Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T M I 31 83 5 0 3/ 20 06 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Hvers vegna gerist alltaf allt, allt í einu? Líf- og sjúkdómatrygging TM Dæmi um hvað tryggingarnar bæta: // Sjúkdómatrygging greiðir bætur þegar hinn tryggði greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarf að gangast undir aðgerð. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu. Dæmi um sjúkdóma sem falla undir trygginguna: Hjartaáfall – kransæðaskurðaðgerð – krabbamein hjartalokuaðgerð - skurðaðgerð á meginslagæð/ósæð heilaáfall - góðkynja heilaæxli – MS - MND - meiriháttar líffæraflutningar – nýrnabilun – alzheimersjúkdómur – parkinsonssjúkdómur - alvarleg brunasár – útlimamissir – blinda. // Líftrygging greiðir rétthöfum bætur við fráfall þess sem tryggður er, hvort sem það er af völdum sjúkdóma eða slysa. Hinn vátryggði ákveður sjálfur hverjir eru rétthafar bóta og eru þeir tilgreindir á vátryggingarskírteini. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skatt- frjálsar. Líftrygging gildir til 70 ára aldurs hins vátryggða. Við sumum spurningum fást bara engin svör. Það er ekki nema einn stafur sem skilur að gæfu og ógæfu. Þannig er það líka oft í lífinu. Þú getur minnkað áfallið með því að tryggja þig hjá tryggingafélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Það er því miður ekki hægt að sjá fyrir óorðna hluti. Það hvetur alla sem hafa fyrir öðrum að sjá og hafa tekist á hendur fjárhagslegar skuldbindingar, að gera ráðstafanir gagnvart hinu óvænta og tryggja fjárhagslegt öryggi sitt og sinna. Líf- og sjúkdómatrygging TM er jafnt fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Tryggingaráðgjafar TM hjálpa þér að meta tryggingaþörfina og velja saman þá þætti sem reynslan sýnir að gagnast best í hverju tilfelli fyrir sig. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör. ÍRLAND, AP Bretar hófu að taka niður fimm síðustu varðturna sína á landamærum Írlands og Norður- Írlands á mánudag. Niðurrif turn- anna er hluti af ákvörðun sem tekin var í framhaldi loforðs Írska lýðveldishersins, IRA, í fyrra um að afvopnast, og hafa Írar lengi beðið þess að breski herinn rífi þessa turna. Turnarnir stóðu á þremur hæðum í Suður-Armagh, þar sem IRA hefur löngum haft bækistöðv- ar sínar. Turnarnir, auk átta ann- arra, voru byggðir um miðjan níunda áratuginn, svo breski her- inn gæti betur fylgst með athöfn- um IRA-manna. - smk Niðurrif í kjölfar loforðs um afvopnun IRA: Varðturnar rifnir TURNAR RIFNIR Breski herinn hefur hafist handa við að rífa niður fimm síðustu varð- turnana á landamærum Norður-Írlands og Írlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND, AP Fimmtán manns höfðu í gær látist í óeirðum í kúrdahéröðunum í suðausturhluta Tyrklands undanfarna viku. Ekk- ert lát virðist vera á átökunum. Óeirðirnar hafa brotist út í tengslum við mótmælaaðgerðir Kúrda, sem haldnar hafa verið í framhaldi af jarðarförum fjórtán skæruliða frá samtökum sem kalla sig Verkalýðsflokk Kúrdistans, eða PKK. Skæruliðarnir féllu í aðgerð- um tyrkneskra öryggissveita fyrir hálfri annarri viku. Tyrknesk stjórnvöld, Bandarík- in og Evrópusambandið líta á þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Með mótmælafundum sínum vilja Kúrdar hins vegar sýna ótvírætt fram á stuðning sinn við samtökin, sem hafa áratugum saman barist fyrir réttindum Kúrda, lengst af með það markmið að stofna sjálf- stætt ríki Kúrda í suðausturhluta Tyrklands. Tyrknesk stjórnvöld viður- kenna ekki Kúrda sem sérstakan þjóðernishóp og veita þeim því ekki nein sérstök minnihlutarétt- indi. Recep Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands, sagði að engra breytinga væri að vænta á þessu. Hann sagði átökin vera eftir- hreytur af deyjandi málstað og stjórnvöld myndu taka á „Kúrda- vandamálinu“ með því að efla lýð- ræði og velferð fólks. „Ekkert lýðræðisríki í heimin- um getur sýnt ofbeldi neitt umburð- arlyndi,“ sagði Erdogan. „Leyfum þeim sem vilja tala að gera það, en aldrei verður hægt að viðurkenna réttmæti hryðjuverka.“ Á hinn bóginn sagði hann líka: „Enginn skyldi dirfast þess að láta reyna á mátt ríkisins eða þjóðar- innar.“ Osman Baydemir, borgarstjóri í Dijarbakir þar sem átökin hafa verið alvarlegust, hvetur nú til þess að menn haldi ró sinni, en hann er sjálfur Kúrdi. Hann sagði þrjú börn vera meðal hinna látnu og hvatti stjórnvöld til þess að kanna hvort ástæða hafi verið til að láta herinn beita skotvopnum gegn mótmælendahópnum. „Eftir því sem ég best veit myndi það gerast í ríkjum þar sem mannréttindi og lýðræði eru í hávegum höfð, að aðrir yrðu rekn- ir eða látnir sæta rannsókn þegar þrjú börn væru drepin af völdum skotvopna,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Mótmælin halda áfram Átökin í Kúrdahéröðum Tyrklands hafa kostað fimmtán manns lífið. Tyknesk stjórnvöld hvetja Kúrda til að tjá sig eftir lýðræðislegum leiðum. KÚRDAR MÓTMÆLA Einn mótmælendanna í bænum Birecik heldur þarna á dagblaði með mynd af kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan, fyrrverandi leiðtoga PKK. Öcalan varð 57 ára í gær en hefur setið í tyrknesku fangelsi árum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.