Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 77

Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 77
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR38 Ingólfur Guðbrandsson er víðförl- astur núlifandi Íslendinga; hefur alls ferðast til 145 landa og langt í frá sestur í helgan stein. Fáir kunna að ferðast af sama listfengi og Ingólfur, sem nú miðlar hálfrar aldar ferðamennsku sinni til íslenskra ferðalanga á stuttnám- skeiðum sem haldin verða á Grand Hótel næstkomandi tvo laugardaga. Flestir þrá að sjá sem mest af veröldinni og á undanförnum árum hafa margir skrifað bækur um þá staði sem fólk verður að sjá áður en það deyr. „Í huga margra eru vissir hlutir sem fólk þráir að upplifa áður en dauðinn sækir það heim, en allt of margir bíða með það fram á síðustu stundu og eru dánir áður en þeir fara í ferðina sem þeir ætluðu sér. Ég vil ráðleggja fólki að gera plan fyrir lífið og njóta þess meðan það er enn hérna megin grafar,“ segir Ingólfur. „Ferðalög geta orðið hvati að því að lifa betra lífi. Ísland er ákaflega einangrað þjóðfélag og sjálfsagt að fólk reyni að gera eitthvað gott og marktækt úr lífi sínu. Það er mér hugsjón að hjálpa fólki að skynja og lifa lífinu dýpra. Öll ferðalög hafa gildi, en oft og tíðum væri hægt að fá mun meira út úr þeim. Mig lang- ar að kenna Íslendingum að undir- búa sig betur, ferðast með opnum huga og hafa markmið með ferða- laginu því njóti fólk engrar leið- sagnar og ferðast óundirbúið fer flest fyrir ofan garð eða neðan.“ Engin niðurstaða án samanburðar Á lífsleiðinni hefur Ingólfur hitt margan ferðalanginn nýkominn af stórmerkilegum stað, sem þó hefur ekki upplifað neitt. „Það finnst mér sorgleg sóun. Margir fara um mestu listaborgir Ítalíu en allt það merkilegasta fer framhjá vegna þess að fólkið vissi ekki af því. Fæstir finna á sér að eitthvað stórmerkilegt hafi gerst þótt það sé statt á sögulegum stað,“ segir Ingólfur, sem hefur fyrir venju á nýjum stað að skoða hann ekki án þess að verða sér úti um besta mögulega leiðsögu- manninn. Ingólfur þekkir af eigin raun sjálfstæði íslenskra ferða- langa. „Það er séríslenskt fyrirbrigði að telja sér allar leiðir færar og geta gert allt best á ferðalögum. Ferðalög eru eitt af stærstu áhuga- málum samtímans, mikill hluti neyslu almennings fer í ferðalög og því skiptir máli hvernig þeim er varið,“ segir Ingólfur, sem enn ferð- ast mikið um heimsins undralönd. „Ég hef séð mikið af hinum byggða hluta heimsins, en á eftir að sjá löndin í Mið-Asíu. Mér finnst ég hafa margsannað fyrir sjálfum mér að ekki er hægt að komast að neinni niðurstöðu án samanburðar. Einn aðalkostur ferðalaga er uppræting fordóma. Þeim mun meira sem fólk ferðast og menntar sig er það betur í stakk búið til að hafa sjálfstæða skoðun og draga réttar, fordóma- lausar álykanir.“ thordis@frettabladid.is Hvað er að frétta? Það er allt fínt að frétta. Augnlitur: Blár. Starf: Listdansari og danshöfundur. Fjölskylduhagir: Mjög fjölbreyttir. Hvaðan ertu? Ég er úr Reykjavík. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Ég næ aldrei að festast í einhverjum einum sjónvarpsþætti. Ég horfi á það sem er í gangi hverju sinni. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég hlusta bara á það sem er í gangi hverju sinni. Ég hlusta stundum á íslenska útvarpið í gegnum netið í Svíþjóð. Þá líður mér í smástund eins og ég sé heima. Uppáhaldsmatur: Taílenskur grænn karríréttur. Fallegasti staður: Ennþá er það Ísland, við sjáum til hvað gerist. Hvað er skemmtilegast? Að vera í félagsskap þar sem hugsanlega allt gæti gerst en ekkert þarf að gerast. Hvað er leiðinlegast? Að vera í félags- skap þar sem ekkert gerist en allt þarf að gerast. Helsti veikleiki: Dagdraumar. Helsti kostur: Frjótt ímyndunarafl. Helsta afrek: Ég er ekki búinn að afreka það ennþá. Mestu vonbrigði: Ég reyni að gleymi þeim eins fljótt og þau eru yfirstaðin. Hver er fyndnastur/fyndnust? Friðrik, vinur minn. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki. Uppáhaldskvikmynd: Núna er það The Graduate eftir að ég sá hana í Sjónvarpinu um daginn. Uppáhaldsbók: Kafka. Hvað er mikilvægast? Að njóta augnabliksins. HIN HLIÐIN GUNNLAUGUR EGILSSON LISTDANSARI Mikilvægast að njóta augnabliksins INGÓLFUR GUÐBRANDSSON: KENNIR ÍSLENDINGUM AÐ FERÐAST MEÐ STÆL Lifað dýpra í undraveröld Ingólfs VÍÐFÖRULL OG ENN AÐ SKOÐA HEIMINN Ingólfur Guðbrandsson fremstur í flokki íslenskra og ævintýraþyrstra ferðalanga við Musteri Smaragarðs-Búddans við Konungshöllina í Bank- ok í Tælandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Að velja réttan stað á réttum tíma. París heillar mig mest á vorin, í fjórar vikur frá seinni hluta maí. Því vor- kenni ég þeim sem velja annan tíma til ferða um París, þegar töfrunum er ekki saman við að jafna. 