Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 65
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR26 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Páll Valsson, vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, flutti um daginn varnaðarorð um þróun íslenskunnar sem víða hefur verið vitnað til og vakið hafa snarpa umræðu; og þó þetta sé bókmenntadálkur þá er nú einu sinni tungumálið lífsrými bókmenntanna einsog hafið fiskanna og vandi málsins alltaf líka vandi bókmenntanna. Ég er ekki sammála áherslum Páls. Hættan við varnaðarorð sem þessi er að maður búi sér til vígstöðu sem er óverjanleg, eða loki fyrir sér flest- um leiðum nema aftur á bak. Þýska skáldið Bertolt Brecht orðaði það svo, þegar hann deildi við róttækan félaga sinn Georg Lukacs um framsækna bókmenntastefnu um miðja síðustu öld, að Lukacs hefði tilhneigingu til að horfa til hinna gömlu góðu daga og miða allt við þá, en sjálfur vildi hann gera hina nýju vondu daga að útgangspunkti sinnar baráttu. Það er sannarlega þarft að vara við illum tilhneigingum í nútímanum, en það er ekki víst það leiði neitt nema tekið sé um leið mið af jákvæðum dráttum tíðarandans. Þessi hugsun getur átt við flesta umbótaviðleitni, þar á meðal á sviði málfars og tungutaks. En fyrirvari minn gagnvart þeim hugmyndum nær lengra. Mér vitanlega eru ekki til neinar alvöru rannsóknir á þróun íslenskrar tungu sem benda til þess að hætt verði að tala hana eftir hundrað ár; slíkar spár byggjast öðru fremur á tilfinningu. Það má að vísu gefa sér að miklar breytingar muni verða á orðaforða íslenskunnar í samræmi við gerbreytt samfélag, en hvort þær breytingar nái til sjálfs málkerfisins, og hversu róttækar þær verða, er öldungis óvíst. Nú mun að vísu hafin ítarleg rannsókn á ýmiss konar tilbrigð- um og tilhneigingum í samtímamáli, undir forystu Höskuldar Þráinssonar, og verður forvitnilegt að sjá hvað hún leiðir í ljós. Margumtöluð ensk áhrif hafa hins vegar verið rannsökuð í stóru verkefni sem Ásta Svavarsdóttir og fleiri málfræðingar hafa unnið, sem leiðir glöggt í ljós hvað breytingar af þessu tagi eru hægfara og hrakspár tilhæfulitlar. Könnuð voru svokölluð aðkomuorð, þ.e. nýleg tökuorð og ýmiss konar hráar slettur, í textum dagblaða, annars vegar frá árinu 1975, hins vegar frá árinu 2000. Þá reyndist vera um marktæka aukningu að ræða: fyrir 30 árum voru þetta um það bil 10 orð af hverjum 10 þúsund, um síðustu aldamót var sú tala komin upp í 21. En merkilegast er auðvitað hvað hlutfallið er lágt: Meðaltalið er um 17 af hverjum 10 þúsund orðum, það eru 0,2%! Verkefnið er hluti norrænnar rannsóknar sem sýnir jafnframt að hlutur aðkomuorða í íslensku er mun minni en í hinum Norðurlandamálunum, en reyndar til- tölulega lítill á öllum Norðurlöndum. Þessi rannsókn nær til tímabils þar sem ekki linnti varnaðarorðum góðra manna um enskuslettur og endalok íslenskunnar. Og svo er herinn að fara... Fyrir tæpum 200 árum taldi annar góður maður, Rasmus Christian Rask, kveða svo rammt að dönskum áhrifum að varla myndi nokkur maður í Reykjavík skilja íslensku eftir 100 ár eða svo og enginn á öllu landinu eftir 200 ár ef ekki yrði gripið í taumana; sjálfur hafði hann aðallega Heims- kringlu sem viðmið. Raunin varð sú að ekkert bendir til að íslenskan sem töluð var fyrir hundrað árum sé eitthvað lakari en sú sem töluð var í tíð Rasks. Og ég veit ekki um neinar rannsóknir sem geta staðfest að Íslending- um hafi farið eitthvað aftur í sínu tungumáli frá því um aldamótin 1900. Það er auðvelt að draga fram ótal ambögur og málvillur sem nú má sjá í skrifum manna á opinberum vettvangi (a.m.k. sé netið talið opinber vettvangur). En þá verður að hafa í huga að á okkar tímum taka hlutfallslega miklu fleiri til máls á opinberum vettvangi en var fyrir daga menntunarsprengjunnar. Ef menn lesa sendibréf frá því upp úr aldamótum 1900, það er bréf sem aðrir en örfáir rithöfundar eða langskólagengnir