Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 46
 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is ANDLÁT Indriði Stefánsson Hjaltason, Hólabraut 3, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss sunnudaginn 2. apríl. Alex Eiríksson, Reykási 23, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 2. apríl. Gunnar Jóhannsson lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð laugardaginn 1. apríl. Júlíana Matthildur Isebarn, Hringbraut 43, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 31. mars. JARÐARFARIR 13.00 Pétur Benediktsson verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. 14.00 Júlíus Veturliðason, Vall- holti 7, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Vilborg Tryggvadóttir, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, áður til heimilis í Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Áskirkju. 15.00 Geir U. Fenger, Lynghaga 7, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. Á þessum degi árið 1614 er talið að ameríska indíánastúlkan Pocha- hontas hafi gifst enska landnem- anum John Rolfe. Pochahontas var fædd nálægt borginni Jamestown í Virginíufylki Bandaríkjanna sem þá var einungis landnemabyggð. Hún var dóttir Powhatan, höfðingja Powhatan-ríkisins, og kynntist hvít- um landnemum um það leyti sem hún var að verða ellefu ára. Fyrstu sögur af Pochahontas segja að hún hafi bjargað lífi landnemans Johns Smith með því að henda sér yfir hann og koma þannig í veg fyrir að hann yrði barinn til bana. Þau Smith urðu miklir vinir og fór Pochahontas að venja komur sínar í landnemabyggðirnar og færa hvítu mönnunum gjafir frá ættflokki sínum. Samskipti innfæddra og landnemanna voru góð á þessum tíma eða þangað til Smith fór aftur til síns heima. Stuttu seinna var Pochahontas tekin höndum og átti að framselja hana í skiptum fyrir enska fanga og afhendingu vopna frá ættbálki hennar. Ekki stóðu landnemarnir við þessi loforð og var Pochahontas gert að taka kristna trú og á meðan hún var í haldi bað John Rolfe um að fá að giftast henni. Þau giftust þennan dag og upp frá því var friður milli landnemanna og ættflokks Pocha- hontas eða allt þangað til faðir hennar lést. Pochahontas og Rolfe eignuðust eitt barn en hún lést úr lungnabólgu einungis tuttugu og eins árs gömul. ÞETTA GERÐIST: 5. APRÍL 1614 Pochahontas giftist enskum landnema MERKISATBURÐIR 1940 Hægri umferð er samþykkt á Alþingi en lögin voru ekki framkvæmd vegna hernáms Breta sem voru vanir vinstri umferð. 1948 Lög eru sett um vísinda- lega verndun fiskimiða landgrunnsins en á þeim lögum byggðist úfærsla fiskveiðilögsögunnar. 1968 Aldurstakmörk kosninga- réttar lækka úr tuttugu og einu ári í tuttugu. 1971 Söngleikurinn Hárið er frumsýndur í Glaumbæ. 1986 Flugvél á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur hrapar í Ljósu- fjöllum á Snæfellsnesi með þeim afleiðingum að fimm farast. 1992 Umsátrið um Sarajevo hefst með morðinu á friðarsinn- anum Suada Dilberovic. KURT COBAIN (1967-1994) LÉST ÞENNAN DAG „Ég vil frekar vera hataður fyrir það sem ég er en elskaður fyrir eitthvað sem ég er ekki.“ Heimurinn var harmi sleginn þegar Kurt Cobain, forsprakki hljómsveitar- innar Nirvana, framdi sjálfsmorð. Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingardegi orgelleikarans fræga, Fernando Germani. Germani var ítalskur en tengdist Íslandi mjög sterk- um böndum. Hann kenndi tveimur íslenskum orgelleik- urum, hélt tónleika hér á landi ásamt því að nótnasafn hans er í eigu Fernando Germani-félagsins á Íslandi. Haukur Guðlaugsson, fyrr- um söngmálastjóri Íslensku þjóðkirkjunnar, er formaður félagsins en hann var nem- andi Germanis og góður vinur hans. „Germani var afskaplega lítillátur og reiddist ekki neinu. Hann var mjög tengd- ur Íslandi og talaði oft um að við hefðum ekki hugmynd um hvað við byggjum í góðu landi,“ segir Haukur. Röð til- viljana varð þess valdandi að draumur Hauks rættist – að komast í nám til Fernando Germani. „Það var erfitt að komast í samband við Germani og endaði með því að ég var fyrst við nám í Þýskalandi í fimm ár. Þegar ég kom heim lifði þessi gamli draumur alltaf áfram. Eitt sinni kom svo Karel Paukert að leika á orgelið í Akraneskirkju og ég sagði honum að mig hefði alltaf dreymt um að læra hjá Germani. Hann reyndist vera persónulegur vinur German- is og ég vissi ekki fyrr en ég var kominn með bréf í hend- urnar þar sem Germani sagði að ég gæti komið.