Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 63
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR24 Þegar ég var barn átti ég gífurlega erfitt með að kyngja kjöti og fiski. Var ekk- ert sérstak- lega matvönd á annan hátt: hámaði í mig ólíf- ur, reyktan lax og gæsa- lifrarkæfu enda með allt of mikinn lúxussmekk. Man þó eftir að kúgast yfir áferð á steikum og soðinni ýsu. Kjöt í dularbúningi eins og kjötboll- ur, kjúklinganaggar og fiskifingur áttu betur við mig enda fannst mér alltaf eitthvað ankannalegt við að borða dýr. Ellefu ára gerðist ég svo dýraverndunarsinni, hélt fundi með jafnmiklum nördum og mér sjálfri og eyddi öllum tíma við að rannsaka dýralíf í skógum og tjörnum úthverfa Lundúna. Náði mér í froskaegg í fötu og bjó til tjörn í garðinum heima og fylgdist með metamorfósa hala- kartna, skoðaði drekaflugnalirfur og salamöndrur, klædd grænum vað- stígvélum, drullug upp fyrir haus með háfinn í annarri hendi. David Attenborough var hetjan mín. Tólf ára gerðist ég svo meðlimur World Wildlife Fund, varð meðvituð um að mannkynið var að murka lífið út úr ótal dýrategundum um allan heim og hélt langar ræður yfir þolinmóðum foreldrum um ranglæti gagnvart ferfætlingum og þá sér í lagi hversu rangt það var að éta blessaðar skepn- urnar. Gerðist sumsé grænmetisæta í takt við tíðaranda Lundúna á þess- um árum þegar Cranks og Peta og Greenpeace voru upp á sitt besta. Flutti svo heim til Íslands fimmtán ára þar sem áhyggjufullar ömmur skildu ekki orðið VEGETARIAN . Eyðilagði öll matarboð með þessum ,,tiktúrum“ þegar allir örvæntu yfir hvað ætti eiginlega að gefa blessuðu barninu. Og grænmetisætufasinn minn leið smátt og smátt undir lok. Nútildags skammast ég mín ekki fyrir að búa til afbragðsgóða tartar- steik. Hef meiri áhyggjur af ástand- inu í Íran en hversu margar sækýr eru eftir í heiminum. Brosi þó alltaf út í annað þegar ég sé auglýsingar eins og ,,Vistvæn brúnegg úr frjáls- um hænum - hænur sem eru sælar með tilveruna,“ og kaupi þau að sjálfsögðu. STUÐ MILLI STRÍÐA Fortíð mín sem grænmetisæta ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON GERIR UPP VIÐ DÝRAHEIMINN ��������� �������� ��� ����������� �������������������� ��������� ������������������ ����������� ���������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.