Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 16
 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Enda framleiðið þið ekki ál „Okkur finnst stjórnvöld sýna mikla lítilsvirðingu og tómlæti því það er látið eins og við séum ekki til.“ ÁLFHEIÐUR BJARNADÓTTIR STARFSKONA Á HRAFNISTU UM FRAMGÖNGU STJÓRNVALDA Í KJARAMÁLUM. FRÉTTABLAÐIÐ. Með vonina eina að vopni „En ég vona eins og allir aðrir að það gangi vel að manna þessi heimili þannig að starfsemin verði sem best.“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR HEILBRIGÐ- ISRÁÐHERRA UM KJARAMÁL STARFSFÓLKS HJÚKRUNARHEIM- ILA. MORGUNBLAÐIÐ. Hinn goðsagnakenndi söluturn Vikivaki á Laugaveginum tekur nú í fyrsta skipti í sögunni við kredit- og debetkortum. Vikivaka þekkja margir enda er hann ein formfastasta verslun Laugavegarins. Margir þekkja Vikivaka einfaldlega sem sjopp- una sem tekur ekki við kortum. Hefur það orðið nokkrum hungruðum gestum til trafala á meðan aðrir hafa sagt það hafa ákveðinn sjarma að taka ekki við greiðslukortum. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á. Nýverið urðu eigendaskipti á söluturninum og tóku þá við rekstrinum Anna Dóra Ármanns- dóttir og tengdasonur hennar Högni Brekason. Að sögn nýju eigendanna höfðu fyrirennarar þeirra séð um reksturinn í um tvo áratugi. Anna segir að hugmyndin um kaup á Vikivaka hafi komið frá tengdasyninum eftir að hann hafði verið að leita sér að viðskiptatæki- færum. Brydduðu Anna og Högni strax upp á þeirri nýbreytni að taka við kortum, bæði debet- og kredit- kortum. Hefur slíkt ekki tíðkast hjá Vikivaka síðan slík kort komu á markað. Anna segir að margir viðskiptavinir hafi lýst yfir ánægju sinni með breytinguna. „Margir hafa komið hingað ein- göngu til þess að fá að prófa að borga með kortunum sínum.“ Anna segist samt eiga von á því að sumir fastakúnnar þurfi smá tíma til að aðlagast breytingunum. „Annars erum við nokkuð ánægð og okkur hefur almennt verið mjög vel tekið.“ ■ TÖKUM ÖLL KORT Auglýsingaskilti hefur verið komið fyrir á Laugaveginum til að vekja athygli á breytingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tekið við kortum í Vikivaka „Við eigum að gera öðrum það sem við viljum að aðrir geri okkur. Ef við værum raunverulega kristin mynd- um við gera það. Því miður komum við oft illa fram við aðra og vekjum þannig upp hatur og grimmd,“ segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. „Nýlega varð mér hugsað til fangelsismálanna eftir að hafa heyrt af slæmu máli sem varðar lágmarksmannréttindi fanga. Oft er fólk þar í aumu ástandi eftir að hafa verið stungið inn í klefa til að sofa úr sér vímuna. Þetta fólk þráir aðeins eitt þegar það vaknar af eitursvefninum og það er að fá vatn að drekka. Hvers vegna er ekki vatn haft í klefum?“ spyr Anna Marta. HVAÐ SEGIR ANNA? KÆRLEIKUR Vatn í fangaklefa Erna Aðalheiður Karlsdóttir, starfsmaður eldhússins á Nordica hóteli, bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í uppvaski sem fram fór á föstudag. Hún segir lykilinn að árangrinum vera almenna skynsemi. „Þetta var mjög skemmtileg keppni,“ segir Íslandsmeistarinn nýkrýndi og neitar um leið að keppnin hafi verið eitthvað sér- staklega erfið. Keppnin var haldin í tengslum við sýninguna Matur 2006 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi og tóku fjórtán þátt. Þur- íður Helga Guðbrandsdóttir, for- maður Félags matartækna, segir mótið hafa tekist frábærlega og keppendur staðið sig vel. Erna Aðalheiður verður í fararbroddi Íslendinga á Norðurlandamóti upp- vaskara sem fram fer í Stokkhólmi 