Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Könnun breska menntamálaráðu-
neytisins á stöðu háskólanem-
enda hefur leitt í ljós að skuldir
þeirra hafa tvöfaldast á síðast-
liðnum sex árum. Nemendur frá
efnaminni fjölskyldum skulda
mest þegar námi þeirra lýkur. Þá
leiddi könnunin jafnframt í ljós
að mikill fjöldi háskólanemenda
vinnur fyrir sér meðfram námi.
Þá kemur fram í könnuninni að
há skólagjöld í breskum háskól-
um séu ástæða þess að skuldir
nemenda hafa hækkað mikið. Þá
er ótalinn annar kostnaður, s.s.
húsaleiga, matarkostnaður og
útgjöld. Meðalskuldir nemenda
nema 7.918 pundum, jafnvirði
977.000 íslenskra króna, að loknu
háskólanámi. Efnaminni nemend-
ur skulda hins vegar um 370.000
krónum meira en þeir sem koma
frá efnameiri heimilum.
Þá sögðu sex af hverjum tíu
nemendum að fjárhagsáhyggj-
ur hefðu haft áhrif á einkunnir
þeirra og 10 prósent nemenda
sögðu að þau hefðu hugleitt að
leggja námið á hilluna vegna
fjárhagsörðugleika.
3.700 háskólanemendur og
aðstoðarkennarar við 88 háskóla
í Bretlandi tóku þátt í könnun-
inni.
Bill Rammell, sem fer með
málefni langskólamenntunar í
ríkisstjórn Tonys Blair, segir að
breytingar á skólagjöldum, sem
feli í sér að hægt er að greiða þau
að útskrift lokinni, komi efna-
minni nemendum til góða.
Þá sagði hann jafnframt að
ríkisstjórnin ætlaði að gera efna-
minni nemendum kleift að sækja
um fleiri styrki á árinu en áður
og myndi það jafna stöðu þeirra.
Breskir stúdentar
í skuldasúpu
Skuldir háskólastúdenta í Bretlandi hafa tvöfaldast á
síðastliðnum sex árum.
BRESKIR HÁSKÓLASTÚDENTAR Nemendur í breskum háskólum mótmæla slæmum
kjörum og háum skrásetningargjöldum.
Bandaríska RoseArt
Industries hefur inn-
kallað 3,8 milljónir
lítilla barnaleikfanga
úr verslunum víðs
vegar um Bandaríkin.
Leikföngin voru búin til
í Kína og seld í búðum
á borð við Toys R Us
og Wal-Mart. Um er
ræða kubba í þremur stærð-
um sem börn geta notað til að
byggja með. Inni í kubbunum
er lítill segull sem heldur þeim
saman. Að sögn bandaríska
neytendasamtaka virðist sem
segull í kubbunum hafi
nokkrum sinnum fallið
úr þeim og valdið börn-
um skaða. Hafi m.a. 20
mánaða drengur kafn-
að eftir að hann gleypti
segul úr kubbinum. Þá
hafi þrjú önnur börn
á aldrinum þriggja til
átta ára þurft að fara
í skurðaðgerð til að fjarlægja
segul úr maga þeirra. Þá setti
fimm ára drengur tvo segla í nef
sitt. Varð að skera hann upp til
að fjarlægja seglana úr lungum
hans. -jab
Varhugaverð barnaleikföng
LEIKFANGABÚÐIN
TOYS R US Leikföngin
varasömu voru seld í
verslunum víðs vegar
um Bandaríkin.
Bandaríska tæknifyrirtækið
Tempera Technology vinnur að
þróun bjórdósar sem kælir sig
sjálf á þremur mínútum og helst
köld í allt að 45 mínútur. Í dós-
inni er lítið kæli- og þéttikerfi
sem er náttúruvænt og ætti því
hvorki að spilla bjórnum né nán-
asta umhverfi.
Búnaðurinn virkar þannig að
þegar bjórdós er opnuð dregur
kælibúnaðurinn í sig raka frá
miðinum og myndar gufu sem
kælir bjórinn.
Dósin er jafnstór hálfs lítra
bjórdós en vegna kælibúnaðarins
rúmast ekki nema 0,37 desílítr-
ar í henni,
sem er litlu
meira magn
en í lítilli
dós.
Ekki ligg-
ur fyrir hvað
bjórinn með
kæl ibúnað-
inum mun
kosta þegar
hann kemur
á markað í
sumar. - jab
Sjálfkældur bjór
BJÓR Senn verður hægt að kaupa bjór sem
kælir sig sjálfur.
Stjórn rússneska ríkisgasfyrir-
tækisins Gazprom greindi frá
því í síðustu viku að Hvít-Rússar
yrðu að greiða jafnhátt gjald
fyrir jarðgas frá Rússlandi og
önnur viðskiptalönd fyrirtækis-
ins.
Hvít-Rússar hafa fram til
þessa greitt jafnvirði 47 dollara
fyrir hverja 1.000 kúbikmetra
af jarðgasi frá Rússlandi en
það er algjört lágmarksgjald.
Er góðu vinfengi stjórnvalda í
Hvíta-Rússlandi og Rússlandi því
að þakka að gjaldið hefur ekki
hækkað.
Það kom því flatt upp á Oleg
Maximov, orkumálaráðherra
Hvít-Rússa, þegar Alexei Miller
tjáði honum að Rússar hygðust
hækka gjöld fyrir jarðgas.
Gazprom snarhækkaði verð
á jarðgasi til Úkraínu í janúar
síðastliðnum. Þykir hækkunin
hafa verið gerð til höfuðs Viktor
Jústsjenko, forseta landsins,
sem hefur gagnrýnt stjórnvöld í
Rússlandi. Talið er að verðhækk-
un á gasinu hafi orðið til þess að
flokkur Jústsjenkos tapaði fylgi í
síðustu þingkosningum í landinu
í lok mars. -jab
Gazprom hækkar verðið
GASSTÖÐ Í HVÍTA-RÚSSLANDI Stöðin tekur á móti gasi frá Rússlandi og miðlar því
áfram til viðskiptavina.
Breska dagblaðið Obersver sagði um helgina
að David Higgins, sem hefur yfirumsjón með
Ólympíuleikunum í Lundúnum í Bretlandi 2012,
óttaðist að leikarnir yrðu kostnaðarsamari en talið
var í fyrstu. 2 milljarða punda þyrfti í viðbót
við fyrri fjárhagsáætlun til að ýta þeim úr vör.
Talsmenn leikanna neita hins vegar öllum stað-
hæfingum þessa efnis og segja um helberan skáld-
skap blaðsins að ræða. Endanleg kostnaðaráætlun
vegna leikanna liggi ekki fyrir fyrr en í sumar, að
þeirra sögn.
Enn er óvíst hversu mikið Ólympíuleikarnir í
Lundúnum munu kosta. Hið opinbera greiðir 1,5
milljarða punda en ýmsir styrktaraðilar greiða
það sem upp á vantar. Mestur hluti kostnaðarins
felst í byggingu ólympíuþorps í Lower Lea Valley í
austurhluta Lundúna. -jab
Óttast dýra ólympíuleika
BARIST UM ÓLYMPÍULEIKANA Knattspyrnusnillingurinn David
Beckham og íþróttakonan Denise Lewis kát eftir að tilkynnt var í
júlí í fyrra að ólympíuleikarnir 2012 yrðu í Lundúnum.