menn skrifuðu, morar þar allt í svokölluðum málvillum - en inni á milli glittir alltaf í kraftmikið og heillandi orðalag. Í stuttu máli tel ég að það sé síst töluð lakari íslenska nú en fyrir hundrað árum, og að fátt bendi til að hér verði talað verra mál eftir hundrað ár - þótt það muni breytast. Auðvitað hlýtur bókmenntafólk að taka málstað íslenskunnar, berjast fyrir endurnýjunarmætti hennar og sköpunargleði, fjölbreytni og sveigj- anleika. Og sem betur fer sýnir ungt fólk sama áhuga og fyrri kynslóðir á nýyrðasmíði eða þeirri skemmtilegu viðleitni að gefa gömlum orðum nýja merkingu, einsog sjá má af hugtökunum aulahrollur og fés, hnakkar og treflar (sem hétu reyndar treflagengi í skáldsögu Vésteins Lúðvíkssonar, Gunnar og Kjartan, fyrir meira en 30 árum). Ætli það sé ekki meiri ástæða til að hafa áhyggjur af afdrifum íslenskrar náttúru en íslenskrar tungu um þessar mundir? Sem betur fer virðist margt yngra fólk deila þeim áhyggjum, þótt það orði þær öðruvísi en Þorsteinn Erlingsson hefði gert. Íslenskan 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Cell eftir Stephen King Þessi nýjasta skáldsaga hrollvekjumeist- arans er komin í bókabúðir í Reykjavík í hörðu bandi og er vitaskuld hvalreki fyrir þá sem kunna að meta mátuleg- an subbuskap og blóðsúthellingar. King hafði áður lýst því yfir að hann væri sestur í helgan stein en hefur blessun- arlega ekki séð sér fært að standa við þau stóru orð. Hér hverfur hann aftur til upprunans og gerir fyrst og fremst út á hrylling frekar en sænskan sósíalreal- isma. Í Cell breytast farsímanotendur í blóðþyrsta uppvakninga að hætti leik- stjórans George A. Romero og þeir fáu sem ekki eiga gemsa þurfa að berjast fyrir framtíð mannkyns. > Bók vikunnar„Hann langaði til að reyna við stelpuna þarna við aust- urvegginn sem hann vissi ekki að hét Fríða og Fríða hefði líklega látið til leiðast ef hann hefði kjark í sér til að fara yfir og spyrja hana hvort hún væri til í að tala. En það vissi hann ekkert um.“ Í Áhyggjudúkkum Steinars Braga slást lesendur í för með fólki sem allt á það sam- eiginlegt að eiga leið hjá bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum í jólaösinni. Rithöfundurinn og útgáfug- emlingurinn Eiríkur Örn Norðdahl situr síst auðum höndum, hann tók sér frí frá skriftum og flaug suður í sollinn til að veita viður- kenningu fyrir ömurlegasta ljóðið á Íslandi. „Þetta tókst náttúrlega alveg ótrú- lega vel, það var alveg brjálæðis- lega mikil þátttaka í keppninni. Það er alveg stórmerkileg stað- reynd að það er erfitt að plögga góða ljóðlist en svo ótrúlega auð- velt að kynna ömurlega ljóðlist,“ segir Eiríkur og útskýrir að Íslandsmeistarmótið í ömurlegri ljóðlist hafi í upphafi verið draum- ur og síðar skens sem vatt upp á sig á blogginu hans með þeim afleiðingum að fyrirspurnum fór að rigna inn og hann sá sig til- neyddan að gera keppnina opin- bera og senda út fréttatilkynn- ingu. „Fólk er almennt sökkerar fyrir góðum hugmyndum og því sem er fyndið og þetta var náttúrlega frekar fyndið. Það kom mér á óvart hversu margir tóku þátt því fólk er auðvitað líka vant að virð- ingu sinni. Ég dauðkveið því þegar ég hafði samband við sigurvegar- ann og var hálf hræddur um að fólk myndi bakka út,“ útskýrir Eiríkur en allt fór þó vel fram og settlega við athöfnina í Kastljós- inu nú um helgina þar sem hið smekklausa lárviðarskáld var hyllt, þótt fjarverandi væri. Önnum kafinn Eiríkur býr á Ísafirði og er iðinn við kolann þessa dagana. Hann er blaðamaður á vestfirska fjölmiðl- inum Bæjarins besta og bloggar af elju. Svo er hann með fjórar ljóðabækur og skáldsögu í smíð- um. „Sagan er um mann sem fer aldrei út úr íbúðinni sinni, gerir voða lítið. Hurðarhúnninn hjá honum bilar og hann reynir eitt- hvað að gera við hann en svo leys- ist þetta bara upp í langvarandi einveru.