Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 4
4 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Jón Kristjánsson
félagsmálaráðherra leggur í dag
fyrir þingflokka stjórnarflokkanna
frumvarp um að opna fyrir frjálsa
för frá hinum nýju aðildarríkjum
ESB 1. maí í samræmi við niður-
stöðu samráðs við aðila vinnu-
markaðarins sem hann kynnti á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
Með frjálsri för geta íbúar
hinna nýju aðildarríkja ESB komið
hingað án þess að hafa atvinnuleyfi
en um leið þarf vinnuveitandi að
senda Vinnumálastofnun nafn og
upplýsingar um ráðningarkjör
innan tíu daga. Jón segir að einnig
verði stofnaður starfshópur til að
fara yfir stöðu útlendinga á íslensk-
um vinnumarkaði.
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, segir að
ekki sé farin sú leið sem ASÍ hefði
helst viljað en hún sé svo sem ekki
í grundvallaratriðum andstæð
henni. Verðmætið nú liggi í
því að gerð verði grein fyrir
ráðningum frá nýju aðild-
arríkjunum og lagðir fram
ráðningarsamningar.
„Í frumvarpinu eru
heimildir til að leggja á dag-
sektir ef fyrirtæki uppfylla
ekki skyldur sínar. Með
upplýsingagjöf skapast
aðstæður fyrir verkalýðs-
hreyfingu og stjórnvöld að
fylgjast með þróuninni á
vinnumarkaði og bregðast við ef
upp koma grunsemdir um að það
sé farið illa með fólk og það njóti
ekki þeirra réttinda sem þeim ber,“
segir hann.
„Ráðherra hefur jafnframt
gefið yfirlýsingu um að fjalla á
breiðum vettvangi um stöðu launa-
fólks á íslenskum vinnumarkaði,
þar með talið á grundvelli þjón-
ustuviðskipta, og skoða þætti eins
og mögulega ábyrgð notendafyrir-
tækja, það sem lýtur að
vörnum gegn gerviverk-
töku og aðstoða og upplýsa
fólk um réttindi sín,“ segir
Halldór.
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, telur að
með frumvarpinu sé staðið við
fyrirheit um að vinnumarkaðurinn
verði opnaður 1. maí. Kvaðir um
skráningu sé nokkuð sem atvinnu-
lífið geti lifað með. „Við teljum að
þetta stuðli að því að þessar ráðn-
ingar fari eftir kjarasamningum
og íslenskum lögum og stuðli að
því að skattar séu greiddir hér á
landi með eðlilegum hætti. Þetta
verði miklu þjálla og betra fyrir
atvinnulífið og vinnumarkaðinn og
það sé ekki sama ástæða til að ætla
að ýmis svört starfsemi eða óhóf-
leg notkun á starfsmannaleigum sé
í gangi,“ segir hann.
ghs@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Íslendingur um
fimmtugt var handtekinn á laug-
ardaginn fyrir rúmri viku á Kefla-
víkurflugvelli en hann var með
töluvert magn af kókaíni sem
hann hafði falið í fartölvu sinni.
Að sögn Harðar Jóhannessonar,
yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var
maðurinn tekinn við venjubundið
eftirlit hjá tollvörðum.
Hann hefur verið úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 10. apríl. Lög-
reglan gefur ekki upp hversu
mikið magn var falið í tölvunni.
Maðurinn, sem var að koma með
flugi frá Bandaríkjunum, hefur
ekki komið við sögu lögreglu áður
fyrir alvarleg brot. - jse
Karlmaður tekinn í Leifsstöð:
Faldi kókaín
í fartölvu
6,7%
10,8%
5,4%
35,0%
42,6%
26,0%
12,3%
32,4%
28,9%
*F
rjá
ls
ly
nd
i f
lo
kk
ur
in
n
ba
uð
e
kk
i f
ra
m
í
sí
ðu
st
u
ko
sn
in
gu
m
.
