt í sér líkinguna við mód- ernismann og við nútímann. „Áður en ég sprengi skúlptúrana er þeim raðað upp mjög kerfisbundið, í reglufast kerfi þar sem við mælum fjarlægðir upp á millimeter til þess að kalla fram sem mestar öfgar,“ segir Guðjón. Stálið er sérstaklega sterkt en má sín lítils gagnvart dín- amítinu og hamflettist á ófyrirsjá- anlegan hátt. „Skúlptúrarnir fara í gegnum ákveðið vinnuferli,“ útskýrir Guðjón en eftir spreng- ingarnar er þeim safnað saman og þeir lakkaðir. „Það glittir samt allt- af í málminn,“ segir listamaðurinn „og þú sérð óhreinindin og leifarn- ar af sprengingunni.“ Guðjón líkir vinnuaðferð sinni við ósjálfráða teikningu eða skrift. „Ég nota dínamít eins og aðrir nota penna og blað, ég nota það til að teikna og forma hluti,“ segir Guð- jón en í verkunum leyfir hann efn- inu að ráða. „Verkin eru með lág- marksstýringu þó ég skipuleggi mjög vísindalega, t.d. magn sprengiefnisins sem ég nota sem og tímann milli sprenginganna.“ Sprengingin verður síðan hvatinn sem kemur öllu öðru af stað og Guðjón segir afraksturinn bren- glaðir og afstæðari heldur en mannshugurinn gæti nokkurn tíma látið sér detta í hug. Drunur í Geldinganesi „Þetta er ákaflega skemmtilegt vinnuferli, myndlist á að vera skemmtileg,“ segir Guðjón bros- andi. „En þetta er líka ákaflega flókið mál að sprengja svona nærri byggð. Það er ekki hægt að búa til svona listaverk á mörgum stöðum í heiminum, t.d. ekki í kringum borg- ir í Evrópu eða í Bandaríkjunum. Ástandið þar er hreinlega of ótryggt. Spennan of mikil.“ Hér heima þarf líka að fara í Afsprengi arkitekts Guðjón Bjarnason, myndlistarmaður og arkitekt, hefur sprengt skúlptúrana sína síðast- liðin tíu ár en í verkum sínum vinnur hann með tómið og möguleika hins ófyrirsjáanlega. Kristrún Heiða Hauksdóttir rölti um Hafnarhúsið ásamt sprengjuglaða fjöllistamannin- um og sá sýninguna hans AFsprengi HUgsunar sem opnaði um helgina. KALDPRESSAÐ STÁL Stálið sem Guðjón notar er líka notað í byggingariðnaði en Guðjón telur það á vissan hátt bera í sér líkinguna við módernismann og við nútímann. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN „Fólk fær oftast óstöðv- andi hlátursköst í nokkrar mínútur á eftir sprengingarnar.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.