“ segir hann. Fyrr en varir gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur ekki farið út úr húsi í hálfan mánuð. „Ég held að þetta sé almennt að verða meira áberandi hjá fólki,“ segir Eiríkur og útskýr- ir að þrátt fyrir allt sé manneskj- an að einangrast og hanga miklu meira heima hjá sér. Ljóðabækurnar fjórar verða mjög ólíkar, áréttar hann. Ein þeirra mun innihalda myndræn ljóð, önnur verður túristabók með stuttum kátínuljóðum á ensku og ber vinnuheitið „Nyhil Canned Puffin“ og sú þriðja verður prósa- verk um Þorskastríðið. „Hún fjall- ar meðal annars um Guðmund skipherra Kjærnested,“ segir skáldið. Fjórða bókin verður síðan hefðbundnari ljóðabók. Opna búð „Nýhil er í blússandi, djöfulsins swingi,“ segir Eiríkur glaðhlakka- lega og útskýrir að félagsskapur- inn hyggi á frekari fyrirtækja- væðingu. „Við erum líklega að fara að opna búð og kannski verð- um við fljótari að fá hluthafaskrá heldur en manifesto, sem er frem- ur undarlegt fyrir svona jaðarhóp eins og okkur,“ útskýrir hann. „Bókabúðin er kannski versta við- skiptahugmynd sem hefur komið fram á Íslandi í langan tíma. Við verðum náttúrlega með ljóðabæk- ur, kannski eitthvað svona sérhæft jaðardót sem bara við fílum og svo e.t.v. aðra list í umboðssölu,“ segir hann og glottir. „Ég á nú ekki von á því að þetta verði okkur fjár- hagslega til framdráttar en þetta er gott dæmi um þær fagurfræði- legu glæfrabrautir sem Nýhil ferðast eftir.“ „Við höfum alltaf verið andfyrirtækjalega sinnuð,“ áréttar Eiríkur og útskýrir að það það er ákveðið stökk að fá sér vasknúmer. „Það er eins og að vera með haka- kross. Ég meina, við förum ekkert inn á Sirkus þegar við erum komin með vasknúmer.“ Hann segir að það verði erfitt að segja til um hvernig málin þróist en er nokkuð bjartsýnn. „Þetta er óvenjulega skemmtilegt fólk í Nýhil og ég hef mikla trú á því,“ segir hann. Vöxtur og von á meiru Nýhil er fremur laustengdur félagsskapur skálda, ólátabelgja og annars þenkjandi fólks en Eiríkur segir að það sé alltaf ein- hver endurnýjun í hópnum. „Það hefur alltaf verið einhver kjarni en það er engin félagaskrá. Það getur hver sem er gert eitthvað í nafni Nýhil. Hugmyndin að baki Nýhil er að þetta sé svona andlegt gúlag sem við þrælum innan en það gera samt allir það sem þeim dettur í hug. Nýhil skilgreinir sig jafnóð- um með því sem það gerir, og það getur breyst með fimm mínútna fyrirvara.“ Með vorinu eru væntanlegar nýjar bækur frá Nýhil en seinni hluti seríunnar sem kennd er við Norrænar bókmenntir mun brátt skila sér og að þessu sinni munu Steinar Bragi, Þórdís Björnsdótt- ir, Valur Brynjar Antonsson, Krist- ín Eiríksdóttir og Ófeigur Sigurðs- son gefa út ljóðabækur í seríunni. kristrun@frettabladid.is Lengi von á meiru EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL RITHÖFUNDUR Ísafjarðarskáldið skrifar fjórar ljóðabækur og hyggur á frekari strandhögg með Nýhil. FRETTABLAÐIÐ/VALLI Nú fer tími ferminganna brátt í hönd og starfsmenn bókaverslana stilla upp ritum sem leggja munu grunninn að bókasöfnum fermingar- barnanna. Að sögn Ingibjargar Sveinsdóttir, starfsmanns Máls og menningar, eru sömu titlarnir vinsælir ár eftir ár og lítið um tískusveiflur þegar kemur að bókum til fermingargjafa. Auk orðabóka og veglegra fræðirita er vinsælt að gefa klassískar íslenskar bókmenntir að þessu tilefni og nefnir Ingibjörg meðal annars Únglinginn í skóginum og Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Þorpið eftir Jón úr Vör og ljóðasöfn Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinarr og Jónasar Hall- grímssonar. „Það er samt skemmtilegt að nú hefur einnig aukist að fólk gefi skáldsögur til ferming- argjafa,“ segir Ingibjörg og bendir á að úrval af klassísk- um þýddum skáldsögum sé meira en fyrr. Fólk vilji gefa persónulegri gjafir og gefi þá skáldsögur fremur en orða- bækur. „Sem dæmi mætti nefna bækur eins og Don Kíkóta eftir Cervantes, Moby Dick eftir Herman Melville eða Hobbitann eftir Tolkien.“ Klassík fyrir fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.