KÖNNUN Á FYLGI FLOKKA Á AKRANESI VEGNA
SVEITASTJÓRNAKOSNINGA 2006
Kosningar
Könnun
Íslendingar opna fyrir
frjálst flæði vinnuafls
Félagsmálaráðherra leggur í dag fyrir stjórnarflokkana frumvarp um að opna fyrir frjálsa för frá hinum
nýju aðildarríkjum ESB hinn 1. maí. Vinnuveitandi þarf að skrá ráðninguna og senda ráðningarsamning
til Vinnumálastofnunar. Starfshópur fer yfir stöðu útlendinga hér.
ERLENDIR STARFSMENN Á ÍSLANDI Þegar stjórnarfrum-
varp um að opna fyrir frjálsa för íbúa hinna nýju aðild-
arríkja ESB hefur verið samþykkt geta íbúar frá löndum
eins og Lettlandi, Litháen og Póllandi komið hingað til
starfa án atvinnu- eða dvalarleyfis. Það eina sem vinnu-
veitandi þarf að gera er að skrá þá hjá Vinnumálastofn-
un og gefa upplýsingar um ráðningarkjör. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HALLDÓR
GRÖNVOLD
VILHJÁLMUR
EGILSSON
JÓN
KRISTJÁNSSON
SKOÐANAKÖNNUN Framsóknar-
flokkurinn á Akranesi myndi tapa
meira en helmingi þess fylgis sem
hann fékk í síðustu bæjarstjórnar-
kosningum ef gengið yrði til kosn-
inga nú. Flokkurinn fengi 12,3 pró-
sent og einn mann kjörinn en fékk
26 prósent í kosningunum fyrir
fjórum árum og tvo menn kjörna.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með 42,6 prósenta fylgi en fékk 35
prósent í síðustu kosningum. Sam-
fylkingin tapar fylgi og fær tæp
29 prósent en var með 32,4 pró-
sent í kosningunum. Þetta kemur
fram í niðurstöðum skoðanakönn-
unar sem Félagsvísindastofnun
gerði fyrir NFS. „Við framsóknar-
menn erum ekki óvanir því að við
mælumst ekki vel í skoðanakönn-
unum. Sem dæmi mátti í aðdrag-
anda síðustu kosninga þakka fyrir
að ég hékk inni samkvæmt könn-
unum en það endaði þannig að
okkur vantaði þrjú atkvæði til að
ná þremur kjörnum fulltrúum,“
segir Guðmundur Páll Jónsson,
oddviti framsóknarmanna.
Könnunin fór fram 31. mars og
1. apríl og var stuðst við 600 manna
úrtak Akurnesinga. Svarhlutfallið
var rúmlega 60 prósent. Hafa ber
í huga að einungis voru komnir
fram tveir framboðslistar þegar
könnunin var gerð, listi Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar. - ghs
Skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokka á Akranesi:
Framsókn tapar
BRETLAND, AP Tveir bræður á ungl-
ingsaldri og tvítugur félagi þeirra
voru í gær sýknaðir af ákæru um
að hafa myrt tíu ára gamlan dreng
í London árið 2000.
Damilola Taylor var stunginn
til bana er hann var á leið heim frá
bókasafni. Málið vakti mikla
athygli í Bretlandi á sínum tíma.
Bræðurnir, sem nú eru 17 og 18
ára gamlir, voru jafnframt sýkn-
aðir af ákæru um að hafa ráðist á
Damilola með það í huga að ræna
hann. Saksóknarar íhuga nú hvort
ákæra beri piltana fyrir mann-
dráp. - smk
Barnsmorð í Bretlandi:
Tveir bræður
voru sýknaðir
FJÖLMIÐLAATHYGLI Morðið á Damilola
Taylor, tíu ára, vakti gríðarlega mikla athygli.
Bandaríkjadalur 71,9 72,24
Sterlingspund 125,45 126,05
Evra 87,43 87,91
Dönsk króna 11,714 11,782
Norsk króna 11,091 11,157
Sænsk króna 9,314 9,368
Japanskt jen 0,61 0,6136
SDR 103,79 104,41
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 4.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
122,0105