Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 12
5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
IÐNAÐUR Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
fagnar fregnum um að Norðurál
hafi flýtt fyrirhugaðri stækkun
álversins á Grundartanga um sem
nemur einu ári.
„Ég tel að þetta séu góðar frétt-
ir. Áætlanir um aðra kosti í upp-
byggingu álframleiðslunnar eru
óútkljáðir og ekki útséð hvenær
þeir kostir skýrast, til dæmis varð-
andi orkuöflunina og verð. Við
vissum að þetta gæti orðið. Nú
liggur það fyrir að þennan nýja
áfanga verður hægt að taka í notk-
un strax að lokinni þeirri stækkun
sem nú er unnið að í stað þess að
hlé yrði gert fyrir síðasta áfang-
ann. Ég tel að það sé mikikilvægt
og gott fyrir efnahagslífið,“ segir
Valgerður.
Stækkunin á Grundartanga
kemur meðal annars til af beiðni
Suðurnesjamanna um aukinn flýti
vegna atvinnuástands þar svo fara
megi fljótt í að reisa álver í Helgu-
vík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, er vongóður um að
þar rísi álver. „Flest verkefni sem
við erum að vinna til undirbúnings
álveri að ganga hraðar, þetta er
einn þáttur í því,“ segir hann og
nefnir einnig jávæð svör um orku-
öflun í samstarfi við Hitaveitu
Suðurnesja og samninga um lóðir
og hafnaraðstöðu. „Allt gengur
þetta samkvæmt áætlun.“ - jh/sdg
Framtíðarsjóður
Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga
Engin lágmarksinnborgun
Verðtryggður
Bundinn til 18 ára aldurs
Kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki
tekin út við 18 ára aldur
Vildarviðskiptavinur Sparisjóðsins sem gefur
fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðar-
sjóð Sparisjóðsins eða meira fær 2.000 króna
viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Gefðu
gjöf sem stækkar í pakkanum!
Gjöfin vex í
pakkanum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
1
6
7
1
3
5.000 kr. verða 7.000 kr.
Kíktu á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á
sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins.
NISSAN X-TRAIL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Ríkulegur staðalbúnaður
17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar,
loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
5
8
9
Nissan X-Trail Sport 2.990.000 kr.
FULLBÚINN Á
FRÁBÆRU VERÐI!
ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í Hamborg
hefur dæmt Gerhard Schröder,
fyrrverandi kanslara Þýskalands, í
vil í meiðyrðamáli sem hann höfð-
aði á hendur Guido Westerwelle,
leiðtoga Frjálsra demókrata,
stærsta stjórnarandstöðuflokksins
á þýska þinginu, vegna ummæla
um þátt Schröders í samstarfs-
verkefni Þjóðverja og Rússa um
lagningu gasleiðslu um Eystrasalt
frá Rússlandi til Þýskalands.
Samkvæmt dómnum er
Westerwelle bannað að endurtaka
þá fullyrðingu að Schröder hafi
„gefið fyrirtæki starf“ og síðan
þegið sjálfur starf hjá fyrirtæk-
inu.
Að Schröder skyldi hafa betur
fyrir rétti að þessu sinni virtist þó
ekki til þess fallið að slá neitt á þá
vaxandi gagnrýni sem hann sætir
heima fyrir vegna starfa sem hann
hefur þegið eftir að hann fór úr
kanslarastólnum í nóvember.
Fáeinum vikum eftir að hann hætti
þáði hann stjórnarformennsku í
rússnesk-þýska samstarfsfyrir-
tækinu um lagningu gasleiðslunn-
ar, en að koma því á koppinn hafði
verið eitt síðasta embættisverk
hans. Í síðustu viku var hann form-
lega skipaður í stjórnarfor-
mennskustarfið.
Upplýst var að hann þæði fyrir
það sem svarar rúmlega 21 millj-
ón króna í árslaun. Schröder hefur
þegið boð um stjórnarsetu og ráð-
gjöf við ýmis önnur fyrirtæki. - aa
SCHRÖDER Í MOSKVU Fékk dómstól til
að banna pólitísk ummæli um þátt sinn í
rússnesk-þýska gasleiðslufyrirtækinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Gerhard Schröder dæmt í vil vegna ummæla stjórnarandstæðings:
Gagnrýni vex á störf Schröders
ÁRNI SIGFÚSSON OG VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og iðnaðar-
ráðherra eru ánægð með að Norðurál ætli að flýta framkvæmdum.
Ráðherra og bæjarstjóri fagna fréttum af stækkun álversins á Grundartanga:
Aðrir kostir eru óútkljáðir