25. apríl. Fer hún fyrir fimm manna landsliði en auk hennar skipa það þau Da Chadapon og Songmvang Wong Wan sem vinna á Landspítal- anum, Brynhildur Magnúsdóttir frá Hrafnistu í Hafnarfirði og Hug- rún Ólafsdóttir frá Alcan. Erna Aðalheiður er vitaskuld spennt fyrir Svíþjóðarferðinni og ætlar að gera sitt besta til að verða landi og þjóð til sóma. Hún veit þó ekki hverjir möguleikarnir ytra verða. Stutt er síðan Erna Aðalheiður hóf störf á Nordica, aðeins einn mánuður, og má því heita undra- vert hve skjótt hún hefur náð tökum á uppvaskinu. „Ég er nýflutt til landsins frá Danmörku þar sem ég bjó í tíu ár. Foreldrar mínir fluttu heim fyrir einu og hálfu ári og ég saknaði þeirra og langaði líka að prufa eitthvað nýtt.“ Hún vann á skyndibitastaðnum Sunset Boul- evard í Danmörku og þurfti stund- um að setja í uppþvottavélina þar. Á þeim grunni byggir hún. Annars segir hún almenna skynsemi ráða mestu um góðan árangur í upp- vaskinu. Erna Aðalheiður lætur vel af vinnunni á Nordica, segir stemn- inguna góða. Hún er líka ánægð með að hafa flutt aftur til Íslands en ber strætó ekki vel söguna. „Hér þarf maður greinilega að hafa bíl því ekki er mikið varið í strætókerfið,“ segir hún. Og Íslandsmeistarinn í uppvaski þarf ekki að vaska upp heima hjá sér. „Nei, ég slepp við það, en þríf í staðinn,“ segir hún og hlær. Helsta áhugamál Ernu Aðal- heiðar er dans. Hún dansaði mikið í Danmörku en hefur ekki enn byrjað æfingar hér. „Ég dansa djass, stepp og riverdans og bara hvað sem er,“ segir hún en neitar að hún stígi sporin í eld- húsinu á Nordica. „Gólfið er svo sleipt að það er hættulegt að dansa á því.“ ■ „Það er allt fínt að frétta nema kannski helst til rólegt hjá mér,“ segir Guðmundur Páll Óskarsson fiskverkandi í Hnífsdal. „Nú er steinbítsvertíð í gangi en það er bara búin að vera bræluskratti í nær hálfan mánuð þannig að ég fæ ekkert hráefni.“ Auk þess að herða fisk verkar Guðmundur Páll hákarl. „Það gekk mjög vel með hákarlinn. Hann rauk út eins og heitar lummur og mig vantaði um þrjú tonn til að getað annað eftirspurn. Steinbíturinn gengur líka ágætlega enda er verkunin löngu orðin landsþekkt.“ Faðir hans, Óskar Friðbjarnarson, var þekktur á árum áður fyrir gæðaharðfisk og hákarl en hann lætur nú syni sínum eftir öll sín leyndarmál í þessari iðju. „Svo skrapp ég reyndar til Reykjavíkur,“ held- ur Guðmundur Páll áfram. „Ég var reyndar bara í sólarhring en þá var ég líka alveg búinn að fá nóg og varð bara að komast vestur. Ég skil það ekki hvernig nokkur maður getur búið þarna í þessu stressi. Svo er allt svo flókið og ef það á að redda einhverju þá tekur það mikinn tíma; hérna fyrir vestan ganga hlutirnir bara einn, tveir og bingó.“ Nú stendur yfir kosning um kynþokkafyllsta Vestfirðinginn en Guðmundur Páll lætur sér það í léttu rúmi liggja. „Ég var svo sem ekki tilnefndur enda lítill og samanrek- inn svo ekki var við því að búast,“ segir hann og hlær. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR PÁLL ÓSKARSSON FISKVERKANDI Í HNÍFSDAL Þolir ekki við í höfuðborginni Vaskar ekki upp heima ÍSLANDSMEISTARINN AÐ STÖRFUM Erna Aðalheiður Karlsdóttir hefur unnið í einn mánuð í eldhús- inu á Nordica hóteli en áður vann hún á danska skyndibitastaðnum Sunset Boulevard. Hún hefur gaman af að dansa en stígur ekki sporin í vinn- unni því gólfið er svo hált. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Stofnar 440 milljarða Risaúttekt á Björgólfi Thor í Bloomberg áhættusjóð „BRJÁLÆÐINGUR EÐA SNILLINGUR!“ 2x15 4.4.2006 20:43 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.