Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 74
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 FÓTBOLTI Langþráður draumur enska ungstirnisins Wayne Rooney rættist á dögunum þegar hann hitti sjálfan Mike Tyson og snæddi með honum kvöldverð. Rooney þótti efnilegur boxari áður en hann sneri sér alfarið að boltanum og hann hefur lengi litið upp til Tysons. Þeir hittust í einka- sal á veitingahúsi í Manchester og sátu saman, snæddu og ræddu málin í tvo tíma og ku hafa farið ákaflega vel á með þessum tveim skaphundum. Fundur þeirra átti að eiga sér stað fyrir ári síðan en datt upp fyrir. Upprunalega ástæðan fyrir fundin- um var sú að Tyson ætlaði að kenna Rooney að hemja skap sitt á vellin- um, eins ótrúlega og það hljómar. Ástæðan fyrir veru Tysons í Manchester var sú að hann var að dæma svokallaðan búrbardaga eða „cage fight“. - hbg Sérkennilegur atburður á veitingahúsi í Manchester: Rooney snæddi kvöld- verð með Mike Tyson MJÚKUR MAÐUR Tyson segist vera að mild- ast með árunum og sést hér kyssa hvíta dúfu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hörður Sveinsson er svo sannarlega að fara vel af stað með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni en í gær skoraði hann bæði mörk liðsins í óvænt- um 2-0 sigri á meistaraliðinu Bröndby. Hörður hefur þar með skorað fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum fyrir félag- ið en um síðustu helgi skoraði hann einnig tvö mörk í 3-2 sigri á Viborg. Fyrra mark Harðar í gær kom snemma leiks en það síðara undir lok fyrri hálfleiksins með skalla, og hann var að sjálfsögðu valinn maður leiksins. Stuðningsmenn Silkeborg eru himinlifandi með byrjunina hjá Herði og klöppuðu honum lof í lófa eftir leikinn í gær. Liðið er í sjöunda sæti deild- arinnar með 26 stig eftir 22 leiki. Bjarni Ólafur Eiríksson er einnig að standa sig vel með Silkeborg en hann lék allan leik- inn gegn Bröndby í vinstri bak- verðinum líkt og hann gerði gegn Viborg um síðustu helgi. - egm Hörður Sveins heldur áfram að skora í Danmörku: Tvö mörk í óvænt- um sigri á Bröndby FÓTBOLTI Bræðurnir Ólafur og Teit- ur Þórðarsynir mættu með lið sín í Egilshöllina í gær þegar ÍA og KR léku í deildabikarnum. Leikurinn var athyglisverður fyrir margra hluta sakir en úrslitin urðu 2-1 fyrir Skagamenn. Þórður Guð- jónsson kom ÍA yfir í leiknum en hann lék á miðjunni á meðan Bjarni bróðir hans var í hlutverki miðvarðar í vörninni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna til margra ára, er kominn í Vesturbæinn og bar fyrirliðabandið gegn sínum fyrr- um samherjum í gær. Hann fisk- aði vítaspyrnu í leiknum en úr henni skoraði Bjarnólfur Lárus- son og jafnaði metin í 1-1, sem var staðan í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik fékk Sigmundur Kristj- ánsson rautt fyrir að tækla Igor Pesic og Skagamenn léku einum fleiri út leiktímann. Það var síðan Ellert Jón Björns- son sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Gaman var að sjá Arnar Gunnlaugsson leika með ÍA gegn KR í þessum leik en hann var í byrjunarliðinu. Þá kom varnar- maðurinn Árni Thor Guðmunds- son inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Skagamenn síðan hann var keyptur frá HK. KR- ingar hafa þar með tapað öllum þremur leikjum sínum í deildabik- arnum til þessa en lið ÍA er með ellefu stig eftir sína fimm leiki. ÍA bar sigurorð af KR í deildabikarleik í Egilshöllinni: Merkilegur leikur LÉKU VEL Bræðurnir Bjarni og Þórður Guðjónssynir léku vel í gær en Þórður skoraði fyrsta mark leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRÆÐUR AÐ BERJAST Þjálfararnir og bræðurnir Ólafur og Teitur Þórðarsynir mættust í Egilshöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.