Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 56
32 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 2 3 4 5 6 7 8 Miðvikudagur ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Skólahreysti á Sýn. Úrslitakeppnin í Laugardalshöll end- ursýnd frá síðustu helgi.  18.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn.  18.30 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Juventus og Arsenal í beinni. Leikur Barcelona og Benfica sýndur beint á Sýn Extra.  20.35 Meistaramörk með Guðna Bergs á Sýn. Mörk kvöldsins.  20.55 Meistaradeildin á Sýn. Leikur Barcelona og Benfica.  22.45 US Masters 2005 á Sýn. Hitað upp fyrir Masters 2006. VIEIRA SMÍERA! Þú getur verið með þó að Patrick verði ekki með! Spilaðu á Lengjunni og þú gætir unnið. MEISTARADEILDIN 4.- 5. APRÍL 1 X 2 Upphæð Stuðull Vinningur kr. kr. 1.000 23.49 23.490 Þetta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir margfaldað peningana þína á Lengjunni. 04.04 04.04 05.04 05.04 MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu enn meiri spennu í leikina. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Milan – Lyon 1.60 2.95 3.50 Villarreal – Inter 2.25 2.60 2.40 Juventus – Arsenal 1.60 2.95 3.50 Barcelona – Benfica 1.20 3.85 6.40 FÓTBOLTI Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, greindi frá því í gær að Johan Boskamp yrði ekki rekinn frá félaginu og yrði því áfram knatt- spyrnustjóri enska 1. deildarliðs- ins. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Boskamp. Hinum hollenska Boskamp hefur ekki lynt við aðstoðar- menn sína og hefur þeim John Rudge, yfirmanni knattspyrnu- mála, og Jan De Koning aðstoð- arstjóra liðsins verið vísað frá tímabundið í tvígang á tímabil- inu. Flestir töldu að Boskamp myndi yfirgefa félagið í sumar en allt lítur út fyrir að svo verði ekki, sem þýðir líklega að Rudge og De Koning taka pokann sinn í sumar. „Boskamp hefur sagt að hann vilji vera hér áfram og ég geri ráð fyrir því að hann stjórni lið- inu áfram á næstu leiktíð. Þess vegna mun hann halda til Íslands í næstu viku þar sem við þurfum að ræða um hvað við þurfum að gera í sumar,“ sagði Gunnar Þór við staðarblaðið Sentinel í Stoke. Þegar Tony Pulis var rekinn frá Stoke tók Boskamp við og var liðið um tíma við topp deildarinn- ar. Smátt og smátt hefur liðið sigið niður töfluna og er sem stendur í þrettánda sætinu og siglir því lygnan sjó um miðja deild. - hþh Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke: Boskamp fer ekki GUNNAR ÞÓR GÍSLASON Stjórnarformaður Stoke segir að Johan Boskamp verði áfram hjá félaginu, þrátt fyrir orðróm um annað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÖRFUBOLTI „Þetta er að verða ágætt í bili. Ég er búinn að vera í körfubolta síðustu 27 ár ævi minn- ar og ætla að taka mér frí frá bolt- anum næsta vetur og fer því vænt- anlega í skóla samhliða vinnu,“ sagði Herbert Arnarson brattur við Fréttablaðið í gær enda segist hann sáttur við sína vinnu í Vest- urbænum. „Ég geng stoltur frá borði enda höfum við náð ágætum árangri og svo tel ég mig eiga eitt- hvað í ungu strákunum sem eru að koma upp og ég hef verið að vinna með síðustu fjögur ár.“ Herbert hyggst skella sér í við- skiptafræðina næsta vetur og seg- ist því kominn í tímabundið frí frá boltanum. „Annars er ég ekkert hættur afskiptum af körfubolta enda frábær íþrótt og allt í kring- um sportið hefur gefið mér svo mikið og það var alltaf gott að standa upp frá skrifborðinu og takast á við allt öðruvísi áskoranir í íþróttasalnum en í vinnunni. Ég skil í góðu við KR enda hef ég átt þar góðan tíma og eignast góða vini,“ sagði Herbert. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að ekki væri búið að ákveða við hverja félagið ætlaði að ræða en stjórnarfundur væri í næstu viku og í kjölfar hans færi af stað vinna við að finna nýjan þjálfara. „Það eru margir færir þjálfar- ar á lausu þarna úti og svo erum við ekkert lokaðir fyrir því að ráða útlending,“ sagði Böðvar en hann á ekki von á miklum breytingum á leikmannahópi félagsins. „Allir íslensku leikmennirnir eru með samning hjá okkur en útlendingarnir koma ekki aftur. Við munum reyna að styrkja okkur eitthvað enda stefnan að komast lengra en við gerðum í ár,“ sagði Böðvar en fastlega má búast við því að KR verði eitt þeirra félaga sem muni bítast um þjónustu Sig- urðar Þorvaldssonar, sem er á leið heim til Íslands frá Hollandi. henry@frettabladid.is Ætla að taka mér frí frá körfubolta Herbert Arnarson hefur stýrt körfuknattleiksliði KR í síðasta skipti en körfuknattleiksdeild KR ákvað að end- urnýja ekki samninginn við Herbert sem gengur stoltur frá borði þar sem hann ætlar í skóla næsta vetur. SÍÐASTA MESSAN Herbert Arnarson fer hér yfir málin með sínum mönnum í leik gegn Njarðvík á mánudag. Hann er stoltur af sinni vinnu hjá KR og yfirgefur félagið í góðu eftir tveggja ára starf sem þjálfari meistaraflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Guðmundur hættur Guðmundur Karlsson hefur látið af þjálfun kvennaliðs Hauka í handknatt- leik. Guðmundur stýrði liðinu í tvö ár og vann þrjá af fimm titlum sem í boði voru á þessum tíma. Guðmundur sagði við Fréttablaðið að hann hefði lagt upp ákveðna hluti eftir fyrsta árið sem ekki hefðu gengið eftir og þróunin því ekki verið sem skyldi að hans mati. Hann er engu að síður sáttur við árangurinn. Ekki hefur verið ráðinn maður í hans stað en nöfn Einars Jóns- sonar og Stefáns Arnarsonar hafa helst heyrst í því sambandi. Bergsveinn kominn heim Bergsveinn Bergsveinsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari, er kominn aftur í Krikann en hann hefur verið ráð- inn markmannsþjálfari yngri flokka í FH. Konstantin Shved, þjálfari blakliðs KA í kvennaflokki, sér mikið eftir afdrifaríkri ákvörðun sinni í leik KA og Þróttar frá Neskaupstað á sunnudaginn. Konstantin gekk þá með lið sitt af velli þar sem hann var ósáttur við störf Ólafs Sigurðs- sonar dómara og var í kjölfarið dæmdur í bann frá þjálfun út árið 2006. „Ég var mjög ósáttur við dómarann í þessum leik. Ég tel að hann hafi viljað hjálpa Þrótti af því hann er frá Neskaup- stað. Ég gekk of langt en ég var mjög reiður. Ég sé mjög mikið eftir þessu en bannið er samt sem áður allt of langt,“ sagði Konstantin við Fréttablaðið í gær. Stefán Jóhannesson, formaður blak- deildar KA, segir lítið vera hægt að gera við banninu. „Úrskurði aganefndar verð- ur ekki hnekkt nema þá að stjórn BLÍ taki aðra ákvörðun en ég sé það ekki gerast í fljótu bragði,“ sagði Stefán. Blakdeild KA hefur óskað eftir því að funda með Blaksambandi Íslands um málið en Konstantin kemur mikið að báðum samböndum. Hann er þjálf- ari landsliðs kvenna sem og yngri landsliða auk þess að þjálfa KA og marga yngri flokka hjá félaginu. „Við hörmum mjög þá atburði sem hafa átt sér stað en við erum ekki að draga fjöður yfir þá ákvörðun þjálfarans að kalla liðið af velli og hætta leik. Ég held að allir séu sammála um að þetta var ekki rétt ákvörðun. Ég hef þekkt Konstanin í tvö ár og hann er topp íþróttamaður og þjálfari,“ sagði Stefán. „Það er þó hægt að gera athugasemd við framkvæmd leiksins. Þetta er veruleikinn í blakhreyfingunni, að lið þurfa að dæma leikina sjálf þar sem við getum ekki sent dómara landshorna á milli til að dæma,“ sagði formað- urinn, sem telur bannið hafa verið of langt. „Þjálfarinn er settur í alltof langt keppnisbann. Ég hefði viljað sjá málin sett í samhengi áður en hann var dæmdur þar sem hann er í fullu starfi hjá blakdeild KA. Þetta er eins og brottvísun úr landi. Við eigum eftir að skoða þetta betur en ég sé ekki annað í stöðunni en að senda hann heim.“ KONSTANTIN SHVED ÞJÁLFARI KA Í BLAKI KVENNA: IÐRAST GJÖRÐA SINNA EFTIR AFDRIFARÍKA ÁKVÖRÐUN Ég gekk of langt og sé eftir þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.