“ Fernando Germani hafði þá verið orgelleikari við Pét- urskirkjuna í Róm og kennt í virtum skólum beggja megin Atlantshafsins ásamt því að hafa farið í stórar tónleika- ferðir. „Þegar ég var hjá honum var hann kennari við konservatoríið Santa Cecilia í Róm. Við vorum aðeins fjór- ir nemendur hjá honum og hann kenndi okkur þrisvar í viku, einn píanótíma en hinir tveir dagarnir voru fyrir org- elið.“ Eftir að Haukur lauk námi sínu hélt hann góðu sambandi við Germani sem varð til þess að hann gerði sér ferð til landsins til að leika á nokkrum tónleikum. „Þegar hann kom til Íslands lék hann meðal annars í Kristskirkju en það sem var sérstakt við þá tónleika er að orgelið bil- aði á þeim miðjum. Germani þurfti að finna út á auga- bragði hvernig hann gæti notað hljóðfærið þannig að bilunin kæmi ekki að sök. Það gerði hann svo meistara- lega að enginn tók eftir neinu,“ segir Haukur sem lætur fylgja sögunni að eftir tónleikana hafi meistarinn verið afar þreyttur. Þegar Germani var hætt- ur að spila voru allar nóturn- ar hans keyptar hingað til Íslands og eru nú í vörslu Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Um aðdraganda þess að nóturnar komu hingað til lands segist Haukur hafa hringt einn dag- inn í Germani sem sagði það helst í fréttum að hann væri búinn að selja orgelið sitt. „Þá datt mér undir eins í hug að hann hefði ekkert við nót- urnar að gera. Ég talaði við hann og hann samþykkti að selja nóturnar hingað til lands.“ Kórar af landsbyggð- inni, organistar, prestar, kirkjur og meira að segja fjármálaráðuneytið lögðust á eitt til að safna peningum fyrir nótunum. „Í kjölfarið af því að nóturnar hans komu til Íslands stofnuðum við Fern- ando Germani-félagið á Íslandi. Í stjórninni eru líka Guðmundur H. Guðjónsson, annar nemanda Germanis, og Jón Magni Ólafsson. Á dagskrá er að vinna úr þess- um nótum og eins að safna upptökum af orgelleik hans,“ segir Haukur sem sjálfur hefur í hjáverkum tileinkað síðustu tuttugu og fimm árum lífs síns að gefa út kennslubækur byggðar á kennslu og aðferðum Germ- anis og verður þriðja og síð- asta bókin gefin út á þessum hundrað ára tímamótum. FERNANDO GERMANI: HUNDRAÐ ÁRA FÆÐINGARAFMÆLI Orgelleikari og Íslandsvinur HAUKUR GUÐLAUGSSON OG FERNANDO GERMANI Sitja hér í djúpum samræðum á heimili Germanis árið 1989. Myndin er úr einkasafni Hauks. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Ágústu Þyrí Andersen Fjallalind 66, Kópavogi, Þór Guðmundsson Willum Þór Þórsson Ása Brynjólfsdóttir Örn Þórsson Regína Björk Jónsdóttir Valur Þórsson Helga Margrét Vigfúsdóttir Willum Þór Willumsson Brynjólfur Darri Willumsson Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir Daníel Helgi Arnarson Ísar Logi Arnarson Ernir Þór Valsson Viktor Orri Valsson Elskulegi bróðir okkar og mágur, Einar Ellertsson frá Meðalfelli í Kjós, Asparfelli 2, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landsspítalans Kópavogi sunnu- daginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður á Meðalfelli. Elín Ellertsdóttir Haukur Magnússon Sigríður Sæmundsdóttir Eiríkur Ellertsson Ólafía Lárusdóttir Gísli Ellertsson Steinunn Þorleifsdóttir Finnur Ellertsson Sigurbjörg Ólafsdóttir Jóhannes Ellertsson Sigurbjörg Bjarnadóttir Okkar ástkæra Hjördís Óskarsdóttir frá Hrísey, sem lést mánudaginn 3. apríl, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 6. apríl kl 13.30. Bjarni Sigurgrímsson Hafsteinn Ómar Ólafsson Lára Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir Sigurjón Sigmundsson barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Jóns Ólafs Halldórssonar Birkiholti 4, Bessastaðahreppi. Innilegt þakklæti til starfsfólks Holtsbúðar Garðabæ. Guðrún Ragnheiður Júlíusdóttir Halldór Jónsson Erla K. Magnúsdóttir Sigurður J. Jónsson Jenný K. Valberg Jón Ragnar Jónsson Auður B. Bragadóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Sigríður Bjarnadóttir Lyngmóum 14, Garðabæ, sem lést 24. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 6. apríl kl. 15. Bjarni Gunnarsson Dagbjört Gunnarsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Ólafur Ingi Jóhannsson Gunnar Vagn Gunnarsson Berglind Hrönn Hallgrímsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Gunnar Ármannsson Kristín Bjarnadóttir Guðmundur Guðjónsson Gunnar Þór Bergsson Aðalheiður Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir María Helga Gunnarsdóttir Róbert Orri Gunnarsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.