2. Að skipuleggja tíma sinn fyrir fram. Áður en farið er af stað að velja eitt- hvað sérstakt til að skoða og kynna sér á merkum stað. Að taka með sér eitthvað úr ferðinni sem verður dýr- mætt í huganum og gefur merkilega lífssýn, eins og til dæmis að skoða eitt af bestu listasöfnum heims. 3. Að vanda val gististaða og stað- setningu í stórborgum. Grundvallaratriði er að vera á góðum stað; annars fer maður á mis við allt lífið og viðburðina. 4. Að ferðast óttalaust. Að týna ekki hlutum eða slasa sig, en sýna aðgát. Ótti hindrar marga í að ferðast; hvort sem það er hætta á hermdarverkum, fuglaflensan eða annað. Ef fólk lifir í stöðugum ótta kemur það engu í verk. Skynsemin ætti að ráða og þá ekki fara á þá staði sem hættulegastir teljast þá stundina. 5. Að tengja ferðina nýrri lífsreynslu. Með því til dæmis að komast á stór- viðburði í listum eða vera viðstaddir eitthvað sem telst til stórfrétta, og auðga líf sitt um leið. Fimm lykilatriði Ingólfs til að ferðast með stæl 26.03 1979 HRÓSIÐ ...fær Jón Ólafsson fyrir að vera óhræddur við að sýna leikhæfi- leika sína, en hann leikur prest í kvikmyndinni Tristan & Isolde sem er með James Franco í aðalhlutverki. Kvikmyndagerðarmaðurinn Elvar Gunnarsson hefur tekið við rekstri Aðalvídeoleigunnar á Klappar- stígnum en hún nýtur mikilla vin- sælda hjá íbúum 101 enda oft hægt að nálgast myndir sem fáar ef nokkrar aðrar leigur hafa til taks. Elvar vann á sínum yngri árum á myndbandaleigu en margir leik- stjórar hafa einmitt lýst því yfir að þar hafi þeir orðið sér úti um sinn mesta fróðleik og nægir að nefna bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino sem þreytist seint á að mæra þennan starfsferil. Elvar tók heils hugar undir þessa yfirlýsingu enda segist hann vera með hálfgert myndbanda- blæti. „Ég byrjaði að safna mynd- böndum tíu ára og það var því hálf- gert himnaríki að komast í vinnu á myndbandaleigu,“ útskýrir Elvar, sem sjálfur segist taka sér góðan tíma þegar hann velur myndband. „Mér líður mjög vel inni á mynd- bandaleigum og tek mér hálftíma til að finna réttu myndina,“ segir hann. Elvar mun bjóða upp á ýmsar skemmtilegar nýjungar og má þar nefna topp tíu lista leigunnar sem birtur er einu sinni í viku. „Núna erum við með tíu bestu lögin í kvikmyndum,“ segir hann en einn- ig verður leikari og leikstjóri vik- unnar valin. „Þá höfum við verið að panta kvikmyndir danska ris- ans Carls Th. Dreyer en þær hafa verið ófáanlegar hér á landi,“ segir Elvar. Einnig hafa verið lögð drög að því að fá B-myndir úr fram- leiðslu Rogers Corman en leik- stjórar sem unnu undir leiðsögn hans urðu margir hverjir stór- stjörnur í kvikmyndaheiminum. - fgg Líður vel á leigunum ELVAR GUNNARSSON Er á heimavelli þegar kemur að myndböndum en hann hefur tekið við rekstri Aðalvídeoleigunnar á Klapparstígnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR AF FÓLKI Rithöfundar geta varla óskað útgáfu sinni meiri meðbyrs en þess sem Andri Snær Magnason fær í segl sín þessa dagana. Nýjasta bók hans, Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð kemur í hillur bókaversl- ana eftir helgi, en í henni tæpir Andri meðal annars á mögulegri nýtingu á umráðasvæði hersins á Miðnesheiði þegar hann ákveður að fara úr landi. „Hverfið er aðskilið frá Keflavík með Berlínarmúr en gæti auðveldlega runnið saman við bæinn,“ segir Andri í bókinni og bætir við að það hljóti að felast tækifæri í 400 þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði, steinsnar frá höfuðborginni og alþjóðaflug- velli mitt á milli Evrópu og Ameríku. Bókin er auk þess stútfull af innblásn- um og oft bráðfyndnum vangaveltum Andra um lífið og tilveruna, en útgáfa bókarinnar hefur tafist um nokkrar vikur. Edda, sem gefur bókina út, hlýtur þó að líta á það sem blessun í dulargervi, því bókin gæti ekki átt meira erindi en ein- mitt nú að minnsta kosti hvað málefni varnarliðsins snertir. - bs 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.