Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 27 PÁSKABLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT VEGGFOÐURtímarit TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI ÓTROÐNAR SLÓÐIR Í GARÐAHÖNNUN BOFFI LEGGUR LÍNURNAR SVARTHVÍTT HEIMILI OG LJÓSMYNDIR Í BLAND HAGKVÆMAR LAUSNIR FYRIR NÚTÍMA FJÖLSKYLDULÍF ELDHÚS SAMASTAÐUR AF ÝMSUM TOGA ALGENGAR ELDHÚSSPURNINGAR ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS PÁSKABORÐ | PÁSKALITIR | PÁSKAKAKA | LITRÍKUR PÁSKAMATUR Ræningjastelpan Ronja er börn- um að góðu kunn en nú hefur þetta sígilda barnaævintýri Astridar Lindgren verið endurútgefið í fimmta sinn. Ófáar kynslóðir hafa skemmt sér yfir sögunni af Ronju og Birki vini hennar, rassálfum, gráálfum og ræningjahópunum tveimur sem stríða í Matthíasar- skógi. Sagan um Ronju kom fyrst út árið 1981 og sama ár í íslenskri þýðingu Þorleifs Haukssonar. Nokkrar myndir prýða bókina, sem er á þriðja hundrað síður. Um þessar mundir er leikritið um Ronju ræningjadóttur á fjöl- um Borgarleikhússins og prýðir aðalleikkonan, Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir, kápu bókarinnar. Ævintýri Ronju Söngurinn er þeim Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur og Stefáni Helga Stefánssyni í blóð borinn en á tón- leikum í Salnum í kvöld heiðra þau minningu formæðra og forfeðra sinna og flytja einsöngsperlur, aríur og dúetta sem óperusöngvar- arnir Sigurveig Hjaltested og Stef- án Íslandi fluttu á árum áður. Ingibjörg er sonardóttir Sigur- veigar en Stefán Helgi er langafa- barn Stefáns Íslandi. Þau njóta fulltingis Ólafs Vignis Albertsson- ar píanóleikara og Ólafs B. Ólafs- sonar harmonikuleikara á tónleik- unum. Ólafur B. Ólafsson er sonur Sig- urveigar og faðir Ingibjargar og jafnframt kynnir á tónleikunum en hann kveðst segja stuttlega frá sögu móður sinnar og lífshlaupi Stefáns Íslandi í dagskránni. „Það er gaman að leiða saman þessa tvo brautryðjendur í íslenskri óperu- list,“ segir Ólafur en tónleikarnir eru söguleg kynning fyrir nýja áheyrendur og jafnframt góð upp- rifjun fyrir þá eldri. „Það er skemmtilegt fyrir þá sem muna þau Sigurveigu og Stefán að heyra þessi lög upp á nýtt. Ingibjörg og Stefán Helgi gera þetta samt á eigin forsendum, þau eru ekki að stæla neitt.“ Tónleikarnir, sem bera heitið „Hjaltested/Íslandi“, hafa verið fluttir víða og gerður góður rómur að þeim. „Við höfum ferðast til fimm landshluta með dagskrána nú þegar og hyggjum á frekari landvinninga,“ segir Ólafur að lokum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í Salnum í Kópavogi. STEFÁN HELGI STEFÁNSSON OG INGIBJÖRG ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR Flytja einsöngsperlur og aríur. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Syngjandi afkomendur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 2 3 4 5 6 7 8 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.30 Nemendur í tónlistardeild LHÍ sjá um dagskrá á Kynjadögum sem ber heitið George Sand leik- ur Chopin, í húsnæði skólans að Sölvhólsgötu 13.  20.00 Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona og Stefán Helgi Stefánsson tenór halda tónleika í Salnum og heiðra minningu Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi. Undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson og Ólafur B. Ólafsson. ■ ■ OPNANIR  17.00 Sýning á níu fornleifarann- sóknum Kristnihátíðarsjóðs á Þjóðminjasafni Íslands í rann- sóknarrými safnsins á 2. hæð. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Harpa Björnsdóttir myndlistakona kynnir hinar uppá- tækjasömu Guerilla Girls á Kynjadögum LHÍ, að Laugarnesvegi 91. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Andri Snær Magnason rithöfundur heldur fyrirlestur í Samkomuhúsinu á Akureyri í tilefni af útkomu nýrrar bókar, Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Allir vel- komnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.