Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 51
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 27
PÁSKABLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT
VEGGFOÐURtímarit
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í
ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA
GJÖF Í KAUPBÆTI
ÓTROÐNAR SLÓÐIR Í GARÐAHÖNNUN
BOFFI LEGGUR LÍNURNAR
SVARTHVÍTT HEIMILI OG
LJÓSMYNDIR Í BLAND
HAGKVÆMAR LAUSNIR FYRIR
NÚTÍMA FJÖLSKYLDULÍF
ELDHÚS
SAMASTAÐUR AF ÝMSUM TOGA
ALGENGAR ELDHÚSSPURNINGAR
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
PÁSKABORÐ | PÁSKALITIR | PÁSKAKAKA | LITRÍKUR PÁSKAMATUR
Ræningjastelpan Ronja er börn-
um að góðu kunn en nú hefur þetta
sígilda barnaævintýri Astridar
Lindgren verið endurútgefið í
fimmta sinn. Ófáar kynslóðir hafa
skemmt sér yfir sögunni af Ronju
og Birki vini hennar, rassálfum,
gráálfum og ræningjahópunum
tveimur sem stríða í Matthíasar-
skógi.
Sagan um Ronju kom fyrst
út árið 1981 og sama ár í íslenskri
þýðingu Þorleifs Haukssonar.
Nokkrar myndir prýða bókina,
sem er á þriðja hundrað síður.
Um þessar mundir er leikritið
um Ronju ræningjadóttur á fjöl-
um Borgarleikhússins og prýðir
aðalleikkonan, Arnbjörg Hlíf Vals-
dóttir, kápu bókarinnar.
Ævintýri Ronju
Söngurinn er þeim Ingibjörgu
Aldísi Ólafsdóttur og Stefáni Helga
Stefánssyni í blóð borinn en á tón-
leikum í Salnum í kvöld heiðra þau
minningu formæðra og forfeðra
sinna og flytja einsöngsperlur,
aríur og dúetta sem óperusöngvar-
arnir Sigurveig Hjaltested og Stef-
án Íslandi fluttu á árum áður.
Ingibjörg er sonardóttir Sigur-
veigar en Stefán Helgi er langafa-
barn Stefáns Íslandi. Þau njóta
fulltingis Ólafs Vignis Albertsson-
ar píanóleikara og Ólafs B. Ólafs-
sonar harmonikuleikara á tónleik-
unum.
Ólafur B. Ólafsson er sonur Sig-
urveigar og faðir Ingibjargar og
jafnframt kynnir á tónleikunum
en hann kveðst segja stuttlega frá
sögu móður sinnar og lífshlaupi
Stefáns Íslandi í dagskránni. „Það
er gaman að leiða saman þessa tvo
brautryðjendur í íslenskri óperu-
list,“ segir Ólafur en tónleikarnir
eru söguleg kynning fyrir nýja
áheyrendur og jafnframt góð upp-
rifjun fyrir þá eldri. „Það er
skemmtilegt fyrir þá sem muna
þau Sigurveigu og Stefán að heyra
þessi lög upp á nýtt. Ingibjörg og
Stefán Helgi gera þetta samt á
eigin forsendum, þau eru ekki að
stæla neitt.“
Tónleikarnir, sem bera heitið
„Hjaltested/Íslandi“, hafa verið
fluttir víða og gerður góður rómur
að þeim. „Við höfum ferðast til
fimm landshluta með dagskrána
nú þegar og hyggjum á frekari
landvinninga,“ segir Ólafur að
lokum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í
Salnum í Kópavogi.
STEFÁN HELGI STEFÁNSSON OG INGIBJÖRG
ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR Flytja einsöngsperlur
og aríur. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
Syngjandi afkomendur
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
2 3 4 5 6 7 8
Miðvikudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
12.30 Nemendur í tónlistardeild
LHÍ sjá um dagskrá á Kynjadögum
sem ber heitið George Sand leik-
ur Chopin, í húsnæði skólans að
Sölvhólsgötu 13.
20.00 Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
sópransöngkona og Stefán Helgi
Stefánsson tenór halda tónleika
í Salnum og heiðra minningu
Sigurveigar Hjaltested og Stefáns
Íslandi. Undirleik annast Ólafur
Vignir Albertsson og Ólafur B.
Ólafsson.
■ ■ OPNANIR
17.00 Sýning á níu fornleifarann-
sóknum Kristnihátíðarsjóðs á
Þjóðminjasafni Íslands í rann-
sóknarrými safnsins á 2. hæð.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.15 Harpa Björnsdóttir
myndlistakona kynnir hinar uppá-
tækjasömu Guerilla Girls á
Kynjadögum LHÍ, að Laugarnesvegi
91.
■ ■ SAMKOMUR
20.00 Andri Snær Magnason
rithöfundur heldur fyrirlestur í
Samkomuhúsinu á Akureyri í
tilefni af útkomu nýrrar bókar,
Draumalandið - Sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð. Allir vel-
komnir.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI